Helgarpósturinn - 02.04.1987, Page 12

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Page 12
FRÖNSK KVIKMYNDAVIKA Dagana 4.—10. apríl verdur í Regnboganum haldin frönsk kvik- myndavika. Þad er Háskólabíó sem stendur að þessari viku ásamt Alli- ance Francaise og Unifrance Film International í samvinnu við franska sendiráðið. Á hátíðinni verða sýndar 9 myndir, allar nýjar og nýlegar, sú elsta frá 1985 og að sögn þeirra sem til þekkja þá er hér á ferð rjóminn af franskri kvik- myndagerð síðustu ára. Sannarlega gleðitíðindi. Meðal mynda á hátíðinni er ein sem heitir Therese, eftir leikstjór- ann Alain Cavalier. Þessi mynd sóp- aði til sín verðlaunum, César-verð- launum, sem eru franska hliðstæð- an við Óskarsverðlaunin banda- rísku, hún fékk 6 verðlaun m.a. sem besta myndin. Að auki fékk myndin sérstök verðlaun á Cannes-hátíðinni í fyrra, ásamt Mission eftir Roland Joffe og Fórninni eftir Tarkowsky en sem kunnugt er fór Guðrún Gísla- dóttir með stórt hlutverk í þeirri mynd. Myndin segir frá ungri konu Daihatsu-umboðið, Ármúla 23, 108 Reykjavík S: 91 -681733 S:91 -685870 Akureyri Bílvirki sf. Fjölnisgata 6B S: 96-23213 Njarðvík Daihatsu-salurinn v/Reykjanesbraut S: 92-1811 Ofangreint verð er staðgreiðsluverð og án ryðvarnar og skráningar. Gengi dags. 1.4. 1987. FYRIRTÆKI FYRIRTÆKI CIJORE MEÐ AL-DRIFI er í vaxandi mœli valinn af fyrirtœkjum til ýmissa verka, t.d. fyrir sölumenn og allt mögulegt bœjarsnatt, einnig sem „mini1 greidabíll ; '; . ; íH\ 1. Al-drif með einum hnapp — þegar færð versnar þá skilar litla torfæru- tröllið þér á leiðarenda. 2. Heilsársdekk. 3. Frábærlega lipur í öllum bæjarakstri og ótrúlega sparneytinn. 4. 5 gíra gírkassi. 5. Með einu handtaki breytt í lítinn sendibíl með því að fella niður aftur- sætisbak. 6. Síðast en ekki síst á frábæru verði, 307.900* sem verður ástfangin af manni sem dó fyrir nokkrum öldum, Jesú Kristi. Aðrar myndir sem rétt er að nefna eru: Þrír karlar og ein karfa, eftir Coine Serreau. Þessi mynd hlaut César-verðlaunin ’86 sem besta myndin og er talin vera hlægileg- asta mynd níunda áratugarins, nú þegar hafa séð hana 8 milljónir manna, þar af helmingur utan Frakklands. Síðu frakkarnir heitir mynd sem gerist í Suður-Ameríku og hefur undirtitilinn „pólitískur vestri”, eftir Gilles Béhat. Kjúklingur í ediki, eftir Claude Chabrol er 37. mynd hans í fullri lengd, en hann er sennilega einna þekktastur þeirra leikstjóra sem eiga myndir á hátíð- inni. Hér til hliðar gefur svo að líta dag- skrá kvikmyndavikunnar, en eins og áður sagði eru sýningar í Regn- boganum. Myndirnar verða allar, utan Therese, sýndar með enskum texta. Svo er bara að drífa sig í bíó. Laugard. 4.4.: „Trois hommes et un couffin" (Þrír karlar og ein karfa). „Rouge baiser" (Rauður koss) 1985, eftir V. Belmont. „Les longs man- teaux“ (Síðu frakkarnir) 1985, eftir G. Béhat. „Thérése” 1986, eftir A. Cavalier. Sunnud. 5.4.: „Rouge baiser” (Rauður koss) 1985, V. Belmont. „Les longs manteaux" (Síðu frakk- arnir) 1985 eftir G. Béhat. „Trois hommes et un couffin" (Þrír karlar og ein karfa) eftir C. Serreau. „On ne meurt que deux fois“ (Dauðinn kemur aðeins tvisvar) 1985, eftir J. Deray. Mánud. 6.4.: „Rouge baiser” (Rauður koss) 1985, V. Belmont. „Trois hommes et un couffin" (Þrír karlar og ein karfa) 1985, eftir C. Serreau. „Thérése" 1986, eftir A. Cavalier. „On ne meurt que deux fois“ (Dauðinn kemur aðeins tvisvar) 1985. Þriðjud. 7.4.: „La pirate" (Sjóræn- ingjakonan) 1984, eftir J. Doillon. „Poulet au vinaigre” (Kjúklingur í ediki) 1985, eftir C. Chabrol. „Trois hommes et un couffin" (Þrír karlar og ein karfa). Miðvikud. 8.4: „Beau temps mais orageux en fin de journée" (Logn og heiðríkja) 1986. „Flagrant désir" (Augljós þrá) 1986, eftir C. Faraldo. „Poulet au vinaigre" (Kjúklingur í ediki), eftir Claude Chabrol. Fimmtud. 9.4.: „Poulet au vin- aigre" (Kjúklingur í ediki) 1985, eftir C. Chabrol. „La pirate" (Sjóræn- ingjakonan) 1984, C. Doillon. „Thér- ése“ 1986, eftir A. Cavalier. Föstud. 10.4.: „Flagrant désir" (Augljós þrá) 1986, eftir C. Faraldo. „Beau temps mais orageux en fin de journée" (Logn og heiðríkja). „Thér- ése“ 1986. Úr verðlaunamyndinni Therese Úr Þremur körlum og einni körfu. Kjúklingur I ediki eftir Chabrol. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.