Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Skemmdarverk á hvalstöð og skipum Um helgina sukku tvö hvalveiðiskip í Reykjavík og skemmd- ir upp á milljónir króna voru unnar á eignum Hvals hf. í Hvalfirði. Fullvíst er talið að Bandarikjamaður og Breti á vegum hinna herskáu samtaka Sea Shepherd hafi sökkt hvalveiðiskipunum og þetta viðurkenndi helsti talsmaður samtakanna, Tom Watson. Mennirnir höfðu dvalið hér um alllangt skeið og hiðu færis — en töfðust meðal annars vegna leiðtogafundarins. Watson hefur einnig lýst yfir ábyrgð samtakanna á skemmdunum í Hvalfirði, en líkur eru á því að hann hafi eignað sér glæpinn eftir á og að mögulegir skemmdarvargar í því tilfelli séu íslendingar og talað sér- staklega um einn mann i þvi sambandi og hann sagður ekki heill á geðsmunum. í vangaveltum um tímasetningu aðgerð- anna hefur verið bent á að Watson er í kosningabaráttu fyrir „Græna flokkinn" í Vancouver í Kanada og hefur enda feng- ið mikla umfjöllun og auglýsingu í fjölmiðlum þar vestra. Mál þetta hefur komið af stað mikilli umræðu um innra öryggi hér á landi og hefur Steingrimur Hermannsson skip- að sérstaka nefnd til að taka saman staðreyndir í málinu. Athygli hefur vakið að vitað var um þessa menn hér á landi, meðal annars voru höfð afskipti af þeim fyrir að starfa hér án atvinnuleyfis og meira að segja höfðu þeir verið stöðvaðir um helgina af Borgarneslögreglunni, sem var að huga að ölvuðum ökumönnum og einnig voru þeir stöðvaðir af lög- reglu í Reykjavík um hálftíma eftir að uppgötvað var að skipin voru að sökkva — en þar var einnig um ölvunareftir- lit að ræða. Þessir menn eru þekktir liðsmenn hinna her- skáu samtaka en aftur á móti ekki á lista Interpol yfir hættulega menn, sem menn hér á landi byggja á. Stjórnendur KH sitja áfram Stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur nú brugðist við skrifum HP og skýrslu nefndarinnar um málefni stofnun- arinnar. Sem kunnugt er lagði nefndin fram mjög gagnrýna skýrslu um stofnunina, þar sem þó var sú niðurstaða að gott verk hefði verið unnið. Nú hefur stjórn HK ákveðið að selja húseignina að Engihlíð 9, að reynt verði að draga úr öll- um rekstrarkostnaði, að meira aðhalds verði gætt i viðskipt- um við ákveðna aðila, að dregið verði úr ferðalögum og fleira. Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri HK og Erling Aspelund, stjórnarformaður HK, segjast hafa farið fram á að víkja úr sætum sínum, en að stjórnin hafi ekki tal- ið þörf á þvi. Hörð skýrsla í Hafskipsmálinu Rannsóknarnefnd, sem Alþingi skipaði til að kanna við- skipti Hafskips og Útvegsbankans, hefur sent frá sér gagn- rýna og harðorða skýrslu. Skýrslan er ítarleg og farið inn á marga þætti, en meðal helstu alyktana nefndarinnar eru eftirfarandi: Hagsmunagæslu Útvegsbankans í viðskiptum hans við Hafskip 1978—1985 var ekki sinnt sem skyldi, þó ærin tilefni hafi verið fyrir hendi. Fullyrt er að með betra eftirliti hefði komið í ljós að greiðslutryggingum var ábóta- vant. Hið slælega eftirlit hefði leitt til þess að afskrifa þurfti a.m.k. 42S milljónir króna i viðskiptum þessara aðila. Nefndin telur ábyrgðina liggja hjá bankastjórum Útvegs- bankans þó einhverjar málsbætur séu fyrir hendi. Nefndin telur að víkja hefði átt bankastjórunum úr starfi á meðan málið var rannsakað og einnig kemur fram gagnrýni á að bankaráð skuli hafa verið svo til allt endurkosið á Alþingi. Nefndin tók sérstaklega fyrir þátt Alberts Guðmundssonar í málinu, en hann var um skeið hvoru tveggja formaður bankaráðs Útvegsbankans og stjórnarformaður Hafskips. Nefndin telur að ekkert liggi fyrir um að Albert hafi mis- notað aðstöðu sína á þessu tímabili (1981—1983). Þó er Albert gagnrýndur fyrir að gefa kost á sór til setu i banka- ráðinu án þess að víkja jafnframt úr stjórninni, en sökin fyrst og fremst talin Alþingis fyrir að kjósa hann vitandi vits um stöðu hans hjá Hafskipi. Þáverandi viðskiptaráöherra, Tómas Árnason, hafi síðan hnykkt á þessu með því að skipa Albert formann ráðsins. Skýrslan er sem fyrr segir mjög ítarleg og mun að sjálfsögðu verða komið inn á hana í áfram- haldandi umfjöllun HP um þetta einstæða mál. En að lokum má geta þess að skýrslan hrekur fyrir sitt leyti flest af þvi sem fyrrverandi endurskoðandi Hafskips, Helgi Magnús- son, hefur haldið fram í nýúckominni bók sinni um málið. Fréttapunktar af framboðsraunum • Eftir að hafa lent fyrir ofan Gunnar G. Schram, en verið settur úr fimmta sæti niður í sjötta og viðrað óánægju sina með þá ráðstöfun, hefur Víglundur Þorsteinsson nú ákveðið að taka sjötta sætinu. • Eftir að hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum sínum og blásið í herlúðra hefur Árni Johnsen nú lýst því yfir að hann sætti sig við að vera stökkpallur og björgunarhringur Eggerts Haukdals og ætlar Árni að taka þriðja sætinu — þó óöruggt sé. • Friðjón Þórðarson vann fyrsta sætið í vali sjálfstæðis- manna á Vesturlandi. í öðru sæti lenti Valdimar Indriðason og í þriðja sæti Sturla Böðvarsson. • Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið í Reykjaneskjördæmi. Var þá umsvifalaust hætt við forval og Olafi stillt fyrir aftan Geir Gunnarsson. • Af krötum er það að frétta að á Reykjanesi sigraði Kjartan Jóhannsson. í öðru sæti er sem fyrr Karl Steinar Guðnason, en í þriðja og fjórða sæti koma nú bæjarfulltrúar Kópavogs, Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Oddsson. • Á Suðurlandi hlaut Magnús Magnússon rússneska kosn- ingu i fyrsta sætið en Blín Alma Arthursdóttir lenti i öðru sæti, meginlandsmönnum til hrellingar, því hún er úr Eyj- um eins og Magnús. í þriðja sæti kom síðan Þorlákur Helga- son. • Á Norðurlandi vestra börðust tveir kratar um efsta sætið. Úrslit urðu þau að Jón Sæmundur Sigurjónsson deildar- stjóri sigraði Birgi Dýrfjörð rafvirkja með 340 atkvæðum gegn 244. BJARTUR er bónaður bíll Tjöruhreinsun Sprautun á felgum Bón Vélarhreinsun Djúphreinsun (sæti og teppi) Laugardaga frá kl. 9-18. f ■■ Opið alla virka daga frá kl. 8-19. BORGARTUNI 29 bakatil. SÍMI 622845 10% staðgreiðsluafsláttur eða greiðslukjör. Hár: Serverslun ^Midbæ Háaleitisbr. 58 60 ú Reykjavik Simi 32347 *g$lan P E (jí'-1' ( Býður upp á alhliða snyrtiþjónustu íýrir dömur og herra Búðargerði 10, Reykjavík. Sími 33205. Cathiodermie er geysivinsæl djúphreinsi- og djúpnær- ingarmeðferð frá ^mi Einnig augn-, háls- og brjóstameðferðir frá sama merki. Depilatron, varanleg háreyð- ing. Sársaukalítil og engin hætta á örum. Fótaaðgerðir, þynnum ACTFTVL Nýjung (ásteypt- um gervinögl- um. Act Five, amerískar gervi- neglur, sterkar og áferðarfalleg- Nýjung i vaxmeð- ferðum. Fljótlegt, hreinlegt og frábært amerískt vax. íiý'ý^ff ý ýý 10% kynningarafsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja til 10. desember. Og að sjálfsögðu litanir, plokkanir, andlitsböð, nudd og maski, fótsnyrt- ing, handsnyrting, förðun, biopeel og „geloide- andlitsböð. Hár er höf uðprýði „PIERRE BALMAIN" er toppurinn í herrahártoppum í heiminum í dag. iöfum ávallt á lager allt það nýjasta í herra hártoppum, herrahárkollum og allt sem tilheyrir gervihári. neglur, fjarlægjum líkþorn, brennum vörtur. Setjum spangir á niðurgrónar neglur. ar, hvort sem er með eða án iakks. Við vinnum með og bjóðum til sölu vörur frá ÁAnoöme^ BIOTKRM CL, 'istian l )ior Rósa Þorvaldsdóttir Unda V. Ingvadóttir Jófríður Sveinbjörnsdóttir fótaaðgerða- og snyrtifraeðingur fótaaðgerða og snyrtifræðingur snyrtifræðingur. HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.