Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 12
H^Hnn heldur „pottur" íslenskra Getrauna áfram að dragast saman í samkeppninni við ört vaxandi „pott“ Lottósins hjá Islenskri Get- spá. í síðasta blaði greindum við frá því að á þremur vikum hefði „pott- ur“ getrauna lækkað úr 2.2 milljón- um króna niður í 1.6 milljónir króna í sautjándu umferð. í nítjándu um- ferð fór hann síðan niður í 1.4 millj- ónir. En í síðustu umferð kom síðan mikið hrun og námu útdeildir vinn- ingar aðeins kr. 877.735. Á fimm vikum hefur „potturinn" því rýrnað um rúmlega 1.3 milljónir króna eða um 60%. Víða er pottur brotinn, mætti um þróun þessa segja og ljóst að ef fram fer sem horfir má jafnvel búast við endalokum knattspyrnu- getrauna hér á landi. . . H^Hiin hefur ekkert frést frá Út- varpsréttarnefnd varðandi um- sókn Islenska útvarpsfélagsins um aðra rás, en nefndin mun að öll- um líkindum afgreiða málið í janú- armánuði. Forráðamenn útvarpsfé- lagsins hafa enn ekki ákveðið end- anlega sérstöðu nýju rásarinnar, ef af leyfisveitingunni verður. Þó er ljóst, að reynt veröur að höfða meira til eldra fólks en nú er gert og væntanlega verður meira um tal- málsliði en á ,,gömlu“ stöðinni. Á meðan beðið er úrskurðar nefndar- innar, hafa Bylgjumenn hins vegar hugann við möguleika á bættum hlustunarskilyrðum á Suðurlandi. Kemur sendir í Vestmannaeyjum þar sterklega til greina.. . yrir nokkru skýrðum við frá því hér í blaðinu, að ýmsar skatta- hliðar Hafskipsmálsins væru í rann- sókn hjá ríkisskattstjóra og þ.á m. nokkur atriði er vörðuðu Albert Guðmundsson. í viðtali við HP í dag og Bylgjuna í gær, mánudag, segir Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins þetta rangt. Málið sé ekki komið til skatt- rannsóknastjóra. Þetta er alrangt hjá Friðrik. Skattrannsóknarstjóri fékk málið í maí í vor, sama embætti hefur fengið sérrannsóknina á Al- bert, sem HP hefur greint frá, og þar að auki er HP kunnugt um, að embættið hafi óskað sérstaklega eft- ir viðbótarupplýsingum um málið nokkrum dögum eftir að HP greindi í smáatriðum frá sérrannsókninni á iðnaðarráðherra. I viðtalinu við HP i dag er einnig svolítið kyndugt að 5AMDÆC5UR5 llú stækkum við litmyndir samdægurs. Eftir að hafa framkallað litmyndir í 5 ár er okkur það sérstök ánægja að kynna þessa nýju þjónustu sem er einsdæmi hér á landi. Þú kemur með filmuna þína framkallaða fyrir kl. 11 að morgni og við stækkum myndirnar samdægurs eftir þínum óskum. Að sjálfsögðu færðu ráðleggingar um myndir og myndatökur í kaupbæti. V/erð á stækkunum: 13 x 18 cm 140 kr. 18 x 24 cm 210 kr. 20 x 25 cm 250 kr. 24 x 30 cm 420 kr. 28 x 35 cm 570 kr. 30 x 40 cm 810 kr. Eins og áður getur þú skotið filmunni þinni inn til okkar og skroppið í bæinn. Eftir klukkutíma eru myndimfir tilbúnar og þú tekur þær á leiðinni heim! Þægilegra getur það varla verið. EXPkESS L I T M Y N DB Póstsendum um allt land 5 ára reynsla V I Ð 5ETJUM MYMDOÆÐIM OFAR ÖLLU á 60mínútu í HÚSIHÓTELESJU SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219 lesa annars vegar staðhæfingar Friðriks um, að skattrannsóknin sé ekki hafin, og svo hins vegar, að hann kannist ekki við sérstaka skýrslu um mál Alberts. Ástæðan er einfaldlega sú, að með því að vísa á bug réttmæti upplýsinga í HP um skattrannsóknina er Friðrik að við- urkenna, að blaðið hafi fjallað um þessa rannsókn. Þannig hlýtur Frið- rik að hafa lesið umrædda grein HP, en hún fjallaði að uppistöðu til um hugsanleg saknæm atriði er varða Albert og var vitnað fram og tilbaka í sérrannsóknina á Albert, sem Frið- rik kannast allt í einu ekkert við . . . ^^Tónlistarspekúlantar merkja það einna helst af sölumunstrinu fyrir jólin, að hljómplatan sé nú fyrst að ná sér upp úr þeim öldudal sem hún fór ofan í á árunum frá ’78 til ’81 — og standi nú í fyrsta skipti í fjöl- mörg ár framar bökinni (helsta við- miðunarpunktinum) ef eitthvað er. Þá taka menn einnig eftir að plötu- salan dreifist orðið mjög á ólíkar tónlistarstefnur og að aldurshóparn- ir sem kaupi þennan listvarning séu fleiri en áður. Þannig staldri salan ekki aðeins við unglinga og popp, heldur nái jafnt til barna, ungs fólks, miðaldra og roskinna, sem sækjast eftir hvort heldur sem er rokki, vísnatónlist, klassískum söng, ein- leiks og hljómsveitarverkum, kór- verkum og svo náttúrlega jóla- söngvunum. Semsé, það sem var óhugsandi áður; t|l dæmis að klass- ísk einsöngsplata seldist á við vin- sælasta rokkarann, er meira en vel mögulegt nú um stundir. . . liátum svo litla plötusölusögu ljúka þessum vínýl-hugleiðingum: Eins og alþekkt er gefa langflestir ef ekki allir vinnustaðir launþegum sínum jólagjöf á síðasta starfsdegi fyrir jól — og gjarnan glögg í ofan- álag. Gjafirnar eru alla jafna þær sömu í einum pakka til annars, enda væri það að æra óstöðugan að finna mismunandi gjafir handa öllum starfsmönnum á • fjölmennustu vinnustöðunum. En þetta segir líka að verslunarmönnum og framleið- endum hlýtur að vera nokkur akkur að fá inni í jólaumbúðum þessara stærstu vinnuveitenda og það geti jafnvel skipt sköpum fyrir þá. Sú mun reyndar raunin vera hjá Skíf- unni sem gaf út_ eina af gulíplötun- um fyrir jólin, í takt við tímann með Sinfóníuhljómsveit Islands. Platan fékk frekar vonda dóma og til að mynda þóttu útsetningar hennar vera flatar, en salan tók hins- vegar ekkert tillit til þess. Ástæðan er meðal annars sú að Flugleiðir gáfu öllu sínu starfsfólki þessa plötu í jólagjöf. Og munar um minna, eitt- hvað í námunda við tvöþúsund manns vinna þar. .. \ Ferðu stundum á hausínn? Hundruð gangandí manna slasast árlega t hálkuslysum Á mannbroddum, ísklóm eða negldum skóhlífum ertu „svellkaldur/köld“. Heimsæktu skósmíðinn! ||U^1FER0AR / 12 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.