Helgarpósturinn - 27.11.1986, Síða 12
Prófkjör Framsóknarflokks
í Reykjavík
LLUM BRÖGÐUM BEITT
Gífurleg smölun í
gangi
Guömundur G. Þór-
arinsson sœkir stuön-
ingsmenn utan flokks
Kosningabandalag
gegn Haraldi og Finni
Agreiningur um utan-
bœjarmenn
Haraldur Ólafsson, alþm., nýtur stuðn-
ings flokksfólksins, sem svo er nefnt.
Mikil harka hefur nú fœrst í próf-
kjör framsóknarmanna í Reykjavík.
Stífsmölun hefur farid fram og verid
rekin af frambjóöendum flokksins
sem stefna á efstu sœti listans — og
hefur öllum brögdum verið beitt.
Hefur flokksbundnum framsóknar-
mönnum fjölgað mjög í Reykjavík
að undanförnu, og auk þess stuðn-
ingsmönnum flokksins, sem ritað
hafa nöfn sín á sérstakan lista þar
sem þeir lýsa yfir stuðningi við
flokkinn. Er það gert til að tryggja
viðkomandi rétt til þátttöku í próf-
kjöri um nœstu helgi. A fimmta þús-
und manns hefur skv. prófkjörsregl-
um rétt til þátttöku í prófkjörinu, en
það er svipaður fjöldi og flokkurinn
fékk við síðustu alþingiskosningar.
í FLOKK — OG ÚR
HONUM AFTUR
Það eru frambjóðendurnir Har-
aldur Ólafsson, alþingismaður,
Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra, og Guð-
mundur G. Þórarinsson, verkfræð-
ingur, sem bítast um tvö efstu sæti á
framboðslista flokksins, en skoð-
anakönnun gerir ráð fyrir að hann
fái einn þingmann í Reykjavík. Og
eftir því er slagurinn harður.
Heimildarmenn HP í Framsókn-
arfiokknum fullyrða, að Haraldur
Ólafsson njóti einkum stuðnings
þeirra, sem skráðir voru í flokksfé-
lögin — fyrir smölun, þ.e.a.s. þeirra
sem teljast til „gamla flokksins".
Eftirað Guðmundur G. Þórarinsson, verk-
fræðingur, gaf kost á sér í prófkjöri fram-
sóknarmanna hófst mikil smölun inní
flokkinn. Minnir það á prófkjörsæfingar
Guðmundar G. 1978 og 1979.
Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður
ráðherra, sækir einnig verulegan
hluta síns fylgis til þessa hóps, en
umfram allt á hann sér dygga stuðn-
ingsmenn í röðum ungliða í flokkn-
um. Guðmundur G. Þórarinsson,
verkfræðingur, sækir sitt fylgi eink-
um tii nýrra félaga og nú yfirlýstra
stuðningsmanna flokksins.
Tveir þeir síðasttöldu hafa lagt
mikið uppúr smölun í Háskóla Is-
lands, þar sem Haraldur Ólafsson
hefurJþótt sterkur fyrir. Hefur nem-
um Hf verið boðið uppá að taka þátt
í prófkjörinu gegn því að þeir geti
gengið úr flokknum aftur, að sögn
háskólastúdents, sem HP ræddi við
í gær. Hluti þeirra, sem þannig hefur
gengið til liðs við flokkinn er heim-
ilisfastur utan Reykjavíkur. Harald-
ur Ólafsson hefur mótmælt þátttöku
utanbæjarmanna í prófkjöri flokks-
ins og ritaði af því tilefni formanni
kjörstjórnar, Eiríki Tómassyni lög-
fræðingi, bréf þar sem hann and-
mælirslíku ráðslagi. Lögfræðingur-
inn kvað hins vegar upp þann úr-
skurð, að ungu fólki væri heimil
þátttaka í prófkjöri, svo framarlega
sem það gengi í FUF. Hann kvað það
hins vegar óheimilt, að flokks-
bundnir menn úr öðrum flokkum
tækju þátt í prófkjöri framsóknar-
manna.
Haraldur Ólafsson mótmælti
þessari lagatúlkun með grein í Tím-
anum og sagði, að hún væri ekki
einasta lögleysa, heldur og siðlaus.
ANNARS FLOKKS FÓLK
Guðmundur G. Þórarinsson er sá
frambjóðendanna, sem gengið hef-
ur hvað harðast fram í að fá einstakl-
inga til að skrá sig á þar til gerða
stuðningsmannalista. Sjálfstæðis-
maður, sem hafði samband við HP
upplýsti, að þetta væri m.a. gert
með því að lýsa því yfir við við-
komandi, að prófkjör væri opið og
að ekkert gerði til þótt menn væru
flokksbundnir i öðrum flokkum,
eða hefðu kosið í prófkjöri annarra
flokka. Er hér einkum um sjálfstæð-
ismenn að ræða, en Guðmundur G.
Þórarinsson og helstu kosninga-
Finnur Ingólfsson. Vaxandi stjarna í
Framsókn. Hann styðja ungliðar í þéttbýli
og dreifbýli.
smalar hans, þeir Þráinn Valdimars-
son, Jósteinn Kristjánsson og Omar
Kristjánsson, hafa lagt ríka áherslu
á að ná til fólks utan flokks.
Stangast þetta á við lögskýring-
ar Eiríks Tómassonar og hefur próf-
kjörsbaráttan enda harðnað mjög
síðustu dagana. Telja margir hæg-
fara framsóknarmenn í Reykjavik
að svo hart sé barist, að flokkurinn
standi splundraður eftir prófkjör. Og
skipti þá litlu máli hvernig menn
raðast á lista. í samtali við HP sagði
einn forystumanna flokksins í
Reykjavík, að hann teldi vafasamt
að flokkurinn myndi hætta sér útí
prófkjör á næstu árum.
Vegna gruns um, að annars flokks
fólks — einkum flokksbundnir sjálf-
stæðismenn og fjölskyldur þeirra —
sé á listum þeim sem lagðir eru til
grundvallar í prófkjöri framsóknar-
manna hefur kjörstjórn gert könnun
á fjölda flokksbundinna manna úr
öðrum flokkum. Hafa framsóknar-
menn félagaskrá Sjálfstæðisflokks-
ins undir höndum. Verður tekin
ákvörðun um það í dag, hvernig
kjörstjórn snýr sér í máli þessu, en
útlit er fyrir að verulegum hluta
manna verði vísað frá í prófkjöri. Af
flokksbundnum sjálfstæðismönnum
eru m.a. nefndir til sögunnar
Armann Örn Armannsson, fram-
kvæmdastjóri Ármannsfells,
Magnús Hreggviðsson, útgefandi,
og eiginkona hans, Bryndís Valgeirs-
dóttir. Endurskoðun á kjörskrá er
mikið verk, enda rúmlega tvö þús-
und manna nýliðun hjá flokknum í
Reykjavík. Heimildarmenn í Fram-
sóknarflokki telja víst, að endur-
skoðuð kjörskrá dragi verulega úr
vinningslíkum Guðmundar G. Þór-
arinssonar.
PRÓFKJÖRS-
UPPÁKOMUR
Guðmundur G. Þórarinsson er
hins vegar óskrifað blað í þessu
prófkjöri, eins og svo oft áður. Fram-
boð hans kom seint fram eftir að
stuðningsmenn hans höfðu smalað
um 500 nöfnum á áskorendalista
þar sem skorað var á hann að gefa
kost á sér í prófkjöri. Áskorenda-
smölunin fór þannig fram, að stuðn-
ingsmenn Guðmundar G. tilkynntu
flokksmönnum að hann færi fram
fyrir orð Steingríms Hermanns-
sonar, en eins og kunnugt er bar
Steingrímur Hermannsson þann
orðróm til baka strax og hann var
spurður. Halldór E. Sigurðsson, sem
hafði unnið að undirbúningi fram-
boðs Guðmundar G., hætti afskipt-
um af framboðinu, þegar ljóst var
hvernig málflutningur stuðnings-
manna Guðmundar G. var.
Guðmundur G. Þórarinsson og
stuðningsmenn hans hafa nú sent út
dreifibréf á ýmsa lykilmenn í
Reykjavík, þar sem tilkynnt er um
og hvatt til kosningabandalags Guð-
mundar G., Sigríðar Hjartar, og
Helga Guðmundssonar. Er í tillög-
um þessum lagt til, að Finnur Ing-
ólfsson, aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherra, verði settur í fjórða
sæti listans, og að menn sleppi Har-
aldi Ólafssyni algjörlega. Kosninga-
bandalaginu er stefnt gegn þeim
tveimur og Ástu R. Jóhannesdóttur,
sem stefnir á annað og þriðja sæti
listans. Þau Sigríður Hjartar og
Helgi Guðmundsson hafa bæði ver-
ið drjúg við smölun inní flokkinn og
hafa náð um 300 manns inná flokks-
skrár skv. heimildum innan Fram-
sóknarflokksins. Óvíst er hvort
þetta kosningabandalag heldur eða
ekki, en fari svo gæti Guðmundur G.
hafnað ofarlega á lista og gert þeim
Haraldi og Finni skráveifu.
Prófkjörsbarátta Guðmundar G.
Þórarinssonar hefur verið býsna
skrautleg síðustu árin. Árið 1978
gekk hann og stuðningsmenn hans
mjög hart fram í smölun vegna próf-
kjörs. Tóku um 7.500 manns þátt í
prófkjörinu. Þessi fjöldi skilaði sér
hins vegar ekki í sjálfum kosning-
unum, en þá fékk flokkurinn 4.116 at-
kvæði. Er það svipaður fjöldi at-
kvæða og er nú á félagaskrám
flokksins í Reykjavík fyrir þetta
prófkjör.
Árið 1979 reyndi Guðmundur G.
Þórarinsson aftur fyrir sér í próf-.
kjöri og þóttist eiga rétt á fyrsta sæti
listans. Þá bar hins vegar svo við, að
Ólafur Jóhannesson flutti sig úr
Norðurlandskjördæmi eystra og til
Reykjavíkur. Hlaut hann fyrsta sæti
á framboðslista flokksins, en Guð-
mundur G. Þórarinsson sætti sig
ekki við niðurstöðuna og neitaði að
taka sæti á listanum. Hann lýsti því
þá yfir að afskiptum hans af stjórn-
máíum væri lokið.
Hægfara framsóknarmenn í
Reykjavík telja, að prófkjörsuppá-
komur Guðmundar G. vinni gegn
honum innan flokksins og því hafi
hann og stuðningsmenn hans lagt
ofurkapp á að ná nýju fólki inní
flokkinn og á stuðningslistana.
ÞÉTTBÝLISSÖKN
í VOÐA?
Hörð prófkjörsbarátta og umfram
allt hin mikla smölun hefur komið
illa við alþingismann flokksins í
Reykjavík, Harald Ólafsson. Hann
hefur ekki tekið þátt í smöluninni
heldur lagt allt traust sitt á flokks-
fólkið, sem svo er nefnt. í stóru próf-
kjöri geldur hann þess, auk þess
sem Haraldur Ólafsson hefur löng-
um átt í smávægilegum útistöðum
við formann flokksins, Steingrím
Hermannsson. Honum er hins veg-
ar talið það mjög til tekna, að hafa
staðið heiðarlega að baráttunni um
efsta sæti á lista flokksins. Haraldur
og Finnur Ingólfsson eru taldir eiga
svipaða möguleika á fyrsta sæti list-
ans og áður en framboð Guðmund-
ar G. kom fram var ríkjandi sátt um
þessa tvo frambjóðendur í fyrstu tvö
sætin. Finnur hefur unnið verulega
á innan flokksins síðustu vikurnar,
enda þótt eldra fólki í flokknum
þyki stuðningsmenn hans hafa ver-
ið full djarftækir í smölun ungliða
inní FUF.
Baráttuaðferðir Guðmundar G.
Þórarinssonar eru harðlega gagn-
rýndar innan flokksins og stuðn-
ingsmenn hans og þeir frambjóð-
endur sem hann hefur gert kosn-
ingabandalag við eru óvirkir fram-
sóknarmenn. Láta flokksstarfið
lönd og leið, en leggja sig alla fram
í prófkjöri. Guðmundur G. nýtur
þess hins vegar, að Steingrímur Her-
mannsson hefur sýnt honum mik-
inn trúnað, sbr. setur Guðmundar G.
í nefndum og ráðum hvers kyns. Til-
finningarnar í garð hans eru því
blendnar.
„Ef Guðmundi G. Þórarinssyni
tekst ætlunarverk sitt, að setja þá
Harald Ólafsson og Finn Ingólfsson
útí kuldann, þá býð ég ekki í Fram-
sóknarflokkinn í Reykjavík í kosn-
ingum," sagði forystumaður flokks-
ins í Reykjavík í samtali við HP.
Hann bætti því við, að með því væri
þéttbýlissókn flokksins stefnt í voða
— og prófkjör yrðu að öllum líkind-
um lögð af hjá flokknum. Það gæti
orðið hin eiginlega niðurstaða próf-
kjörsbaráttunnar í Reykjavík.
12
HELGARPÓSTURINN