Helgarpósturinn - 27.11.1986, Page 46

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Page 46
HBLGARDAGSKRÁIN Föstudagur 28. nóvember 17.55 Fréttaágrip á táknmáli. 18.00 Litiu prúðuleikararnir. 18.25 Stundin okkar. 19.00 Spítalalíf. 19.30 Fréttir. 20.10 Sá gamli. 21.10 Rokkarnir. 21.35 Þingsjá. 21.50 Kastljós. 22.40 Á götunni ★★★ (Blue Knight). Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1973. Leikstjóri Robert Butler. Aðalhlutverk: William Holden og Lee Remick. 00.20 Dagskrárlok. Laugardagur 29. nóvember 14.25 Þýska knattspyrnan — Bein út- sending. Gladbach—Köln. 16.20 Hildur. 16.45 íþróttir. 18.25 Fróttaágrip á táknmáli. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum. 19.00 Stóra stundin okkar. 19.30 Fróttir. 20.10 Undir sama þaki. — Þáttur úr gam- anmyndaflokki frá 1977. Leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. 20.45 Klerkur í klípu. 21.10 Aftanstund með Elvis Presley. 22.10 Dóttir Ryans ★★★ (Ryans's Daught- er). Bresk verðlaunamynd frá 1970. Leikstjóri David Lean. Aðalhlutverk: Sarah Miles og Robert Mitchum. Myndin gerist í írsku þorpi árið 1916. 01.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 30. nóvember 13.30 Bikarkeppni Sundsambands Is- lands. Bein útsending. 14.50 Sunnudagshugvekja. 15.00 Wolfgang Amadeus Mozart V. 18.05 Stundin okkar. 18.35 Kópurinn. 19.00 Iþróttir. 19.30 Fróttir. 20.05 Meistaraverk. 20.15 Geisli. 21.10 Wallenberg — Hetjusaga. Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Aöalhlutverk: Richard Chamberlain, Alice Krige, Kenneth Colley og Bibi Andersson. 22.00 Mannskaðatindur. Bandarískheim- ildarmynd um fjall í Pakistan sem hef- ur orðið fjallgöngumönnum torsótt. 22.55 Kvöldstund með Eddu Erlends- dóttur. 23.50 Dagskrárlok. Fimmtudagur 27. nóvember 20.00 Fróttir. 20.30 Bjargvætturinn. 21.15 Tfska. 21.40 Eltingarleikur (Chase) ★. Bandarísk kvikmynd frá CBS sjónvarpsstöðinni. Aðalhlutverk Jennifer O'Neill og Richard Farnsworth. 23.10 Frægð og fegurð ★ (Rich and Famous). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með Candice Bergen og Jacq- ueline Bisset í aðalhlutverkum. 00.40 Guðfaðirinn er látinn ★★ (The Don Is Dead). Bandarísk kvikmynd frá . 1973 með Anthony Quinn í aðalhlut- • verki. 02.15 Dagskrórlok. Föstudagur 28. nóvember 17.30 Myndrokk. 18.30 Teiknimynd. 19.00 Einfarinn. 20.00 Fróttir. 20.30 Innlendur þáttur. 20.50 Spóspegill. 21.20 Leiktímabilið ★★ ($ 1.000.000 Infield). Bandarísk sjónvarpsmynd með Rob Reiner, Bob Constanzo, Christopher Guest og Bruno Kirby. 22.50 Benny Hill. 23.15 Hernaðarleyndarmól ★★ (Top Secret). 00.45 Hið yfirnáttúrulega ★★ (The Keep). Bandarísk kvikmynd frá 1983. 02.15 Myndrokk. 05.00 Dagskrórlok. Laugardagur 29. nóvember 16.30 Hitchcock. 17.15 Allt er þó þrennt er. 17.40 Undrabörnin. 18.25 Teiknimyndir. 19.05 Allt í grænum sjó. 20.00 Fróttir. 20.30 Undirheimar Miami. 21.15 Ástarsaga ★★ (Love Story). Banda- rísk kvikmynd frá 1970 með Ryan O'Neal og Ali MacGraw í aðalhlut- verkum. 22.45 Ástarþjófurinn ★★ (Thief of Hearts). Mynd þessi frá 1984 er um draumóra ungrar giftrar konu. 00.25 Tilgangur Iffsins ★★★ (Meaning of Life). Bresk kvikmynd frá 1983, gerð af hinum margfræga Monty Python- hópi í London. 02.15 Myndrokk. 05.00 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 27. nóvember 19.00 Fróttir. 19.40 Daglegt mól. 19.45 Að utan. 20.30 Frá tónleikum sinfónfuhljóm- sveitar (slands f Hóskólabíói. 21.20 Sumarleyfi í skammdeginu. 22.20 Fimmtudagsumræöan. 23.10 Kammertónlist. 24.00 Fróttir. Dagskrárlok. Föstudagur 28. nóvember 06.45 Bæn. 07.03 Morgunvaktin. 07.20 Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. 09.03 Morgunstund barnanna. 09.45 Þingfróttir. 10.30 Sögusteinn. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fróttir. 14.00 Miödegissagan. 14.30 Nýtt undir nóiinni. 15.20 Landpósturinn. 16.20 Barnaútvarpið. 17.03 Sfðdegistónleikar. 17.40 Torgið — Menningarmál. 18.00 Þingmól. 19.00 Fróttir. 19.30 Daglegt mól. 19.35 Lestur úr nýjum barna- og ungl- ingabókum. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Sfgild dægurlög. 22.20 Vfsnakvöld. 23.00 Frjólsar hendur llluga Jökulssonar. 00.05 Næturstund í dúr og moll. 01.00 Dagskrórlok. MEÐMÆU Elvis-aðdáendur geta auð- veldlega sleppt sér framan við ríkis-imbann á laugar- dagskvöld. Wallenberg-þátt- urinn á sunnudagskvöld er hugnæmur. Að loknum Stöðvar-fréttum á föstudags- kvöld, gefst að kíkja á fyrstu innlendu dagskrárgerðina þaðan. Stöllurnar Jónína Leósdóttir og Ragnheiður Davíðsdóttir klikka hvorugar á sitthvorri bylgjulengdinni. Munið svo þátt Sigurðar Skúlasonar um Örju Saijon- maa á Rás 2, seinast á fimmtudagskvöid. Laugardagur 29. nóvember 06.45 Bæn. 07.03 „Góðan dag, góöir hlustendur". Pétur Pétursson sór um þáttinn. 09.30 í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Vfsindaþátturinn. 11.40 Næst á dagskró. 12.00 Hór og nú. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningar- mál. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. 16.20 Barnaleikrit: ,,Júlfus sterki" eftir Stefán Jónsson. 17.00 Aö hlusta á tónlist. 18.00 íslenskt mál. 19.00 Fróttir. 19.35 „Hundamúllinn", gamansaga eftir Heinrich Spoerl. 20.00 Harmonfkuþáttur. 20.30 Bókaþing. 21.00 íslensk einsöngslög. 21.20 Um nóttúru íslands. 22.20 Mannamót. Leikið á grammófón og litið inn á samkomu. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrórlok. Sunnudagur 30. nóvember 08.00 Morgunandakt. 08.30 Lótt morgunlög. 09.05 Morguntónleikar. 10.25 Út og suöur. 11.00 Messa í Akraneskirkju. 12.20 Fróttir. 13.30 Sólborgarmól. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.10 Sunnudagskaffi. 16.20 Fró útlöndum. 17.00 A tónleikum hjó Ffiharmonfusveit Berlínar. 18.00 Skóld vikunnar. 19.00 Fróttir. 20.00 Ekkert mól fyrir ungt fólk. 21.00 Hljómskólamúsfk. 21.30 Útvarpssagan. 22.20 Norðurlandarósin. 23.20 í hnotskurn. 00.05 Á mörkunum. Þáttur með léttri tón- list í umsjá Jóhanns Ólafs Ingvasonar og Sverris Páls Erlendssonar. 00.55 Dagskrórlok. áir Fimmtudagur 27. nóvember 20.00 Vinsældalisti rásar tvö. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Arja. Þáttur um finnsku söngkonuna örju Saijonmaa í umsjá Sigurðar Skúlasonar. 24.00 Dagskrárlok. Föstudagur 28. nóvember 09.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádogisútvarp. 13.00 Bót í máli. 15.00 Fjör ó föstudegi. 16.00 Endasprettur. 20.00 Tekið á rás. 22.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 29. nóvember 09.00 óskalög sjúklinga. 10.00 Morgunþáttur. 12.03 Hádegisútvarp. 13.00 Listapopp. 15.00 Við rásmarkið. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma. 18.00 Fróttir ó ensku. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrórlok. Sunnudagur 30. nóvember 13.30 Krydd í tilveruna. 15.00 66. tónlistarkrossgátan. 16.00 Vinsældalisti rásar tvö. 18.00 Dagskrárlok. JBYLGJANi Fimmtudagur 27. nóvember 20.00 Jónfna Leósdóttir ó fimmtudegi. 21.30 Spurningaleikur Bylgjunnar. 23.00 Vökulok. 24.00 Inn í nóttina með Bylgjunni. Föstudagur 28. nóvember 06.00 Tónlist í morgunsárið. 07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas- syni. 09.00 Póll Þorsteinsson á léttum nót- um. 12.00 Á hódegismarkaði. 14.00 Pótur Steinn ó róttri bylgjulengd. 17.00 Hallgrfmur Thorsteinsson í Reykjavfk sfðdegis. 19.00 Þorsteinn J. Vilhjólmsson kannar hvað næturlífið hefur að bjóða. 22.00 Jón Axel Ólafsson, nátthrafn Bylgjunnar. 03.00 Næturdagskró Bylgjunnar. Laugardagur 29. nóvember 08.00 Valdís Gunnarsdóttir leikur tón- list úr ýmsum áttum. 12.00 Jón Axel á Ijúfum laugardegi. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 17.00 Vilborg Halldórsdóttir á laugar- degi. 18.30 í fróttum var þetta ekki helst. 19.00 Rósa Guðbjartsdóttir leikur tón- list og spjallar viö gesti. 21.00Anna Þorláksdóttir í laugardags- skapi. 23.00 Þorsteinn Ásgeirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunn- ar. 04.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Sunnudagur 30. nóvember 08.00 Fréttir og tónlist í morgunsárið. 09.00 Jón Axel ó sunnudagsmorgni. 11.00 I fróttum var þetta ekki helst. End- urtekið. 11.30 Vikuskammtur Einars Sigurðs- sonar. 13.00 Helgarstuð með Hemma Gunn. 15.00 Þorgrímur Þráinsson í léttum leik. 17.00 Rósa Guðbjartsdóttir leikur ró- lega sunnudagstónlist. 19.00 Valdfs Gunnarsdóttir á sunnu- dagskvöldi. 21.00 Popp ó sunnudagskvöldi. 23.30 Jónfna Leósdóttir. Endurtekið frá fimmtudagskvöldi. UTVARP effir Helga Má Arthúrsson Einlœgni og auglýsingar SJÓNVARP Fyrirmyndarþáttur Timburmönnunum er aö ljúka. Menn eru að ná áttum eftir fjöimiölasprenging- una, sem átti sér stað á fyrstu haustdögum. Ríkisútvarpið virðist vera að ná sér eftir þá óvæntu samkeppni, sem forsvarsmenn stofnunarinnar bjuggu sig ekki nægilega vei undir. Menn finna það í loftinu. Osjálf- rátt lætur maður Rás I mala áfram og skipt- ir ekki yfir á Bylgjuna. í stað þess að hlusta á fréttir þeirrar stöðvar les maður blöðin frekar en að heyra fréttamenn þar lesa upphátt úr þeim. I svefnrofunum einn laugardagsmorgun heyrði ég útundan mér, að Stefán Jökuls- son var með vísindaþátt. Ég sperrti eyrun. Lagði við hlustirnar — og vaknaði. Hann var að ræða við Ólaf Guðmundsson, verk- fræðing útvarpsins, um bylgjur. Lang- bylgju, miðbylgju, stuttbylgju og jafnvel ör- bylgjur. Þetta, ásamt öðru því sem boðið er uppá í þætti þessum, er stórskemmtilegt og fræðandi. Annað en beljandi poppkúltúr- inn sem tröllríður Rás II og Bylgjunni. Fréttir á Rás I — kvöldfréttir — hafa skán- að mjög eftir að ráðist var í magasínþátt þann sem nú er sendur út. Þar fyrir utan hefur fréttastofan tekið upp nýtt fyrir- komulag hádegisfrétta á laugardögum sem ættu að geta orðið góðar, ef menn halda rétt á spilunum og leggja í þáttinn yfirburði þá, sem fréttastofan getur haft gagnvart Bylgju og sjónvarpsstöðvum. Það kostar hins vegar vinnu — mannskap. Þar ætti Ríkisútvarpið að standa öðrum á sporði. Nýjar stöðvar. Fleiri miðlar ættu að hafa í för með sér breytingu á fréttaflutningi. Opnari fréttaflutning. Hin harða frétta- mennska sem boðuð var hefur enn ekki séð dagsins ljós. Og er það miður. Það er miður vegna þess hlutverks sem fjölmiðlar verða að leika í lýðræðisþjóðfélagi. Hver á að vera í aðhaldshlutverkinu, ef ekki fjöl- miðlar? Ef til vill má rekja þetta til ófrelsis frjálsu stöðvanna gagnvart fyrirtækjum og hagsmunahópum sem hafa tekið sér það fyrir hendur, að koma frjálsu stöðvunum á fót. En talandi um frelsi — og frjálsar stöðv- ar. Jónínu Leósdóttur, Ólafi Ragnari Gríms- syni og Guðrúnu Þorbergsdóttur var end- urvarpað aðfaranótt mánudags á Bylgj- unni. Jónína ræddi við hjónin Ölaf Ragnar og Guðrúnu í stórskemmtilegum samtals- þætti. Þar heyrðu menn í öðrum Ólafi Ragnari. Eiginmanninum, föðurnum, ein- staklingnum. Ekki stjórnmálamanninum. Og mikið eru stjórnmálin slæm, hugsaði ég, þar sem ég hlustaði á Ólaf Ragnar. Guð- rún Þorbergsdóttir sagði frá af mikilli al- vöru draumum og vonum sjómannsdóttur- innar, sem beið eftir föður sínum, enda þótt hún vissi að hann kæmi aldrei aftur. Hafið hafði tekið sinn toll. Auglýsingu var skotið inní þessa alvarlegu og einlægu frásögn Guðrúnar á skerandi hátt. Og maður upp- götvaði með áþreifanlegum hætti að aug- lýsingar og einlægni eiga ekkert sameigin- legt. Stöð 2 er byrjuð á því að senda út innlent dagskrárefni. A sunnudagskvöld var Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri t.d. með þátt um nýútkomnar góðbókmenntir með viðtölum við höfunda, upplestri höfunda með skemmtilegum myndskreytingum Hilmars Oddssonar kvikmyndagerðar- manns. Þessi þáttur er einhver allra bezti þátturinn um menningarmál, sem undirrit- aður hefur séð í íslenzku sjónvarpi. Jón Óttar ræddi vandlega við bókarhöf- undana, í spurningum hans gætti vel grundaðrar gagnrýni og af viðtölunum var ljóst, að stjórnandi þáttarins hafði lesið bækurnar af gaumgæfni. Um það báru spurningarnar vott, en fram til þessa hefur það stundum hvarflað að manni, að lestur- inn hafi stundum mætt afgangi hjá spyrj- endum, svo merkilegt, sem það kann að vera. Viðtöl Jóns Óttars veittu áhorfendum all- góða innsýn í þær bækur, sem voru til um- fjöllunar og honum tókst jafnframt að fjalla um bókmenntir án þess, að samtölin færu fyrir ofan garð og neðan með háfleygu hjali sem alltof oft vill eyðileggja uppbyggi- lega og skemmtilega umræðu um þann sprelliifandi veruleika sem er að finna á milli bókarspjaldanna og lifir okkur öll. Skemmtilegast var samtal Jóns Óttars við Matthías Johannessen ritstjóra Morg- unblaðsins og skáld. í langflestum verka Matthíasar gægist fram sá mannlegi „borg- araismus" ritstjórans og skáldsins, en samt miklu sterkar í viðtölum við hann. í viðtal- inu á Stöð 2 var Matthías í stuði og hörð- ustu kommar hljóta að hafa hrifizt af þeirri einlægni, sem fram kom í ástarjátningu hans til borgaralegra gæða. Hvað um það. í lok þáttar dró Jón Óttar saman kosti og galla hverrar bókar fyrir sig og gaf þeim einkunnir með stjörnum. Hann rökstuddi val sitt og mat og komst óskaddaður frá þessu djarfa tiltæki, sem stjörnugjöf hlýtur að teljast. Innlend dagskrárgerð Stöðvar 2 fór sem- sé mjög vel á stað og verði framhald á má ríkissjónvarpið fara að vara sig. Rétt er að minnast hér lítillega á nýjan fréttatengdan þátt, sem hóf göngu sína á þriðjudagskvöld, Návígi, undir stjórn Páls Magnússonar. Þar var þeim félögum Svav- ari og Jóni Baldvin stillt upp gegnt hvorum öðrum og síðan sett í gang hanaat. Mikið raupað en fátt um marktæk svör eða yfir- lýsingar, ef undan er skilin yfirlýsing Jóns Baldvins um, að kosningabandalag fyrir kosningar kæmi ekki til greina og svo svar Svavars við spurningunni um það hvort hann væri krati eða kommi, að hann væri „jafnaðarsinni". Nýtt hugtak, nýr stimpill í íslenzka pólitík, gjörið þið svo vel. 46 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.