Helgarpósturinn - 30.12.1986, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjóri:
Halldór Halldórsson.
Ritstjórnarfulltrúi
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn:
Friðrik Þór Guðmundsson,
Gunnar Smári Egilsson,
Helgi Már Arthursson,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Jónína Leósdóttir og
Óskar Guðmundsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Steinþór Ólafsson.
Auglýsingar:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Baldursson.
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471)
Guðrún Geirsdóttir.
Afgreiðsla:
Bryndís Hilmarsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar
eru að Ármúla 36, Reykjavík sími
681511. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36, sími 681511.
Útgefandi: Goðgá h/f.
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
LEIÐARI
Að uppgötva mælikvarða siðferðis
Völva Vikunnar spáir því, að komandi ár
verði ár umróts og breytinga. Völvur eru vafa-
söm fyrirbæri og vísara að treysta á reynsl-
una. Framtíðarspár geta verið skemmtileg
iðja og gagnleg, ef rétt er að staðið. Hér verð-
ur aðallega litið um öxl og staðhæft, að árið
1986 hafi verið ár mikils umróts og breytinga.
Nægir að nefna talsverðar breytingar í við-
skiptaheiminum og á fjármagnsmarkaði, var-
anlegar breytingar á fjölmiðlamarkaði með til-
komu tveggja nýrra Ijósvakamiðla, Bylgjunn-
ar og Stöðvar 2, breytta samningsgerð verka-
lýðshreyfingarinnar og tilfærslu „samninga"
til vinnustaðanna sjálfra, allverulegar breyt-
ingar á fylgi stjórnmálaflokkanna að
ógleymdum dauða Bandalags jafnaðar-
manna, umræðunnar um Hafskip, Útvegs-
bankann og opinbert siðferði, bankamálaum-
ræðu í kjölfar Útvegsbankamálsins o.s.frv.
Óhætt er að fullyrða, að aldrei áður hefur
verið lögð jafnrík áherzla á viðskiptalegt og
pólitískt siðferði í opinberri umræðu hérlend-
is. Heill stjórnmálaflokkur virðist eiga erfiða
tíma framundan vegna Hafskips/Útvegs-
bankamálsins og enda þótt virðing Alþingis
hafi farið þverrandi hin síðari ár má Ijóst vera,
að þetta sama mál hefur ekki orðið vegsauki
fyrir þessa stofnun. Raunar mætti nefna fleiri
dæmi.
í vetur birtist skýrsla þriggja manna nefnd-
ar, sem kannaði sérstaklega viðskipti Haf-
skipsog Útvegsbankans. Þessi skýrsla er um
margt mjög merkileg. Að vísu má deila um
stöku efnisatriði og áherzlur. En burtséð frá
slíku verður þessi skýrsla efalítið minnisvarði
um ný, breytt og bætt vinnubrögð opinberra
nefnda.
Þetta er staðhæft hér vegna þess, að
skýrsla þessi hefur að geyma athugasemdir
um íslenzkt stjórnarfar ábyrgð þeirra, sem
koma beint við sögu þessa tiltekna máls, og
jafnframt athugasemdir um siðferðilega
ábyrgð allra þeirra, sem koma við sögu.
Þannig er Alþingi, löggjafarvaldið, dregið
til ábyrgðar á ýmsu í málinu, gerðar athuga-
semdir við pólitísk afskipti af bankamálum,
bankaráðum og jafnvel bankastjórum. Þannig
bendir Útvegsbankanefndin á þá augljósu
staðreynd, að það komi illa heim og saman
við störf banka, að fyrir þeim fari stjórnmála-
menn, sem kunni að draga pólitískan taum í
gjörðum sínum.
Margar hinna siðferðilegu og stjórnsýslu-
legu athugasemda nefndarinnar eru í stórum
dráttum í samræmi við þá stefnu, sem Helg-
arpósturinn hefur hamrað á mörg undanfarin
ár.
Útvegsbankaskýrslan fékk slæmar viðtök-
ur hjá ýmsum hinna eldri þingmanna og
þeim, sem reka pólitík í anda hagsmuna-
gæzlu fyrir „atkvæðin" sín. Það var bezta
einkunnin, sem skýrslan gat fengið.
Hún endurspeglaði ákveðna strauma í ís-
lenzku samfélagi, ákveðin vatnaskil í íslenzk-
um stjórnmálum, sem eiga eftir að verða við-
varandi. Þess vegna m.a. er hún merkileg.
Pólitísk umræða á íslandi er að taka veru-
legum breytingum og þessi breyting á eftir að
taka mörg ár. Á meðan á breytingaskeiðinu
stendur má búast við harðvítugum átökum,
þar sem sök verður örugglega oft skellt á fjöl-
miðlana, sem flytja fregnirnar. Á því ári, sem
nú er að renna sitt skeið á enda, fengu fjöl-
miðlarnir nokkrar gusur.
Þeim linnir, að sjálfsögðu, og þegar fjöl-
miðlarnir hafa hrist af sér fjötra fortíðarfjass
og -hugmynda, og pólitíkusarnir hafa áttað
sig á þjónshlutverki sínu í þágu almennings,
þá má búast við vitrænni samskiptum stjórn-
málamanna og fjölmiðla og huggulegra að-
haldi fjölmiðlanna á sem flestum sviðum
þjóðlífsins.
Helgarpósturinn veitir aðhald, eins og
dæmin sanna. Blaðið mun halda því áfram í
von um, að fá einherju áorkað, sem orðið get-
ur til þess að bæta íslenzkt samfélag. Þetta er
hugsjón Helgarpóstsins og með þessu hug-
arfari fögnum við nýju ári.
BRÉF TIL RITSTJÖRNAR
YFIRLÝSING
Eftirfarandi yfirlýsingu
sendi Ingólfur Margeirsson rit-
stjóri fjölmiðlum þ. 19. des-
ember:
„Skrif Ragnars Kjartanssonar,
fyrrum stjórnarformanns Haf-
skips hf., í Morgunblaðinu að und-
anförnu um viðskipti mín við fé-
lagið gefa til kynna að greiðsla fyr-
ir flutning hafi verið felld niður
með þeim hætti að eðlilegt sé að
líta á sem mistök af minni hálfu.
Undanfarið hef ég reynt að gera
grein fyrir þessum viðskiptum eft-
ir bestu vitund og samvisku.
Ég vil taka skýrt fram, að þessi
viðskipti hafa aldrei haft nein áhrif
á störf mín sem ritstjóri Helgar-
póstsins eða á ritstjórnarstefnu
blaðsins. En þar sem umræða
þessi öll er komin á það stig að
hún getur valdið blaðinu og sam-
starfsfólki mínu ófyrirsjáanlegum
erfiðleikum, tel ég mér skylt að
segja starfi mínu lausu sem rit-
stjóri Helgarpóstsins. mér er það
Ijóst að undir engum kringum-
stæðum má varpa skugga á nafn
blaðsins eða störf ritstjórnar."
Þann 19. desember sl. sendi
Ingólfur Margeirsson ritstjóri frá
sér framangreinda yfirlýsingu.
Með henni sagði hann starfi sínu
lausu á Helgarpóstinum.
Við lýsum yfir heils hugar þökk-
um okkar fyrir vel unnin störf
Ingólfs frá því hann hóf störf við
blaðið árið 1983. ,
Við sem höfum staðið í slagnum
með Ingólfi Margeirssyni munum
sakna góðs og fjörugs vinnufé-
laga. Skarð hans verður vandfyllt.
Starfsmenn HP virða ákvörðun
Ingólfs og eftir á er hann maður að
meiri.
- Ritstj.
SVÖRVIÐ
FRÉTTAGETRAUIM
1-c. 2-b. 3-b. 4-c. 5-a. 6-b. 7-c. 8-c.
9-c. 10-a. 11-b. 12-a. 13-a. 14-b. 15-c.
16-c. 17-c. 18-c. 19-a. 20-b. 21-a.
22-b. 23-a. 24-b. 25-a. 26-a. 27-b.
28-b. 29-c. 30-a. 31-b. 32-a. 33-a.
34-a. 35-a. 36-c. 37-b. 38-b. 39-a.
40-b. 41-c.
10 HELGARPÖSTURINN
Ljódabréf til
Þorsteins
Pálssonar
Knattspyrnu-, er kappi slyngur
keppnissigra marga vann.
Enginn hefur íslendingur
öðlast slíka frægð sem hann.
Fjöldinn hefur miklar mætur
á meisturum í þeirri list.
Kappinn er með fima fætur
fátt því hefur mistekist.
Gengið hefur glæstan feril
gerði mörkin engu lík.
Starfar nú við ys og eril
efst á blaði er pólitík.
Fær í öllum félagsstörfum
er finna má í einni sveit.
Aldrei linnir okkar þörfum
um þann fjölda naumast veit.
Hann er jafnan hress og frískur
hans er starfið allt með glans.
Og við smáa aldrei nískur
ætíð vinur lítils manns.
Ymsir tæpast orðin spara
um það hvernig honum tekst.
Eigin götu oft vill fara
illa í sínum flokki rekst.
Útaf-hlaupin ennþá nefna
ýmsir menn í flokki hans.
Vilja sinna harma hefna
hugsa þungt til félagans.
Alþingi er enn að störfum
um þar ganga vísir menn.
„Kringlan" sinnir þeirra þörfum
þar að tafli sest er enn.
Títt hann situr tafls- við borðin
taflið þroskar huga manns.
Nú er „Jakinn" aftur orðinn
einn af bestu vinum hans.
Hafskips-rugl er frá þeim fokið
ferðasagan gleymist brátt.
Þessum málum loks er lokið
lifað er í frið og sátt.
Erfitt sumar ýmsum þótti
upp var þyrlað sóðaskap.
En á brattann samt hann sótti
'sá er ekkert fyrir tap.
Kosningarnar koma bráðum
kappinn fór í prjófkjörs-slag.
Vildi sínum ráða ráðum
reyna að bæta eigin hag.
Helena með tryggð í taugum
tafli þungu sneri við.
Úr Oklahoma fylki flaug um
föðurnum að veita lið.
Andbyr þá í flokki fann hún
föður sínum einum gegn.
Samt þar glæstan sigur vann hún
sagðist unna góðum þegn.
Föður sinn þeir einan elta
alveg markvisst, sú er raun.
Ur stólnum honum vilja velta
og vinna að því, mest á laun.
Úr innsta hring í eigin flokki
aðför sú er pólitísk.
Að búa heima lítið lokki
langar að verða bandarísk.
En — upp hann komst í efsta sæti
á það stefnan tekin var.
Þetta kannske kostar læti
kappinn fast nú situr þar.
Andstæðingar illa láta
einkanlega í flokki hans.
En vinir góðir varla gráta
vinafylgi þessa manns.
Einhverskonar úlfaþytur
innan flokks ef vel er gáð.
En í efsta sæti situr
sá, er toppnum hefur náð.
Þessar reglur þannig standa
þeim er ekki í hvelli breytt.
Þó að flokknum valdi vanda
verður ekki hjá þeim sneitt.
Tekið saman fyrsta vetrardag
1986.
Stuðst við blaðaúrklippur.
Ólafur Runólfsson