Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 6
YFIRHEYRSLA nafn: Friörik Sophusson fæddur: 18. okt. 1943 heimili Skógargerði 6 heimilishagir Maki Helga Jóakimsdóttir börn 3 dætur heima, aðrir fuglar flognir úr hreiðrinu áhugamáL: Pólitík laun: Um 100 þúsund á mánuði Mogginn — Marbakkatíðindi eftir Óskar Guðmundsson myndir Jim Smart Sjálfstæðisflokkurinn á í miklum erfiðleikum um þessar mundir og hefur spjótum mjög verið beint að varaformanni flokksins, Friðrik Sophussyni. — Sjálfstæðisflokkurinn tapar stöð- ugt fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. í fréttaskýringu í Morgunblaðinu ert þú m.a. ábyrgur fyrir hnignandi gengi f lokksins, — heldur þú að blaðið haf i rétt fyrir sér? „í fyrsta lagi hafa skoðanakannanirnar ekki verið nákvæmlega samhljóma, Hagvangs- könnun sýnir heldur meira fylgi en þær sem komu á undan. Þetta gefur til kynna að þetta er ekki alveg einhlit þróun, þó augljóst sé að flokkurinn fái minna fylgi í könnutium núna en áður.“ — En býr eitthvað dýpra á bakvið þessa fréttaskýringu í Morgunblaðinu, það hefur áður gagnrýnt þig harkalega? ,,Ja, ég trúi Reykjavíkurbréfshöfundi Morgunblaðsins þegar hann segir að þetta sé ósköp venjuieg fréttaskýring hjá einum blaðamanni blaðsins, sem tekur sig til og hringir í marga flokksmenn og skrifar niður hugmyndir þeirra. Það eina sem er sagt og snertir mig, er að við Birgir ísleifur og Ragn- hildur Helgadóttir höfum svikist um það að gera bandalag gegn Albert Guðmundssyni í prófkjöri í Reykjavík." — Þetta er nú ekki það eina og Morg- unblaðið hefur áður fjallað harkalega um þig, — jafnvel vegið að þér? „Menn verða að gera sér grein fyrir því að Morgunblaðið er ekki málgagn Sjálfstæðis- flokksins. Það hefur um nokkurra ára skeið verið að skrifa sig frá flokknum." — Þannig að þú Iítur ekki á þetta eða hliðstæð skrif Morgunblaðsins sem af- skipti eða tilraun til að hafa áhrif á inn- anfiokksátök í Sjálfstæðisflokknum? „Morgunblaðið telur sig styðja sjálfstæðis- stefnuna, en ekki flokkinn. Morgunblaðið hefur — og mun styðja einstaka forystumenn Sjálfstæðisflokksins, en ekki nauðsynlega alla. Það er Ijóst að blaðið hefur um langan aldur dregið flokksmenn í dilka, — hampað sumum en haft hörn í síðu annarra. Það er ekkert nýtt.“ — Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra hefur umfram aðra verið dreginn til ábyrgðar vegna fylgisieysis flokks- ins, vegna tengslanna við Hafskip/Út- vegsbankann og ýmissa stjórnarat- hafna. Ert þú þeirrar skoðunar að hann eigi á hættu að missa sæti oddvita list- ans í Reykjavík? „Albert Guðmundsson hefur orðið eins konar blóraböggull í þessum málum — og ef til vill ekki óeðlilegt, þar sem hann var um skeið stjórnarformaður Hafskips og banka- ráðsformaður Útvegsbankans. Þannig að spjót hafa beinst gegn honum vegna umræð- unnar um tengsl Hafskips og Útvegsbankans við sjálfstæðisflokkinn. Um það hvort Albert verður efstur á listanum eða ekki, er spurn- ing sem ekki er hægt að svara fyrr en að loknum íulltrúaráðsíundi, sem haldinn verð- ur í næsta mánuði, en það er sá fundur sem stillir upp lista flokksins í Reykjavík.“ — Þegar hefur verið tilkynnt að á þessum fundi komi fram tillaga um að hann skipi ekki efsta sæti listans. Hefur þú mótaða afstöðu til slíkrar tillögu? „Ég hef ekki heyrt um að slík tillaga sé formlega ákveðin, — þó rætt hafi verið um að slík tillaga gæti komið fram“. — Nú hefur formaður Heimdallar nán- ast kynnt slíka tillögu og orðað þá hug- mynd að Þorsteinn Pálsson flyttist um kjördæmi og skipaði efsta sætið í borg- inni? „Heimdellingar hafa lýst því yfir að þeir séu óánægðir með niðurstöður úr prófkjör- inu. En sú hugmynd að Þorsteinn yrði þann- ig fluttur finnst mér út í hött." — Myndir þú styðja tillögu ef fram kæmi um að Albert viki úr I. sætinu? „Ef Albert Guðmundsson gerði slíka til- lögu sjálfur myndi ég styðja hana, að öðrum kosti tel ég að verði að fara eftir úrslitum prófkjörsins". — Nú hefur þú sagt að Albert verði ekki sóttur til saka og hans mál hafi ekki verið til umfjöllunar hjá skattrannsókn- arstjóra... „Það sem ég sagði á Byigjunni (í viðtali við Sig. Tómasson) á mánudag er að ég tel að það sé mjög vafasamt að hann verði sakfelld- ur og jafnvel ákærður í tengslum við þetta Hafskips/Útvegsbankamál nema þá kannski vegna stöðuábyrgðar sinnar. Og hitt sem ég sagði varðandi skattrannsóknina, var ein- faldlega það að ég benti á að á þeim tíma sem Helgarpósturinn staðhæfði að mál Al- berts væru til rannsóknar hjá skattrann- sóknarstjóra, — þá var það rangt. Málið var ekki þar. Það er aðeins eitt sem er rétt, og það er það að þegar ríkissaksóknari fékk Hafskipsmálið til meðferðar sl. vor, þá var ráð fyrir því gert að skattalegi þátturinn gagnvart öllum þeim aðiljum sem hugsan- lega hefðu brotið af sér varðandi skattaiög, — að þau mál færu einhvern tíma til skatt- rannsóknarstjóra. En sá tími er einfaldlega ekki kominn." — En hvadan kemur stjórnmálamanni vitneskja af þessum toga? „Ho, ho — ætli það sé ekki eftir svipuðum aðferðum og blaðamenn fá sínar upplýsing- ar". — Kannast þú við aö opinberir rann- sóknaraðiljar hafi samið sérstaka skýrslu um málefni Alberts Guðmunds- sonar — og ef svo er hefur hún verið til umfjöllunar í þingflokki eða æðstu stjórn Sjálfstæðisflokksins? „Nei, ég kannast ekki við slíka skýrslu og þar af leiöandi hefur hún aldrei verið til neinnar umræðu". — í þessu máli og öðrum hliðstæð- um, sem varða einstaka stjórnmála- menn og athafnir þeirra, þá hafið þið forystumenn í sjálfstæðisflokknum hyllst til að túlka mál þannig, að ekki sé ástæða til umfjöllunar eða aðgerða inn- an flokks, nema ef viðkomandi hafi brot- ið lög. En þið talið aldrei um siðferðis- brot. Hefur Sjálf stæðisflokkurinn engar siðareglur, þekkir flokkurinn engin mörk í siðferðislegum efnum? „Vissulega eru mörk í siðferðislegum efn- um. En það er líka vandséð hvernig hægt er að draga ályktun af Hafskipsmálinu í sið- ferðislegum efnum. Það eina sem hægt er að segja og hægt er að læra af Hafskipsmálinu er að úrelt sé að hafa þau tengsl milli stjórn- málamanna og peningamála, sem verið hafa með því að ríkisviðskiptabönkunum sé stjórnað af mönnum sem þingflokkarnir til- nefna. Þessu viljum við breyta og höfum lagt fram tillögur í því efni. Til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og til að koma í veg fyrir að menn lendi í þeirri stöðu sem orkað getur tvímælis á siðferðisgrundvelli. Við höfum sams konar siðferðisreglur og aðrir og það má segja að ég hafi hér nefnt siðferðileg við- brögð flokksins". — Samskipti þín við Framsóknar- flokkinn haifa löngum þótt brösótt. Þú sagðir einhvern tíma að þeir rækju ekki pólitík heldur einvörðungu hagsmuna- gæslu. Ertu ennþá sömu skoðunar? „Já, ég tel að Framsóknarílokkurinn sé til- tölulega prinsípplaus flokkur, sem leggur meira uppúr því að hafa völd en öðru“. — Styður þú áframhaldandi stjórnar- starfsemi við Framsóknarflokkinn? „Eingöngu ef við fáum tryggingu fyrir þvi að losa um afskipti stjórnmálamanna af ann- ars vegar peningamálum og hins vegar at- vinnumálum. Þá á ég m.a. við að ríkisbank- arnir verði gerðir að hlutafélögum, að sjóð- irnir verði afhentir atvinnuvegunum og tek- in verði upp gjörbreytt stefna í sjávarútvegs- málum og landbúnaðarmálum, — horfið frá kvótum og framleiðslumiðstýringu í báðum þessum greinum." — Nú er einnig mikið talað um „við- reisnarstjórn“. Gætir þú hugsað þér að starfa í ráðuneyti undir forsæti Jóns Baldvins Hannibalssonar? „Ég tel að ef Sjálfstæðisflokkurinn fer í ríkisstjórn, þá eigi hann að hafa forsætisráð- herraembættið, enda verður hann stærsti flokkurinn eftir kosningar". — Hann var það líka eftir síðustu kosn- ingar, en engu að síður hlaut hann ekki embætti forsætisráðherra — sætti sig vel við það? „Þá voru aðstæður aðrar í flokknum." — Þannig að þú myndir ekki styðja það að Steingrímur Hermannsson yrði áfram forsætisráðherra? „Ekki í samstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að fara með forsætisráðherraembætti ef hann myndar ríkisstjórn". — Þú ert oft sakaður um iítilþægni s.s. að hafa ekki sótt til forystu í Reykjavík. Þú sættir þig alltaf við að vera númer 2. Er ekki kominn tími til að þú látir reyna á krafta, þína, getu, vald og áhrif? „Jú — það má kannski segja það". — Sú staðreynd að Jón Sigurðsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar skipar efsta sætið hjá Alþýðuflokknum í Reykjavík er talin leiða til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn missi enn meira fylgi en ella næsta vor? „Ég veit ekki betur en Jón Sigurðsson sé ákaflega stjórnlyndur og hrifnastur allra af miklu skipulagi. Þetta er sá maður sem stjórnvöld hafa oftast gripið til að festa skipu- lag og kerfi í sessi. Hann hefur verið ráðu- nautur allra ríkisstjórna í 15 ár — mesta verð- bólgutímabili í sögu þjóðarinnar. Og hann hefur að undanförnu haft það verkefni að skrifa áiitsgerðir um verk núverandi ríkis- stjórnar og fáar ríkisstjórnir hafa fengið betri einkunnir. Þannig að ég á ekki von á miklum breytingum þó að Jón skipti um hempu og skrýðist nú sem stjórnmálamaður í kór Jóns Baldvins Hannibalssonar". — Þannig að þú óttast ekkert um að hann fái fylgi...? ...nema síður sé“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.