Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 31
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur og ALDREI þaö kemur til baka...“ Nýársþankar (gamlir & nýir) Nýársnótt hefur löngum verid merkilegri nótt en adrar nœtur í vit- und manna. Sú tilstandsmesta (blankuskór og bús; ballkjólar og blys; kokteilar og kýldar vambir). Sú dramatískasta (brœdur munu berj- ast og mágkonur fara í hár saman). Stund endurlits, uppgjörs og fram- tídarspár (hefdi ég bara..., vœri ég bara..., ég verd bara...). Samt gerist í rauninni ekkert sérstakt: ein stund- in líður afannarri, nýr dagur kveik- ist af nóttu rétt eins og venjulega. Hverju breytir þad þótt nýtt ártal sé komid á prent samkvœmt bestu fá- anlegu heimildum? Á aðfangadagskvöld er þegn- skylda að halla sér að faðmi fjöl- skyldunnar, opna hann með öllum tiltækum ráðum hafi hann verið lok- aður (jafnvel það sem af er ársins). Blátt bann er lagt við því að fólk sé einsamalt á aðfangadagskvöld jafn- vel þótt það sé með jesúbarnið í hjartanu. Slíkt heitir að vera „ein- stæðingur". Frést hefur að nokkrir slíkir leiki jólasveina þetta kvöld. J3ANNAÐ AÐ VERA EINN Félagslegi þrýstingurinn er jafn- vel öllu meiri þar sem gamlaárs- kvöld á í hlut. Þá má maður af ein- hverjum ástæðum alls ekki vera einn heldur ber hyerjum og einum að taka þátt í stífri dagskrá sem tek- ur að jafnaði hálfan sólarhring, og skiptist nokkurn veginn jafnt milli gamla ársins og þess nýja, þ.e.a.s. frá því kl. 6 á gamlaárskvöld til kl. 6 á nýársmorgun, undir vinnutitlinum brenna fyrir börnin, brennivín fyrir fullorðna, fókusinn á fjölskylduna fyrir miðnætti, vini og kunningja eftir miðnætti. Að vísu þjófstartar sjónvarpið með innlendum og erlendum frétta- annál um eftirmiðdaginn, þjóðar- morð og pólitískir prettir, fjármála- sukk og svínarí, gjaldþrot og bók- haldsfals fyrirtækja: það er geymt en ekki gleymt hver blóðmjólkaði hvern eða mergsaug á nýliðnu ári og hver bar Ijúgvitni gegn hverjum, þótt þessi sömu leikrit verði endur- uppfærð í leikhúsi þjóðanna strax eftir nýárið. Steik klukkan sex og messa; „Nú árið er liðið" í fyrsta sinn losar fyrsta tregakökkinn í brjóstinu — á Ijós- vakaöldunum má heyra að konurn- ar í kórnum fá útrás fyrir þann harm sem þær bera á leyndum stað. Og svo: „Guð, ekki matarfriður, hann Gauji á horninu er strax farinn að sprengja! Vonandi verður þetta ekki eins og í fyrra þegar hann fór með sex fjölskyldupakka!" FALLEGASTA SORPHREINSUN ÁRSINS Eftir matinn: pabbar út með börn- in að horfa á fallegustu sorphreins- un ársins, áramótabrennuna sem duglegustu strákarnir (já, enn er það svo að mestu) í hverfinu hafa hlaðið, rétt eins og piltarnir í Hóla- vallaskóla gerðu árið 1791, en það er elsta heimild um áramóta- brennu hérlendis. Reyndar virðist áramótabrennan vera alíslenskt fyrirbæri. í bók sinni ,Saga daganna getur Árni Björnsson jrjóðháttafræðingur þess að úti t Evrópu hafi árlegar brennur verið alþekktar um aldaraðir. Séu þær bundnar við ýmsa daga eftir lönd- um og héruðum svo sem kyndil- messu, páskadag, Valborgarnótt, hvítasunnu, Jónsmessu, Ólafsvöku, allraheilagramessu, en mjög fátítt sé að þær séu haldnar um áramótin og síst í löndum nálægum íslandi: „Okkar dagsetning virðist því vera sjálfstæð uppfinning," segir Árni, „enda á hún vel við." Ennfremur segir hann: „Þótt ekki sé loku fyrir það skotið, að brennur hafi tíðkast (hér) fyrr en seint á 18. öld, þá er hitt einkar sennilegt. í eldiviðarleysinu og timburskortinum var hvert snifsi, sem brunnið gat, lengstum of dýr- mætt til að eyða því í soddan leik- araskap. Auk þess var hvergi um margmenni að ræða, sem er eins og þurfti að fara saman við brennu. í Reykjavík hafði tvennt gerst undir lok 18. aldar: komið var dálít- ið þéttbýli með skólasveina sem ungæðislegan kjarna, og líklega hefur verið farið að falla til eitthvað af rusli, t.d. frá Innréttingunum, sem mátti brenna. Enn í dag eru ára- mótabrennur einskonar sorphreins- un.“ (Saga daganna, bls. 126). Áramótabrenna Hólavallapilta var haldin á hæð einni skammt frá skólanum sem þeir kölluðu Vulkan, en sú hæð hefur að líkindum verið Landakotshæð. Á KROSSGÖTUM MEÐ JÓNIKRUKK Nú geta þeir sem ekki nenna útí kuldann og sortann setið fyrir framan skjáinn og horft á brennandi epla- kassa og broshýra pabba og álfa- kónga taka lagið í gneistafluginu, unglinga og kínverja og börn með stjörnuljós og hver veit nema dans- andi álfameyjar og sveinar leynist einhvers staðar í mannhafinu. En frá miðri síðustu öld er vitað um blysfarir í Reykjavík þetta kvöld með álfadansi og skrípabúningum á Tjörninni eða Hólavelli. Þessi siður fór að breiðast út um landið þegar líöa tók á öldina. Enda engin tilviljun þar sem lengi vel var almenn trú hér á landi að huldufólk flytti búferlum á nýárs- nótt og því átti að velja þá nótt til að sitja á krossgötum einmitt til þess að verða á vegi fyrir því. Eða eins og segir í Þjódsögum Jóns Árnasonar: „Kemur það (huldufólkið) þá ekki ferð sinni fram fyrir þeim sem á göt- unum situr og býður honum mörg kostaboð, gull og gersemar, kjör- gripi og kræsingar alls konar. Þegi maðurinn við öllu þessu, liggja ger- samarnar og kræsingarnar eftir hjá honum og má hann eignast þær ef hann þolir við til dags.“ En fáir komust frá því að liggja á krossgötum. Þekktust er sagan af Jóni nokkrum krukk (líkast til frá því um og upp úr 1500) sem hafði þraukað af nær alla nóttina þrátt fyrir boð um dýrustu krásir og ger- semar. En hann lét freistast þegar huldukona kom til hans rétt undir dagrenningu og bauð honum heitt flot úr ausu en það þótti honum öll- um mat betra. Varð honum það þá að gjóa augum á ausuna og mæla hin fleygu orð: „Sjaldan hef ég flot- inu neitað" og missti þar með af öll- um gersemunum og varð jafnframt ráðlaus og rænulítill eftir þetta. „Slíkar sögur myndast hjá soltinni þjóð, sem skortir feitmeti og hitaein- ingar," segir Árni Björnsson í fyrr- nefndri bók. Jón þessi hlaut viðurnefnið krukk af krossgötunum og af honum gengu margar spáfarasögur bæði í Krukkuspá og í munnmælasögum. Jón Árnason tilgreinir nokkur dæmi af spádómum nafna síns krukks sem vel eru íhugunarvirði enn þann dag í dag: „Mönnum verður alltaf að fara aftur með vöxt og krafta svo fífuátt- ungurinn verður að lokum átta manna tak.“ „ísland eyðist af langviðrum og lagaleysi." „Suðurland mun sökkva, en Norðurland rísa æ hærra úr sjó.“ Það er að vísu iiðin tíð að íslend- inga skorti feitmeti og hitaeiningar, en spádómsþörfin er söm við sig. Forsætisráðherra og útvarpsstjóri hafa verið svo heppnir að fá fyrir sitt leiti að veita henni útrás á skjánum á gamlaárskvöld. I þjóðaráheyrn, jafnvel þótt ýmsir tilheyrendanna séu orðnir fremur ráðlausir og rænulitlir eins og Jón krukk forðum þegar líða tekur á kvöldið. ÞEGNSKYLDUHLÁTUR OG GRÁTUR í skaupinu er svo spáð aftur á bak og þegnskylda að hlæja og þjóðar- sorg ef brosið stirðnar meira en mín- útu í senn. Allra augu mæna á gamla árið skreppa saman á skjánum og þaö nýja bólgna út meðan þjóðkórinn kyrjar Nú árið er liðið í aldanna skaut. Og sú fullyrðing að það aldrei komi til baka, að sérhver þess gleði og þraut sé runnin á eilífðar braut verður tilefni táraflóðs á góðra vina fundi. Og betur að þjóðskáldinu rat- ist satt orð á munn í þessum hend- ingum: „og meðan þrúgna guttnu tárin glóa og guðaveigar lifga sálaryl, þá er það víst aö bestu blómin gróa í brjóstum þeim sem geta fundið til." Því upp úr miðnættinu byrja býsna margir að finna til auk þess sem hver og einn leitar aö sínum krossgötum eins og fara gerir á ný- ársnótt. Fæstir virðast nefnilega sætta sig við eilífðarbrautina, glöt- uðu eða misnotuðu tækifærin sem út á hana renna; árið sem aldrei kemur til baka... Nýár (gleöilegt) eftir Steinunni Sigurðardóttur Þar kom að því elskan hve sæl ó hve sæl af baki með þig strax með svipuna í hægri og kysstu mig á vinstri klipptur kembdur þveginn óþarfi að roðna óskup varstu lengi aldrei svona lengi ekki nókkurn tímann hverslags hvaða hverslags hvað dvaldi þig minn væni hélt þú værir dauður ónýtur vitlaus skildi þetta ekki en nú er allt í lagi vertu hér stutt og kondu fljótt aftur og fátt þætti mér að því ef þú vildir gjöra svo vel að vera svo góður að vera agnarögn skemmtilegri núna en í fyrra — ég sagði þetta víst líka í hitteðfyrra — þá sagðirðu mig ráða því hve skemmtilegur þú yrðir (betur að satt væri). í næstu skipti segjum við enn það sama. Svo hættir þú að koma. úr bókinni VERKSUMMERKI (1979) HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.