Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 34
Þetta byggist allt á blekkingu Samtal við Fríðu Á. Sigurðardóttur, sem sendir frá sér nýja skáldsögu um þessar mundir, auk þýðingar á Þjóð bjarnarins mikla Fríða: „Ég byrjaði ekki að skrifa seint. Ég byrjaði aftur á móti seint að gefa út." Smartmynd. Frída A. Sigurdardóttir sertdir frá sér nýja skáldsögu á þessum aðfara- dögum jóla. Hún heitirEins og hafiö og er hennar önnur skáldsaga, Sól- in og skugginn kom út 1981. Arin 1980 og 1984 sendi hún hinsvegar frá sér smásagnasöfnin Þetta er ekk- ert alvarlegt og Við gluggann. Skrif- ar semsé smátt og stórt til skiptis. „Mér finnst bara svo ljómandi gott að vafstra þetta á milli form- anna. Mér finnst ótækt að binda mig við eitt þeirra. Ég vil prófa þau öll.“ — Líka Ijóbin? „Já, já. En ég gef ekki út ljóðin mín. Það er gott að eiga eitthvað eitt sem ekki er opinberað, fyrir mann sjálfan. Ljóðin eru þannig hjá mér, að þau fara í einkaneyslu. Og svo sem ég náttúrulega Ijóð sem fara í eldinn." Það stafar hressileika af Fríðu þegar hún kveður að þessum orð- um. Strandamanneskjan er ákveðin í fasi og blátt áfram, fædd í Jökul- fjörðunum, „eða Hesteyri ef við vilj- um vera hundrað prósent á landa- kortinu, dóttir bóndans, útræðarans og símstöðvarstjórans á staðnum. Móðirin fæddi þrettán börn í heim- inn, níu lifa. ..“ „Ég neita því nú ekki að ég er tals- vert upptekin af fortíðinni þegar ég skrifa. Maður er summan af því sem maður lifir. Ég skrifa eins og ég skynja samtímann og hann getur maður varla greint án þess að taka tillit til þess sem á undan er komið." RÓTLAUS KYNSLÓÐ Fjölskyldan fluttist til Keflavíkur á fimmta áratugnum þegar allt lagðist í eyði í köldum fjörðum vestra. Og nú fussar Fríða, því „mér fannst Keflavík svo feikilega ljótur bær, alveg feikilega. Ég man að ég trúði því ekki fyrst eftir að ég fluttist þangað að nokkur staður gæti verið svona ljótur og auðnarlegur." Sjö ára gömul var hún stödd í Bankastræti í fyrstu borgarferðinni og þar sagði hún við mömmu: Hér ætla ég að búa alla mína ævi. Stóð við það frá og með nítjánda árinu. Fríða talar um sína kynslóð og gefur henni einkunnina rótleysi. „Æ, við misstum fortíðina svolítið út úr höndunum á okkur og höfum rúllað á því síðan. Tímabilið frá 1951 til svona '65 var dautt og kalt. Þetta var eins og að lifa í kyrru lofti.“ — Hvort þaö sé ástœöan fyrir því hvaö hún byrjaöi seint aö semja? „Ég byrjaði ekki að skrifa seint. Ég byrjaði aftur á móti seint að gefa út." — Þarna slœröu mig út af laginu! „Ja, þetta er bara satt.“ — Hversvegna? „Mér fannst þetta bara ekki nógu gott sem ég var að gera.“ —- Varstu alltafaö bera þigsaman við systurina Jakobínu? „Nei, það er ekki svoleiðis sam- band á milli okkar systra. Ég er lítið fyrir samanburð, en ef út í hann er farið á annað borð þá held ég að mönnum sé best að bera sig saman við sjálfa sig. Og þá það sem menn telja vera það besta í sér. Ef því er ekki náð, á ekkert að vera að gefa út.“ HELD MIG VIÐ MINN LEIST Eins og hafið, önnur skáldsaga Fríðu, gerist á okkar dögum, en er samt í vissum tengslum við fortíð- ina. Sögusviðið er sjávarpláss. Höf- undurinn segist aldrei hafa haft eins gaman af að skrifa bók og segir um sögupersónurnar: „Ég sé eftir þeim yfir í prentstafina. Það var svo gam- an að vera með þeim í samning- unni. Ég er nokkuð sátt við þessa bók — og reyndar líka þá sem kom næst á undan, Við gluggann. Ég er ánægð með það hvar ég stend í ritlistinni, en veit að ég get gert betur. Ætla að gera betur. Það er gott takmark." — En viöfangsefnin? „Ég held mig við minn leist. Ég er sammála Guðbergi sem sagði ný- lega í sjónvarpinu eitthvað á þá leið að þó svo rithöfundar breyttu um tón, sjónarhól, áherslu, form eða hrynjandi, væru þeir samt alltaf að fást við það sama." — Ogþú ert í manneskju og tíma? „Já, er það ekki.. . Og tilverunni, tilvistinni." — Kanntu aö lýsa tilfinningunni að semja? „Þegar að er gáð er þetta fyrst og síðast skemmtilegt, afskaplega gaman. Það er yndislegt að standa frammi fyrir því að hafa tekist að skapa.“ — Stór sögn að skapa? „Já, enda segja margir rithöfund- ar að þeim líði stundum eins og Guði. Ég þekki hann að vísu ekki nógu vel til að geta sagt eitthvað svipað. En segi bara í staðinn: Þetta byggist allt á blekkingu." 35.000 ÁR AFTURÁBAK Fríða heldur sig ekki aðeins við skáldsöguna þetta haustið. Hún lauk jafnframt við yfirgripsmikla þýðingu á Þjóö bjarnarins mikla eftir Jean M. Auel, sem hefur notið feikimikilla vinsælda í heimalandi höfundar, Bandaríkjunum. Umfjöll- unarefnið er enda jafn fjarlægt og það er forvitnilegt: Líf og aðstæður forfeðra okkar fyrir 35 þúsund ár- um, átök á milli deyjandi kynstofns Neanderdalsmanna og rísandi veld- is Kromagnon-fólksins. Fríða segir höfundinn góðan sögumann sem takist að sjokkera lesandann, en hvernig? „Henni tekst að byggja upp þennan heim þannig að maður trúir á hann og sér þá jafnframt fram á það hvað þessi villti tími í þróunar- sögu mannsins hefur mikla skírskot- un til nútímans." -SER SÝNINGUM á leikverkinu Mercedes verður framhaldið hjá Frú Emilíu yfir helgina, en leikendur túlka þetta þýska nútímaverk neðan úr kjallara Hlaövarpans. Mercedes, sem er eftir Þjóðverjann Thomas Brasch, fær góða dóma, þykir um margt nýstárlegt, kraftmikið og vel leikið af þeim Bryndísi Petru Braga- dóttur, Ellerti A. Ingimundarsyni og Þresti Guöbjartssyni en Guöjón Ped- ersen leikstýrði. GUÐJÓN Pedersen er annars á leiðinni norður yfir heiðar, en þar eru æfingar á Rauöhœröa riddaran- um að komast á fullan skrið. Guðjón leikur þar hlutverk Teddy gaurs, óheflaðs töffaratryllis. Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari? var sýnt hjá Nemendaleikhúsinu á síðasta ári og þar fóru m.a. með hlutverk þau Skúli Gautason og Inga Hildur Haraldsdóttir sem þá voru einmitt að ljúka námi úr LÍ Þau eru nú bæði komin norður og taka upp þráðinn í þessu leikriti þar sem frá var horfið hlýjum viðtökum sunnlenskra áhorfenda. Aðrir leik- arar í uppfærslunni nyrðra eru Þrá- inn Karlsson, Einar Jón Briem, María Árnadóttir og feðginin Mar- inó Þorsteinsson og Guörún Marin- ósdóttir, sem er nýútskrifuð úr ensk- um leiklistarskóla. Verkið gerist á bandarískum ,,diner“, þar sem klíka staðarins veldur heldur betur usla í lífi saklausra aðkomumanna sem ætluðu að eiga stuttan stans á staðn- um. FJALIRNAR í Samkomuhúsi Akureyringa eiga eftir að fjaðra ei- lítið um helgina, en þá fara um þær öllu fimari fætur en alla jafna: ís- lenski dansflokkurinn í heimsókn. Flokkurinn heldur frá Reykjavík á föstudagsmorgni með úrvals dag- skrá, tvo vinsæla balletta úr Stööug- um ferðalöngum Ed Wubbes frá síð- asta leikári, sem fengu mjög góða dóma, og heitan og ástríðufullan Duende Hlífar Svavarsdóttur, sem ásamt tveimur öðrum yfirgefur stóra sviðið í Þjóöleikhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld. íslenski dans- flokkurinn hefur verið í stórsókn á undanliðnum árum og hefur sjaldan eða aldrei staðið framar í tækni og tilþrifum. Dansflokkurinn hefur ein- hverra hluta vegna ekki farið út á land með list sína síðan 78 — og væri í sjálfu sér snjallræði að endur- skoða þá stefnu. BARNABOKMENNTIR Rauð augu Astrid Lindgren og llon Wikland: Drekinn meö rauöu augun Þorleifur Hauksson þýddi Mál og menning 1986 28 bls. Verð 590.- kr. eftir Söiva Sveinsson Ekki þarf orðum að því að eyða að Astrid Lindgren er snillingur, Lína langsokkur, Míó, Ronja, Emil í Kattholti, Snúður o.s.frv., allt öndvegisfólk í frábærum bókum. Ég veit ekki hvað lengi þau Ilon Wikland (eða þær? Hvort er Wik- land karl eða kona?) hafa unnið saman, en myndir hans/hennar eru einstakar í sinni röð, að mínu mati. Sjónarhornið er alltaf skýrt, lesendur sjá myndefnið yfir- leitt að ofan, kjarni myndar auð- séður og umfram allt eru þær trú- ar textanum (sjá t.d. myndirnar í Bróður mínum Ljónshjarta). í þessari bók hljóta myndir og texti að hafa átt samleið frá upp- hafi. Sögumaður er t.d. telpa, og það skýrist strax af myndunum en löngu síðar í texta. Drekinn með rauðu augun er í svínastíunni einn morguninn þegar gyltan er búin að gjóta 10 grísum. Stúlkan og bróðir hennar annast hann af stakri umhyggju og fóðra hann á drekameti: kertum og kaðalspott- um, svo eitthvað sé talið. Ffann hefur sínar kenjar eins og annað ungviði og þegar hann þroskast flýgur hann til sólarinnar. Hann hvarf 2. október. Það er ekki mikill texti í þessari sögu, en hann er samt með þeim einkennilega blæ, sem einkennir ævintýrasögur Astrid Lindgren (Ronju, Míó og Ljónshjarta), ljúf- sárum trega og söknuði sem ég hef ekki skynjað í öðrum bókum með jafnríkum hætti: „Annan októ- ber á hverju ári hugsa ég um dreka bernsku minnar. Því það var annan október sem hann hvarf. Sólin settist svo björt þennan októ- berdag fyrir mörgum árum. Him- inninn tindraði í fegurstu litum og létt þoka lá yfir engjunum. Þetta var þannig kvöld þegar maður þráir eitthvað en veit ekki hvað ... Okkur var kalt í kvöldloftinu, golan var svöl vegna þokunnar. Við hoppuðum til og frá til að halda á okkur hita og ég hugsaði að nú ætlaði ég bráðum að hátta ofan í heita rúmið mitt og að ég skyldi lesa ævintýri áður en ég sofnaði. Sýnishorn af einni opnu „Drekans með rauðu augun". I sama bili kom litli drekinn til mín. Hann lagði kalda framlopp- una á vanga minn og rauðu augun hans voru full af tárum. Og síðan — ó hvað það var furðulegt — síðan flaug hann leið- ar sinnar. Við vissum ekki að hann kynni að fljúga. En hann hófst upp í loftið og flaug beint inn í sólarlag- ið. Við sáum hann loks bera eins og lítinn, svartan depil við eld- rauða sólina. Og við heyrðum hvernig hann söng. Hann söng á fluginu, skærri, mjórri röddu. Ég held að hann hafi verið hamingju- samur. En þetta kvöld las ég ekkert ævintýri. Ég lá undir sænginni og grét græna drekann okkar með rauðu augun.“ Þetta finnst mér falleg orð, rík að tilfinningum og þeirri hlýju, sem einkennir allar bækur Astrid Lindgren. Og það sem meira er, myndir Wiklands eru með sama hætti. Þær undirstrika efnisatriði og yfir þeim hvílir ljóðrænn þokki. Þýðing Þorleifs Haukssonar er blæbrigðarík og á góðu máli, eins og hans var vís von. Drekinn með rauðu augun er holl og vönduð lesning fyrir lítil börn og þau sem stauta lesa hana sjálf sér til ánægju. 34 HELGARPðSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.