Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 21
eins og til að mynda þegar við Hope bjuggum í
Hell’s-Kitchen-hverfinu á vesturhlið Manhattan,
en eina ástæðan fyrir því að þar var lífvænlegt
var sú að lögreglustöðin var á næsta horni."
ÞÁTTUR AF HOPE
Hope er eiginkona Guðna, Millington að eftir-
nafni, og varð fundur þeirra í New York, þar sem
hún starfaði sem fréttamaður Associated Press
fréttastofunnar. Hvernig blessast hjónaband
fréttamanns og fréttakonu?
„Einstaklega vel,“ fullvissar Guðni mig um og
prjónar aftan við, öldungis grafalvarlegur: „Ekki
síst vegna þess að við þurfum aldrei að tala sam-
an um neitt annað en fjölmiðla. Hins vegar er
stundum rifist um ritvél heimilisins.”
Hope er nú fréttaritari AP á íslandi og skrifar
þar að auki fyrir Time tímaritið. Hún hefur einn-
ig skrifað greinar fyrir Nýtt líf og er umsjónar-
maður frétta á ensku í Ríkisútvarpinu. Ennfrem-
ur lærir hún íslensku í Háskólanum. Blaða-
mennska hefur lengi verið snar þáttur í lífi
Hope, en hún ólst upp í Tælandi, þar sem foreldr-
ar hennar voru blaðamenn og útgefendur. Hope
segir að það hafi þess vegna verið sjálfsagt að
giftast fréttamanni, sem hún gæti unnið með,
þótt hún hafi ekki búist við því að það yrði á ís-
landi!
— Sígild spuming: huernig líkar Hope á ís-
landi?
„Prátt fyrir að ég hafi horfið úr góðu starfi í
New York,“ svarar hún hreinskilnislega, „og far-
ið til Islands, þá hafa mér gefist mörg skemmti-
leg tækifæri á íslandi. Enginn bjóst við því að
risaveldin tækju upp á því að halda leiðtogafund
i Reykjavík og að hvalveiðideilan yrði svo hörð
sem raun ber vitni. í AP-fréttum mínum frá ís-
iandi hef ég reynt að sýna ísland sem land þar
sem margt sem hefur alþjóðlega þýðingu er að
gerast."
Þar sem maður hefur oft heyrt sögur af erfið-
leikum sem fylgja millilandahjónaböndum spyr
ég þau Hope og Guðna hvort þau eigi við ein-
hvern slíkan vanda að etja. Hope verður fyrri til
að svara: „Að sjálfsögðu höfðum við nokkrar
áhyggjur af því hvernig mér myndi líka á íslandi,
en ég held að ég geti fullyrt að ég kann lífinu hér
prýðilega og hef fært mér ýmislegt í nyt sem
landið hefur upp á að bjóða, útivist, hesta-
mennsku og svo framvegis." Hope keypti sér
reyndar hest í sumar og þegar hann kemur úr
haganum í desember býst Guðni ekki við að sjá
hana meira. „Nema ég verði að Iáta mig hafa
það að fylgja henni í einhverjum þessara ferða,”
segir hann og örlar á angist í rómnum, „þó mér
sé meinilla við að hossast á ferfætlingi yfir mýr-
ar og móa. Eg verð bara sjóveikur af því að sitja
á hesti. Og ef ég segi þér satt, þá er mér bölvan-
lega við að fara út úr bænum, og hef aldrei gert
það ótilneyddur.”
HLÁTURSKAST FYRIR ALTARINU
„En af því að þú spyrð hvernig útlendingi líki
dvölin hérna, þá spyr ég á móti: hvernig líkar
okkur íslendingum við landið okkar? Án þess að
ég nenni að fara lengra út í þá sálma í augnablik-
inu,“ segir Guðni „þá tel ég að það eina jákvæða
við íslenskt samfélag sé að blessaðir stjórnmála-
mennirnir okkar hafa séð fyrir því að allir þurfa
að vinna svo mikla eftirvinnu að enginn hefur
tíma til að láta sér leiðast."
— En hvers vegna varstu ad koma heim. . .?
„Það var í fyrrahaust, þegar ég var að fara ut-
an til New York, að ég hringdi í Ingva Hrafn, sem
þá var nýorðinn fréttastjóri á sjónvarpinu, og
spurði hann hvort hann hefði áhuga á fréttaefni
frá Bandaríkjunum. Hann réð mig umsvifalaust,
en þá hafði ég aldrei hitt Ingva. Þetta er til marks
um að Ingvi er maður sem getur tekið ákvarð-
anir á staðnum, enda hefur hann breytt frétta-
stofu sjónvarpsins meira á einu ári en mann
hefði getað órað fyrir.
Þegar til greina kom að ég færi á sjónvarpið
hafði ég verið í New York í tvö ár og lokið MA-
prófi í blaðamennsku frá New York háskóla; ég
hafði hugsað mér að vera áfram þar ytra og jafn-
vel að fara í doktorsnám. En við Hope ákváðum
semsé að flytjast til íslands, sem var ekki síst
mikil ákvörðun fyrir hana. Við létum gifta okkur
í snatri, reyndar í lítilli kapellu sem J. Pierpoint
Morgan hafði byggt sér til að ná sambandi við al-
mættið og friðþægja fyrir syndir sínar." Guðni
fullvissar mig um að þetta hafi verið mjög
skemmtilegt brúðkaup. „Við fengum hláturskast
fyrir aitarinu, vegna þess að presturinn, mikill
sérvitringur, hélt gleraugunum sínum saman
með stórum bréfklemmum sem voru eins og
horn á honum. Undir lokin vorum við öll skelli-
hlæjandi, brúðhjónin, prestur ogsvaramenn. En
á bak við okkur grét fjölskylda Hope fögrum tár-
um yfir öllu þessu guðleysi og að sjálfsögðu
einnig vegna þess að verið var að glata dóttur-
inni til þessa hryllilega lands."
— Eitt orö um pólitíkina, Gudni! Er fréttastofa
sjónvarpsins frambodsskóli, eins og stundum
heyrist fleygt?
„Ef þú ert að fiska eftir því hvar ég stend í póli-
tík, þá get ég sagt þér að ég er fremur tortrygg-
inn í garð allra félaga, flokka, stofnana, rótgró-
inna stjórnmálasamtaka og allra sem reyna að
marka sér lítinn bás í kerfinu, sem ekkert kemst
framhjá. Þess vegna dáist ég að þeim sem reyna
Guðni
Bragason
sjónvarps-
fréttamaður
í HP-viðtali
að sprengja rótgróinn valdastrúktúr, eins og
framboði kvenna, sem gáfust upp á því að reyna
að koma sínum stefnumálum í gegnum karla-
flokkana."
ENGINN LENGURÁ
SVITASKYRTUNNI
„Þegar ég var í Þýskalandi var mjög fróðlegt
að fylgjast með því hvernig flokkakerfið riðlað-
ist með uppgangi umhverfisverndarmanna. Eg
fylgdist með kosningunum í Vestur-Þýskalandi í
Bonn árið 1983, þegar ég var fréttaritari út-
varpsins. Það var eftirminnileg reynsla á kosn-
inganóttina að fara á milli kosningahátíða flokk-
anna og sjá vonbrigðin hjá krötunum, snyrtileg-
heitin hjá kristilegum og fara síðan á kosninga-
hátíð græningjanna, sem var nokkurs konar
rokk-pönk-uppákoma. Sama var upp á teningn-
um í þinginu þegar umhverfisverndarmenn
tóku sæti þar. Það fór kaldur hrollur um margan
þingmanninn þegar aðskiljanlegasta fólk tók
sæti á þinginu; sandalahippar og ýmiss konar
fúndamentalistar, sem kannski af prinsip-ástæð-
um höfðu ekki farið í bað árum saman."
Guðni byrjaði í blaðamennsku í fríum frá há-
skólanáminu í Múnchen og vann þá á blöðunum
uppi í Síðumúla, Þjóðviljanum, Vísi og svo DV.
Hann álítur það vera ágætis reynslu fyrir ný-
græðinga að skrifa hina og þessa ógæfulega
pósta, sem þykir svo sjálfsagt að láta sumar-
menn gera. „Það kennir manni að blaða-
mennska er ekki bara að skrifa það sem er
skemmtilegt,” segir hann og bætir við að hann
myndi engum ráðleggja að fara í fjölmiðlanám
án þess að hafa fyrst kynnst vinnuaðstæðunum
á blöðunum. „Það ætti að vera næg lexía fyrir
suma til að leita sér að annarri vinnu og fyrir
aðra að vilja gera þetta að ævistarfi. Fyrir nýliða
er þannig að menn eru látnir læra af mistökun-
um, varpað ósyndum í laugina. Ég man ekki eft-
ir að nokkur hafi sagt mér til, nema ef vera
skyldi Sæmundur Guðvinsson. Er bað var gott
lið á þessum blöðum og sumt af því hefur unnið
með mér á útvarpinu þar sem ég vann þrjú sum-
ur, og hjá sjónvarpinu."
— Nú er sjónvarpiö ödru vísi fjölmidill en
blödin og fólk veltir ákaft fyrir sér útliti og
klœdaburdi fréttamanna. Finnst þér ekki aö þar
tröllríöi nokkurs konar fatadella?
„Framkoma í útsendingu og klæðaburður er
aðeins þáttur í framsetningu fréttarinnar eða
upplýsinganna og skiptir engan veginn megin-
máli, en er samt sem áður hluti af heildinni.
Þetta er veigamikið atriði vegna þess að hér er
um að ræða myndmiðil. Svo er það að athuga að
mikilvægt er að mótuð sé stefna að því er snertir
útlit fréttaútsendingarinnar, rétt eins og
„lay-out" á tímariti. Mér finnst að okkur á frétta-
stofunni hafi tekist vel upp í því að móta yfir-
bragðið sem fréttaútsendingin hefur á sér núna.
Um sjálfan mig vil ég aðeins segja það að ég er
alls ekki stertimenni, þótt fyrr hengi ég mig í
eigin bindi en að ég láti grípa mig bindislausan
í útsendingu. Það var aðallega á síðasta áratug
að fréttamenn voru beinlínis á svitaskyrtunni,
eins og nóbelsskáldið kallar það, í útsendingu.
Núna er öldin önnur."
— Lokaspurningin: hvaö nœst?
Guðni Bragason hugsar sig um stundarkorn
áður en hann segir: „Eg hefði ekki komið heim
og farið að vinna á sjónvarpinu nema upp á þau
býti að vera þar í langan tíma. Það kostar tíma
og mikla vinnu að verða góður fréttamaður og
sjónvarpsmaður — og mér finnst ég enn eiga
langt í land."