Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 15
eftir Jónínu Leósdóttur teikning: Jón Óskar Skoðanakönnun um (kyn-) líf og starf breskra kvenna Kynmökum fœkkar þegar launin hœkka Breskar konur hafa löngum uerid taldar fremur íhaldssamar, a.m.k. í samanburdi vid frjálslyndari kyn- systur þeirra á Nordurlöndum. Þetta virdist hins vegar mikid vera ad breytast, ef marka má skodana- könnun sem breska kvennatímarit- id Cosmospolitan hefur látið gera. Niðurstöður þessarar könnunar birtust í blaðinu í haust og þar var að finna ýmsar athyglisverðar upp- lýsingar um líf og viðhorf breskra kvenna. Um það bil 7 þúsund konur tóku þátt í skoðanakönnuninni og það kemur manni á óvart hve marg- ar þeirra eru hátt launaðar, en 20% þeirra reyndust hafa sem samsvarar 45—60 þúsund krónur á mánuði. Við þetta bætist, að mun ódýrara er að lifa á Bretlandi en íslandi svo þessi upphæð nýtist betur þar en hér. Spurningarnar í könnuninni sner- ust margar um sambönd kvenna við karlmenn, bæði í rúminu og úti í þjóðfélaginu. Lítum fyrst á kynlífið. KARLAR FRUMKVÆÐI Mikill meirihluti bresku kvenn- anna sagði karlana oftast eiga frum- kvæði að kynmökum og 75% sögðu að þær legðu meira upp úr hinni fé- lagslegu hlið sambandsins en kynlíf- inu. Þetta voru kannski fyrirsjáan- legar niðurstöður og það sama má segja um fjölda kynmaka eftir því hve sambönd fólksins hafa varað lengi. 53% kvenna sem verið höfðu skemur en þrjú ár með sama manni, höfðu kynmök oftar en þrisvar í viku, en ef sambandið hafði staðið í meira en fjögur ár, voru það einung- is 26% sem höfðu kynmök þetta oft. Og 20% kvenna í eldri samböndum en fjögurra ára höfðu einungis kyn- mök 2—3 í mánuði. Það var fleira merkilegt, sem fram kom í Cosmopolitan-könnuninni. Ein niðurstaðan var nefniiega sú, að fjöldi kynmaka fækkaði í réttu hiut- falli við auknar tekjur kvenna. Þetta er sannarlega umhugsunarefni fyrir ungar konur á uppleið, ekki satt? Annars sagðist helmingur þessara sjö þúsund kvenna hafa sömu kyn- ferðisþörf og makinn, og í ljós kom að mikilvægi kynlífsins eykst mjög eftir því sem konurnar eldast. Þegar á heildina er litið, eru það hins vegar einungis 9% kvenna sem álíta kyn- lífið mikilvægasta atriðið í sambúð sinni við karla. Og áfram með ástarlífið: Helming- ur kvenna yfir 35 ára sagði karl- menn ætlast til kynmaka á fyrsta stefnumóti og 42% sögðu karlana sjaldan spyrja þær hvað þeim þætti gott í bólinu. Konurnar voru hins vegar nær allar sammála um að það skipti karlmennina miklu máli hvort þær fengju fullnægingu eða ekki. Það skiptir breska karlmenn þó yfir- leitt engu hvort konan er hrein mey eður ei. þjáðust af tjáskiptaörðugleikum, en þegar á heildina var litið sögðu 60% þátttakenda í könnuninni að karl- arnir væru meðvitað að reyna að opna sig tilfinningalega. Sú skemmtilega staðreynd kom einnig fram í títtnefndri könnun, að 45% kvennanna sögðu að besti vinur mannsins síns væri kvenkyns. Ein kona af hverjum átta var hins vegar gift manni, sem vildi frekar vera einn úti með strákunum en heima hjá henni. Jahá! MINNKANDI SJENTIL- MENNSKA Er þá komið að heimilishaldi og öðru slíku: 75% þessara bresku kvenna gera öll húsverkin sjálfar og hjálparlaust. Fjórðungur tekur þátt í umsjón fjármála með eiginmannin- um, en 40% þeirra hefur sjálfstæðan fjárhag. Tæpur fjórðungur sagðist sjá algjörlega um f jármál heimilisins og 66% sögðu að allar eignir væru skráðar í nafni beggja hjónanna. Varðandi vinnu, þá áttu 60% kvennanna menn, sem höfðu meiri tekjur en þær. Aðeins ein af hverjum sex var tekjuhærri en makinn. 72% þeirra, sem þátt tóku í könnun Cosmopolitan-blaðsins, unnu utan heimilis. Einn hluti skoðanakönnunarinn- ar fjallaði um fóstureyðingar og fram kom að tíðni þeirra eykst í réttu hlutfalli við tekjur og frama- vonir kvenna. Af konum í föstum samböndum höfðu 10% farið í fóst- ureyðingu, en 20% kvenna, sem ekki voru ,,á föstu“. Einungis 66% þessara bresku kvenna höfðu fengið samfylgd kærastans í fóstureyðing- una, en í Bretlandi er þetta oftast aðgerð sem tekur nokkra klukku- tíma og konurnar fara heim sam- dægurs. Um þriðjungur karlanna hafði þó tekið þátt í kostnaðinum, sem er alls nokkur þúsund krónur, ef fóstureyðingin er ekki fram- kvæmd af aðilum innan breska tryggingakerfisins. A tímum mikillar AIDS-umræðu vekur það furðu, að einungis 20% kvennanna sögðust myndu spyrja karlmann að því hvort hann væri nokkuð með kynsjúkdóm, áður en þær svæfu hjá honum. Helmingur aðspurðra sagðist hafa hitt maka sinn í samkvæmi og 63% sögðu að karlarnir vildu að þær borguðu fyrir sig sjálfar strax eftir fyrsta kvöldið. Þeir eru sem sagt ekki alveg jafn íhaldssamir og mikl- ir „gentlemen" og í gamla daga, bresku herrarnir. Konur í Bretlandi eru greinilega ekki jafnólíkar frænkum sínum í Skandinavíu og maður hefði getað haidið. Þær vinna utan heimilis, hafa umsjón með fjármálum og fá margar hverjar ágæt laun. Þar að auki eiga þær bresku það sameigin- legt með okkur Norðurlandakonun- um að sjá langflestar sjálfar um öll húsverkin. Það er nefnilega það... DAÐRAÐ VIÐ VINKONUNA Eftir kynmök töldu 42% kvenn- anna karla sína blíða og ástríka, en 28% sögðu mennina steinsofna um leið og þeir hefðu fengið fullnæg- ingu. Til þess að binda endi á þessa neðan-mittis-umfjöllun, má geta þess að 50% bresku blómarósanna sögðu að mennirnir þeirra vildu alls ekki að þær svæfu hjá öðrum. Þriðj- ungur var hins vegar í samböndum við svo frjálslynda karla að þeir vildu bara helst að þær svæfu ekki hjá öðrum. Var einhver að segja að Bretar væru íhaldssamir? Ef við skríðum framúr rúminu og snúum okkur að öðrum málefnum, má geta þess að 60% aðspurðra áttu karla sem daðra við vinkonur sinna heittelskuðu. Ja, fussumsvei. . . og 40% kvennanna sögðu makana telja sér standa ógnun af sambandi eiginkonunnar við vinkonur sínar. Breskir karlar virðast samt vera að gera ýmislegt í „sínum málum" eins og það kallast á ráðgjafamáli. 60% kvenna yfir þrítugt áttu menn, sem HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.