Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 27
LISTAPOSI Erótík og trúhneigð undir formerkjum tragedíunnar segir Kristín Jóhannesdóttir um nýársmynd sjónvarpsins Líf til einhvers heitir sjónvarps- mynd sem Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir eftir handriti Nínu Bjarkar Árnadóttur og viö fáum að berja augum á nýárskvöld. Við forvitnuð- umst um verkid hjá leikstjóranum og spurdum fyrst hvers vegna vœri brugdið át af þeirri hefð að sýna ný íslensk sjónvarpsverk á annan dag jóla eins og tíðkast hefur í íslenska sjónvarpinu frá ómunatíð. „Það var ég sem fór fram á það þessi sýningardagur væri tekinn til endurskoðunar," segir Kristín en þetta er hennar fyrsta sjónvarps- uppfærsla, en áður hefur hún stjórn- að bæði kvikmyndum og sviðsverk- um. „Eftir Fanny og Alexander í hitteðfyrra má öllum vera ljóst að það þýðir ekki að bjóða þjóðinni upp á snilld á jólunum. En aðalástæðan fyrir þessari upp- færslu er þó sú að þessi hefð, að sýna leikrit og sjónvarpsmyndir á einhverjum ákveðnum hátíðisdög- um, gerir það að verkum að mörg þessara verka njóta ekki sannmælis vegna þess að það er búið að setja þau í ákveðna ytri umgjörð sem daprar sýn fólks og einbeitingar- hæfileika. Aðalmálið verður: hvað á að sýna okkur á jólunum? Það getur orðið til þess að fólk gleymir að horfa á verkið sjálft og meta það að verðleikum. Þar fyrir utan finnst mér annar í jólum fráleitur sýningardagur því annað hvort eru menn úti að skemmta sér eða sitja heima með fjölskyldunni sem þeir gera kannski bara einu sinni á ári. Þá á ekki að líma fólk við sjónvarpið heldur lofa því að ræða málin og sýna svo al- mennileg stykki á dögum þegar ekkert annað er um að vera. Ég reikna með að flestir séu heima á nýárskvöld og það er líka ágætt að byrja árið á smá aðvörun: aðgát skal höfð í nærveru sálar..." — Og hvað viltu segja um efni verksins? „Söguþráðurinn er margþættur. Ein sagan snýst um þrjár kynslóðir kvenna, einkum viðbrögð móður og dóttur við nýjum heimilisföður sem fer að búa með miðhlekknum í þessari keðju. Hún er félagsráðgjafi og önnur sagan gengur út á sam- skipti hennar og ungrar konu, ein- stæðrar móður sem vinnur í Hamp- iðjunni og lifir vafasömu lifi að því að félagsmálayfirvöldum finnst. Það á að taka af henni barn. Þetta verð- ur aðalhvatinn að straumhvörfum í lífi alls þessa fólks.“ — Finnast einhverjar lausnir á þeirra málum? „Nei, þetta er t.d. síður en svo klassískt vandamálastykki sem allt- af hafa patentlausnir á hlutunum. Niðurstaða verksins er kannski sú að lausn fyrirfinnst engin. Hér er búið að fremja óafturkræfan verkn- að sem skilur eftir sár sem aldrei munu gróa. Því er þetta mikil trage- día í anda Racine. Hér er um að ræða óp þessara kvenna allra. I lokin verður hver og einn að svara fyrir sig hvernig úr muni rætast, hvort hægt er að bera smyrsl á sárin eða hefja nýja vonar- göngu." — Hvaða hlutverki gegnir eini karlmaðurinn í verkinu? „Persóna hans er þannig upp byggð að hann reynir að gera öllum þessum konum til hæfis vegna ein- hverrar sektarkenndar sem ég held að sé mjög sterkt einkenni karl- manna í dag. Það er búið að segja þeim að þeir séu svo hryllilega vondir og því er hann að burðast með þetta. En auðvitað orkar tví- mælis hvort sektarkenndin er heppileg afstaða. Þetta er alveg ótrúlega góður maður. Annars sjá- um við hann aldrei nema með aug- um þessara kvenna. Hann er í raun Karlmaðurinn með stóru K-i eins og hver og ein kynslóð horfir á mann- inn. Hann birtist alltaf á nýjan hátt eftir því hver þessara þriggja kvenna á í hlut. Hann verður sá aðili sem reynir að sætta stríðandi aðila.“ — Og djápgerð verksins, Kristín? „Það er hægt að flokka þetta verk undir tragedíu þar sem erótík og trúhneigð takast á. Ég reyndi að draga fram þetta tvíeyki sem er mjög sterkur þáttur í öllum persón- um og hugrenningatengslum. Har- aldur minnti mig t.d. strax í upphafi á erkiengilinn í myndinni Teorema eftir Pasolini. Þar er aðalpersónan ungur maður sem kemur inn á yfir- stéttarheimili og verður algóður ör- lagavaldur í lífi fólks, og tekur hvern INN Kristín Jóhannesdóttir. og einn fjölskyldumeðlim að sér sem kærleikurinn sem allt þetta fólk vantar. Síðan reyna þessar konur í Lífi til einhvers að vekja upp ástúð með hugrenningum og draumórum, fremja ýmsar erótískar helgiathafn- ir því í raun eru þær allar að leita að kærleikanum. Hér er því á ferðinni erótísk relígíon undir formerkjum tragedíunnar sem fólk verður líkast til bara að búa við,“ segir Kristín Jó- hannesdóttir kvikmyndaleikstjóri. í Lífi til einhvers fara fimm leikar- ar með tiltölulega jafnstór hlutverk: Arnór Benónýsson leikur hinn ágæta Harald, Bríet Héðinsdóttir leikur ömmuna, Guðlaug María Bjarnadóttir fer með hlutverk ein- stæðu móðurinnar, Bryndísar, Hanna María Karlsdóttir er í hlut- verki Mörtu félagsráðgjafa en Kol- brún Erna Pétursdóttir leikur ungl- inginn á heimilinu. Handrit er sem fyrr segir eftir Nínu Björk Árnadótt- ur, tónlistina semur Hilmar Örn Hilmarsson, en leikmynd og bún- inga annast Guðrún Sigriður Har- aldsdóttir. Þrándur Thoroddsen stjórnar upptöku þar sem Einar Páll Einarsson stjórnar svo aftur sínu liði. LEIKLIST eftir Steinþór Ólafsson „Snerust vopnin í höndum þeirra“ Aurasálin (L’avare) eftir Moliére. Þýðandi og leikstjórn Sveinn Einarsson. Tónlist Jón Þórarinsson. Leikmynd Paul Suominen. Búningar Helga Björnsson. Aurasálin eða Nirfillinn er ekki valin af tilefnislausu. Undanfarin misseri hefur verið hörð gagnrýni af hálfu Þjóðleikhússins á fjárveit- ingarvaldið. Það er ásakað um að spara fé til brýnna viðfangsefna á húsnæði Þjóðleikhússins. Þessi viðhaldsverkefni eru múrviðgerð- ir, málningarvinna, gatslitin teppi og áklæði á sætum svo eitthvað sé nefnt. Sveinn Einarsson segir í einu dagblaðanna fyrir jólin að leikritið eigi brýnt erindi til okkar í dag. Þetta brýna erindi er að sjálfsögðu nirfilsháttur ríkisvalds- ins í garð Þjóðleikhússins. Varla hefur það verið tilviljun ein að fjármálaráðherra og forsætisráð- herra voru báðir viðstaddir á frumsýningunni. Vissulega er ástand Þjóðleikhússins slæmt og „Aurasálin" á brýnt erindi til okkar á sama tíma og hagvöxtur í samfé- laginu hefur sjaldan verið meiri en núna. Afkoma ríkissjóðs hefur sjaldan verið betri og útlitið er bjart framundan. Ádeilan í leikrit- inu er hvöss, en slævist í þessari leiksýningu, því hún bar ekki uppi ádeiluna. Sýningin er laus við þann eldmóð og reiði sem þarf til að koma gagnrýninni á framfæri. Fyrir hlé var leiksýningin sund- urlaus, því leikkaflarnir runnu ekki saman í eina leikheild. Leik- ararnir eru allir atvinnuleikarar og kunna sitt fag, en það vantaði alla tilfinningu fyrir þeim boð- Það er samhljómur með glitklæðum leikhúsgesta og leikara. Teikning Arni Elfar. skap, sem þeir fluttu. Einstaka leik- arar gerðu sig seka um að lesa upp sínar rullur, í stað þess að leika af þeim krafti sem þetta leikrit krefst. Eftir hlé flaut sýningin betur og leikgleði leikaranna var áberandi meiri. En það vantaði alla sann- færingu í leiksýninguna. Tveir leikarar báru af, en það voru þau Bessi Bjarnason og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Látið er að því liggja í Þjóðviljanum og hér í HP fyrir jólin að Bessi muni vinna stóran leiksigur í þessari sýningu. Vissulega bar Bessi sýninguna uppi en hann getur gert mun bet- ur en hann gerði í Aurasálinni. Það sem er áfátt, er að hann legg- ur meiri alúð við að túlka föðurtil- finningar og löngun til ungu stúlk- unnar, en að draga fram lítil- mennsku og vonsku nirfilsins. Lilju tekst að rata hinn gullna með- alveg þ.e. að draga fram hina spaugilegu hlið, án þess að ofleika. Jóhann Sigurðsson óx í sínu hlut- verki eftir því sem á leið sýning- una. Leikmyndin var með miklum ágætum og sýnir vel nirfilsháttinn innanstokks. Leikmyndin var sparsöm, en samt fullnægði hún öllu því sem ætlast var til og gaf óvenju gott rými fyrir leikarana. Búningarnir voru mjög skrautleg- ir og glitruðu, alsettir gull- og silf- urlituðu efni, og hárgreiðslan framúrstefnuleg. Búningarnir voru ,,manerískir“ (í e.k. ofhlæðis- stíl) og átti að tengja leiksýning- una nútímanum. Reyndar var viss samhljómur með glitklæðum leik- húsgesta og glitklæðum leikar- anna. Þó var viss blær af „deca- dence“ (úrkynjun) í þessum bún- ingum. Mér er ómögulegt að sjá að þessi glitklæði styrki ádeiluna á ríkisvaldið. Það vakti athygli að þjóðleikhússtjóri lék aðalsmann- inn Anselme, sem var örlátur á fé og hugsaði lítt um hvert pening- arnir fóru. Ef til vill lék þjóðleik- hússtjóri sjálfur til að undirstrika nirfilshátt ríkisvaldsins. Spurningin er þessi: Snerust ekki vopnin í höndum þeirra þjóð- leikhússmanna? Leiksýningin var rétt í meðallagi góð, það vantaði allan sannfæringarkraft og leik- gleði þrátt fyrir frábært leikrit, sem á brýnt erindi til okkar í dag, vel þjálfaða leikara og einna bestu leikaðstöðu á íslandi. Getur leik- hús sem ekki hefur sýnt leikrit, sem undanfarin misseri hafa stigið upp úr meðalmennskunni, ásakað ríkið (þegna landsins) um nirfils- hátt? Hefði leiksýningin verið betri með nýjum teppum og áklæði á stólum? Og hvað tákna glitklæðin? Búningarnir breyta engu varð- andi leikinn sjálfan og þann neista sem þarf til að glæða sýninguna lífi og hófsemi í þeim efnum sem hefði verið sýningunni og málstað Þjóðleikhússins til framdráttar. Fyrst þarf Þjóðleikhúsið að sýna getu sína til að geta krafist hærra framlags af almannafé. GENGIÐ hefur verið frá ráðn- ingu nýs ritstjóra Skírnis, eins elsta menningartímarits á Norðurlönd- um. Það er Vilhjálmur Árnason, heimspekingur og stundakennari við Háskóla íslands, sem nú skipar sessa virðingarstöðu. NU þegar nýtt lítið leiksvið fyrir Þjóðleikhúsið hefur verið tekið í notkun (eða frá og með frumsýn- ingu leikritsins / smásjá eftir Þór- unni Sigurðardóttur í kvöld, þriðju- dagskvöld) spyrja sig margir hvað verði um Litla sviðið gamla í kjallara Þjóðleikhússins þar sem menn að öðru jöfnu fá sér í hnéð. Eftir því sem HP er best kunnugt eru hug- myndir uppi um að nota sviðsnefn- una í kjallaranum áfram og þá ein- vörðungu fyrir smærri dagskrár, svo sem leiklesnar og sungnar sam- antektir, upplestra og þætti og því- umlíka leikstarfsemi sem þarfnast ekki mikils umleikis. Því er jafnvel hvíslað að ljóðið fái þarna sérstakt athvarf, en því hefur að margra dómi verið slælega sinnt af hálfu Þjóðleikhússins til þessa á meðan aðrir hópar, svo sem Besti vinur Ijóðsins, hafa sinnt því af elju og sýnt að áhugi almennings á þessu listformi er sem nemur fylli margra húsa. MEÐAL ungra kvikmyndagerð- armanna sem sækja um styrk hjá Kvikmyndasjóði fyrir næsta ár eru þeir félagar í Frostfilm, Karl Óskars- son og Jón Tryggvason, eins og við greindum frá í síðasta blaði. Við sögðum þar jafnframt frá því að lík- ast til sæi Karl um tökuhlið væntan- legrar myndar, en Jón um stjórnina. Nú er við þetta að bæta nýjum upp- lýsingum, því HP hefur fregnað að Frostfilmingar hafi fest sér kunnan kvikmyndargerðarmann við vinnslu þessarar fyrstu leiknu myndar sinnar í fullri lengd. Það er Lárus Ýmir Óskarsson sem undan- farið hefur starfað í Svíþjóð. Hann er ráðinn til verksins sem upptöku- stjóri. FYRIR jól fór Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstjóri, með myndina Stella í orlofi á kvennakvikmyndahátíð í Svíþjóð. Gerði kvikmyndin mikla lukku og var t.d. sýnd fimm sinnum, þó upphaflega hafi einungis verið ráðgert að sýna hana einu sinni. Fjölmiðlar höfðu þar að auki viðtöl við Þórhildi og sýndu kvikmynda- gerð íslenskra kvenna töluverðan áhuga. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.