Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 22

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 22
PIZZAHÚSIÐ GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. Smokkur Hann gœti reddaö þér GEGN EYÐNI Omega-3 og hjs-ytað Viðtökur Omega-3 hérlendis sýna að íslendingum er annt um heilsuna Omega-3 þorskalýsisþykknið! Rannsóknir vísindamanna um allan heim benda ótvírætt til þess að fjölómettaðar fitusýrur af Omega-3 hópnum (EPA og DHA) stuðli að því að fyrirbyggja krans- æðasjúkdóma eða draga úr hættunni á þeim. Omega-3 frá Lýsi hf. er eina þykknið sinnár tegundar í heiminum sem unnið er úi hreinu þorskalýsi. Hráefnið er sérvalin þorskalifur. I Omega-3 er mun meira af fjölómett- uðum fitusýrum en í venjulegu þorska- lýsi. Nú hefur magn A og D vítamína verið minnkað verulega. Þeir sem teljast til áhættuhóps geta þv( tekið fleiri perlur á dag án þess að fara yfir ráð- lagðan dagskammt af A og D vítamfnum. Athugið að perlurnar eru nú ávalar! Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91-28777 ARGUS/SÍA 409*006 Dagbókin hennar Dúllu 31. mars 1987 Kæra dagbók! Nú veit ég hvernig maður fær lífs- reynslu. Ég hef líka þroskast alveg æðislega síðan ég hafði síðast tíma til að skrifa í þig. Heldurðu ekki að hún Gíslína, systir ömmu á Eini- melnum, hafi bara dáið!!! Auðvitað var hún orðin ógeðslega gömul og ég þekkti hana svo sem ekkert rosa vel, en þetta var samt ofsalega „slá- andi“ (eins og mamma segir). Það er svakalega skrítin tilfinning að eiga ekki eftir að fara aftur í heimsókn til hennar og að fá aldrei oftar ilmsápu eða freyðibað frá henni í jólagjöf. Það er nú þó ekki það alvarleg- asta við þetta allt saman, heldur það, að amma tók mig með sér í KISTULAGNINGUNA! Hugsaðu þér — og ég sem hef ekki einu sinni far- ið í jarðarför alla mína ævi.. . Amma heimtaði þetta bara og sagði að hún yrði að fá „stuðning". Það var nú ekki nokkur hálka, svo þetta var greinilega algjör fyrirsláttur. Mamma var í vinnunni (auðvitað pabbi líka, en hann kom af einhverj- um ástæðum aldrei til greina sem „stuðningur") og Stebba systir var að læra í sumarbústað á Þingvöll- um, svo ég varð fórnarlambið. Og þetta var sem sagt lífsreynslan. Ég var þarna barasta rétt við hliðina á líki. Þetta var rosalegt.. . maður sá alveg í hana undir lakinu, sá hvar hausinn var og allt. Það voru allir grenjandi, en mér fannst þetta mest óhugnanlegt. Presturinn fór líka að gramsa í lakinu allt í einu, sem ég átti ekkert von á. Þegar ég sá að hann ætlaði að lyfta því af henni, kreisti ég aftur augun. Sumir í fami- líunni gerðu þetta líka á eftir prest- inum. Frekar hefði ég nú dáið sjálf en að horfa ofaní kistuna. Það var lítið mál að fara í jarðar- förina eftir þetta sjokk. Ég var líka svo upptekin við að vera reið út í prestinn, því hann var alveg ógeðs- lega væminn. Hann talaði um Gísl- ínu eins og hún hefði verið algjör engill. Einimelsklíkan hefur örugg- lega logið þessu öllu í hann, því hann hafði aldrei hitt líkið. Það var sko ekki minnst á öll fjölskylduboð- in sem hún eyðilagði, þegar hún var búin að drekka of mikið sérrí. Og ekki orð um kallinn, sem hún bjó með í mörg ár og var yngri en sonur hennar. Nei, það var bara reddað vængjum á þá gömlu og allir grétu í kór yfir að missa þessa elsku. Ég meina það... Ein syndajátning, sem bara þú færð að heyra: Ég Iaug að Bellu og hinum stelpunum, að ég hefði flett lakinu ofanaf henni í kistunni og hún hefði litið út eins og venjuleg sofandi manneskja. Þeim fannst svo merkilegt að ég hefði séð lík. Góða nótt, Dúlla. P.S. Mamma er kannski ekki eins vitlaus og maður heldur. Hún var að sýna mér kosningaáróður frá Framsókn- arflokknum, Iíklega vegna þess að enginn annar nennti að hiusta á hana, og það er nú svolítið til í þessu kvennakjaftæði. Þarna voru myndir af 36 frambjóðendum, 12 konum og 24 körlum. Karlarnir voru næstum allir einhverjir fræðingar eða stjór- ar, bara einn verkamaður og einn húsasmiður, sem var uppdressaður í jakkaföt og ekkert smiðslegur. Af þessum tólf konum voru átta ein- hvers konar skrifstofublækur og ein húsmóðir. Bara tveir fræðingar! Pældíðí... ÍÞRÓTTIR Springa flokkar, springa pottar: Eldur brennur í ædum... Þá er komið að sprengiviku á ný og ekki seinna vænna að glæða áhuga knattspyrnuunnenda og ann- arra gamblera á getraununum, því potturinn hefur heldur sigið niður á við aftur eftir að hafa heldur jafnað sig í samkeppninni við Lottóið. I þá góðu gömlu daga (sl. haust) náði potturinn 2.2 milljónum króna en í síðustu viku var hann bara um 800 þúsund. Og þar sem 37 tipparar náðu 12 varð aðalvinningurinn heldur rislítill eða rúmlega 15 þús- und á mann. En nú er sem sagt sprengivika og eldur brennur í æð- um manna og þá margfaldast pott- urinn! Þess vegna erum við sæmi- lega rausnarlegir í kerfisspá dags- ins, sem hljóðar upp á 6 tvítryggða og 2 þrítryggða og kostar slíkur seð- ill 2.880 krónur. Þess má geta að á síðustu fjórum vikum hafa ódýrari kerfisspár HP gefið þrisvar sinnum 11 rétta. . . Leikur Arsenal og Liverpool á Wembley verður hörkuleikur, sem framlengist ef jafnt er eftir venjuleg- an leiktíma. Ef enn er jafnt þá þarf annan leik. Ég reikna fastlega með því að Liverpool hafi það að sigra á gæðunum. Ég tel litiar líkur á jafn- tefli, þá er nú líklegra að Arsenal taki sig saman í andlitinu og eigi góðan leik. Ekki vanþörf á, liðið hef- ur ekki unnið í síðustu 10 eða svo deildarleikjum. Annars eru erfið- ustu leikir helgarinnar heimaleikir Chelsea og Ipswich og rétt að þrí- tryggja þá. Leikur W.B.A. og Sund- erland er tvíeggjaður og kemur til greina að þrítryggja hann og mætti þá í staðinn stóla á Newcastle að sigra Leicester (kæmi þá í staðinn kerfið 4 tvítryggðir/3 þrítryggðir sem kostar 2.160 krónur). Sumir kynnu að vilja treysta Wimbledon til stórræða eftir útisigurinn gegn Liverpool, en kraftaverkið gerast ekki tvisvar í röð hefur mér virst og barningurinn dugar áreiðanlega skammt á gervigrasinu hjá gæðalið- inu Luton. Að öðru leyti vísa ég á meðfylgjandi töflu. í fjölmiðlakeppninni eru 27 um- ferðir búnar og nú aðeins 6 umferð- ir eftir. Bylgjan er enn efst og komin með annan fótinn á Wembley 16. maí. Nánar verður hugað að stöð- unni í næstu viku, en geta má þess að í mini-keppninni hefur Alþýðu- blaðið náð forystu á ný, HP 145 og AB 147 og 7 umferðir eftir. -fþg Arsenal-Liverpool Úrslital. mjólkurbikars 25-15-60 2 12 A. Villa-Man.city 6-6-5(l-4-5) 0-7-10(0-4-5) 55-35-10 1 lx Charlton-Watford 4-6-6(l-3-5) 4-4-9(4-2-2) 25-40-35 X x2 Chelsea-Everton 7-4-6(6-24) 7-4-6(5-2-2) 35-35-30 1 1x2 Luton-Wimbledo n 13-3-1(5-3-2) 6-2-8(5-44) 70-10-20 1 1 Newcastle-Leicester 6-4-6(2-3-3) 2-1-14(4-0-6) 55-25-20 1 lx N.Forest-Coventry 10-6-1(4-3-3) 2-5-9(44-5) 60-25-15 1 1 Sou’mpton-Sheff.Wed 9-2-5(4-0-6) 3-4-10(2-2-5) 65-25-10 1 1 Tottenham-Norwich 10-3-4(5-1-1) 6-6-4(3-6-0) 60-30-10 1 lx Bradford-Portsmouth 6-5-6(3-4-4) 5-6-5(6-24) 10-20-70 2 2 Ipswich-Derby 11-4-2(4-3-3) 9-3-5(6-4-0) 30-40-30 X 1x2 W.B.A.-Sunderland 7-4-5(l-3-5) 3-4-9(4-0-6) 50-30-20 1 lx Skýringar: Fyrst koma leikir helgarinnar. Þá kemur árangur heimaliðs heima en innan sviga árangur heima og að heiman í síðustu leikjum. Þá kemur árangur útiliðs úti en innan sviga árangur heima og að heiman í síð- ustu leikjum. Þá eru framreiddar prósentulíkur á úrslitum að mati spá- manns. Þá kemur einföld fjölmiðlaspá en að síðustu breytileg kerfisspá. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.