Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 19
■ ýlega efndi Innkaupa- stofnun ríkisins til útboðs vegna flutninga á áfengi og tóbaki fyrir ÁTVR til Akraness, Sauðárkróks og Akureyrar. Samningurinn skyldi ná til heils árs og magnið alls um 190 tonn á Akranes, um 125 tonn á Sauðárkrók og um 480 tonn á Akur- eyri. Af einhverjum ástæðum þótti Innkaupastofnuninni ekki ástæða til að taka lægstu tilboðunum. Tekið var tilboði Bifreiðastöðvar Þórð- ar Þ. Þorsteinssonar um flutning til Akraness upp á 1.225 krónur tonnið, en lægsta tilboð var 900 krónur. Tekið var tilboði Magnúsar Svavarssonar um flutning til Sauð- árkróks upp á 2.350 krónur tonnið, en lægsta tilboðið var 2.000 krónur. Og tekið var tilboði Friðjóns Ey- þórssonar um flutning til Akureyr- ar upp á 2.490 krónur tonnið, en lægsta tilboðið var 2.400 krónur. í heild hefði flutningskostnaðurinn lækkað um nálægt 150 þúsund krónur yfir árið ef lægstu tilboðum hefði verið tekið. En það er auðvitað ástæðulaust að spara þegar þessar neysluvörur eru annars vegar.. . l Útvegsbankanum vinnur út- vegsfræðingur, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Þessi maður gefur út bók um þessi jól sem nefnist „í landi Reagans“, og eins og tíðk- ast hefur hann dreift til blaðanna fréttatilkynningu um bókina. Þessi fréttatilkynning er með eftirskrift, sem vakti athygli okkar á HP. Bókar- höfundur heitir Halldór Halldórs- son og í eftirskriftinni sér hann sér- staklega ástæðu til þess að biðja fólk vinsamlegast að rugla honum ekki saman við alnafna sinn, ritstjóra Helgarpóstsins. „Ég er búinn að fá nóg," segir Útvegsbankamaðurinn. Alnafninn tekur undir og biður fólk að ruglast ekki á ritstjóra HP og út- vegsfræðingnum, sem fór til Rea- gans . . . l Hafnarfirði er mikil sókn í at- vinnulífinu og virðist bísnissinn þríf- ast vel undir stjórn og í samvinnu við krata og komma, sem mynda meirihluta bæjarstjórnar. Meðal fyr- irtækja sem þar eru í sókn, er Hval- ur, sem er smám saman að leggja meiri áherslu á aðra tegund útgerð- ar en hval. Gamli Hafnarfjarðartog- arinn Maí hefur verið í gagngerri klössun og breytingu yfir í frystiskip og er orðið eitt dýrasta og vandað- asta skip í flotanum eftir þessar breytingar, búið m.a. vönduðum tölvubúnaði. Þegar skipið var tilbú- ið í síðustu viku var haldið mikið reisugildi í Firðinum. Það stóð eigin- lega í þrjá daga. Fyrsta daginn voru um 30 manns, annað kvöldið sóttu skipið heim yfir 300 manns og var veitt af mikilli rausn og stórmann- lega. Margir drukku yfir sig af rausn- inni en gestgjafinn Kristján Lofts- son hafði séð fyrir öllu, og biðu leigubílar á hafnarbakkanum eftir veislumóðum gestum og óku heim endurgjaldslaust. Þriðja kvöldið hélt svo danskt fyrirtæki, sem hafði unnið að endurnýjun skipins hina þriðju veislu í skipinu, þar sem 30 til 40 manns sátu í dýrlegum fagnaði. Nýja skipið Venus hefur því þegar verið laugað til arðs í þjóðarbúinu og sæmt hinum frómustu óskum og kokteilum í Hafnarfjarðarhöfn. Nú tekur alvara lífsins við og binda menn miklar vonir við skipið... |4 ■ ■érí blaðinu var fyrir nokkru grein um innheimtulaun lögmanna af kröfum sem fylgir lögtaksréttur. Slíkt er meira en lítið vafasöm álagning. En innheimtulögfræðingar hafa verið staðnir að ýmsum öörum aðferðum við að drýgja tekjur sínar. Algengt er að þeir smyrji sama kostnaðinum ofan á margar kröfur, t.d. fari út á land í margar innheimtuaðgerðir og setji fulla dagpeninga á allar kröf- urnar — fái dagpeninga fyrir 30 daga eftir eins dags vinnu. Halldór Blöndal, lögfræðingur og þing- maður, mun nú vera með í bígerð frumvarp til laga þar sem komið verður í veg fyrir slíkt atferli. í til- lögu hans er gert ráð fyrir að við- komandi fógetar ákvarði inn- heimtulaun og útlagöan kostnað í hverju tilviki fyrir sig. Með því fyrir- komulagi yrði innheimtulögfræðin vart jafn arðbær atvinnuvegur og hún er í dag... E ins og menn vita hefur Óli Kr. Sigurðsson í Sundi og síðar Olís líka keypt Vörumarkaðinn við Eiðistorg. Ásgeir Ebenesarson, fyrrum framkvæmdastjóri markað- arins heldur áfram í viðskiptum. Hann hefur sett á fót tískuvöruversl- un að nafni Markús... u — ■ ■ elsti innheimtulögfræðing- ur innheimtustjóra Ríkisútvarpsins, Sigurmar K. Albertsson, hefur miklar tekjur af þeim sem lenda í vanskilum með afnotagjöldin sín. En hann hefur lifibrauð af fleiru er tengist vanskilum og fjárhagslegum erfiðleikum. Sigurmar er annar eig- andi Þ.B.-útgáfunnar sem gefur út skrár um gjaldþrot og forráðamenn gjaldþrota fyrirtækja . . . Skemmtisigling i algjörum sérflokki ÁSTRALÍA - JAPAN meðts. MAXIM GORKI dagana 22. febrúar til 17. mars 1987 FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1. SÍMAR 28388 Umboð á Islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL - 28580 i ■■nMvi ,SMAXIM GORKI Maxim Gorki er okkur að góðu kunn- ugt. IMokkur hundruð íslendingar hafa þegar ferðast með skipinu um heimshöfin. Auk þess hefur skipið komið hingað til lands allt að fjórum sinnum á sumri með erlenda ferða- menn. Skipið er 25.000 tonn aö stærð. Allar vistarverur eru með hreinlætisað- stöðu og eru þeir klefar, sem Atlant- ik-farþegum eru ætlaðir, allir með gluggum. FERÐATILHÖGUN: Flogið verður til Sydney í Ástralíu með stuttri viðkomu í Frankfurt við Main. í Sydney (1) verður svo stigið um borð í MAXIM GORKI en þeir sem þess óska geta ferðast landveginn til borgarinnar Cairna (2) sem er baðstrandarbær í norðurhluta álfunnar. Á því ferða- lagi gefst kostur á að kynnast meginlandi Ástralíu betur. í Cairna (3) sem er fyrsta viðkomuhöfn skips- ins, stíga þeir síðan um borð. Næsti viðkomustaður skipsins er bærinn Kiriwina (4) ■ Trobriandeyjaklasanum. Þar voru ferðamenn algerlega óþekktir fram á síðasta ár. Fyrir marga er þetta há- punktur ferðalagsins. Þar verður efnt til hátíðar með innfæddum og er það ógleymanlegt. Næstu viðkomu- staðir MAXIM GORKI verða bæirnir Rabaul (5) og Madang (6) á Papúa Nýju-Guineu. Þetta eru staðir sem liggja fyrir utan alfaraleiðir og eru því áhugaverðir. Síðasti áfangastaðurinn áður en komið verður til Jap- an er eyjan Palau. (7) í Japan verður tekið land í borginni Kogoshima (8) sem er syðst í landinu. Þaðan verður svo haldið til Yokohama (9) sem verður síðasti áfangastaður MAXIM GORKI í þessari ferð. i Japan verður efnt til margvíslegra skoðunarferða, svo sem til Kobe, Kyoto, Hakone og Tokýo. Allt eru þetta stað- ir sem hver fyrir sig eru ferðarinnar virði. Þann 16. mars verður flogið til Frankfurt aftur og 17. mars til fslands.(IO) ísiensk fararstjórn. Boðið upp á forvitnileg skoðunarferðir í landi. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.