Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 36
■ nnan Sjálfstæðisflokksins eru margs konar vangaveltur um það hvernig leysa eigi framboðsvanda flokksins. Margir vilja að Albert Guðmundsson verði felldur útaf listanum í janúar, þegar fulltrúaráð- ið kemur saman í borginni. Meðal hugmynda sem fram hafa komið um hvernig breyta eigi listanum eru þessar: 1. Færa Friðrik Sophusson upp og listann allan um eitt sæti, 2. Fá Davíð Scheving Thorsteins- son til að taka fyrsta sætið. Sú þriðja á einna mestan hljómgrunn — að fá Þorstein Pálsson úr Suðurlands- kjördæmi til að taka fyrsta sætið. Þar með leystust margir hnútar: Arni Johnsen fengi öruggt sæti og Vestmannaeyingar kættust að mun. Þorsteinn fengi aukna vikt og flokksmenn yrðu meira varir við leiðtogann. Morgunblaðið birti nýlega firnalanga fréttaskýr- ingu eftir Agnesi Bragadóttur þarsem fjallað var um vandamálið Albert í Reykjavík. Töldu margir að þarmeð væri blaðið að sýna öllum fram á að Albért yrði að fara, — eða þá hitt að Morgunblaðið tæki enga ábyrgð á niðurstöðum næstu kosn- inga. .. | samkeppni tryggingafélag- anna, sem fer mjög harðnandi, skiptir miklu að ná undir sig nýjum mörkuðum. Reykvísk endur- trygging hefur verið afar hug- kvæm i þessu efni á árinu. Nýjasta nýtt af þessum vettvangi er ferða- slysatrygging Visa-korthafa. Visa efndi til takmarkaðs útboðs meðal nokkurra tryggingafélaga og náði RE undir sig þessum tryggingum, en samkvæmt heimildum HP byggðist það á afar hagkvæmum endur- tryggingarsamningum í London. Hér er um að ræða fasta tryggingu fyrir alla korthafa Visa, sem eru yfir 50 þúsund talsins. Gísli Örn Lárus- son má því enn einu sinni hrósa happi í viðskiptasamningum á ár- inu, eftir hremmingarnar sem fyrir- tækið lenti í fyrra hluta ársins vegna Hafskipsmálsins.. . A ^^^^lþýðubandalagið í Reykja- vík er í undarlegri stöðu eftir kjara- samningana síðustu. Asmundur Stefánsson frambjóðandi flokksins gerir samninga uppá 25.600 krónur meðan stefna flokksins er 35—40 þúsund króna lágmarkslaun á mán- uði. Auk þess skrifar hann undir efnahagsstefnu með VSÍ og ríkis- stjórninhi. Ekkert hefur opinber- lega heyrst frá Alþýðubandalaginu um málið og er það talið þegjandi samþykki AB við samningana og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. HP hefur hins vegar fregnað að inn- an flokksins sé mikil andstaða við þessa pólitík frambjóðandans og mun hafa verið bókuð óánægja með lág lágmarkslaun í framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins af minnihluta sem saman stóð af Guð- rúnu Helgadóttur, Össuri Skarp- héðinssyni, Kristínu Ólafsdótt- ur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Þá hefur nýtt þingmannsefni Al- þýðubandalagsins á Austfjörðum, Unnur Bragadóttir, ritað harð- orða grein um málið í Þjóðviljann og mun flokksforystan ekki hrópa húrra fyrir Unni vegna þeirrar af- stöðu. . . A a rússnesku sem val- grein við Menntaskólann í Hamrahlíð tók mikinn fjörkipp nú fyrir jólin, þegar val fór fram fyrir næstu skólaönn. Yfir 60 nemendur skráðu sig í rússneskunám, sem er vægast sagt óvanalegur fjöldi. Þakka menn þetta leiðtogafundin- um margfræga og þáttum Péturs Ustinov um Sovétríkin, hvort sem það er rétt eður ei. . . Hver vildi ekki vera í sporum þessara vinnusömu kappa með aukavinninga SÍBS á milli handanna, sem eru óneitanlega glæsilegir hver á sinn hátt. uneð H 1 ver og einn þeirra getur orðið þinn, ef þú ert svo lánsamur að eiga miða í Happdrætti SÍBS. Pú gætir fengið Volkswagen Golf Syncro í mars, Subaru í júní og Saab 900i í október. Flestir myndu samt láta sér nægja einn. Nú,og svo áttu líka mjög góða mögu- leika (þú manst að fjórði hver miði vinnur) á einhverjum af þeim hundrað og tólf milljónum sem eru í aðalvinninga, bifreiðarnar eru bara aukagjöf frá happ- drættinu. Líkurnar á vinningi í Happdrætti SÍBS eru óvenju miklar og ávinn- ingurinn einstakur. Og ekki spillir fyrir hvað það er stórskemmtilegt að vera með. Til vinnandi fyrir 200 krón- ur á mánuði ekki satt? Við drögum 13. janúar. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.