Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 8
Alþýðuflokkurinn hefur stöðugt bætt við rósum í hnappagatið. Gleypti meirihluta þingflokks BJ á árinu. Glfurleg sveifla í skoðanakönnunum. Rersönuvinsældir Jóns Baldvins Hannibalssonar. Nægja þær til kosn- ingasigurs — eða verður flokknum hált á svellinu síðasta spölinn fyrir kosningarnar næsta vor? Myndin er tekin á flokksþingi Alþýðuflokksins sl. haust, þarsem verkalýðsforinginn úr ASi heiðraði flokkinn með nærveru sinni. Jón Baldvin bindur saman fortíð og nútíð, — en ræður hann við framtíðina? verkalýðshreyfingarinnar árið 1983, þegar núverandi ríkisstjórn settist að völdum og afnam m.a. verðtryggingu af launum. Síðan þá hefur ASI í raun samið fyrir æ minni hluta launafólks og þá helst þá sem eru lægst launaðir. í raun hefur launaskrið tekið við, einsog það heitir í hagskýrslum, en gæti allt að eins heitið „vinnustaðasamning- ar“. Þannig hafa atvinnutekjur, heildartekjur launafólks, aukist ár frá ári síðustu árin, með- an kaupmáttur taxtakaups hefur staðið nán- ast í stað, eftir að búið var að taka af honum þriðjunginn áriö 1983. Góðærið hefur þann- ig skilað sér villt og tryllt til launafólks en margir hópar setiö eftir. í rauninni er ekki vitað fyrir hve marga samið er í ASI/VSI samningum, hversu margir launamenn njóta góðs af lágmarks- laununum 26.500 krónum, sem samið var um á dögunum. Hvorki Þjóðhagsstofnun né Kjararannsóknarnefnd höfðu svör á reiðum höndum og treystu sér ekki til að giska á fjöldann. Eftir síðustu samninga komu margs konar gallar fram, einsog t.d. að sumt bónus- fólk í fiskvinnslu lækkaði í launum við samn- inginn. I samningunum á árinu var samið um mörg svið efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og voru fjárlögin t.d. gerð ómerk í febrúar- samningunum og löggjafarsamkoman þann- ig gerð ómyndug. Án þess að fleiri samnings- atriði séu tíunduð, þá er ekki hægt að líta öðruvísi á en að á árinu hafi verið staðfest að ASÍ semur um lágu launin, en um raunlaun og verð á vinnuafli er að öðru leyti samið í sérkjarasamningum félaga eða einstaklinga á vinnustöðunum. ASÍ hefur einnig mótað sérstaka efnahagsstefnu með VSI, sem ríkis- valdið og síðar alþingi leggur blesssun sína yfir. Launabarátta í formi verkfalla og alls- herjarverkfalla hefur verið afnumin og í staðinn hefur þessi sameiginlega efnahags- stefna tekið við. Pólitískar afleiðingar þessa eru gífurlegar og afdrifaríkar. Innan verka- lýðshreyfingarinnar sjálfrar hefur atburða- rásin og stefnan klofið og þverklofið heildar- samtökin — og er t.d. erfitt að sjá hvað eftir er orðið af BSRB í þessum hildarleik liðinna ára. Innan verkalýðshreyfingarinnar og vinstri hreyfingarinnar hafa þessir samning- ar vakið miklar spurningar — og sú tákn- ræna mynd sem verkalýðsforystan gaf af sjálfri sér með blómagjöfinni til ráðherrans sl. vetur svipti burt hulunni af þeim veruleika sem margir höfðu horft áður framhjá. AUGLÝSINGAMENNING Á árinu hafa margir rafeindafjölmiðlar haf- ið starfsemi. Mestu munar um Bylgjuna og Stöð 2. Mörgum finnst að útvarpið og sjón- varpið íslenska hafi seint og illa tekið við sér í samkeppninni um hlustendur og áhorfend- ur, en engu að síður er ljóst að áhrif þessara miðla eru mikil á aðra fjölmiðla og menn- ingu í landinu. I HP hefur verið fjallað svo mikið um þessa miðla og samkeppnina að ég vil ekki bera í bakkafullan lækinn. En aðeins eitt atriði vil ég minnast á við þetta tækifæri. Mörgum finnst að gæðum þess efnis sem flutt er í sjón- varpi og útvarpi hafi hnignað með sam- keppninni. Sú sáralitla innlenda dagskrár- gerð sem fram fer í landinu ber oft um of keim af auglýsingamennsku og léttmetið er strokkað fram og aftur nær eingöngu. Hér er vonandi engin bráðahætta á ferð- um, en okkur er áreiðanlega óhætt að vera vakandi yfir þessu atriði. Og það er lág- markskrafa að við iðkum holla sjálfsgagn- rýni og plægjum meir akur íslenskrar menn- ingar af skárra taginu — þó sú þjóörækni og viðleitni megi ekki snúast uppí þann leiða átthagahroka og þjóðrembu sem engu er skárri en sú fjölþjóðlega auglýsingamennska sem hér er verið að impra á. Á árinu hafa því miður komið fram mörg teikn í sjónvarpi og útvarpi um óglögg skil milli frétta/afþreying- ar/auglýsinga, sem ætti að vera fleinn í holdi fagfólksins. SAMDRATTUR OG ÚTÞENSLA FLOKKA Stjórnmálaflokkarnir bera allir merki þeirrar atburðarásar og mála sem getið hef- ur verið í þessari grein. I rauninni hafa hneykslismál og veikleikar stjórnkerfisins verið svo margvíslegir á árinu, að hefði verið til stjórnmálaflokkur, sem í alvöru leggði áherslu á aðhald við framkvæmdavald, baráttu gegn spillingu og róttækan húman- isma, — þá væri sigur slíks flokks vís í vor. En enginn slíkur flokkur er til. Þvert á mojh lagði sá flokkur, sem í rótinni hafði mest af slíkum eiginleikum, upp laupana á árinu. Það leiðir hugann að því, hvort Vilmundur heitinn Gylfason hafi verið fjórum árum of snemma með stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Þingmenn BJ sinntu hins vegar illa þessu að- haldshlutverki BJ og soguðust sjálfir í strauminn til Jóns Baldvins og Ámunda. Ohætt er að fullyrða að allir stjórnmála- flokkarnir hafi verið að dragast saman, nema Alþýðuflokkurinn. Þau atriði og til- hneigingar sem því valda hafa flestar verið nefndar hér, en við skulum skoða stöðu stjórnmálasamtakanna hvers fyrir sig. DEYFÐ í KVENNÓ Kvennalistinn hefur við núverandi þjóðfé- lagsaðstæður sterka stöðu. En þá sterku mál- efnalegu stöðu hefur Kvennalistinn ekki get- að notfært sér. Það er einsog konurnar nái sér ekki á strik á fulltrúasamkomunum. Oft- ast þegar þær eru spurðar hvers vegna ekki fari meira fyrir málflutningi þeirra, nefna þær þá skýringu að þær hafi ekkert mál- gagn. Þetta nefna margar þeirra einnig sem skýringu á því hvers vegna fylgi Samtaka um kvennalista er ekki meira en raun ber vitni. Auðvitað er þetta ekki skýringin á gengis- leysi þeirra, frekar en að Alþýðublaðið geti verið skýringin á góðu gengi kratanna í skoðanakönnunum. Staðreyndin er sú, að Kvennalistakonur, t.d. á þingi, hafa verið ótrúlega ófundvísar á mál. Þær hafa ekki notfært sér þar þá stöðu gagnvart framkvæmdavaldinu, fjölmiðlum og almenningi sem hugmyndaríkari þing- seta býður uppá. Þær sinna þar t.d. lítt að- haldi og skila lítilli umræðu útí þjóðfélagið. Þess utan verður að segjast einsog er, að engu er líkara en þingmennirnir séu alltaf í vondu skapi þegar fjölmiðlar leita álits þeirra, eða þá sjaldan konurnar hafa sjálfar frumkvæði að því að koma viðhorfum sínum á framfæri. Þannig gerist það, þrátt fyrir mál- efnalega sterka stöðu, stöðu sem líkleg er til að afla samúðar og fylgis, að ímynd Kvenna- listans er „fýluleg" (og nú er viðbúið að Helg- arpósturinn fái yfir sig dembu í næstu Veru, málgagni Kvennalistans, fyrir karlrembu og púngrottuskapinn sem felst í þessum vin- samlegu ábendingum). Sé ímyndin þrátt fyr- ir allt ekki fúllyndisleg — þá er hún allavega deyfðarleg. Og með þannig ímynd verður ekki háð glaðbeitt kosningabarátta. ALLT í BUXUNUM Árið hefur leikið Alþýðubandalagið einna verst. Þrátt fyrir góða útkomu út úr byggða- kosningunum í vor, — yfir 20% fylgi í Reykja- vík, þá er einsog allt verði þessum flokki að óhamingju og skoðanakannanir gefa til kynna verulega hnignun. Meðal mála sem grafið hafa undan trausti til AB eru sam- tryggingarmálin. Þannig endurkaus þessi flokkur fulltrúa sína í bankaráðum einsog ekkert hefði í skorist í fyrravetur, — og við- brögðin gagnvart Útvegsbankamálinu hafa verið svipuð og annarra flokka. Til viðbótar kom svo hinn fáránlegi farsi flokksins vegna Guðmundar/Albertsmálsins sl. sumar, þegar siðferðiskokið stækkaði meira en margir dyggustu stuðningsmenn AB höfðu geð í sér til að sætta sig við. Afdrifaríkast er þó það samkrull sem flokksforystan hefur kosið sér við þverpóli- tíska stefnu ASÍ, — og sú ábyrgð sem flokkur- Fteningakerfið í landinu er í mikilli upplausn. Banka- kerfið er ( uppstokkun og góðaerið skilar mörgum (ekki öllum) töluverðu fjármagni. inn er eðlilega dreginn til svara fyrir: lág- launasamninga ASÍ. Þegar svo við bætist að forseti ASÍ er orðinn frambjóðandi fyrir AB, þá blasir við að AB er komið með múl í kjara- pólitík, sem getur verið dálítið erfitt fyrir flokk sem ætlar umfram annað að vera launamannaflokkur. Og nú standa kjósendur frammi fyrir því, að þar sem ASÍ hefur mótað sameiginlega efnahagsstefnu með VSÍ, þá bjóði AB uppá sömu stefnu, nema annað sé tekið fram. Það hefur ekki verið gert — og fer þá að vandast um tilvistina. Enda virðist talsmönnum Alþýðubandalagsins tregt tungu að hræra um pólitík líðandi stundar og stundum engu líkara en þeir hafi ekki fylgst almennilega með hræringunum í þjóðfélag- inu. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist þjóðfélagsþróunin hafa farið framhjá þeim. Atburðirnir í efnahagsmálum og samn- ingamálum hafa því undirstrikað stöðnun Al- þýðubandalagsins og engu er líkara en flokk- urinn hafi lent í enn dýpri kreppu, en þeir bölsýnustu töldu hann vera á leið í fyrir tveimur árum, þegar umræða varð opinber um málið. Því dýpri sem þessi kreppa verður þeim mun meiri líkur eru á einhvers konar uppgjöri við pólitíkina á næsta ári og ekki ósenniiegt að flokksmenn endurskoði sinn hug að afloknum kosningum á næsta ári. í HAFSKIPSBEYGJU Sjálfstæðisflokkurinn á þó í dýpstri tilvist- arkreppu stjórnmálaflokkanna. Úrslitin í prófkjöri flokksins í Reykjavík, þar sem Al- bert Guðmundsson meintur aðalmaður í flestum þeim hneykslismálum, sem upp hafa komið síðustu misseri vann glæstan sigur m.a. yfir varaformanni flokksins. Það var sú staðfesting á sérkennilegu stjórnmálasið- ferði, sem Sjálfstæðisflokkurinn mátti síst við á þeim tímum þjóðfélagsbreytinga, sem hér hafa verið reifaðar. Davíð Oddsson borgarstjóri vann glæsileg- an sigur í borgarstjórnarkosningunum sl. vor og er í raun sterki maðurinn í flokknum. Hann er hins vegar ekki í framboði í þing- kosningum og samkvæmt skoðanakönnun- um nýtur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur vinsælda Davíðs. Þrátt fyrir heitfengan og stundum nánast trúheitan persónustuðning nokkurs hóps fólks við Albert Guðmunds- son, fer því fjarri að ráðherrann búi við al- mennar vinsældir, enda hefur fallið mjög á ímynd þessa fyrirferðamikla stjórnmála- manns. Þær breytingar sem eru að verða í at- vinnulífinu og efnahagslífinu og hér hefur verið minnst á, virðast einnig hafa farið nokkuð framhjá Sjálfstæðisflokknum, amk hefur honum ekki tekist að njóta þeirra nýju strauma í pólitík sinni, enda upptekinn við að stjórna bákninu, sem þeir forðum vildu burt. Minnkandi ítök ættanna í efnahagslífinu og í Sjálfstæðisflokknum segir einnig dálítið til sín, þannig að flokkurinn virkar ekki jafn „sterkur" og oft áður síðustu áratugi. Hin unga forysta hefur ekki náð þeim ítökum og þeirri stöðu sem forverar hennar höfðu inn- an Sjálfstæðisflokksins og þegar allt þetta bætist við hina almennu þreytu í meintri valdaspillingu flokksins þá er máske ekki nema von, að þess gæti meðal kjósenda, svo sem skoðanakannanir bera vott um. STEINGRÍMUR VINSÆLL Stjórnmál á okkar fjölmiðlaöld snúast einnig mjög um persónur. Svo virðist sem margir kvarti til að mynda undan litleysi for- ystu Sjálfstæðisflokksins, Alþýðubandalags- ins, Kvennalistans en merkilegt nokk, þá gildir annað um Framsóknarflokkinn. Þó flokkurinn hafi afar slæma stöðu eftir langvarandi setur í ríkisstjórn, kaffibauna- hneyksli, og hafi lent í andstöðu við lands- byggðarfylgi sitt, þá stendur uppúr fólki í skoðanakönnunum, að Steingrímur Her- mannsson sé manna vinsælastur og njóti mjög mikils trausts. Það gerir Halldór Ás- grímsson einnig. Hins vegar er ekki hægt að sjá, að þessar persónuvinsældir forði Fram- sóknarflokknum frá enn einu fylgistapinu í næstu kosningum — og ekki eru miklar líkur á að hann geti unnið sig frá andstöðu margra kjósenda við þrásetu flokksins í ríkisstjórn. Þegar svo við bætist óánægja kvenna í flokknum, ungs fólks, landsbyggðarmanna og fleiri, þá verða sigurlíkur hans að teljast fremur litlar á næsta ári. JÓN BALDVIN ÞENST ÚT Einn er sá flokkur, — eða öllu heldur einn er sá maður, sem kunnað hefur að notfæra sér þá þróun, viðburði og aðstæður sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni: Jón Bald- vin. Alþýðuflokkurinn er ekki gerður ábyrg- ur fyrir Hafskipshneykslinu og afleiðingum þess. Alþýðuflokkurinn er ekki gerður ábyrgur fyrir samtryggingarpólitíkinni eins og aðrir flokkar í landinu. Nú hefur Alþýðuflokkurinn ekkert sérstak- lega beitt sér fyrir aðhaldspólitík og hann hefur í stjórnarandstöðunni staðið sig skár á alþingi en aðrir stjórnarandstöðuflokkar. Og það er íhugunarvert, að Alþýðuflokkurinn hefur ekki sett fram neina pólitík eða hug- myndafræði sem er í einhverjum meginat- riðum öðruvísi en hinir reka. Uppá hvað hef- ur Alþýðuflokkurinn þá aö bjóða umfram aðra flokka, sem verkar þannig að fólk vill kjósa hann? Ástæðurnar eru margþættar. í fyrsta lagi hefur þessi flokkur ekki setið í ríkisstjórn i nær áratug og þá aðeins um eins árs skeið og hefur þess vegna meiri tiltrú en hinir sem vermt hafa ráðherrastóla í kjósenda minn- um. I öðru lagi hefur Jón Baldvin Hannibals- son verið brattur og hress og kallað til sín persónufylgi. Þannig var hann t.d. oftar nefndur sem hugsanlegt forsætisráðherra- efni en sjálfur formaður stærsta stjórnmála- flokksins, Þorsteinn Pálsson, í vinsælda- könnun um það efni. Þrátt fyrir að fylgið standi þannig meira og minna t þessu sam- hengi um persónu Jóns Baldvins, eru allar líkur til að um meiriháttar tilhneigingu sé að ræða meðal kjósenda, þannig að Alþýðu- flokkurinn fari vel útúr næstu kosningum. En hversu djúpt ristir sannfæring þessa fylg- is? Það veit enginn í dag, en yfirvinnuþjóðin mun velja á milli þessara flokka á næsta vori. Hún á ekki aðra kosti. Hinsvegar er vika langur tími í pólitík, — hvað þá hálft ár. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.