Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 24
Hispurs- laus sáli Sigtryggur Jónsson: Kœri Sáli Forlagiö 1986 144 bls. Verd 988 kr. Unglingur er ungt orð í íslensku sem og samsetningar af því leidd- ar, og til marks um það má nefna, að orðið unglingabók mun fyrst hafa sést á prenti í skrifum Símon- ar Jóh. Ágústssonar 1944. Ungl- ingsaldur sem sérstakt skeið er eldra, og sprettur upp úr þeirri sér- hæfingu sem fylgdi kaupstaða- myndun hérlendis. Unglingar eru fjölmennur ald- urshópur, áhrifagjarn, Ieitandi og oft ráðvilltur. Það er oft sagt að á þessu skeiði leggi menn grunn að lífi sínu, og því er fjarska mikil- vægt hvernig krökkum reiðir af. Sú bók sem hér er til umræðu á rætur að rekja til unglingaþáttar í Ríkisútvarpinu, rás 2. Höfundur svaraði þar bréfum hlustenda um vandamál sín og reyndi að veita þeim einhverja úrlausn. „Sig- tryggur ræðir um líf unglinga, vandamál þeirra og áhyggjuefni, af einlægni og hreinskilni. 1 þessa bók geta unglingar sótt fróðleik, hvatningu og góð ráð,“ segir á bók- arkápu. Og það er rétt. Bókinni er skipt í 9 kafla auk inn- gangs: Fjölskyldan, Vinir og vin- átta, Feimni — sjálfstraust — minnimáttarkennd, „Ég vildi ég væri dauður", Ástin, Kynlífið, Vímuefni — leiðin niður í svaðið, Unglingavandamál — vandamál hverra? Hvar fæ ég aðstoð. Síðustu tveir kaflarnir eru að öllu leyti frá höfundi komnir, en unglingar leggja sitt af mörkum til hinna með bréfum sínum. Höf- undur byrjar hvern kafla á hug- ieiðingu eða vangaveltum um efn- ið, en síðan koma bréfin og svör hans. Stúlkur skrifa meirihluta þeirra bréfa, sem birt eru, „Ein í vanda". Vandamálin eru mörg raunveru- leg og sum mjög alvarlegs eðlis, önnur aftur á móti léttvæg í aug- um fullorðinna þótt brenni heitt á unglingum, svo sem margvíslegar grillur varðandi kynfæri o.fl. Sum bréfin eru átakanleg lýsing á þeim kjörum, sem börnum og ungling- um eru búin bak við glæsta fram- hlið heimilanna. Og öll sýna þau leitandi hug, sum ráðvilltan og í nokkrum bréfum er ríkjandi ör- vænting. Mér sýnast svör Sigtryggs yfirleitt skynsamleg, og á það ber að líta, að erfitt er að gefa skýr svör við mörgum þeim spurningum, sem unglingarnir bera fram, nema ræða við þá, leita nánari upplýs- inga. Og ég held, að unglingar hafi gott af að lesa þessa bók, þeir geti betur fótað sig í tilverunni og þeir sem búa við lakastar aðstæður geta kannski fundið nokkra fróun í þeim ábendingum, sem hér eru á blaði. Auðvitað hljóta að vera nokkrar endurtekningar í svona bók, og þó hefði mátt fækka þeim nokkuð með miliivísunum. Sig- tryggur byggir leiðsögn sína á sál- fræðilegum rannsóknum og notar ýmis hugtök, sem skilgreind eru í þeim fræðum, t.d. sjálfsmynd. Hann hvetur unglingana ætíð til að taka ábyrga afstöðu, þeir séu sjálfstæðir einstaklingar með ákveðnar skyldur. Og fjölskyldan verður að ræða málin. Unglingum er nauðsyn að eiga trúnaðarsam- band við fullorðna, sem virða sjónarmið þeirra og vilja. Þessi bók er samin af miklum velvilja til ungiinga. Höfundur er fullkomlega hispurslaus og víkur sér ekki undan því að ræða þau mál, sem heitast brenna á þeim. Málfar bókarinnar ber of mikinn keim af flutningi í útvarpi, stíll höf- undar er nokkuð samanbarinn og endurtekningar of margar. SS Váboöar veraldar Einar Már Gudmundsson: Eftirmáli regndropanna. Skáldsaga, 235 bls. Almenna bókafélagiö 1986. Eftirmáli regndropanna er þriðja skáldsaga Einars Más, en hinar eru Riddarar hringstigans (1982) og Vængjasláttur í þakrenn- um (1983). Þessar sögur báðar hafa vakið verðskuldaða athygli, bæði fyrir efnistök og frásagnar- hátt og ekki síður fyrir myndríkan og lifandi stíl. Einar Már hefur ásamt nokkrum öðrum ungum höfundum verið að feta sig inná nýja slóð frásagnarlistarinnar á íslensku sem fram til þessa hefur verið fremur fátroðin. Þeir hafa dregið ýmsa lærdóma af modern- ismanum í skáldsagnagerð um leið og þeir halda tryggð við fjöl- breyttan frásagnararf þjóðarinnar og nýta sér hann með margvísleg- um hætti. Þannig smíða þeir sér nýjan frásagnarmáta, endurnýja frásagnarlistina á grunni hins gamla og hins nýja um leið og þeir meðtaka fersk áhrif frá fjarlægum stöðum. Kannski má segja að Einar Már hafi flutt frásagnargleðina í önd- vegi. Það kemur einkum fram í tvennu. í stíl hans er fólgin mikil og lifandi spenna, auðugt mynd- mál, óvænt og spennandi heldur lesanda föngnum og fleytir fram frásögninni, stundum kyrrlátlega en stundum af ólgandi krafti. Margbreyttir töfrar málsins eru nýttir til þess að skapa frásögn sem sífellt er ný og fersk. f annan stað uppnemur Einar Már þær skoðanir sem venjulega eru settar utanum það sem við köllum raunveruleika. Það má reyndar setja á langar heimspeki- legar ræður um það hvað sé raun- veruleiki og hvað ekki. Er raun- veruleikinn það sem hægt er að mæla og vega? Eða er hann það sem við sjáum og heyrum? Eða er hann kannski það sem við hugs- um og því þá ekki það sem okkur dreymir vakandi eða sofandi? En Einar lætur sig einu gilda allar skilgreiningar á raunveruleika og skilur lítt á milli þess sem gerist í efnisheiminum og þess sem gerist í hugskoti persónanna. Fyrir hon- um er hugarheimur manna, hug- myndir, ímyndanir og langanir alveg jafngildur raunveruleiki hverjum öðrum. í Eftirmála regndropanna eru enn til staðar þessi einkenni frásagnar- listar Einars Más, þó svo að þessi bók sé ólík hinum fyrri, eins ólík þeim og þær eru ólíkar innbyrðis. Enn er sögusviðið Hverfið, en nú er sögumaðurinn Jóhann Péturs- son, nær alveg horfinn. Söguper- sónurnar eru ekki lengur krakkar eða unglingar, heldur fullorðna fólkið í Hverfinu. Daníel prestur og Sigríður kona hans, Anton rak- ari, Söðlasmiðurinn, lystigarðs- vörðurinn, o.fl. Sagan gerist skömmu eftir að Vængjaslættin- um sleppir. Sagan skiptist í þrjá hluta og gerast tveir þeir fyrstu á einni nóttu en hinn síðasti nokkru síðar. í öllum hlutunum færist frásögn- in stöðugt á milli nokkurra sviða þar sem framantaldar persónur eru í miðjunni. í fyrsta og öðrum hluta er höfundur að lýsa heilli veröld á mjög afmörkuðu tíma- skeiði. Persónurnar hafast ólíkt að,- söðlasmiðurinn og vinir hans sitja við drykkju, presturinn fer yfir sunnudagaskólaverkefni, kona hans dottar o.s.frv. Það skellur á óveður og skip strandar í fjörunni, en áður hafa allir sjómennirnir fallið fyrir borð. Þeir ganga aftur í hverfinu um nóttina og gera marg- víslegan usla og valda rúmruski. Loft er lævi blandið og ógn steðjar víða að, ógn sem ýmist kemur að innan eða að utan. Höfundur hefur lýst því yfir að með þessari frásögn hafi hann lok- ið að segja frá veröldinni í Hverf- inu. Með hliðsjón af fyrri bókun- um væri hægur vandi að ljá þess- um bálki goðsögulega vídd. Ridd- ararnir lýsa veröld sakleysis barn- anna og enda á syndafalli, Vængjaslátturinn lýsir þroska og auknum skilningi á veröldinni hjá unglingunum og innleiðslu spill- ingar og í Eftirmála regndropanna kemur uppleyst og firrt veröld hinna fullorðnu sem á ekki annað fyrir að liggja en að farast. Síðan má draga hliðstæðu við Völuspá og Biblíuna og fleiri rit sem birta svip- aða heimsmynd og heimsskilning. En ekki verður farið lengra út á þessa hálu braut hér. Eftirmáli regndropanna er ekki síðri lesning en fyrri bækur Einas Más. Þrátt fyrir fremur kaotíst ástand á iesandi auðvelt með að hrífast með og komast á vald frá- sagnarinnar. Kröftugur skáldskap- ur og mögnuð orðlist bera uppi þessa sögu. G.Ást. * Astin og vitið Matthías Viðar Sœmundsson: ÁST OG ÚTLEGD. FORM OG HUGMYNDAFRÆDI í ÍSLENSKRISAGNAGERÐ 1850—1920 (Studia islandica 44, ritstj. Sveinn Skorri Höskulds- son), Bókmenntafrœðistofnun Háskóla íslands og Bókaátgáfa Menningarsjóðs 1986. 295 bls., (óbundin) kr. 875. Matthías Viðar Sæmundsson hefur á fjórum árum gefið út tvær bækur í hinni virðulegu ritröð Studia islandica sem helguð er ís- lenskri bókmenntafræði. Hin fyrri var um „tilvistarleg viðhorf í sög- um Gunnars Gunnarssonar". Og einnig hér eru slík viðhorf Matt- híasi Viðari ofurlega í huga. Það er ekki fyrr en með þeim, í ritum Gunnars, Jóhanns Sigurjónssonar og jafnvel Sigurðar Nordal, að honum virðist auðið að gefa ást- inni „tragíska dýpt" (bls. 226—7 og víðar). Um þessa fyrstu ís- lensku „tilvistarhöfunda" er hann þó ekki að fjalla hér, heldur fyrir- rennara þeirra, allt frá upphafi sagnaskáldskapar í nýjum stíl um 1850. Fjórtán höfundum helgar hann sérstaka kafla þar sem hann rýnir í skáldsögur þeirra eða smásögur, fáar valdar sögur eftir hina af- kastameiri. Þetta eru: Jón Thor- oddsen, Jón Mýrdal, Páll Sigurðs- son og Torfhildur Hólm (róman- tíska kynslóðin); Jón Ólafsson, Gestur Pálsson og Þorgils gjallandi (raunsæishöfundar); Jónas Jónas- son, Jón Trausti, Einar Kvaran og Guðmundur Friðjónsson (alda- mótamenn); og loks Jónas Guð- laugsson, Einar Benediktsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson (ný- rómantískir). Rannsóknin nær þó víðar en til þessara völdu sagna. Mið er tekið ,af öðrum verkum höfundanna '(t.d. 251 o.áfr. um ljóð Jóhanns Gunnars) og sögum ýmissa ann- arra skálda (svo sem Theodoru Thoroddsen, 150 o.áfr.) og heim- ilda leitáð um höfundana og verk- in. Einnig er mikið um samanburð við erlendar bókmenntir og vitn- að í erlenda lærdómsmenn, bæði bókmenntafræðinga og „lífsspek- inga“ (Marcuse, Fromm...). En þetta er ekki saga íslensks sagnaskáldskapar vítt og breitt, þótt Matthías Viðar virðist hafa kannað það svið til nokkurrar hlít- ar. Heldur rekur hann sig eftir ein- um rauðum þræði. Sögurnar fjalla flestar „um ástarþrengingar af ein- hverju tagi" (97), og þær eru rann- sóknarefnið, einkum hvernig skáldin skynja og túlka samspil ástarinnar við veruleik þjóðfélags- ins. Þar fer löngum eins og Torf- hildur Hólm segir (90), að „ástin og vitiö eru tvœr þjóðir, er berjast hvor við aðra“, og þótt ástin sigri hjá hinum rómantísku, þá snúa raunsæisskáldin við blaðinu og sjá, eins og Gestur Pálsson segir (96) „að ástin í allri fegurð sinni geti ekki annað en verið útlœg úr mannlífinu". Matthías Viðar skrifar af þrótti og andríki; stíll hans er ögn sér- kennilegur en lifandi og orðauð- ugur. Fjölvíða kemst hann sláandi vel að orði („... smám saman sest fjarlægðin einnig að í sál Sigríðar" (259); „þar á sá konu sem kaupir" (261)). Þótt hann noti allmikið af fræðiorðum, og oft í útlendum búningi („af þessum sökum fær hið mýþíska snið demónska skír- skotun" (124)), þá hæfir það rit- hætti hans ekki illa. Hins vegar ber líka of mikið á vanhugsuðu orðavali (sem ritstjóri hefur verið of meinlaus að samþykkja): Ösku- buska „giftist til fjár“ (41); „tildra sér frarn" (85); piltur sem „verður líkt og lúsin að velja á milli tveggja nagla“ (102); „hún stöðvast og ekki" (í merkingunni „ekki held- ur“, 108); „líkt og leysingin snemmbærá' (121); „tvennir vilj- ar“ (238); „heimreið" (um ferðalag heim á leið, 244). Að ástin sé „andlæg tilfinning" (229) og að „sækjast eftir ... al- gleymis" (248) treysti ég hins veg- ar að séu prentvillur, raunar ekki þær einu í bókinni. Það er hluti af kynslóðabilinu í bókmenntafræði að hinir yngri fræðimenn setja gjarna upp hug- tök eða hugmyndir úr skáldverk- um í skýringarmyndir og skemu margs konar. Því beitir Matthías Viðar óspart og með góðum ár- angri, en nokkuð vantar á í prent- uninni að uppsetning skemanna sé nógu vönduð. Afleit línuskipti sjást t.d. á bls. 57 og 227. Víða er of óljóst hvort línuskil tákna at- riðaskil, og hefur af þeim sökum eitthvað týnst úr skemanu á bls. 56 án þess prófarkalesari tæki eftir. Efnið er þó alltaf meira virði en orðalag eða uppsetning. Sjálfsagt má nú hnekkja einhverjum smá- atriðum hjá Matthíasi. Þegar t.d. Einar Ben. lýsir manni sem „vel iimuðum, feitum og flærðarleg- um“, þá er vafalaust tímaskekkja að kalla hann „kvapaðan" og gefa honum mínus fyrir „líkamleg ein- kenni" (248—9). (Eða var ekki Hannes Hafstein talinn mesta glæsimennið af kynslóð Einars, 182 sm og langt yfir 100 kílól?) En stóru drættirnir, og raunar allur þorri smáatriðanna, virðast vel grunduð og sannfærandi. Eða a.m.k. markverð og spennandi fyrir alla sem þekkingu hafa á bókmenntum tímabilsins. H.S.K. ALMENNA bókafélagið heldur áfram útgáfu á bókaflokknum Is- lensk þjóðfræði. Fyrir fám dögum barst í verslanir forvitnileg bók í þessum flokki um íslenskt mál og málvísindi. Hún er eftir prófessor Halldór Halldórsson og ber heitið Ævisögur orða. í bókinni greinir Halldór frá ýmsum orðum og orða- tiltækjum hins daglega máls, slang- uryrða frá því fyrr á árum og ýmsu öðru skondnu í málfari íslendinga auk þess sem Reykjavíkurmállýska fær sérstaka umfjöllun í bókinni. PASTELverk Guðmundar Björg- vinssonar hanga uppi á veggjum Hlaðvarpans þessa dagana við góð- ar undirtektir vegfarenda um Vest- urgötu. ATHOLFUGARD er einhver skeleggasti baráttumaður gegn að- skilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda. Langflest leikverka hans bera merki þessa, svo sem Veg- urinn tilMekka, sem liggur um Iðnó þessa nóvemberdaga. Þau hafa oft- ast náð gríðarlegum vinsældum fyr- ir botni Afríku, gjarnan svo að 1 stjórnvöldum hefur þótt nóg um. Botha og fyrirrennarar hafa stund- um gripið í taumana og bæði bann- að verk hans í landinu og neitað honum um vegabréfsáritun. Fugard er fæddur í Suður-Afríku og bjó þar 1 og starfaði lengst af, en hin síðari ár hefur hann þó oft langdvalið í Bandaríkjunum í boði Ki/e-háskóla. Vegurinn til Mekka var frumsýnt í Bandaríkjunum fyrir nokkrum ár- um og þvínæst í Suður-Afríku. Breska þjóðleikhúsið setti verkið í upp í fyrra, meðal annars með þeim afleiðingum að einn gagnrýnenda pressunnar sagði aðalleikonuna með feita lærapoka, hver ummæli hún kærði, vann málið og fékk háar skaðabætur. HITCHCOCK-hátíðin í Regn- boga hefur ekki gengið eins vel og vonast var, rétt eins og almenningur veigri sér við standördum í blindni sinni af meðalmennsku annarra breiðtjalda. Skemmdarverkunum í D-sal lauk um líkt leyti og Sea- Shephard-menn fóru héðan af landi, en í stað þeirra hverfur kona á sama stað, sem er snotur tryllir milli skinns og hörunds. Hitchcock- geggjarar bíða svo eftirvæntingar- fullir eftir Fréttaritaranum frá 1940 sem efalítið er með snjöllustu verk- um feita mannsins. TOSCA fer af stað á ný í næstu viku með nýju fólki. Guðmundur Emilsson tekur við sprotanum af Barbacini og Elín Ósk Óskarsdóttir fer í fötin Elísabetar F. Eiríksdóttur. 1 næstu viku var sagt og átt við fimmtudagskvöldið. 24 HÉLGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.