Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 28
Ingibjörg og Steinar Berg fá fagmann í verkiö: HEIMILIÐ MÁLAÐ FYRIR JÓLIN Ilmandi málningarlykt barst frá efri hœdinni þegar Ingibjörg Páls- dóttir bauð gestum innfyrir. Tilefni heimsóknarinnar var að forvitnast um hvers vegna Ingibjörg og eigin- maður hennar, Steinar Berg ísleifs- son hefðu afráðið að mála einmitt á þessum árstíma og hvers vegna þau hafi fengið fagmann í verkið í stað þess að mála sjálf. Spurningunum var í rauninni svarað þegar í Ijós kom hversu stór- an hluta hússins þurfti að mála, um 200 fermetra með loftum. Varðandi fagmanninn lá svarið eiginlega líka í augum uppi: Þykk yfirbreiðsla lá yfir öllu og ekkert var sjáanlegt fyrir utan málningarbakkann á gólfinu. Hreinlegt og snyrtilegt og í rauninni afar lítið rask miðað við þær fram- kvæmdir sem stóðu yfir. TVÆR FLUGUR í EINU HÖGGI Ingibjörg og Steinar bjuggu í Bret- landi í þrjú ár og keyptu sér nýlegt hús eftir heimkomuna. Þau áttu áð- ur íbúð í Vogalandi sem þau höfðu látið fagmann mála en í Bret- landi málaði Ingibjörg heimilið sjálf. ,,Ég get ekki komið með þá yfir- lýsingu að við séum að mála húsið bara vegna þess að það eru að koma jól,“ sagði hún brosandi. „Þegar við fluttum í þetta hús í lok maí tókum við eftir því að það molnaði svo mik- ið úr hrauninu á veggjunum. Það var hvítt og þar af leiðandi höfðum við talið öruggt að það væri málað. Reyndin var sú að hraunið var ómál- að og þess vegna full þörf á að láta mála veggina. Þessi tími tími fannst okkur hentugur, bæði vegna þess að jólin nálgast og við munum líka ferma eldra barnið í vor, soninn Pál Arnar svo það var ágætt að slá tvær flugur í einu höggi.“ Aðspurð segist Ingibjörg ekki hafa kynnt sér litaúrval í málningarvöru- verslunum ,,af þeirri ástæðu einni að ég kann best við ljósa liti og það kom aldrei til greina að mála húsið í öðrum litum, til dæmis dökkum.“ Hún segir að sér þyki í alla staði betra að hafa fagmann við fram- kvæmdir ,,þótt auðvitað skipti miklu máli á hvernig manni maður lendir. Ég hef lent í því að fá fag- mann sem mér fannst ekki gott að hafa í vinnu en í þetta skipti erum við mjög heppin." Fyrsta árið sem þau bjuggu í Bretlandi leigðu þau sér íbúð sem Ingibjörg segir þau ekki hafa gert neitt við „þótt þörf hefði verið á! Bretar leggja svo miklu minna upp úr hreingerning- um en við og þess vegna hefði þurft að mála íbúðina en ég fór ekkert út í slíkar framkvæmdir í leiguíbúð- inni. Þegar við svo keyptum okkur hús var herbergið sem Páll fékk laxableikt, því það hafði áður verið stelpuherbergi. Það var ómögulegt að láta drenginn búa í bleiku her- bergi svo ég fór og keypti mér máln- ingu, pensla og rúllur og málaði her- bergið í ljósum lit.“ Upp frá því mál- aði Ingibjörg eitt og eitt herbergi í einu „alltaf þegar Steinar fór heim til íslands!" segir hún hlæjandi. „Ég lét loftin bíða eftir honum svo hann fengi nú að taka einhvern þátt í vinnunni!" Ingibjörg sagðist ekki hafa haft hugmynd um hversu mikið af málningu hún þyrfti til að mála húsið „og keypti ýmist 5 lítra í einu — eða bara einn lítra — eftir því sem ég hélt að á vantaði." LELEGIR FAGMENN í BRETLANDI Aðspurð hvort henni hafi aldrei dottið í hug að leita til fagmanns í Bretlandi og láta mála húsið allt í einu svarar hún: „Nei, mér hefði aldrei komið það til hugar af þeirri ástæðu einni að öll vinna eftir fag- menn í Bretlandi er mjög léleg og þá skiptir ekki máli hvaða verk það er sem þeir vinna. í Bretlandi er að- keypt vinna frá fagmönnum ekki dýr en hún er líka léleg og gæðin þar eru miklu minni en hérna 28 HELGARPÓSTURINN Itexti: Anna Kristine Magnúsdóttir mynd: Jim Smarti heima. Áður en ég fór að mála sjálf hafði ég komið inn á heimili sem fag- maður hafði málað í hólf og gólf og árangurinn á því heimili var slíkur að ég sá að ég myndi sjálfsagt gera þetta betur sjálf. Þetta var heldur ekki svo mikil vinna vegna þess að Bretarnir hengja ekki upp málverk eða annað á veggina eins og Islend- ingar gera gjarnan. Það er í mesta lagi að spegill hangi á einum stofu- vegg og búið. Þar af leiðandi eru engin naglaför sem þarf að hafa áhyggjur af og húsið var allt vegg- fóðrað með veggfóðri sem mátti mála yfir. Það eina sem ég þurfti í rauninni að kaupa umfram málninguna var lím til að festa niður kantana á veggfóðrinu þar sem þeir voru farnir að losna." Ingibjörg segist ekki framkvæma frekar á þessum árstíma en öðrum „nema hvað ég reyni að hafa heimil- ið hreinna en ella! Mér finnst að vísu alltof mikið stress fylgja jólunum hér, sérstaklega hjá eldri konum sem keppast við að baka 10—20 teg- undir af smákökum fyrir jólin. Þær gera líka mjög oft hreint í þess orðs fyllstu merkingu, taka niður myndir af veggjum og pússa og taka til inni í öllum skápum. Ég held að yngra fólk taki þessu aðeins rólegra, fjórar tegundir af smákökum er alveg nóg einkum þegar haft er í huga að það er lítið sem ekkert borðað af þeim ofan í allan jólamatinn!" Meðan við spjölluðum saman hélt málarinn áfram verki sínu og lét ekkert trufla sig. Hann var ekkert á því að koma í viðtal en svaraði þó spurningunni hvort það væri meira að gera hjá málurum fyrir jólin en á öðrum árstíma þannig: „Nei, þessi vertíð sem var hér áður fyrr að allir létu mála fyrir jólin er horfin. Núna dreifist málningarvinnan meira yfir allt árið en þó eru alltaf einhverjir sem vilja heldur láta mála síðustu vikurnar fyrir jól.“ — En er ekki svo dýrt að fá fag- mann? kann einhver að spyrja. Auð- vitað kostar það alltaf sitt að fá fag- mann til að annast framkvæmdir, í hvaða starfi sem er en það getur líka oft verið dýrt að ætla að gera hlut- ina sjálfur. Vinnutap getur orðið verulegt ætli maður sjálfur að ann- ast málningarvinnu á stóru húsnæði og ekki má alltaf ráðgera að slíkt frí úr vinnu flokkist undir sumarfrí. Ef við reiknum með að heil vinnuvika farið í að mála heilt hús, þ.e. 8 klukkustundir á dag eru launin fljót að fjúka. Við treystum okkur ekki til að fullyrða hversu hátt tímakaup málarameistara er en á þeim heimil- um sem við spurðumst fyrir um hversu miklu hefði verið eytt í að- keypta málningarvinnu kom í ljós að sú fjárhæð var lægri en hefði mátt ímynda sér. Þannig kom vinna á 200 fermetra húsnæði ásamt málningu út á u.þ.b. 40.000.- krónur og ef við reiknum með að málningin ein og sér á svo stóran flöt kosti um 26.000 krónur (miðað við verð frá málningarvöruverslun sbr. greinina um að koma upp íbúð) þá eru laun málara um 14.000 krónur fyrir 40 stunda vinnuviku. Að vísu má segja að það séu kannski ekki margir sem hafa slík laun á viku en ef við reikn- um með þeim tímasparnaði sem af því hlýst að „láta fagmann vinna verkið" ásamt öllum þeim auka- sporum sem við spörum — þá virð- ist þetta borga sig. Eða hvað?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.