Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 23
HVAÐ KOSTAR AÐ KOMA UPP ÍBÚÐ? Sá tími mun liöinn að fólk lét sér nœgja ad gefa kerti og spil í gjafir á jólunum. Nú þykir ekki merkilegt ad barnanna btdi skrifborb og stóll vandlega falib í þvottahúsinu, frúnni bregbur ekkert mjög mikið þótt nýr bíll standi fyrir utan húsib á abfangadag og húsbóndinn brosir bara góblátlega og segir ab „þetta hafi nú verib óþarfi" þegar ledur- klœddur húsbóndastóll stendur slaufum skreyttur í húsbóndaher- berginu. HVAÐ KOSTAR AÐ KOMA UPP 90 M2 ÍBÚÐ? Kannski er þessi formáli bara ýkj- ur einar og það má vel vera að enn- þá séu til fjölskyldur sem gefa litlar og látlausar gjafir á jólum. En það er þó staðreynd að fyrir jólin koma margir því í verk sem trassað hefur verið allt árið, láta mála heimilið, teppaleggja eða kaupa húsgögn. Það er til dæmis ekki út í hött að ætla að nokkrar fjöiskyldur muni í ár láta verða af því að kaupa hús- gögn á heimilið og gefa kannski þannig hvort öðru jólagjöf. En hvað skyldi kosta að koma upp íbúð nú til dags? Það var ekki hlaupið að því að finna fólk sem var reiðubúið að hleypa okkur inn í einkalíf sitt og leyfa okkur að fylgjast með þegar íbúð er gerð upp. Þá komu Stella og Stulli til sögunnar — og þau björg- uðu málunum. Stella og Stulli eru nefnilega að flytja heim eftir búsetu og störf erlendis og þau eru með sex ára dóttur en engin húsgögn. I gegn- um kunningsskap fengu þau leigða þriggja herbergja íbúð á góðu verði, með þeim skilmálum þó að mála hana og teppaleggja því íbúðin er heldur illa farin. Stulla finnst nú ekki mikið mál að bjarga við málun á níutíu fermetra íbúð nema hvað hann hefur ekki hugmynd um hvaða verkfæri hann þarf að eiga né heldur hversu mikil málning fer á slíkan flöt. Stella hefur sat að segja minnstar áhyggjur af veggjunum, hennar Itexti: Anna Kristine Magnúsdóttir teikningar: Jón Óskarl vegna mega þeir vera áfram í fjólu- bláu og bleiku litunum. Hún hefur mun meiri áhyggjur af því á hverju þau eiga að sitja og so.',. og að ætlast til að sex ára dóttirin sofi á dýnu er alveg hreint út í hött. Stella er góðu vön frá æskuárunum og segist ekki fá inn á sitt heimili nema það sem nýtt er og smart. Stefanía, móðir Stellu leitaði til þriggja húsgagnaverslana á Stór- Reykjavíkursvæðinu og spurðist fyrir um meöalverb á húsgögnum. Þetta voru húsgagnaverslanirnar CASA, BÚSTOFN og IKEA og starfs- fólk þar brást fljótt og vel við beiðn- inni. MÁLAÐ FYRIR 13.000.- KR. Ásgeir Hólm í versluninni „Málar- inn“ tók einnig vel í þá bón að reikna út hvað málning myndi kosta, jafnframt því sem hann veitti Stefaníu upplýsingar um það hvað þurfi að eiga þegar málningarvinna hefst. En hvaða litir eru í tísku? var næsta spurning því ekki er nóg að húsgögnin séu falleg, litur íbúðar- innar verður að vera í samræmi við þau. Ásgeir sagði alla ljósa liti vera í tísku um þessar mundir og mest væri tekið af hrímhvítum og hjarn- hvítum litum. Benti hann jafnframt HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.