Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 29
Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur Dúnu í nýju leikriti Þórunnar Sigurðardóttur: „Margslungin eins og verkid sjálft“ Anna Kristín: Gaman að fara svona á milli — að glíma bæði við stór og lítil svið. Smartmynd. ,,I smásjá" nefnist nýtt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur, sem Þjód- leikhúsið frumsýnir þriðjudags- kuöld, 30. desember. Þetta er um leið fyrsta sýning á nýju sviði Þjóð- leikhússins í kjallara húss Jóns Þor- steinssonar. Leikstjóri verksins er Þórhallur Sigurðsson, en með aðal- hlutverkin fara þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sig- urður Skúlason. Við rœddum stutt- lega við Onnu Kristínu um verkið. „Persónurnar í leikritinu eru tvenn hjónsegir hún. „Þetta er ör- lagasaga, þar sem óvænt atvik koma upp í lífi fólksins og það þarf að horfast í augu við erfiða hluti til að vinna úr. Við getum líka sagt að verkið fjalli um lífið, ástina og dauð- ann. Þetta eru margslungnar tilfinn- ingar sem þarna eru á ferðinni, glíma einstaldinga við örlög sín þeg- ar fólk þarf að staldra við og skoða lífið upp á nýtt." — Hvaða boðskap hefur leikritið fram að fœra? „Allar þessar tilfinningar hljóta að höfða til okkar — við hljótum að finna til samkenndar með þessu Ótrúlegt en satt — á því ári sem nú er að kveðja eru þrjátíu ár liðin frá dauða mesta píanósnillings djassögunnar: Art Tatums. Hann lést 4. nóvember 1956 aðeins 46 ára gamall. Ýmsir aðrir þekktir djassleikarar létust þetta ár: Fran- kie Trumbauer, saxistinn sem lengst lék með Bix Beiderbeck og Lester Young lærði mikið af; hljómsveitarstjórinn og básúnu- leikarinn Tommy Dorsey og svo varð eitt hörmulegasta bílslys djasssögunnar er píanistinn Richie Powell, bróðir Buds; og trompetleikarinn Clifford Brown létu lífið. Richie var 25 ára, Clifford 26. Þeir léku með Clifford Brown/- Max Roach kvintettnum og útsetti Richie megnið af efnisskrá kvart- ettsins. Clifford Brown var einn af áhrifamestu trompetleikurum djassins. Hann er sá er þróaði áfram stíl Dizzy Gillespie og Fats Navarros og hafði mest áhrif á harðboppblásara einsog Donald Byrd og Lee Morgan. Það er sorg- legt að þrír í hópi stórtrompetleik- ara djassins létust innan við þrí- tugt. Clifford, Fats Navarro er varð 27 ára og Bix Beiderbeck 28 ára. Clifford af slysförum en hinir tveir úr óreglu. Enn yngri voru þeir tveir menn er umbyltu öllum bassa- og gítarleik okkar tíma er þeir féllu frá. Bassasnillingurinn Jimmy Blanton var 21 árs og raf- gítarleikarinn Charlie Christian varð 23 ára. Þeir urðu báðir tær- ingu að bráð. Art Tatum er mestur píanósnill- ingur djasssögunnar — það er þó ekki það sama og mesti píanisti hennar. Enginn hefur haft þá tækni til að bera er Tatum bjó yfir né beitt henni jafn áreynslulaust. Hljómaskyn hans var sterkt og framsækið og taktskynið óbrigð- ult. Margir hafa misst áttanna hlustandi á flókinn spuna Tatums og haldið hann kominn í ógöngur en aldrei brást það að Tatum hitti fólki. Við þekkjum svona fólk." — Hvað segir þú okkur um þá manneskju sem þú ert að túlka? „Það segir ein persónan í verkinu að hún sé mjög dularfull kona hún Dúna, þetta er ákveðin manneskja, en bæði í senn draumóramanneskja og með báða fætur á jörðinni. Við skulum segja að hún sé margslungin eins og verkið sjálft. Það er svo mik- ið að gerast hið innra með henni að ég held að það borgi sig ekkert að vera að lýsa því nánar." — Þetta er þá vœntanlega erfið rulla? „Já, hún er mjög krefjandi, eins og reyndar alltaf er. Það á kannski sérstaklega vel við um svona ný verk; en þetta er eins og að ganga með barn. Ég vona bara að það þroskist vel og að allt gangi vel þeg- ar það kemur í heiminn. Ég reyni auðvitað að hlúa eins vel að þessu litla barni og unnt er. Þessi um- hyggja og ást vex alveg eins ogþeg- ar maður gengur með barn. Astin stækkar og um leið tilfinningin fyrir því sem maður er að gera og fólkið í verkinu fer að skipta mann meira og meira máli." taktinn rétt. Á bernskuárum lætur tæknin ljúflega í eyrum og þrjú lög man ég öðrum fremur frá því ég var í 12 ára bekk. After you have gone með Krupa bandinu þar sem Roy Eldridge blés eitt af þessum ótrú- legu trompetsólóum, Chasin the Chase með Lionel Hampton í trommuleik og 1 know that you know með Art Tatum einum við flýgilinn. Þá stóð maður á öndinni yfir Tatum hlaupunum og gerir enn. Þó er margt annað sem heill- ar nú og ekki síst þessi mikilfeng- lega tónhugsun og djörfu hljómar. Það er sagt að eitt sinn hafi Art komið þar inn er Fats Waller lék á píanóið. Waller hætti samstundis — Þetta er jafnframt frumraun á nýju suiði. . . „Já, þetta er nýtt leiksvið og mjög spennandi. Mér líður hreint ágæt- lega í þessu húsi." — Ekki kvíði yfir því að vera á hálfgerðum útivelli? „Nei, alls ekki. Það er einmitt gaman að fara svona á milli sviða — að glíma bæði við stór og lítil svið. Maður þarf að spila á svo marga að leika og sagði: „Herrar mínir og frúr, ég er aðeins píanóleikari en Guð hefur gengið í salinn inn". Annars lærði Tatum meira af Wall- er en öðrum píanistum. „Fats! Þaðan er ég ættaður og það er ekkert krummaskuð!" sagði Tat- um eitt sinn. Art Tatum var blindur á öðru auga en sá smávegis með hinu. Hann gat greint liti og spil ef hann bar þau alveg að auganu. Honum var í mun að enginn yrði þessa var og Fats Waller segir að eitt sinn hafi Art meira að segja leitt sig nið- ur stiga — í myrkri. Tatum las því aldrei nótur en heyrn hans var slík að hann gat leikið hvað sem var eftir fyrstu hlustun. strengi þegar maður fer svona á milli og þá fínni strengi í minna húsi þar sem fólkið er nær manni." / smásjá er ekki fyrsta verk Þór- unnar Sigurðardóttur. Menn minn- ast sjálfsagt leikrits hennar um þrenndina Guðrúnu Ósvífursdóttur, Kjartan og Bolla, en það verk var sýnt við góðar undirtektir í Iðnó fyr- ir tveimur árum. Tatum var virtur af öllum er hann þekktu og sagt er að í eitt af þeim fáu skiptum er Toscanini hafi mætt of seint í Metropolitan hafi verið er hann fór með tengdasyni sínum Vladimír Hórowitz, að hlusta á Art Tatum. Er Leonard Feather bað 126 af stórpíanistum djassins að nefna heista áhrifavald sinn nefndu 78 Art Tatum. Af hundrað þekktustu djassistum um miðjan sjötta áratuginn nefndu 68 Tatum sem uppáhalds hljóðfæra- leikara sinn. Fátt fannst Art Tatum skemmti- legra en að leika fyrir útvalda vini sína eftir vinnu á nóttunni. Þá er sagt að hann hafi leikið best. Hafi hann leikið mikið betur en hann gerir á bestu hljóðritunum sínum hefur sá leikur helst sæmt himn- eskum verum. Allt frá fyrslu ein- leikshljóðritunum hans 1933, Tea for two og Tiger rag, til þeirra síð- ustu er hljóðritaðar voru í Los Angeles í ágúst 1956 skipta perl- urnar hundruöum og ekki eru ým- is tríóverkin lakari eða það sem hann hljóðritaði með Big Joe Turner, Ben Webster og öðrum. Tatum var aðeins 46 ára er hann lést. Miklar vökur og ótæpileg drykkja settu á hann mark. Hann gat setið heilu næturnar og leikið — nótt eftir nótt eftir nótt. Þrjátíu ár eru liðin frá dauða hans og enn er hann jafn ferskur og þegar hann kom fyrst fram. „Hvað eru undur heimsins mörg?" spurði Count Basie. „Sjö? Þá erTatum hið áttunda." Herbie Hancock segir: „Margir hljómar Art Tatums eru mun framsæknari en þeir sem ég leik. Ég er enn að reyna að komast að leyndardómum þeirra og því hvernig hann náði þessum meist- arahljómi úr píanóinu. Tatum var snillingur sem á engan sinn líka. Hann fékk allt útúr píanói sem hægt er að ná úr því hljóðfæri! Sá sem ekki hefur numið Art Tatum veit ósköp lítið um hvað djasspíanóleikur snýst. LEIKHÚSlífið fjörgast snöggt- um á fyrstu vikum nýárs, en þá líður að frumsýningum á nokkrum mjög forvitnilegum uppsetningum og nýj- um íslenskum verkum í atvinnuhús- unum. / smásjá Þórunnar Sigurðar- dóttur verður þegar farið af stað og sömuleiðis Aurasál Moliéres í Þjóð- leikhúsinu, en ellefta janúar frum- sýnir Leikfélag Reykjavíkur svo Dag vonar eftir Birgir Sigurðsson sem verður jafnframt níutíu ára afmælis- sýning félagsins. Ákaflega sterk fjöl- skyldusaga frá sjötta áratugnum í Reykjavík, með skörpum persónum og örlagadrama, að því er HP er tjáð. Tveimur dögum áður frumsýn- ir Leikfélag Akureyrar Hvenœr kem- urðu aftur rauðhœrði riddarfí eftir bandaríkjamanninn Mark Medoff, en leikhúsfólk man eflaust eftir upp- færslu Nemendaleikhússins á þess- um dægurþriller á síðasta vetri. Svo skemmtilega vill til að tveir nem- endur LÍ frá þeirri uppfærslu, þau Skúli Gautason og Inga Hildur Har- aldsdóttir leika nú fyrir norðan í sömu hlutverkum og þau voru í við Lindargötuna. Aida Islensku óper- unnar verður frumsýnd sama kvöld í uppsetningu Bríetar Héðinsdóttur á þessu stærsta verki óperusögunn- ar, en Verdi samdi það á sjöunda ára- tug síðasta aldar. Og síðast en ekki síst getum við Djöflaeyjunnar Ein- ars Kárasonar í leikgerð og leik- stjórn Kjartans Ragnarssonar vest- ur í gráköldum fiskverkunarskúrum gamla Búrs á Bráðræðisholtinu, þar sem Iðnó hefur stofnað útibú. Frum- sýning þessa braggablúss verður seinast í janúar eða fyrst í febrúar. KÁRI Halldór hefur stofnað Ævintýraleikhúsiö og sýnt í Kram- húsinu á undanförnum dögum. Fyrsta verkefnið er brúðusýning fyrir börnin þar sem Rósa Guðný Þórsdóttir og Þór Túliníus toga í spottana auk Kára Halldórs. Síðasta sýning á verkinu fer einmitt fram í dag, klukkan fjögur, í Kramhúsinu við Bergstaðarstræti. Að sögn Kára Halldórs er óvíst um hvert næsta verkefni þessa leikhúss hans verður, en segir hitt ljóst að hann muni áfram leggja áherslu á litlar ,,in- tím“ sýningar fyrir börn, til dæmis í skólum og dagheimilum á næstu vikum og mánuðum og jafnvel á Lœkjartorgi næsta sumar. Nóg sé til af ævintýrunum og áhangendum þeirra. Segir svo að seinna meir megi fara að hugleiða svona sýning- ar fyrir fullorðna, sem vel að merkja, þurfi ekki'.síöur á ævintýr- um að halda... ;<* •JSfc. GULLplöturnártJtyrir þessi jól urðu alls sex og þéjjá gríðarmikilli skífusölu vitni. ftáðaáeru hljómplöt- urnar með «i$$®söngvurunum Kristni Sigmunch'&ftif og Kristjáni Jóhannssyni, rtíkítpöturnar með Bubba MorthenS ■Kg’ Strax og sam- antektirnar Jól ulltt daga og I takt við tímann þar seni Smfóníuhljóm- sveitin strýkur" nökkúr vinsælustu popplög íslandssögunnar. Af þess- um plötum seldíst»;jölaplatan sýnu mest, eða'yfir tto þúsund eintök — og að minnsta kosti tvær íslenskar plötur seldust nátefegt gullmarkinu, sem er við fimmta þúsundið; / góðri trú Megasar og Sarna og þegið grín- aranna Karls AgúSts. Úlfssonar, Sig- urðar Sigurjónssotiar og Arnar Árnasonar. , HELGARPÓSTURINN 29 Art Tatum í innlifun sinni. -FÞG JAZZ Guö hefur gengiö í salinn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.