Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 13.11.1986, Blaðsíða 6
HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR HÓPFERÐIR OO HAOSMIINAÁREKSTRAR VÍÐAR TENGSL HAGSMUNA FORRÁÐAMANNA HJÁLPARSTOFNUNARINNAR í VIÐSKIPTUM HENNAR EN GETIÐ ER UM í SKÝRSLU RANNSÖKNARNEFNDARINNAR Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri og formaður framkvæmdanefnd- ar Hjálparstofnunar kirkjunnar. Helmingur af sjóði Hjálparstofn- unarinnar var á sparisjóðsbók ( Sparisjóði Keflavlkur. Prófessor Björn Björnsson á sæti I framkvæmdanefnd Hjálpar- stofnunarinnar. Hjálparstofnunin keypti húseign Ketils Axels- sonar og Ketill keypti húseign eiginkonu Björns. Kaup Hjálparstofnunar kirkjunn- ar á húseigninni að Engihlíð 9 urðu til þess að liðka fyrir sölu á húsi eig- inkonu eins af framkvœmdanefnd- armönnum stofnunarinnar. Helm- ingur af sjóði Hjálparstofnunarinn- ar var geymdur um tíma í Sparisjóði Keflavíkur en formaður fram- kvœmdanefndar er sparisjóðsstjóri þar. Þessir, og aðrir hugsanlegir hagsmunaárekstrar forsvarsmanna Hjálparstofnunarinnar eru utan við skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem kannaði rekstur stofnunarinn- ar á árunum 1984 og 1985. PRESTAFERÐIR Skýrsla nefndarinnar greinir líka lítt frá utanlandsferðum á vegum stofnunarinnar, annarra en þeirra er starfsmenn stofnunarinnar fóru. í skýrslunni segir frá ferð biskupsins yfir íslandi, formanns fram- kvæmdanefndar Hjálparstofnunar- innar og eiginkvenna þeirra til Pól- lands. í þeirri ferð greiddi stofnunin dagpeninga þessara aðila. Helgarpóstinum er kunnugt um fleiri ferðir er aðrir en starfsmenn stofnunarinnar fóru á hennar veg- um. Til dæmis fóru um 10 prestar á hennar vegum til Skotlands á árinu 1985 og sóttu þar þing Christian Aid í Dumblin þar sem skoska kirkjan á mikla ráðstefnuhöll. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins var litið á þessar ferðir sem einhverskonar þakklætisvott fyrir störf er prestarn- ir höfðu unnið í tengsium við safn- anir stofnunarinnar. Auk starfsmanna Hjálparstofnun- arinnar, þeirra Guðmundar Einars- sonar, framkvæmdastjóra og Sigur- jóns Hreiðarssonar, skrifstofustjóra fóru sr. Magnús Guðjónsson bisk- upsritari, sr. Róbert Jack é Breiða- bólstað, sr. Baldur Rafn Sigurðsson á Hólmavík, Önundur Björnsson, bókaútgefandi og fleiri þessa ferð. HUSASKIPTI Hjálparstofnun kirkjunnar keypti húseignina að Engihlíð 9 af Katli Axelssyni, kaupmanni í London í Aðalstræti, þegar húsið hafði verið á söluskrá í 6—8 mánuði. Þegar þau kaup voru um garð gengin festi Ket- ill kaup á húseigninni að Ægissíðu 70. Seljandi þeirrar húseignar var Svanhildur Sigurðardóttir, eigin- kona prófessors Björns Björnssonar. Prófessor Björn á sæti í fram- kvæmdanefnd Hjálparstofnunar kirkjunnar. Báðar húseignirnar voru seldar í gegnum sama fast- eignasala, lögfræðistofu Agnars Gústafssonar. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Engihlíð 9 hefði verið keypt fyrir neyðarhjálparfé. Allir munu sammála um að forðast beri hagsmunaárekstra og þá sér- staklega þegar um jafnviðkvæmt fé og neyðarhjálparfé er að ræða. SJÓÐUR í VÖRSLU FORMANNS Núverandi formaður fram- kvæmdanefndar Hjálparstofnunar kirkjunnar er Páll Jónsson, spari- sjóðsstjóri í Keflavík, og hefur hann átt sæti í nefndinni um árabil. Hjálp- arstofnunin hefur átt sparisjóðs- reikning í Sparisjóði Keflavíkur og á efnahagsreikningi stofnunarinnar þann 31. desember 1982 kemur í ljós að þá var um helmingur af handbæru fé stofnunarinnar á þess- um reikningi. Flestum er kunnugt um harða samkeppni bankastofnana um sparifé landsmanna. Sú staðreynd að Hjálparstofnunin geymdi um tíma helming af handbæru fé sínu í litlum sparisjóði sem formaður framkvæmdanefndarinnar veitti forstöðu hlýtur að vekja spurningar. Efnahagsreikningar eru gerðir upp um áramót og eftir jólahátíðirnar eru sjóðir Hjálparstofnunarinnar hvað gildastir. HVAÐ SEGIR ALMENNINGUR? Jón Friðgeirsson Ég hef aldrei gefið til Hjálpar- stofnunarinnar og ætla ekki að byrja á því núna. — Finnst þór að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Þvf ekki það? Hörður Kristjánsson Nei, ég hef ekki gefið til Hjálp- arstofnunarinnar og ætla ekki að gera það i framtfðinni. — Finnst þér að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Já, þeir hafa farið það illa að ráði sfnu. Bjami Torfi Álfþórsson Eflaust hef ég gefið til Hjálpar- stofnunarinnar og ég hugsa að ég muni gera það áfram. — Finnst þór að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Ég skal ekki segja um afsögn. En sem ríkisstarfsmanni finnst mér einkennilegt að eiginkonum séu greiddir dagpeningar á ferð- um erlendis. Það er margt að I þessu þjóöfélagi og það mætti kannski hreinsa til. Dóra Snorradóttir Ég hef ekki gefið til Hjálpar- stofnunarinnar á þessu ári, en ég býst við að ég haldi áfram að gefa. — Finnst þór að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Ég hef ekki kynnt mér allar nið- urstöður svo ég treysti mér ekki til að svara þessu. Helga Þórsdóttir Ég hef ekki gefið til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og ætla ekki að gera það. — Finnst þér að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Já. Jón Atli Eðvarðsson Ég hef ekki gefiö til Hjálpar- stofnunarinnar en ætli maður geri það ekki þegar maður sér hvernig málin þróast. — Finnst þór að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Já, ef það reynist rétt að þeir hafi verið með bruðl. Hreggviður Hermannsson Ég hef aldrei nokkurn tlma gef- ið til Hjálparstofnunarinnar og ætla aldrei nokkurn tfma að gera það. Ég hef alltaf haft vantrú á þessari stofnun. — Finnst þér að forsvars- menn stofnunarinnar eigi að segja af sér? Mér finnst að það eigi að stokka stofnunina alveg upp. Helst að leggja hana niður. Ég gaf til Hjálparstofnunarinnar I vor og ætla að gefa áfram. — Finnst þér að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Ég veit það ekki. Nei, nei, ég held ekki. Annars þekki ég máliö ekki nægjanlega. Kristinn Harðarson Ég hef ekki gefið til Hjálpar- stofnunarinnar og myndi hugsa mig um tvisvar ef ég yrði beðinn um það. — Finnst þér að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Ég býst við því. Ég þekki málið þó ekki nógu vel til þess að geta dæmt, en það hljómar þannig. Jónína Róbertsdóttir Bömin mín hafa safnað og gef- ið til Hjálparstofnunarinnar, en ég mun aldrei framar gefa til hennar. — Finnst þér að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Já. Mikael Sigurðsson Mig rekur ekki minni til þess aö ég hafi gefið til Hjálparstofnunar- innar og ég gef ekki eftir þennan óskunda. — Finnst þér að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Já. Björn Jósef Arnviðarson Ég hef gefið til Hjálparstofnun- arinnar en hef ekki tekið ákvörð- un um hvort ég geri það áfram. — Finnst þér að forsvars- menn stofnunarinnar ættu að segja af sér? Ég vil ekki svara því. 6 HELGARPÓSTURINN eftir Gunnar Smóra Egilsson myndir Jim Smartl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.