Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 19
ánægjuleg samskipti við alla þá sem ég hef unn- ið með. En ég vil ekki leggja neinn dóm á þá.“ GEF EKKI EFTIR UM OF — Ekki fer ég fram á ad þú gefir mönnum einkunnir, en eru einhverjir rádherrar þér sér- staklega eftirminnilegir? „Já, því er svo sem ekki að neita, ég verð t.d. að minnast á Gylfa Þ. Gíslason, sem var mennta- málaráðherra þegar ég hóf störf. Ég hafði kannski bæði minni og styttri samskipti við hann en aðra ráðherra sem ég hef starfað með, en samt sem áður er hann mér mjög eftirminni- legur fyrir margra hluta sakir. Ennfremur verð ég líka að minnast á Vilhjálm Hjálmarsson, sem var minn herra í nokkuð mörg ár. Hann var ein- staklega skemmtilegur persónuleiki og ánægju- legur samstarfsmaður á allan hátt, eins og þeir hafa reyndar verið flestir. En ég nefni þessa tvo þó mér hafi lynt við alla þá ráðherra sem ég hef starfað með.“ — Víkjum af þessari braut. Þú ert ad veröa landsþekktur sem samninga- og embœttismaö- ur. En hver er maöurinn á bak viö þetta hlut- verk? Hvaöa mann hefur Indriöi Þorláksson aö geyma? „Nú spyrð þú meira en ég get svarað. Ég býst við að fæstir séu dómbærir á sjálfa sig. Ég lít á mig sem fremur friðsaman og rólegan mann, ég reyni að gera skyldu mína og inna störf mín af hendi með þeim hætti sem ég tel að mér beri að gera og rétt sé.“ — A yfirboröinu virkar þú þungur. En ertu kannski húmoristi inn viö beiniö? „Ég held að ég sé ekki neinn áberandi húmor- isti, ég býst hins vegar við að ýmsir myndu flokka mig þjóskan og ekki gjarnan á að gefa eft- ir um of, eða víkja af leið. En ég vona engu að síður að þeir eiginleikar séu ekki svo ríkjandi að til vandræða horfi." — Þú hlýtur aö sleppa fram af þér beislinu stundum, ertu ekki t.d. hrókur alls fagnaöar á œttarmótum? „Nei, ég er held ég mér sé óhætt að segja mjög dagfarsprúður og missi mjög sjaldan stjórn á skapi mínu.“ — Hver eru þín helstu áhuga- og tómstunda- mál? „Ég er nú ekki með nein sérstök áhugamál sem ég er forfallinn í, en ég hef gaman af ýmsu, reyni að fylgjast með þjóðmálunum, en þá fyrst og fremst sem áhorfandi en ekki sem virkur þátttakandi í félagsstarfsemi. Ég er að vísu mjög mikið í skyldum hlutum í mínu starfi og nota mjög mikinn tíma í mitt starf og þá er auðvitað mikil spurning hvað maður vill gera við sinn frí- tíma. Félagsstörf eru tímafrek og mér finnst ekki á bætandi í því^ efni. Ég er fyrst og fremst fjöl- skyldumaður. Ég hef síðan mjög mikla ánægju af því að ferðast, þó ég geri allt of lítið af því að fara i stórferðir. Við reynum alltaf að fara á sumr- in í ferðalög innanlands. Ég er sem sagt ekki dellumaður á einu né neinu sviði." BLANDA AF TÓNLIST OG TÖLVUM — Fjölskyldumaöur, segir þú. Fara kannski lausu kvöldin í aö horfa á sjónvarp og vídeó? „Ég verð að játa það, að ég er nánast fornald- armaður í þeim efnum og það var ekki fyrr en núna rétt fyrir jólin að litasjónvarp barst inn á heimilið. Vídeótæki og afruglari eru ennþá í framtíðinni. Að vísu hefur verið smá þrýstingur innan fjölskyldunnar, en ekki verulegur. Það má kannski segja að það sé tónlistin sem situr í fyrir- rúmi hjá okkur. Konan mín er tónlistarkennari og dætur mínar tvær í tónlistarnámi, auk þess sem sú eldri er í stærðfræðinámi í Háskólanum. Síðan á ég strák í menntaskóla og hann er víst það sem kallast tölvufrík. Þannig má kannski segja að fjölskylduiífið sé mikið til blanda af tón- list og tölvum. Loks má nefna að ég hef gaman af lestri góðra bóka. Áður fyrr las ég nokkuð skáldsögur en hin síðari ár hef ég einkum lesið minningabækur." — Þú ert í hcerra lagi. Mér skilst aö þú hafir eitthvaö komiö nálœgt körfubolta? „Ég tók þátt í og spilaði körfubolta á mínum menntaskólaárum og sparkaði eins og fleiri bolta, meira þó í gríni en alvöru. En ég hef reynt að halda þessu við eftir föngum og hef farið með kunningjum mínum og öðrum áhugamönnum 1—2 í viku í körfubolta — allt þar til í vetur." — Þaö vœri fróölegt aö vita hverjir eru í þess- um hópi. „Það hafa verið ýmsir. Fyrst nokkrir starfs- menn í stjórnarráðinu, aðallega hér í fjármála- ráðuneytinu, meðal annars tveir fyrrverandi ráðuneytisstjórar, þeir Jón Sigurðsson, sem nú er á Grundartanga og Höskuldur Jónsson. Það hafa flestir helst úr lestinni sem voru með í upp- hafi, nema tvær miklar kempur, þeir Sigurður Þorkelsson ríkisféhirðir, sem stundar þetta mjög stíft og Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri. Að öðru leyti er uppistaðan í núverandi hópi starfsmenn hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. En ég hef lítið getað stundað þetta í vetur sökum anna.“ MÁ EKKI SKILJA ÁBYRGÐINA EFTIR — Og þá erum viö aftur komnir í annirnar og embœttismennskuna. Þú segist lítiö geta sinnt félagsmálunum. En einhverjar skoöanir hlýtur þú aö hafa á þjóömálunum. Hverjar eru þœr helstar? „Það hefur kannski ekki mjög reynt á það, þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í pólitísku starfi á beinan hátt. En ég býst við að mínir kunningjar myndu flokka mig nálægt miðjunni. Ég tel mig ekki vera öfgamann á hvorn veginn sem er. Ég hugsa að ég leggi hvað mest upp úr því að verulegt frjálsræði sé í þjóðlífinu, ekki síst í athafnalífinu, en að jafnframt sé lögð rík áhersla á velferðarhlutverk þjóðfélagsins gagn- vart þeim hópum sem eru í viðkvæmri stöðu og þarfnast umhyggju, hvort sem það eru börnin eða það fólk sem komið er á efri ár eða þannig ástatt að það getur ekki bjargað sér sjálft. Að öðru leyti tel ég það þjóðfélaginu fyrir bestu að nokkurt frelsi riki i athöfnum manna og sam- skiptum." — Er þetta ekki bara ríkjandi stefna? Er ekki eitthvaö í þjóöfélaginu sem þú vildirsjá breytast til muna? „Það eru vafalaust mörg atriði sem betur mætti fara ofan í og breyta til hins betra. Það er erfitt að rekja það í smáatriðum, en það lýtur að því sem ég var að segja, meira frjálsræði í at- vinnulífi og í því sambandi minnkandi afskipti hins opinbera. Þetta væri af hinu góða að mínu mati. Og sömuleiðis mætti breyta ýmsu hvað varðar opinbera þjónustu, á þá lund að þeir sem eiga að veita hana hefðu frjálsari hendur en nú er, en jafnframt meiri ábyrgð. Það er of mikið um það í stofnunum stjórnkerfisins, að ábyrgðin hvíli ekki hjá þeim sem ferðinni ráða og ákvarð- anir þeirra oft á tíðum ekki tengdar þeim til- gangi og því hlutverki sem þær eiga að þjóna. Við þyrftum að endurskoða miðstýringuna, en við megum aftur á móti ekki skilja eftir ábyrgð- ina. Ég trúi því og vona að okkar börn fái í hend- urnar þjóðfélag sem er gott, býður þegnunum upp á góð lífskjör og öryggi. En það er í sjálfu sér ekkert æskilegt að menn horfi fram á algjörlega áhyggjulaust líferni eða líf, sem gerir engar kröf- ur til þeirra, þvi það er kannski einmitt glíman við þessar kröfur sem gefur lífinu ákveðið gildi og gerir það að verkum að það er vert að lifa því.“ ÆTTI KANNSKI AÐ STÖKKVA FRÁ ÖLLU! Inn í fundarsal fjármálaráöuneytisins, þar sem viö sitjum og spjöllum saman, stormar nú Geir Haarde, aöstoöarmaöur fjármálaráöherra. Hann biöur okkur vinsamlegast um aö víkja úr salnum. Hann er enda meö tvo erlenda gesti upp á arminn og einhverjar mikilvœgar viörœö- ur aö eiga sér staö. Viö höldum því inn á skrif- stofu Indriöa, sem er hlaöin skýrslum og skjöl- um, tölvuútskriftum og vœntanlega einhverjum trompútspilum í kjaradeilum dagsins. Skrifstof- an er kjörinn vettvangur til aö spyrja lokaspurn- ingarinnar. Leitar hugur embœttismannsins ekki stundum í erli dagsins aftur til hins frum- stœöa, til upprunans í sveitinni? „Ég neita því ekki, að í svona lotum þá óskar maður þess að geta stokkið frá öllu í áhyggju- laust frí í nokkra daga eða vikur út í náttúruna þar sem maður er laus við allt argaþras, fjöl- miðla, samninga og svo framvegis. Það væri kannski það sem maður ætti að gera," sagði Indriði.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.