Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 4
eftir Gunnar Smára Egilsson LÖGMAÐUR LEGGUR INNHEIMTUKOSTNAÐ OFANÁ ÚTSVÖR ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR: FYRIR ÓÞARFA VINNU VANSKILAMENN Á (SAFIRÐI GREIÐA ÁTTA SINNUM HÆRRI INNHEIMTUKOSTNAÐ EN REYK- VÍKINGAR —TEKJUR LÖGMANNA AFINNHEIMTUMOPINBERRAGJALDA NEMA HUNDRUÐUM MILLJÓNA - FLEST BENDIR TIL ÞESS AÐ HÉR SÉ UM ÓLÖGLEGAR TEKJUR AÐ RÆÐA. Nú um áramótin mun innheimtu- stjóri Isafjardarkaupstaöar senda Tryggva Guðmundssyni, lögmanni, vangoldin útsvör til innheimtu. Viö þaö munu álögö útsvör stórs hluta bœjarbúa hækka um 25%. Sam- kvœmt upplýsingum frá bœjarskrif- stofum Isafjaröarkaupstaöar er ekki óvarlegt aö œtla aö um 20% af útsvörum bœjarins séu nú í vanskil- um. Tryggva Guömundssyni, lög- manni, eru því skammtaöar tekjur af bœnum sem nema um 5% af út- svarstekjum Isafjaröarkaupstaöar. Útsvör hafa, eins og flest önnur opinber gjöld, lögtaksrétt. Eins og fram hefur komið í Helgarpóstinum leikur mikill vafi á lögmæti þess að krefjast innheimtulauna samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Islands af slíkum kröfum. Sá vafi er tilkom- inn vegna þess að dómstólar í Iand- inu hafna þessum innheimtulaun- um. Porsteinn Thorarensen, borgar- fógeti í Reykjavík, sagði í samtali við HP að hann hafnaði undantekning- arlaust innheimtulaunum af kröfum sem fylgir lögtaksréttur í fógeta- rétti. Fógetaréttur er dómstóll. Það sem stangast á við niðurstöður dóm- stóla verður að teljast æði vafasamt athæfi. ísafjarðarkaupstaður er ekki eina sveitar- eða bæjarfélagið sem sendir vangoldin útsvör til innheimtu hjá lögmönnum. Seltjarnarnes og Garðabær gera slíkt hið sama. Þó hefur eitthvað dregið úr því hjá þessum bæjarfélögum á seinni ár- um, sökum þess að vafasamt er hvort hægt sé að krefja vanskila- manninn um greiðslu innheimtu- launanna. Skoðun Þorsteins Thorar- ensen, borgarfógeta, er sú að sveit- arfélögin sjálf eigi að greiða lög- mönnunum ef þau kjósa að kaupa vinnu þeirra. Fyrir neytendur er hér um stórt mál að ræða. Mjög stórt. Eins og fram kemur í samtali við Tryggva Guðmundsson, lögmann á Isafirði, hér á síðunni eru vanskilamenn oft- ast efnalitlir. Það segir sig sjálft. MUNURINN YFIR 800% Tökum dæmi af slíkum manni: 4 HELGARPÓSTURINN Hann skuldar nú 50 þúsund krón- ur í útsvar. Eftir áramót sendir Isa- fjarðarkaupstaður Tryggva Guð- mundssyni, lögmanni, þetta útsvar til innheimtu. Tryggvi skrifar þá bréf og við það bætast 7.896,55 krónur við skuldina. Skuldin vex síðan eftir því sem vanskilavextir leggjast ofan á. Innheimtulaun Tryggva vaxa sömuleiðis. Tökum dæmi af öðrum vanskila- manni: Sá býr í Reykjavík og skuldar sömu upphæð, 50 þúsund krónur, í útsvar. Fyrir jólin auglýsti Gjald- heimtan í Reykjavík að þeir sem vildu komast hjá kostnaði við lögtak og uppboð skildu greiða sitt útsvar hið fyrsta. Þeir sem ekki urðu við þessari áskorun geta átt von á því að greiða kostnað er fylgir lögtaki. Fyr- ir þann sem skuldar 50 þúsund krónur nemur sá kostnaður 905 krónum, eða 6.991,55 krónum minna en rnaður i sams konar van- skilum á Isafirði þarf að borga. Munurinn er 872,55%. HUNDRUÐ MILLJÓNA Þrátt fyrir þennan gríðarlega kostnaðarauka sem vanskilamann- inum á ísafirði er gert að greiða er Isafjarðarkaupstaður engu nær því að fá sitt útsvar greitt. Ef vanskila- maðurinn á ísafirði þráast við að standa í skilum þarf að lokum að krefjast lögtaks. Eini þrýstingurinn sem lögmaðurinn á Isafirði, getur beitt vanskilamenn útsvara er gjald- skrá Lögmannafélags íslands. Um leið og hann fær vangoldin útsvör til innheimtu leggur hann allt að 25% af skuldinni ofaná höfuðstólinn. Eins og fram kom hér að framan er ísafjörður ekki eina bæjarfélagið sem sendir vangoldin opinber gjöld til innheimtu hjá lögmönnum. Helg- arpósturinn hefur greint frá því að Ríkisútvarpið sendir afnotagjöld í vanskilum til lögmanna. Afnota- gjöld hafa þó, eins og flest opinber gjöld, lögtaksrétt. Fleiri ríkisfyrir- tæki og -stofnanir senda lögmönn- um gjöld sín. T.d. Póstur og sími. Það er kunnara en frá þurfi að segja að vanskil eru mjög mikii á Is- landi. Hlutur opinberra gjalda í þessum vanskilum er stór. Tekjur lögmanna af innheimtum opinberra gjalda sem lögtaksréttur fylgir eru gríðarlegar á ári hverju. Hugsan- lega skipta þær hundruðum mill- jóna króna. ÓLÖGLEG INNHEIMTU- AÐFERÐ Það er álit fjölda virtra lögfræð- inga sem HP hefur ráðfært sig við að ólöglegt sé að krefja vanskila- menn um greiðslu innheimtulauna samkvæmt galdskrá Lögmannafé- lags íslands af gjöldum sem fylgir lögtaksréttur. Meðferð fógetaréttar í Reykjavík á þessum innheimtulaun- um hnígur í sömu átt. Vinna lögmanna með gjöld sem fylgir lögtaksréttur er óþarfur. í lög- um um lögtak og fjárnám án undan- farins dóms eða sáttar er meira að segja tekið fram að gerðarbeiðanda sé óþarft að vera viðstaddur lögtak- ið. Ríkinu er með þessu tryggð hröð og ódýr innheimtuleið. Jafnframt eru þegnarnir tryggðir fyrir óþarfa skattpíningu og kostnaði við inn- heimtu þeirra. Gjaldheimtan í Reykjavík vinnur eftir þessum lögum. Bæjarsjóður á ísafirði gerir það hins vegar ekki. í sjálfu sér er hér um furðulegt misræmi að ræða. Vanskilamaður á ísafirði hlýtur að eiga rétt á sömu innheimtuaðferð og vanskilamaður í Reykjavík. Ens og málum er háttað í dag þarf vanskilamaðurinn frá ísa- firði að greiða yfir 800% hærri inn- heimtukostnað en félagi hans í Reykjavík. OG LÖGFRÆÐING- ARNIR GRÆÐA . . . Og allir þeir vanskilamenn sem eru í svipaðri aðstöðu og sá á ísafirði greiða lögmönnum hundruð mill- jóna króna árlega. Það er umtals- verður hluti af tekjum íslenskra lög- manna og mjög stór hluti af tekjum þeirra lögmanna er sérhæfa sig í innheimtustörfum. Enn hefur krafa um endurgreiðslu á innheimtulaunum af gjöldum er fylgir lögtaksréttur ekki verið lögð fyrir íslenska dómstóla. Það er mál margra lögfræðinga er HP hefur tal- að við að slíkt mál væri auðunnið. Þegar innheimtuþóknun lögmanna kemur fyrir dómstóla ber dómaran- um að meta hvort hún sé eðlileg. í þeim tilfellum er hér um ræðir getur svo varla talist. Þáttur lögmann- anna í innheimtunni er óþarfur. Fólki hefur verið gert að greiða fyrir verk sem engin ástæða var til að vinna. TRYGGVI GUÐMUNDSSON, LÖGMAÐUR: GETUM GENGIÐ í ii SKROKK A FOLKI ii ,,Þaö er hugsanlega hœgt aö setja þaö þannig upp, allavega fyr- ir fólk sem lendir í miklum van- skilum", sagöi Tryggvi Guömunds- son, lögmaöur á Isafiröi, er HP spuröi hann hvort ekki vœri rétt- lœtismál fyrir ísfiröinga aö njóta sömu innheimtuaögeröa og Reyk- víkingar. Tryggvi innheimtir van- goldin útsvörfyrir Isafjaröarkaup- staö og leggur á þau samkvœmt gjaldskrá Lögmannafélags fs- lands. ,,Það er verið aö laga inn- heimtuprósentuna. Hún hefur verið svo léleg síðustu árin. Van- skil hafa aukist ótrúlega mikið". Astœöan? ,,Eg held að það sé verri afkoma hjá fólki. Sú er ástæðan fyrst og fremst." En nú fylgir útsvörunum lög- taksréttur, hvaö erþaö sem þú get- ur gert til aö þrýsta á vanskila- menn? ,,Ég hef náttúrulega það sem lögfræðingar hafa, — við getum gengið í skrokk á fólki með lögtök- um og djöfulskap. Það þarf mann- skap til þess að standa í þessu.“ Þaö er dýrara aö veröa fyrir inn- heimtuaðgerðum frá þér en ef bœjarsjóður sjálfur sœi um inn- heimtuna? ,,Já, það verður náttúrulega dýrara fyrir þann sem greiðir, því innheimtuþóknunin leggst ofan á. Á móti kemur að bæjarfélagið sparar kostnað við að halda lög- fræðing. Maður veit ekki hvernig þetta dæmi verður þegar það er reiknað til fulls.“ Telur þú það eðlilegt að lög- rnenn taki að sér innheimtur út- svara og annarra opinberra gjalda sem lögtaksréttur fylgir og leggi á þœr innheimtulaun? „Það má alveg hugleiða það hvort það sé heppileg þróun í framtíðinni. En þetta er sjálfsagt tilkomið, eins og hér á Isafirði, vegna þess að opinberir aðilar hafa þurft að horfa upp á síversn- andi innheimtu. Það verður að bregðast einhvern veginn við.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.