Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 7
INNLEND YFIRSYN eftir Óskar Guðmundsson Oft er það þannig, þegar við horfum á eftir árunum hverfa inní aldanna skaut, að okkur finnst að einhver einn atburður eða nokkrir hafi verið tímamótaviðburður, sem eigi eftir að hafa mikil áhrif í framtíðinni. Oðrum stundum finnst okkur í fljótu bragði að ekk- ert markvert hafi skeð þegar við lítum til baka. Þegar betur er að gáð kemur í ljós, einsog þegar litið er til ársins sem er að senda sitt síðasta skeið á enda, að miklar þjóðfélagsbreytingar eru að gerjast og koma uppá yfirborðið, stundum án þess að fólk taki eftir þeim í sömu svipan. Árið 1986 er ár mikilla breytinga, gerjunar í heimi efnahags og stjórnmála, í heimi menningar og ís- lenska þjóðfélagsins alls. FJARMAGNSFLJOTIÐ FINNUR NÝJA FARVEGI Við búum um þessar mundir við mikið góðæri og tölur úr þjóðarbúskapnum vitna yfirleitt um mikla velsæld þegnanna. Þó hlýtur að teljast óvenjulegt og mörgum súrt, hversu góðærið hefur komið þegnum lands- ins misjafnlega til góða. Fjármagnsflótti og fólksflótti af landsbyggðinni vitnar einmitt um slíka misskiptingu gæðanna. Hér hefur enginn flokkur og engin hreyfing náð að spyrna við fótum. Ýmislegt bendir til þess að á árinu hafi ætt- irnar, sem lengstum hafa verið valdamestar í íslenska fjármálalífinu og í Sjálfstæðisflokkn- um þegar þannig er litið á málin — verið að missa tökin á vissum sviðum viðskiptalífsins. Þannig var einni voldugustu fjölskyldunni ekki einungis bjargað með ísbjarnarkaup- unum, heldur missti hún og olíufélagið Olís undan sér. Það er trúa mín, að kaup Óla Kr. Sigurðs- sonar á Olís, marki þannig á táknrænan hátt stærri tímamót í þjóðfélagsþróun á íslandi en ætla mætti við fyrstu sýn. Óli Kr. er ekki einn þessara ,,fínu“ manna, sem mæta á hádegis- verðarfundum hjá Verslunarráðinu og klingja kokteilglösum í þremur viðskipta- boðum á viku. Matthías Jóhannessen neydd- ist til að kalla hann athafnaskáld af popp- kynslóð. Og ættirnar hafa sjálfsagt upplifað uppkomu Ola inní olíufélagið og Landsbank- ann einsog komu hins óhreina til að van- helga musteri ættanna. Til að bæta gráu oná svart, — ætlar Óli að reka olíufélagið í anda fyrsta forstjóra þess, Héðins Valdimarssonar, formanns Dagsbrúnar, formanns Sósialista- flokksins og varaformanns Alþýðuflokksins. Ævintýraleg kaup á Olís auka trú manna um að íslenski kapitalisminn geti þró- ast eftir öðrum leiðum, en með helm- ingaskiptum auðhringanna; SÍS/Framsókn- arflokksins annars vegar og Ættarveldisins- /Sjálfstæðisflokksins hins vegar. f viðskipta- heiminum hefur Óla Kr. tekist að sýna það, sem stjórnarandstöðunni hefur ekki tekist í stjórnmálaheiminum. Þetta er hægt. Óli Kr. er fjarri því að vera eina dæmið um menn ,,af öðrum toga“, sem eru að hasla sér völl í íslensku viðskiptalífi og hugsa öðruvísi, en forverar þeirra sem markað hafa sér bás í þröngu sjónarhorni, mjúku leðursæti, ein- um stjórnmálaflokki.Útum allt land er verið að þróa nýjar hugmyndir í atvinnulífi og við- skiptalífi, sem skila árangri og eiga eftir að setja mark sitt á næsta ár og um ókomna framtíð. Þessi gífurlega gerjun á eftir að segja til sín enn meira í pólitíkinni heldur en flokkakerfið hefur hingað til endurspeglað. Spá: Næstu misseri verða blómatímabil smá- Áriö sem er ad líða markar upphaf mikilla þjóðfélags- breytinga. Mikil gerjun á öllum sviöum þjóðlífsins. Breytingar í atvinnulífi — siglum við inní blómaskeið smá kapitalisma. Auglýsingatengt efni í fjölmiðlum — gengur auglýsingamenning að þjóðlegri menningu dauðri? Atvinnulífið, menningarlífið og þjóðlífið allt á tíma- mótum. Stjórnmálaflokkarnir virðast ekki svara breyttum þjóðfélagsháttum Nýir menn geta komist inní musteri ættanna. Óli Kr. Sigurðsson fyrir framan málverk af Héðni Valdi- marssyni stofnanda Olís. lægra bensínverð eða stöðvar Landsbankinn ævintýrið? Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra. Varð enn einu sinni efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Margir líta á hann sem tákn siðferðis- hnignunar í stjórnmálum — óvíst hvort hann heldur sætinu sem hann var kjörinn tii. kapitalismans á íslandi og smám saman upp- götva hæstvirtir kjósendur að smátt geti verð fagurt. Svo virðist sem fjármagnsfljótið sé sífellt að brjóta sér nýja og nýja farvegi. Það kvísl- ast útum allar jarðir og sameinast öðrum, m.a.s. erlendu fjármagni. HÆRRA VÖRUVERÐ Á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið mikil tíðindi í smásöluverslun. KRON, sem bæði á verslanir í Reykjavík og helming Miklagarðs á móti SÍS keypti stórhýsi — verslun af Víðis- bræðrum á árinu og þótti mörgum vera illur fyrirboði einokunarmyndunar og hærra vöruverðs. KRON/SÍS hefur styrkt markaðs- stöðu sína í borginni að miklum mun með þessum kaupum, — og engu er líkara en Kronsís ætli sér mjög stóran hlut af verslun á höfuðborgarsvæðinu. Hagkaup hefur orð- ið í þessu efni á eftir kronsís. Engu að síður er ljóst, að stærstu smásalar í Reykjavík, Kronsís og Hagkaup hafa staðið í gífurlegum fjárfestingum á árinu, og lítil ástæða til annars en ætla að sá kostnaður eigi eftir að hafa áhrif á vöruverð til hækk- unar. Máske felst lífsvon kaupmannsins á horninu einmitt í þessari staðreynd: Vöru- verð í litlu búðunum verði ekki svo miklu hærra en í stórmörkuðum. Annars telja margir að nýr markaður í stíl við Hagkaup gamla hljóti að koma til sög- unnar á næstu misserum, þ.e. markaður sem byggist á lítilli yfirbyggingu og nær engum fjárfestingum í húsnæði. En að því er ekki ennþá komið og á meðan má reikna með hækkandi vöruverði. Þegar það bætist við virðisaukaskattinn má reikna með miklum vöruverðshækkunum — sem hljóta að segja til sín í þenslu og aukinni verðbólgu, meiri verðbólgu en sérfræðingarnir hafa reiknað með. UPPSTOKKUN BANKAKERFISINS Erlent fjármagn hefur komið við sögu í bjartsýnum framkvæmdum nýjustu ,,at- hafnaskáldanna" á íslandi. Gífurlegar fjár- festingar, t.d. í fiskeldisfyrirtækinu, hefðu aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að erlent fjármagn kemur við sögu. Talið er aö fjárfestingar í fiskeldisstöðvum á þessu ári hafi numið um einum milljarði króna en ómögulegt er að segja til um hve mikið af þessum fjárfestingum er erlent fjármagn. Það eru nær eingöngu frændur vorir á Norð- urlöndum, sem hafa fjárfest með íslenskum í þessu ævintýri. Á undanförnum árum hefur fjármagnið fengið meira frelsi til að leika lausum hala, að sumu leyti til góðs en að öðru leyti án til- lits til þarfa allra þjóðfélagsþegna. Kenna má vaxandi þrýstings á uppstokkun bankakerf- isins. Það svarar ekki þörfum landsbyggðar- innar og nýs atvinnulífs eins og kröfur eru gerðar til, — og meðal nýrra athafnamanna má greina gífurlega óánægju með bankakerf- ið og kröfur um uppstokkun þess. En það má reyndar segja um flesta þjóðfélagsþegna, að þeir reki sig á takmarkanir bankafyrir- greiðslu — ekki síður útá landsbyggðinni en á höfuöborgarsvæðinu. Hafskipshneykslið/Útvegsbankamálið hafa ekki síður orðið til þess að afhjúpa margvíslega veikleika bankakerfisins (eins- og flokkakerfisins) ásamt með þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd. Uppstokkun bankakerfisins verður ekki í einni svipan, heldur hlýtur hún að taka einhvern tíma til gerjunar og aðlögunar á báða bóga. FISKMARKAÐIRNIR Á FLOT Breytingarnar í atvinnulífinu verða seinna mestar í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þannig hófst undirbúningur að fiskmörkuðum á ár- inu í Hafnarfirði, Dalvík, Reykjavík og víðar. Fiskmarkaðirnir eru taldir munu gjörbreyta andrúmsloftinu í kringum atvinnugrein, sem virðist hafa legið undir ámælum um einokun lengi. Sölusamtökin SH og SÍS aðallega hafa verið meö gífurlega sterka stöðu og telja margir, að þessi tákn hafi orðið blómlegri þróun fiskvinnslu fjötur um fót síðustu árin. Vinnslan eigi eftir að verða fjölbreyttari og fleiri eigi eftir að komast í betri snertingu við margvíslegri markaði erlendis og framleiðsl- an verði í ríkari mæli miðuð við þá fjöl- breytni í framtíðinni. Þetta eigi eftir að auka útflutningsverðmætin all verulega og þar með hækka kaupið við sjávarsíðuna og ann- ars staðar. Við lifum enn af sjávarfangi. SIS hefur á árinu komið upp eignarhalds- fyrirtæki, sem hefur mörg frystihús á sinni könnu og myndar þannig stífan hring og hef- ur vísi að miðstýringu. SH og SÍF er talið hættara í þróuninni, því líklegra sé að smærri atvinnurekendur, útgerðarmenn og - félög muni ryðja brautina í fiskmarkaðsmál- um, — og draga úr viðskiptum sínum við áð- urnefnd samtök. Síðustu vikur hefur verið rætt um einn lið í þessu aukna frjálsræði, nefnilega frjálst fiskverð, sem er forsenda fiskmarkaða. Allt er þetta enn í deiglunni og telja margir að bylting sé framundan í atvinnuháttum við sjávarsíðuna vegna alls þessa. Þróunin verði til að byrja með sú, að dregið verði úr hringa- myndun og smáatvinnurekstur verði hag- kvæmari en sá sem stærri er í sniðum þegar þessar breytingar eru gengnar um garð. VERKÓ UPPÍLOFT Á árinu sem er að líða hafa verið gerðir tveir heildarsamningar. í stuttu máli má segja að báðir þessir samningar hafi staðfest þróun, sem mörkuð var með aðgerðaleysi HELGARPÖSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.