Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 34
HELGARDAGSKRÁIN Þriöjudagur 30. desember 18.00 Dagfinnur dýralæknir. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey. 18.50 íslenskt mál. 18.55 Poppkorn. 19.30 Sómafólk. 20.00 Fréttir. 20.35 Fröken Marple. Nýr breskur saka- málamyndaflo kkur. 21.30 í brúðuheimi. Nýr breskur mynda- flokkur. 22.30 Reykjavík — Reykjavík. Leikin heimildamynd gerð í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Höfundur og leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. 00.15 Dagskrárlok. Miðvikudagur 31. desember 14.00 Fréttir. 14.15 Stubbur. 15.10 Úr myndabókinni. 16.00 íþróttir. 16.45 Hlé. 20.00 Ávarp forsætisráðherra, Stein- gríms Hermannssonar. 20.251986 — Innlendar og erlendar svipmyndir. 21.40 Áramótabrenna. 22.30 Áramótaskaup 1986. 23.30 Kveðja frá Ríkisútvarpinu Markús örn Antonsson, útvarpsstjóri. 00.15 Áramótadansleikur. Bein útsend- ing frá veitingahúsinu Broadway. 04.00Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. janúar 1987 13.00 Ávarp forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur. 13.30 1986 — Innlendar og erlendarsvip- myndir. 14.45 Aida. Ópera eftir Giuseppe Verdi flutt í La Scala óperunni í Mílanó. 17.30 Pétur og úlfurinn. 18.00 Jólastundin okkar — Endursýning. 19.00 Hlé. 19.55 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir. 20.30 Á líðandi stundu. Svipmyndir úr þættinum. 21.40 Líf til einhvers. íslenskt sjónvarps- leikrit. Leikstjórn: Kristín Jóhannes- dóttir. Aðalhlutverk: Arnór Benónýs- son, Bríet Héðinsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Hanna María Karlsdóttir og Kolbrún Erna Péturs- dóttir. Marta félagsráðgjafi býr með Haraldi, sem er sjö árum yngri en hún. Sif, dóttir Mörtu, er einmana og brest- ur oft raunsæi. Milli mæðgnanna eru átök og Haraldur hrærist í ástríðu- þrungnum draumum þeirra. 22.45 Listahátíð í Reykjavík 1986, rifjuð upp minnisverð atriði. 23.55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 30. desember 17.00 Myndrokk. 18.00 Teiknimynd. 18.30 Iþróttir. 19.30 Fréttir. 19.55 Klassapíur. 20.20 Ungu gestirnir. Bresk sjónvarps- kvikmynd með Tracey Ullman í aðal- hlutverki. 21.50 Sjónhverfing (lllusions) ★★ Banda- rísk kvikmynd frá 1983 með Karen Valentine. Virtur tískuhönnuður (Val- entine) flækist í alþjóðlega leynilega ráðagerð á sama tíma og hún leitar eiginmanns síns sem sagður er látinn í Frakklandi. 23.30 Hernaðarleyndarmál (Top Secret). ★ ★★ Bandarísk kvikmynd frá 1984 með Val Kilmer og Lucy Gutteridge í aðalhlutverkum. Hér er gert stólpa- grín að kvikmyndum af öllum hugsan- legum gerðum. 01.00 Dagskrárlok. Gamlársdagur 31. desember 10.00 Teiknimyndir dagsins: Gullni hlé- barðinn, Nískasti maður bæjarins, Ár án Jólasveinsins, Hreindýrið Rúdolf og Nýársbarnið, Uppákoman hjá Jóla- sveininum. Alexander Úlfur ætlar að taka yfir verkstæði Jólasveinsins og svífst einskis. 16.00 Handbolti - ÚRSLIT í hraðmót- inu. 17.00 Myndbandalistinn 1986. 18.00 Hlé til 01:00. 01.00-10.00 Myndrokk. Nýársdagur 1. janúar 1987 10.00-17.00 Teiknimyndir. 17.00 Gjöf ástarinnar. Bandarísk sjón- varpsmynd. 20.30 Kristján. íslenskur heimildarþáttur um Kristján Jóhannsson óperusöngv- ara. 21.10 Peggy Lee. Einstök upptaka á hljóm- leikum hinnar vinsælu jass-popp* söngkonu Peggy Lee í borginni At- lanta í Bandaríkjunum. 22.40 Natasha. Ballettinn heimsfrægi með ballettdansmeynni Nataliu Makarovu. 23.40 Kínahverfið ★★★★ (Chinatown). Bandarísk Óskarsverðlaunamynd frá 1974 með Jack Nicholson, Faye Dunaway og John Huston í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Roman Polanski. 01.50 Dagskrárlok. © Þriðjudagur 30. desember 12.20 Fréttir. 13.30 í dagsins önn — Hvað segir læknir- inn? 14.00 ,,Sveitafólkið góða”, saga eftir Flannery O'Connor. 14.30 Tónlistarmenn vikunnar. MEÐMÆLI i útvarpinu, endurtekinn kirkju- garðsgangur Jökuls Jakobs- sonar og Sverris Kristjánssonar á þriðjudagskvöld. Á rás2 þátt- ur um tónlist Chaplins síðast á nýárskvöld. Bylgjan: Betri stof- an eftir hádegi á gamlársdag, Halli Thorst og gestir. Sjónvarp- ið með Líf til einhvers á nýárs- kvöld, Stöð 2 með brjálæðis- lega grínmynd á þriðjudags- kvöld og Kínahverfið nýárs- kvöld. 15.20 Landpósturinn. 16.20 Barnaútvarpið. 17.03 Siðdegistónleikar. 17.40 Torgið — Samfélagsmál. 19.00 Fréttir. 19.30 Daglegt mál. 19.35 „Hundamúllinn", gamansaga eftir Heinrich Spoerl. 20.00 Tætlur.Umræðuþáttur um málefni unglinga. 20.40 íþróttaþáttur. 21.00 Perlur. 21.20 Blaðað í lífsbók Guðmundar góða. 22.30 Gengið um garðinn. Jökull Jakobs- son og Sverrir Kristjánsson staldra við hjá leiðum Ástríðar Melsted og Sig- urðar Breiðfjörðs í kirkjugarðinum við Suðurgötu. 23.20 íslensk tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 31. desember Gamlársdagur 6.45 Bæn. 7.03 Morgunvaktin. 9.03 Morgunstund barnanna. 9.45 Ég man þá tíð. 10.30 Áður fyrr á árunum. 11.03 íslenskt mál. 11.18 Morguntónleikar. 12.20 Fréttir. 13.30 Álfalög og íslensk þjóðlög. 14.00 Nýárskveðjur. 16.20 Hvað gerðist á árinu 18.00 Aftansöngur í Fella- og Hóla- kirkju. 19.25 Þjóðlagakvöld. 20.00 Ávarp forsætisráðherra, Stein- gríms Hermannssonar. 20.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 20.40 Úr kýrhausnum. 21.30 Allt vill lagið hafa. 22.20 ,,Káta ekkjan" óperetta eftir Franz Lehar. 23.30 ,,Brennið þið vitar. 23.40 Áramótakveðja Ríkisútvarpsins. 00.05 ,,Stígum fastar á fjöl". 02.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. janúar Nýársdagur 9.30 Sinfónía nr. 9 í d-moll op. 125 eftir Ludwig van Beethoven. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. 12.20 Fréttir. 13.00 Ávarp forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. 13.30 Nýársgleði útvarpsins. 14.30 Vínartónlist. 15.15 „Ungum áður söngvar". 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur. 18.00 Þegar firðirnir blána. 19.00 Fréttir. 19.25 Einsöngur í útvarpssal. 20.00 Nýársútvarp unga fólksins. 20.40 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og Karlakórs Reykjavíkur. 21.25 Um hvað yrkja ungu skáldin? Hrafn Jökulsson tók saman þáttinn. 22.20 Blikur. 23.00 Túlkun í tónlist. 24.00 Fróttir. Dagskrárlok. Sn Þriöjudagur 30. desember 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Skammtað úr hnefa. 15.00 í gegnum tíðina. 16.00 í hringnum. 18.00 Létt tónlist. 20.00 Plata ársins. 22.00 Tindasmellir. 01.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 31. desember 9.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Miðdegisþáttur. 16.00 Hlé. 00.05 Um áramót. 06.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. janúar Nýársdagur 13.20 Á nýju ári. 16.00 Fjölskylduleikur. 17.00 Lennon. 18.00 Létt tónlist. 20.00 Vinsældalisti rásar tvö. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Chaplin. Þriðjudagur 30. desember 7.00 Á fætur með Sigurði G. 9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. 12.00 Á hádegismarkaði. 14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. 19.00 Tónlist. 20.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 21.00 Vilborg Halldórsdóttir sníður dag- skrána við hæfi unglinga. 23.00 Vökulok. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Miðvikudagur 31. desember gamlársdagur 7.00 Á fætur með Sigurði G. 9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. 12.00 Á hádegismarkaði. 13.00 Hallgrímur Thorsteinsson tekur á móti gestum í betri stofu Bylgjunnar. Árið kvatt á Bylgjunni með spjalli og tilheyrandi tónlist. 17.00 Bylgjan kveður gamla árið. 24.00 Nýju ári heilsað. Fimmtudagur 1. janúar 1987 00.00-08.00 Bylgjan í áramótaskapi. 8.00 Þægileg tónlist. 12.00 Nýársfréttir. 12.10 Tónlist. 16.00 Nýársgestur Jónínu Leósdóttur. Jónína tekur á móti Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra. 18.00 Fréttir. 18.10 Tónlist úr ýmsum áttum. ÚTVARP eftir Helga Mó Arthúrsson Viöburöaríku útvarpsári lokið SJÓNVARP eftir Jónínu Leósdóttur Kristinn í kyndugu umhverfi Viöburðaríku útvarpsári er að ljúka. Ný útvarpsstöð, Bylgjan, hóf starfsemi sína — og hefur gert það gott — ef hlustendakönn- un og áhugi auglýsenda á stöðinni er mæli- stika á velgengni. Naut Bylgjan og nýtur enn vinsamlegs andrúmslofts meðal fólks. Stöðin hefur auk þess bryddað uppá nýjung- um, sbr. þætti Hallgríms Thorsteinsson síðdegis, Einars Sigurðssonar á messutíma Ríkisútvarps, þættina Vökulok o.fl. Sumir þessara þátta eru hrein viðbót við fram- boðið útvarpsefni. Aðrir stæling vinsælla þátta úr Ríkisútvarpi svo sem eðlilegt er. Það sem e.t.v. er athyglisverðast við Bylgj- una er það, að hún hefur tekið í arf frá Rík- isútvarpinu stóran hluta hlustenda Rásar 2 á hlustunarsvæði sínu. Vinsamlegt andrúmsloft í garð Bylgjunn- ar helgast sennilega af því, að almenningur vill að Ríkisútvarpinu sé veitt samkeppni. Og vinsældir stöðvarinnar benda til þess að eitthvað hafi verið að rekstri Ríkisút- varpsins. Þrátt fyrir þetta — þrátt fyrir breyttar kringumstæður — hefur Ríkisút- varpið ekkert breyst efnislega. Samkeppni hefur enda ekki verið mætt í efni heldur hefur auglýsingadeild Ríkisútvarpsins ver- ið efld, þveröfugt við það sem margir von- uðust til. Má í fljótu bragði draga þá álykt- un af þessu að stjórnendur Ríkisútvarpsins séu meiri auglýsingamenn, en útvarps- menn. Ráðningar í stjórnunarstöður benda einnig til áherslu á auglýsingar — ekki efni., Að þessu leyti hefur Ríkisútvarpið brugð- ist skakkt við samkeppni. Yfirburðir Ríkis- útvarps njóta sín fyrst og fremst í efni, en ekki auglýsingum. Á því sviði getur hvaða batterí sem er unnið sigur yfir ríkisstofnun, enda frjálsara í allri samningagerð en ríkis- fyrirtæki og getur leyft sér að gera hluti sem RÚV getur ekki gert. Niðurstaðan er því sú, að stjórnendur RÚV hafa lagt skakkar áherslur og tapað fyrstu eiginlegu útvarpsorrustunni. Spurn- ing er hvort stofnunin heldur andlitinu og vinnur á nýju ári, eða hvort einkaaðilum verður veitt enn frekara svigrúm. Á sviði frétta ætti Ríkisútvarpið að geta haft betur en einkastöðvar þær sem nú eru starfræktar, enda kemur í Ijós að rnikill meirihluti hlustar enn á fréttir Ríkisút- varpsins. Á því sviði hefur Bylgjan verið veikust og ekki tekist að slá í gegn. Það er hins vegar spurning um tíma hvenær menn taka sig saman og koma hér upp fréttastöð í samkeppni við Ríkisútvarp og ef viðbrögð við slíkri samkeppni verða á svipuðum nótum og viðbrögðin við Bylgj- unni yfirleitt, þá kann að fara svo að síðasta skrautfjöðrin verði reytt af RÚV. Allt er þetta spurning um metnað stjórn- enda fyrir hönd stofnunarinnar — ákveðna stefnu í útvarpsmálum — en hana virðist skorta í veigamiklum atriðum. Samkeppni ætti að skila ágætum einkastöðvum, en umfram allt betra Ríkisútvarpi. í Ijósi þess að nokkrir menn útí bæ hafa rutt sér braut inná útvarpsmarkaðinn með ágætum ár- angri — mælt í vinsældum hlustenda — ættu forráðamenn RÚV að hugsa sinn gang og taka af alvöru þátt í samkeppn- inni. Ekki aðeins á auglýsingamarkaði heldur og í efni. Það sem stendur upp úr af sjónvarpsefni síðustu daga, er án nokkurs vafa leikrit Terence Rattigan, The Browning Version, sem sýnt var að kvöldi jóladags. Þar var á ferðinni breskt leikrit og leikur, eins og best gerist. Þá er ekki hægt að biðja um það öllu bitastæðara! Leikararnir voru hver öðrum snilldarlegri, en hlutverk hins kokkálaða eiginmanns og mislukkaða kennara bauð reyndar upp á meiri tilþrif en rullur hinna. Þó tókst stráknum, sem lék nemandann, að gera sínum þætti eftir- minnileg skil, þrátt fyrir ungan aldur. Browning-þýdingin er dæmi um tegund bresks sjónvarpsefnis, sem lítið sést í dag- skrá íslensku sjónvarpsstöðvanna. Það er töluvert framleitt af leikritum og fram- haldsþáttum i þessum dúr í landi hennar hátignar, Bretadrottningar, og ég efast ekki um að fleiri en ég gleddust, ef þetta efni bærist í auknum mæli hingað — og þá á ég við báðar rásirnar. Kvöldstund meö Kristni Hallssyni var á dagskrá ríkissjónvarpsins um jólin, en leikmyndin virtist fremur hönnuö með spyrilinn, Jakob Magnús- son, í huga. Fyrst ég er farin að hæla bresku sjón- varpsefni, má ég til að lýsa ánægju minni yfir endurflutningi þáttanna um þau George og Mildred. Sómafólk, eins og þau nefnast á íslensku, eru eitthvað svo inni- lega breskir og skemmtilega vitlausir þætt- ir — í svipuðum dúr og Faulty Towers með John Cleese. Það eru vissulega ekki allir móttækilegir fyrir þessu gríni, en ef maður tekur þættina ekki of hátíðlega, er hægt að veltast um af hlátri við að fylgjast með þeim. Minni ástæða finnst mér til að endursýna af og til þætti úr röðinni Undir sama þaki. Ég hef sjaldan séð annað eins núll með gati... Það var líka hálfklökkt að sjá Brekku- kotsannál aftur, þó hann væri nú kominn í lit. Myndin var slíkt stórvirki í minning- unni, að þetta var svolítið eins og að fara á æskustöðvarnar og komast að því að „fjall- ið“, sem maður kleif í gamla daga er ein- ungis hóll. Þátturinn með Kristni Hallssyni hefði verið alveg ágætur í útvarpi. Leikmyndin var svo innilega óviðeigandi að mér fannst óþægilegt að horfa upp á hinn sextuga óperusöngvara í þessu umhverfi. Sem sjálf- stætt verk, var leikmyndin bæði sérstök og skemmtileg, en hún hæfði einfaldlega alls ekki viðmælandanum — þeim, sem athygl- inni var beint að. Ef þetta hefði verið kvöld- stund með Jakob Magnússyni, hefði málið horft öðruvísi við. Þarna hefði sígildur og þunglamalegri stíll hentað betur. Viðtalið sem slíkt var hins vegar ekkert galið og bragðið í upphafi og endi, þegar Jakob og Kristinn voru sýndir í svart/hvítri leikmynd upp á eldgamla móðinn, var sniðuglega til fundið. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.