Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 9
HLUTAFJÁRÚTBOÐ ARNARFLUGS MAT FORRÁÐAMANNA ARNARFLUGS Á MARKAÐSVERÐI BOEING 737 MILLJÓN DOLL- URUM OF HÁTT YFIRLÝSINGAR UM „VÆNTANLEGAN HAGN- AÐ AF KAUPUM" VÉLARINNAR ÚR LAUSU LOFTI GRIPNAR TAPAÐAR ÚTISTANDANDI SKULDIR OG KYRR- SETTIR FJÁRMUNIR INNI í EIGINFJÁRREIKNING- UM Steingrímur Hermannsson, forsætisráö- herra. Framkvæmdasjóöur Islands er nú bundinn í báða skó vegna taprekstrar Ála- foss og Arnarflugs, tveimur árum eftir aö sjóðurinn var settur undir stjórn Stein- gríms í forsætisráðuneytinu. hafi í félaginu taldir upp: í fyrsta lagi góð kjör á skuldabréfum, vegna fyrirgreiðslu Framkvæmdasjóðs. í öðru lagi var hluthöfunum lofað eins konar klúbbaðild, með ýmiss konar fríðindum. í þriðja lagi var starfsvettvangi féiagsins lvst. Og í fjórða lagi voru yf irlýsingar forráða- manna Arnarflugs um hina „duldu eign“ félagsins í Boeing 737-205 C sem félagið er með á kaupleigu- samningi settar fram þannig að „væntanlegur hagnaður af kaupun- um“ eftir tvö ár yrði 160 milljónir króna. Eiginfjárstaðan sem verður enn neikvæð eftir hlutafjárútboðið er með þessu bætt upp með „hugsan- legum hagnaði" af flugvélakaupum eftir tvö ár. Útreikningur félagsins á þessu dæmi hljóðar svo: Gert er ráð fyrir að markaðsverð þessarar vélar sé í dag 8,5 milljónir dollara. Eftir tvö ár býðst Arnarflugi að kaupa vélina á 4,5 milljónir doll- Höröur Einarsson, stjórnarformaður Arn- arflugs. Hann setti fyrst fram kenninguna um „væntanlegan hagnað" af kaupum á Boeingvélinni í Morgunblaðinu 26. mars síðastliðinn. Þessi kenning virðist nú vera það eina sem forráðamenn félagsins treysta sér til að selja. ara. Mismunurinn er því 4 milljónir dollara og þegar búið er að marg- falda það með áætluðu gengi dollar- ans í 40 krónum, koma út 160 millj- ónir króna. Helgarpósturinn innti Kristin Sig- tryggsson framkvæmdastjóra eftir því í gær, hvort félagið byggði mat sitt á markaðsverði vélarinnar í dag á mati flugvélamiðlara. Kristinn sagði svo ekki vera. Hins vegar hefðu starfsmenn félagsins fylgst vel með verðþróun á þessum vélum að undanförnu. VERÐ FLUGVÉLARINNAR OFMETIÐ UM MILLJÓN DOLLARA Helgarpósturinn leitaði því til Avmark Services Limited, sem er fyrirtæki sem gefur út skrár unnar úr sölusamningum á flugvélum um allan heim. Gary Gerard, starfsmað- ur þess félags, sagði markaðsverð á samskonar vélum, með samskonar hreyfla og Arnarflugsvélin, vera Kristinn Sigtryggsson, framkvæmda- stjóri Arnarflugs. Tekst honum aö koma Arnarflugi aftur á flug eftir margfaldar brotlendingar síðustu ára? Það veltur á hvernig hlutafjárútboðið gengur. Það er lífsnauðsyn fyrir félagið. En þegar þvl er lokið hefur félagið enn neikvæða eigin- fjárstöðu um 120 milljónir króna. mjög misjafnt. Ef hreyflarnir væru gamlir mætti gera ráð fyrir að vélin seldist á um 6.127 þúsund dollara. Ef þeir væru hins vegar nýir mætti reikna með verði á bilinu 7—7,5 milljónir dollara. Varðandi verðþróun næstu ára sagði Gary að verðið héldist að öll- um líkindum út þetta ár og hækkaði jafnvel lítillega. Þegar hins vegar 300 og 400 „seríurnar" af Boeing 737 færu að hafa áhrif á markaðinn mætti gera ráð fyrir að verðið félli. Hann spáði því að eftir 5 ár hefði verðið á vélum eins og Arnarflugs- vélinni lækkað um 20% frá því það er í dag. Upplýsingar Avmark stangast töluvert á við það markaðsverð sem Arnarflugsmenn greina frá. Sömu- leiðis upplýsingar sem gefnar eru upp um verð þessara véla í The Air- liner Price Guide fyrir veturinn 1987. Þar eru þessar vélar metnar á tæplega 7,5 milljónir dollara. Af Auglýsing Arnarflugs um hlutafjárútboð- iö. Fyrir utan inngöngu (ferðaklúbb hefur félagiö ekkert aö bjóöa væntanlegum hluthöfum, annað en kenningu Harðar Einarssonar um „væntanlegan hagnað" af kaupum á Boeingvélinni. þessum tveimur aðilum, verður að telja Avmark áreiðanlegri. Ef upplýsingar þeirra eru bornar saman við uppgefnar tölur frá Arn- arflugi kemur í ljós að þar skeikar 1—1,5 milljónum dollara. Rétt er að benda á að eftir C-skoðun á vél Arn- arflugs í Dublin, sem stendur nú yfir verða báðir hreyflar vélarinnar nýir eða nýlegir. Hér er því miðað við markaðsverð frá Avmark á vélum með nýja hreyfla. Ef markaðsverðið frá Avmark er sett inn í dæmið í auglýsingunni verður „væntanlegur hagnaður af kaupunum“ á Boeingvélinni á bilinu 97—117 milljónir króna (miðað við gengi dollara: 39 krónur), en ekki 160 milljónir króna, eins og segir í auglýsingunni. Að markaðsverðinu slepptu er annað athyglisvert í þessu reikn- ingsdæmi sem Arnarflugsmenn hafa margsinnis endurtekið í fjöl- miðlum. Þeir greina ekki frá því að félagið á enn eftir að greiða leigu fyr- ir þessa vél í tvö ár. Ársleigan er 1.326 þúsund dollarar. Leiga í tvö ár er því tæplega 103,5 milljónir króna. Ef leigu næstu tveggja ára er bætt við kaupverð Arnarflugs á vélinni eftir 2 ár, er kaupverðið orðið 7.152 þúsund dollarar. Það er ekki ýkja fjarri því markaðsverði sem Helgar- pósturinn fékk uppgefið hjá Av- mark, sérstaklega í Ijósi spár Gary Gerard á verðþróun næstu ára. Því má allt eins gera ráð fyrir engum hagnaði af kaupum Arnarflugs á Boeing 737-205 C. Alla vega er það mun raunsærra í ljósi þessara upp- lýsinga, en að gera ráð fyrir 160 milljón króna hagnaði eins og gert er í auglýsingunni og yfirlýsingum forráðamanna Arnarflugs. Þá má benda á að þessi kaupleigu- samningur Arnarflugs er félaginu ekki ýkja hagstæður í dag. Leigan sem félagið borgar er ekki nema lít- illega undir hæstu leigugjöldum i dag, þrátt fyrir að verð pg leiga á flugvélum hafi ekki verið jafn hátt í langan tíma. Það skapast af lágu eldsneytisverði og góðri afkomu flugfélaga. Skilyrðum sem Arnar- flugi, öfugt við Flugleiðir, hefur ekki tekist að nýta sér. SPILIN Á BORÐIÐ! Þegar framsetning auglýsingar Arnarflugs um hlutafjárútboðið er lögð við grein Gísla Maack, fyrrver- andi verkefnastjóra félagsins, er ljóst að forráðamenn félagsins þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum. Betur en þeir hafa hingað til gert, þó svo „hreinskilni" Harðar Einars- sonar stjórnarformanns, hafi orðið tilefni leiðaraskrifa Morgunblaðs- ins. Slík krafa þarf ekki einungis að koma frá væntanlegum hluthöfum. í ljósi skuldbindinga ríkisins vegna rekstrar félagsins eiga skattborgar- ar heimtingu á greinargóðum upp- lýsingum um stöðu félagsins. Öfugt við tilvonandi hluthafa geta þeir ekki sjálfum sér um kennt ef skolla- eyrum er skellt við gagnrýni sem komið hefur fram. HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.