Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 27
Nýtt konfekt í eyru djass-rokk-unnenda ÞRYKKTIR GAMMAR Það eru fleiri fönkaðar plötur en No Limits þeirra Mezzoforte manna að koma út á íslandi þessa dagana. Aldrei þessu vant. Önnur plata djassrokksveitarinnar Gamma barst í búðir í síðustu viku. Og þar leika sem fyrr flínkir spilarar að nafni Björn Thoroddsen á gítar, Skúli Sverrisson á bassa, Stefán Stefánsson á sax, Steingrímur Óli Sigurðarson á slagverk og hljóm- borðsleikarinn Þórir Baldursson. Gammar hófu flugið fyrir giska þremur árum og fyrsta platan varð til nánast í flugtakinu. Hún bar nafn sveitarinnar, þótti vönduð og varð vinsæl meðal þeirra sem á annað borð frá hrísling niðrum bakið við tóna af tagi djassrokksins. Björn, Stefán og Þórir sáu um samningu nýjustu plötunnar og segist Björn halda hana öllu þéttari en þá fyrstu. Hann bætir við: „Og kannski þyngri — sem er að vísu orð sem maður má alls ekki láta út úr sér þessa dag- ana.. Hann er að skírskota til léttmetis- fársins. ,,Já, þessi nýja plata okkar er ein- mitt framlag til að rétta af hallann i spiliríi stöðvanna. Það hefur aldrei verið eins erfitt og þessar vikurnar að koma að þyngri músík en sem svarar til fjaðurvigtarpoppsins. Létt- metið situr í fyrirrúmi. Og harðn- andi samkeppni í útvarps- og sjón- varpsmálum virðist ekki koma okk- ar tónlist að gagni. Það er frekar að einstefnan aukist með fleiri stöðv- um.“ En Gammar trúa á betra líf með blóm í haga. Jólin eru til dæmis að nálgast. Og talandi um þau: Björn neitar að þessi nýjasta plata Gamma sé jóla- plata. Hún hafi einfaldlega klárast í vinnslu á þessum fyrstu vetrarvik- um og útgáfan taki blint mið af því. Um jólin komi hinsvegar Skúli heim. Þeir geti ekki kynnt nýja efn- ið fyrr en þá, bassinn sé að læra djassfræðin í Bandaríkjunum og námið a tarna hafi reyndar strikað svoltið reikninginn í starfsemi sveit- arinnar á undanliðnum misserum. Hún hafi lítið spilað opinberlega, sé nánast neðanjarðar í skilgreining- unni. En Skúli fer að koma. -SER Smartmynd. BALLETT-fólkið í Þjóðleikhús- inu bregður undir sig betri fætinum í næstu viku þegar fslenski dans- flokkurinn frumsýnir þrjú stutt verk eftir þær Nönnu Ólafsdóttur og Hlíf Svavarsdóttur. Frumsýningin verð- ur á fimmtudagskvöldið og eru fyr- irhugaðar þrjár sýningar á þessu fyrsta verkefni dansaranna á nýju leikári. Flokkurinn er tiltölulega ný- kominn frá Köben þar sem hann sýndi Stöðuga ferðalanga eftir Hol- lendinginn Ed Wubbe við mjög góð- ar viðtökur og afar lofsamlegar blaðaumsagnir í dönsku pressunni. Akureyringum verður gefinn kostur á að sjá þetta dansverk í Samkomu- húsinu síðustu helgina í nóvember en það var sem kunnugt er frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu síðasta vetur. Eftir áramót tekur svo ísienski dans- flokkurinn til við sýningar á Glugg- anum eftir Jochen Ulrich, þann sama og samdi Blindingsleik um ár- ið. Sveinbjörg Alexanders stjórnar þeirri uppsetningu, en hún hefur einmitt talsvert unnið með Ulrich á undanliðnum árum. Frumsýning Gluggans verður líkast til í febrúar. Þá á dansflokkurinn inni boð hjá Færeyingum og eru líkur á því að hann frumsýni þar verk að vori sem danski djasskompónistinn Christian Blak er að semja við gamalt fær- eyskt þjóðlag og kvæði eftir William Heinesen. Danshöfundur verksins er enn óákveðinn, en vitað er að Ed Wúbbe hefur mikinn áhuga á að vinna meira fyrir hópinn, segist óvíða kunna betur við sig en hér- lendis og það sást þegar hann setti upp hérna síðast. KVIKMYNDAHÚSIN Stella f orlofi ★★★ Léttgeggjuð ærsl a la islanda kl. 5,7, 9 og 11. Purpuraliturinn (The color purple) ★★★ Manneskjulegur og hrífandi Spielberg kl. 9 fyrir 12 ára og uppúr. Innrásin frá Mars (Invaders from Mars) ★ Geimd leiðindi, en spennó kl. 5,7,9 og 11 fyrir 10 ára og eldri. Aliens Ný Splunkuný og spennandi spenna kl. 5, 7.30 og 10.05 fyrir 16 ára og eldri. Stórvandræði f Litlu Kína (Big trouble in Little China) ★★ Uppátækjasamt sprell og hrekkir kl. 5, 7.30 og 10.05. Bönnuð innan 12. f klóm drekans (Enter the Dragon) ★★★ Eina sanna karatemyndin með Bruce Lee (endursýnd) kl. 5 og 10.05 fyrir 12 ára og eldri. f svaka klemmu (Ruthless people) ★★ Sjúklegur ærslaleikur kl. 7 og 10.05. Mona Lisa ★★★ Elskuleg mynd, hörku drama og leikur kl. 7.30 fyrir 16 og eldri. Lögregluskólinn 3: Aftur f þjálfun (The Police Academy: Run for Cover) ★★ Ágætis ærsl af framhaldi að vera kl. 5 fyrir 16 ára og eldri. Eftir miðnætti (After Hours) ★★★ Fágað grín Scorsese kl. 5, 7.30 og 10.05. BÍÓHÚSID Aulabárðarnir (Wise Guys) ★ Úthaldslaust grín kl. 5, 7, 9 og 11 eftir Brian de Palma. lafcjfmmii Aftur f skóla (Back to School) ★★ Dillandi grín og hraði kl. 5.10, 7.10 og 9.10. LAUGARÁS B I O Frelsi (Sweet Liberty) ★★ Notalega létt kvöldstund kl. 5, 7, 9 og 11 eftir Alan Alda. Psycho III ★★★ Mögnuð mynd milli skinns og hörunds kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ( skugga Kilimanjaro (In the Shadow of Kilimanjaro) ★★★ Bavíanar og bljúgir menn kL 5, 7, 9 og 11 fyrir 16 ára og eldri. REGNBOGINN Draugaleg brúðkaupsferð (Haunted Honeymoon) Ný Léttruglaður gríntryllir að hætti Gene Wilder kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Svart og sykurlaust — Kvikmynd- in ★★★ Einkar hugljúf ródm úvf, endursýnd kl. 5 og 7 í styttri og endurbættri útgáfu. MYND VIKUNNAR James Cameron hefur fléttað aft- an við þá ógurlegu Aliens. Framhalds- myndin er sýnd þessa dagana 1 Bfó- höllinni og þykir taka öllu fram f tækni og umgjörð. Og Sigourney Weaverer alltaf jafn yndisleg. Við bendum Ifka á draugalegt grín Gene Wilders í Regnboga, en Haunted Honey- moon er unnin af sama genginu og gerði þá ágætu ræmu Rauðklædda konan. Stella stendur fyrir sínu í Austurbæjarbíói, Hitchcock í Regnboga. Hold og blóð (Flesh and Blood) ★★★ Ruddamennska frá miðöldum kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. 'I skjóli nætur (Midt om natten) ★★★ Notalegur danskur millitryllir kl. 5 og 9 fyrir 16 ára og eldri. Hanna og systur hennar (Hannah and her sisters) ★★★ Yndislega Ijúfur Woody kl. 3, 7.10 og 11.15. Sfðustu sýningar. Þeir bestu (Top Gun) ★★★ Strfpur og stjörnur, mökkur af militar- isma kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Stundvfsi (Clockwise) ★★ Guðdómlega geggjaður Cleese a la Hulotkl. 3.15, 5.15 og 11.15. Mánudagsmyndin Kona hverfur ★★★ Dulþrungin Hitchcock-spenna kl. 7.15 og 9.15. About Last Night Ný Hjartaknúserinn Rob Lowe kl. 5,7,9 og 11.05. f úlfahjörð (Les Loups entre Eux) ★★ Athyglisverður ævintýratryllir kl. 5, 7, 9 og 11.10, fyrir 16 ára og eldri. Hlébarðinn (Commando Leopard) Ný Skæruliðaspenna með Kinski og Coll- ins kl. 5, 7, 9 og 11. 16 ára aldurstak- mark. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond HELSAflPOnURfNN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.