Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 14
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart
Alvöru popparar á íslandi eru ekki mjög
margir. Kannski fimm. Margir hafa byrjað í
poppbransanum en aðeins örfáir hafa
þraukað. Poppbransinn er ekkert gamanmál
hjá þeim. Meira að segja er hann stundum
svo háalvarlegur að fyrir þeim er það spurn-
ing um lifibrauð. Popparar eru þeir sem gera
bíóferðina fullkomna hjá mörgum. Eða hvað
væri bíóferð án poppkornspoka?
Meðan aðrar þjóðir nota maísbaunir að
mestu leyti sem hæsna- og svínafóður
borða íslendingar mörg hundruð þúsund
poka af poppkorni á ári hverju. Og þá er
aðeins verið að tala um það poppkorn sem
við kaupum í kvikmyndahúsum eða sölu-
turnum, ekki allt poppið sem við borðum
þegar (og ef) það er góð bíómynd í sjón-
varpinu...
Hér í Reykjavík eru nokkrir aðilar sem sjá
um að framleiða poppkorn fyrir kvikmynda-
húsin. Þeir segja sjálfir að samkeppnin sé
hörð en þó ekki svo að þeir geti ekki komið
saman og rætt um verðiagningu. Fyrstu
poppkornsframleiðendur hér á landi munu
hafa verið flugmenn. Þeir settu á markað
poppkorn undir nafninu „Kúmulus" sem
mun vera „veðurfræðilegt" nafn á skýi.
Fyrirtækið seldu þeir síðan Rolf Johansen
sem aftur seldi það til Ólafs Magnússonar
sem nú rekur Bílamarkaðinn á Grettisgötu.
Svo alvarlega var Óii tekinn í þessum
bransa að hann gengur enn undir nafninu
Óli popp meðal margra. Sjálfur segist Óli
hafa haft meira en nóg að gera í poppfram-
leiðslunni þannig að hún var hans aðalstarf í
mörg ár. Óli byrjaði í poppbransanum í
kringum '55—56 og var „í poppinu" fram til
ársins 1970 að hann sneri sér að öðru starfi.
Hann var lengi vel sá eini sem annaðist
framleiðslu á poppkorni og segist hafa
fundið mun á sölu á þessum árum hvort
verið var að sýna unglinga- eða spennu-
myndir; salan hafi aukist þegar slíkar
myndir voru til sýningar.
Hvort Rolf Johansen hefur séð eftir
Kúmulus vitum við ekki en ekki löngu síðar
hóf aftur Rolf framleiðslu á poppi sem hann
seldi undir nafninu Lollipop. Sagan segir
jafnframt að það nafn hafi verið dregið af
laginu „My boy Lollipop" sem sló svo ræki-
lega í gegn á þeim tíma. Lollipop popp-
kornið er enn við lýði þótt salan hafi
minnkað.
En hvers vegna fjölgaði poppurunum
skyndilega? Var þarna um að ræða fijót-
tekinn gróða eða var þetta kjörið tækifæri
fyrir aukavinnu? HP ræddi við þrjá þeirra
aðila sem stærstir eru í poppframleiðslunni
og spurðist fyrir um aðdragánda þess að
þeir fóru út í poppið.
„POPPIÐ ER AÐALSTARFIÐ"
Rafn Benediktsson er sá stærsti í popp-
framleiðslunni að sögn kunnugra. Hann
framleiðir „Maxi“ poppkorn og segir svo frá
aðdraganda þess:
„Ég hóf að framleiða poppkorn aðallega
vegna þess að ég er fatlaður og hef því ekki
aðgang að almennum vinnumarkaði. Þegar
14 HELGARPÓSTURINN
ég sá fram á að ég fengi ekki annað starf
ákvað ég að prófa þetta og hóf fram-
ieiðsluna í smáum stíl í húsnæði við heimili
mitt. Ég byrjaði á að kaupa mér poppkorns-
vél og leitaði svo til Plastprents til að fá
poka. Þar benti Benedikt Stefánsson sölu-
stjóri mér á að fara á auglýsingastofu
Ástmars Ólafssonar sem hannaði merkið á
pokana og nafnið fyrir mig.
Ég gerði mér í rauninni enga grein fyrir því
hversu umfangsmikið þetta yrði, en samt
gerði ég mér ljóst að ég hlyti að verða með
þeim stærstu þar sem þetta yrði mitt aðal-
starf. Það voru nokkrir fyrir á markaðinum
en þeir voru allir með poppkornsframleiðslu
sem aukastarf. Þar sem poppkorn var þegar
á markaðinum lenti ég ekki í neinum erfið-
leikum með að finna út verðið á því. Núna
hittumst við poppkornsframleiðendur og
ræðum um verð o.fl. þegar tilefni er til.
Að sjálfsögðu er samkeppni á milli okkar.
Hún er þá fyrst og fremst í vörugæðum,
ekki vöruverði. Við stjórnum ekki útsölu-
verðinu á þessu, því þótt þetta sé ódýr vara
er hún fyrirferðarmikil og dýr í dreifingu.
Það er svolítið sérstök aðferð sem fylgir því
að afgreiða poppkorn í kvikmyndahúsum
vegna þess að það þarf að afgreiða svo
mikið á skömmum tíma að verðið verður
hærra af þeim sökum. Starfsfólk kvikmynda-
húsanna hefur lítið sem ekkert að gera
nema áður en hleypt er inn og svo í hléi en
þá þarf líka að hafa allt frá tveimur upp í
fjórar manneskjur svo allir fái afgreiðslu.
Það kostar því kvikmyndahúsin meira en
söluturna að vera með sölufólk og það
hlýtur að bitna á verðinu.
Poppkornssalan hefur aldrei dottið niður
svo heitið geti á þeim rúmu fimmtán árum
sem ég hef unnið við þetta. Meðan popp-
korn er gott og nýtt þá er það vinsælt. Mér
finnst áberandi hversu mikið salan eykst
eftir að jólamyndirnar koma í kvikmynda-
húsin og einnig þegar spennumyndir eru á
ferðinni. Það er hluti af bíóferðinni hjá
mörgum að kaupa sér poppkorn. Það er nú
aðallega yngra fólkið sem er í poppinu, þeir
eldri eru komnir yfir í konfektið. Ég gæti
trúað að ég framleiddi um 500.000 poka á
ári.
Já, já, ég borða poppkorn og fæ aldrei
leið á því. Hins vegar kaupi ég mér aldrei
poppkorn ef ég fer í bíó. Þótt skömm sé frá
að segja er ég ekki mikill bíómaður en hef
þó afskaplega gaman af, ef ég dríf mig.
Kvikmyndahúsaeigendur bjóða mér
stundum og þá fer ég.
Hávaðinn? Jú, það vita allir sem hafa
poppað heima hjá sér að því fylgir hávaði.
Ég læt mig bara hafa það og kveiki
aldrei á útvarpi til að yfirgnæfa „poppið",
mér finnst hávaði og útvarp ekki fara
saman. Ég fæ ekkert meira leið á þessu
starfi en aðrir fá af sínu, fá ekki allir leið
einhvern tímann?
Já, ilmurinn er indæll — og meðan ég var
með þessa framleiðslu í íbúðarhúsahverfi
voru mörg börn sem heimsóttu mig og báðu
um poppkorn. Maður gat bara ekki verið að
gefa þeim þótt maður feginn hefði viljað því
þá hefði aldrei verið vinnufriður! Núna er
ég kominn í iðnaðarhverfi og það er öllu
rólegra. Starfsemin hefur aukist og við erum
núna þrjú í vinnu hérna. Ég er með góðan
mann sem sér um að keyra vöruna út enda
framleiðum við aldrei á lager og reynum að
koma þessu eins nýju á markaðinn og við
getum. Þetta er allt orðið fullkomnara en
var í fyrstu, ég er kominn með fleiri og
stærri poppkornsvélar og pökkunarvél svo
við þurfum ekki lengur að moka í pokana."
„ALLTAF VERIÐ AUKASTARF"
Það er greinilega ekki mikil samkeppni né
mikill rígur milli framleiðendanna því þeir
sem við ræddum við vísuðu allir á Rafn sem
þeir sögðu stærstan í þessari framleiðslu.
Daði Jónsson sem framleiðir nú Lollipop
poppkornið vísaði í fyrstu á Rafn og benti
svo á að við skyldum tala við Axel Magnús-
son sem væri aldursforsetinn í þessum
efnum. Axel er orðinn 78 ára gamall og
framleiðir Kiddu Pop: „Ég byrjaði þannig á
poppframleiðslunni að ég rak veitingastofu í
Lækjargötu og byrjaði upphaflega á þessu
bara fyrir sjálfan mig. Poppaði bara fyrir
mig og seldi þar. Ég var með bréfpoka og
bauð upp á nýtt og heitt poppkorn. Þá seldi
ég ekkert í kvikmyndahúsin og byrjaði
reyndar ekki á því fyrr en 1975. Þetta er nú
ósköp lítið hjá mér núna, við vinnum bara
við þetta hjónin og seljum einu kvikmynda-
húsi. Þetta hefur alltaf verið aukastarf hjá
mér. Ég keyri þetta út sjálfur, ennþá að
minnsta kosti, en ég er orðinn 78 ára gamall
svo það fer kannski að hægjast. Maður
reynir að fylgjast með hvort poppkornið hafi
hækkað og sælgæti almennt og þá þorir
maður að fara hærra! Nei, ég fæ aldrei leið
á þessu starfi enda er þetta svo lítið hjá mér.
Ég borða dálítið mikið af poppkorni enda
þykir mér það gott. Það fer alveg eftir kvik-
myndunum hvernig salan er á poppkorni. Ef
það er unglingamynd selst alltaf mest.“
Daði E. Jónsson sem fyrr er getið segir
einnig að poppframleiðsla sín sé aukastarf
og svo hafi alltaf verið: „Við byrjuðum með
þetta tveir saman fyrir tæpum tuttugu árum.
Þá var ég að vinna hjá þekktum og góðum
heildsala hér í bæ, Eiríki Ketilssyni, og í
gegnum það starf kynntist ég bílstjóra hjá
Asbirni Ólafssyni, Kristjáni Þorsteinssyni.
Hann og kona hans voru með Lollipop og
Kristján bauð mér vélina til kaups þegar
hann vildi hætta. Við keyptum hana tveir
saman, ég og Grétar S. Kristjánsson, og byrj-
uðum á framleiðslunni í bílskúr heima hjá
meðeiganda mínum. Þá voru Erik Steinsson,
Óli popp og Axel fyrir á markaðinum svo
við fylgdum þeim í verðlagningu. Vélin sem
við vorum með var svipuð þeim sem nú eru
í mörgum söluturnum, svona nokkurs konar
glerskápur og í honum var átta únsu pottur.
Þar sprengdum við baunirnar og mokuðum
upp poppkorninu í pokana.
Þetta varð miklu meira starf en ég hafði
haldið í fyrstu. Það kom sér því vel að við
vorum tveir og nutum aðstoðar eiginkvenna
og skyldmenna. Við skiptum verkum á milli
okkar en það sem er mest bindandi í þessari
poppframleiðslu er að varan verður alltaf að
vera ný og þess vegna er maður aðallega í
því að keyra út á kvöldin og um helgar.
Daði Jónsson framleiðandi Lollipop poppkorns og Rafn Benediktsson framleiðandi Maxi.