Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 16
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS
[
eftir Halldór Halldórsson
Um 55% íslendinga telja, ad
meint skattaiagabrot Alberts Gud-
mundssonar fv. fjármálarádherra
hafi ekki veriö nœg ástœöa til þess
að víkja honum úr starfi sem ráö-
herra í ríkisstjórn /andsins. 45%
telja Hafskipsgreiöslurnar tvœr,
sem Albert taldi ekki fram, hins veg-
ar nœga ástœöu til þess aö hann
vœri látinn fara frá.
Þetta kom fram í skoðanakönnun,
sem HP efndi til um sl. helgi.
Þessi niðurstaða er að mörgu leyti
merkileg.
Helgarpósturinn hefur tvisvar áð-
ur kannað viðhorf þjóðarinnar til
stöðu Alberts Guðmundssonar með
hliðsjón af Hafskipsmálinu. f fyrra
skiptið taldi góður meirihluti, að
Aibert ætti ekki að segja af sér þrátt
fyrir rannsókn Hafskipsmálsins og
hugsanleg tengsl hans við málið eða
64%. Þetta var í desember 1985.
í síðara skiptið hafði dæmið snúizt
við og nú töldu 73% aðspurðra, að
Albert œtti að segja af sér fyrir fullt
og ailt eða á meðan rannsókn færi
fram. Þessi síðari könnun var gerð
snemma í júlí í fyrra.
Niðurstaða skoðanakönnunar-
innar frá því um liðna helgi er ekki
eins afgerandi og hinar tvær fyrri.
í júlíkönnuninni í fyrra spurðum
við hvaða ástæður fólk legði til
grundvaliar afstöðu sinni og var nið-
55% TÖLDU EKKI ÁSTÆÐU TIL AFSAGNAR ALBERTS
45% VORU Á ÖNDVERÐRI SKOÐUN
90% TEUA, AÐ FRAMBJÓÐENDUR, ÞINGMENN OG RÁÐHERRAR EIGI AÐ SÆTA
SIÐFERÐILEGRI ÁBYRGÐ VEGNA YFIRSJÓNA
urstaðan sú, að góður meirihluti
taldi, að siðferðilegar ástæður
vægju þyngst, fremur en pólitískar
eða lagalegar.
í öllum þessum könnunum hefur
svörun verið mjög góð og raunar
bezt í nýjustu könnuninni. Aðeins
um 4% vildu ekki svara og rösk 11%
voru óákveðnir.
Þessi samanburður sýnir, að nú
þegar raunveruleg dæmi um skatta-
undandrátt hafa verið lögð á borðið
með staðfestingu þar til bærra aðilja
(þ.e. skattrannsóknarstjóra) og við-
komandi verið látinn sæta póiitískri
og siðferðilegri ábyrgð, þá snúa ís-
lendingar við blaðinu og milda af-
stöðu sína.
Afstaða manna í könnuninni virð-
ist bera vott um, að svarendur hafi
Þessi skoðanakönnun var gerð
29. mars. Hringt var í 800 einstakl-
inga skv. tölvuskrá yfir símanúmer
fyrir allt landið. Spurningunum var
beint til þeirra sem svöruðu og voru
18 ára eða eldri og var miðað við
jafnt hlutfall kynja.
Úrtakið skiptist í þrjú svæði:
Reykjavík (306 símanúmer), Reykja-
nes (182 símanúmer) og lands-
byggðin, þ.e. kjördæmi önnur en
Reykjavík og Reykjanes (312 síma-
númer).
ekki verið óklárir í afstöðu sinni til
grundvallarmála, þegar einungis
þurfti að taka afstöðu tii þeirra án
raunverulegra dœma.
Þannig spurðum við fyrst spurn-
ingarinnar: ,',Telur þú rétt eöa rangt,
aö stjórnmálamaður sé látinn sœta
ábyrgö fyrir siöferöilegar yfirsjónir?
91% þeirra, sem tóku afstöðu
svöruðu þessari spurningu játandi,
9% neitandi, en 12% tóku ekki af-
stöðu.
Að þessu svari fengnu spurðum
við spurningarinnar um skattamál
Alberts og afsögn hans og verður
ekki annað sagt en að allnokkurrar
mótsagnar gæti, þegar spurning-
arnar og svörin eru borin saman.
i þriðja lagi spurðum við: „Telur
þú, aö stjórnmálaflokkar eigi aö
1. Telur þú rétt eða rangt að stjórn-
málamaður sé látinn sæta ábyrgð
fyrir siðferðilegar yfirsjónir?
2. Telur þú að meint brot Alberts
Guðmundssonar í skattamálum hafi
verið næg ástæða til að víkja hon-
um úr starfi sem ráðherra?
3. Telur þú að stjórnmálaflokkar
eigi að leggja sama siðferðimæli-
kvarða á þingmenn og frambjóð-
endur eins og á ráðherra?
leggja sama siöferöimœlikvaröa á
þingmenn og frambjóöendur, eins
og á ráöherra?"
Hér eru engin nöfn nefnd og eng-
in dæmi og um leið verður afstaða
svarenda ótvíræð. Nákvæmlega
90% þeirra, sem tóku afstöðu svara
þessari spurningu játandi en 10%
neitandi. Tæp 13% tóku ekki af-
stöðu.
Niðurstaðan af þessum þremur
spurningum er í hnotskurn sú, að
íslendingar virðast vera ótvírætt
þeirrar skoðunar, að stjórnmála-
menn eigi að sæta ábyrgð vegna yf-
irsjóna, mistaka, mútuþægni o.s.frv.
og gildi þá einu hvort um ráðherra
eða þingmann eða hvort tveggja sé
að ræða. En niðurstaðan er einnig
sú, að röskur meirihluti er þeirrar
skoðunar, að skattlagabrot Alberts
Guðmundssonar hafi ekki verið
þess eðlis eða nógu alvarlegt til
þess, að hann væri knúinn til af-
sagnar úr embætti ráðherra.
Og þá er spurningin: Hvar vill
þjóöin draga mörkin?
í máli Alberts Guðmundssonar
hafa bæði Þorsteinn Pálsson og
Steingrímur Hermannsson verið
spurðir sérstaklega um afstöðu sína
til afsagnar ráðherrans fyrrverandi
á meðan hann var ráðherra. For-
sætisráðherra hefur ekki dregið dul
á skoðun sína. Hann var spurður í
ríkissjónvarpinu 27. júní í fyrra t.d.
hvort honum fyndist, að Albert ætti
að hafa frumkvæði að því að víkja
úr ríkisstjórninni á meðan á rann-
sókn stæði.
Steingrímur svaraði þannig:
„Það verður hann vitanlega að
meta og hefur metið. Ég held út af
fyrir sig að það sé mjög skynsam-
legt að gera það og ég get að
minnsta kosti sagt fyrir sjálfan mig,
að ég hefði gert það.“
Um svipað leyti var gengið á Þor-
stein í ríkisútvarpinu með spurning-
una:
„Er siðferðisbrestur að þínu mati
nægjanleg ástæða til afsagnar ráð-
herra?
Svar:
„Mál geta verið þannig vaxin, já,
að það sé.“
Þorsteinn bætti því síðan við, að-
spurður, að Sjáifstæðisflokkurinn
„hefur tekið þá ákvörðun að hann
vill sjá niðurstöðu þeirrar rannsókn-
ar (sem þá var í gangi, innsk. HH)
áður en hann leggur dóm á þau
atriði og mat á það hvers eðlis þau
eru“.
Leiða má líkur að því, að þessi
„stefna" Sjálfstæðisflokksins hafi
orðið til þess, að nú stendur hann
frammi fyrir hættulegasta kiofningi
í flokknum frá upphafi.
-HH.
IGREINARGERÐ SKAISI
16 HELGARPÓSTURINN