Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 28
Siguröur Sigurjónsson og Jakob Þór Einarsson ( hlutverkum sínum.
Leikrit í leikriti
í farsa sem fer á f jalirnar hjá LR á næstunni. Sigurður Sigurjónsson
leikur gestaleik, aðkomumann í leikhópi, Kjartan Ragnarsson leik-
stjóra.
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir
gamanleikinn Óánægjukórinn eftir
Alan Ayckborn nk. þridjudags-
kvöld. Þetta er annad verkid sem
leikfélagiö setur upp eftir þennan
kunna breska höfund, hiö fyrra var
Rúmrusk, sem var frumsýnt í Aust-
urbœjarbíói í október 1978 og
gekk lengi við góöar undirtektir
áhorfenda.
Leikritið gerist meðal áhugaleik-
húsfólks í Englandi og segir frá upp-
setningu á Betlaraóperunni eftir
John Gay. Frekar illa gengur hjá
velska leikstjóranum að koma sýn-
ingunni heim og saman, þar til upp-
burðarlítill og hlédrægur skrifstofu-
maður gengur til iiðs við flokkinn,
þar sem ýmsir atburðir sem ekki
eru fyrirsjáanlegir verða tii þess að
hann verður miðpunktur sýningar-
innar og reyndar utan hennar líka.
Óhætt er að fullyrða að gestum ætti
ekki að leiðast undir sýningunni,
því eins og í öllum góðum försum er
fjöldi skemmtilegra uppákoma sem
orsakast af margháttuðum misskiln-
ingi þeirra sem við sögu koma:
Leikstjóri er Þorsteinn Gunnars-
son, búninga gerir Una Collins, leik-
mynd Steinþór Sigurðsson og þýð-
inguna gerir Karl Ágúst Úlfsson.
Með helstu hlutverk fara Sigurður
Sigurjónsson, sem leikur skrifstofu-
manninn, en þetta er fyrsta hlutverk
Sigurðar hjá LR, Kjartan Ragnars-
son sem leikur leikstjórann og
Margrét Ákadóttir leikur eiginkonu
hans. Meðal annarra leikenda eru
Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Jakob
Þór Einarsson og Guðrún Ásmunds-
dóttir, auk fjölda annarra. Mikil og
fjörleg tónlist er í verkinu og er Jó-
hann G. Jóhannsson tónlistarstjóri
sýningarinnar sem svo oft áður hjá
Kjartan Ragnarsson leikur leik-
húsmann sem tekur sig og list
slna of alvarlega.
Kómísk sviðsetning
á okkar vandamálum
Kjartan Ragnarsson, hinn góö-
kunni leikari, leikstjóri og leikrita-
skáld, fer meö hlutverk leikstjórans
í Óánœgjukórnum. Þetta er auövit-
aö vel viö hœfi og einhverjir hafa
gengiö svo langt aö halda því fram
aö hlutverkiö sé skrifaö fyrir hann.
Þaö lá því beinast viö aö spyrja
hvort hann vœri aö leika sjálfan sig.
„Þetta er alveg eins og ég, bless-
aður vertu, nema ég er ekki velsk-
ur.“
— Hvaö viltu segja um þetta
þema, leikrit í leikriti?
„Þetta er nokkuð sem er alltaf
spennandi og erfitt um leið. Það er
verið að berjast við að fá tvö lög í
verkið, annarsvegar þegar fólkið er
að leika í verkinu og svo þegar það
þarf að líta út fyrir að vera ekki að
leika, vera það sjálft. Okkur leikhús-
fólki finnst þetta verk vera gott
vegna þess hversu kómísk sviðsetn-
ing þetta er á okkar próblemum.
Þetta getur gefið fólki innsýn í þau
vandamái sem við glímum við á
hverjum degi, auðvitað á gaman-
saman hátt, en þetta er samt ekki
bara kómedía, verkið er líka að ein-
hverju leyti tragískt."
— Helduröu aö þetta fái góöan
hljómgrunn?
„Já, ég held það, hér eru geysilega
mörg áhugaleikhús og mjög margir
ættu að þekkja það sem hér fer
fram. Allur þessi leikhúsáhugi sem
hér er helgast m.a. af því að það eru
svo margir áhugaleikarar. Það er
alltaf verið að segja að það vinsæl-
asta hjá íslendingum sé fótbolti en
það er bara ekki rétt. Það koma
miklu fleiri í leikhús heldur en fara
nokkurntíma að sjá fótbolta."
HÖFUNDURINN
Alan Ayckborn er einn þekkt-
asti og vinsælasti gamanleikjahöf-
undur Breta um þessar mundir.
Hann hefur samið á þriðja tug
leikrita, jafnt gamanleikrit sem al-
varlegri verk, og hafa þau mörg
náð miklum vinsældum víða um
lönd. Ayckborn stýrir litlu leikhúsi
í Scarborough á Englandi, þar sem
flest verka hans hafa fyrst verið
sett upp, en jafnframt er hann eitt
„hirðskálda" breska þjóðleikhúss-
ins.
BALLETT
Raudur dans
Danshöfundur: Jochen Ulrich
Tónlist: Samuelina Tahija
Ásmundur Karlsson útfœröi lýs-
ingu eftir Georges Steffens.
Jochen Ulrich valdi búninga og
þá leikmuni sem mynda
leikmynd.
Sýningarstjóri: Kristín Hauks-
dóttir.
Aöstoöarmaöur: Ásdís Magnús-
dóttir.
Hljóöblöndun: Hans Bárens og
Júlíus Agnarsson.
Textaþýöingar: Hafliöi Arn-
grímsson.
íslenski dansflokkurinn frum-
sýndi miðvikudaginn 25. mars
ballettinn „Ég dansa við þig“ eftir
Jochen Ulrich. Heiti sýningarinn-
ar felur í sér meginþema hennar.
Hún er samsett af fjölmörgum
svipmyndum sem brugðið er upp
í leik og dansi.
Danshöfundurinn Jochen
Ulrich, sem við þekkjum frá upp-
setningu hans hér um árið á
Blindingsleik eftir Jón Ásgeirsson,
reynir að miðla almennri tilfinn-
ingu og myndum af ýmsum uppá-
komum í mannlegum samskiptum
kynjanna, því sem gerist í daglega
lífinu og spennunni milli karls og
konu, þannig að úr verður eins-
konar lífsdans. Hann lítur á þetta
með gáskafullum, grátbroslegum
húmor, og gerir óspart grín að
okkur, togstreitu kynjanna í lífs-
ins ólgusjó, í blíðu og stríðu.
Jochen er vanur í uppfærslum sín-
um að leita á ný mið og er alls
óhræddur og oft djarfur. Hann er
geysi hugmyndaríkur og kemur
manni oft á óvart.
Hlutur tónlistar er mikill í sýn-
ingunni. Hún er í höndum og und-
ir stjórn þeirra Egils Ólafssonar og
Jóhönnu Linnet, skv. þýskri form-
úlu, og samanstendur af danstón-
list og slögurum frá 3. og 4. ára-
tugnum.
Tónlist þessa tíma er ákaflega
draumkennd og rómantísk og
textinn í samræmi við það, fjallar
um ástina, hverfulleika, draumóra
og hillingar. Á sviðinu myndast
sterk tengsl milli söngs og dans,
einskonar samtal milli söngvara
og dansara, sem mótar ákaflega
sterkt og magnað andrúmsloft.
Það sem er einkennandi fyrir
þessa sýningu er hversu mikil ná-
lægð næst milli flytjenda á sviði
og áhorfenda. Það er verið að
túlka hluti sem við skiljum ekki
bara sem myndskreytingu við tón-
list.
Það er ekki hægt að fjalla um
þessa sýningu nema að minnast á
gestadansarana, þá Athol Farmer,
sem er Nýsjálendingur, og Phil-
ippe Talard, sem er franskur, en
þeir eru aðaldansarar við Kölnar-
óperuna. Athol er í rauninni sú
persóna í sýningunni sem tengir
atriðin saman og er hreint frábær.
Hann virðist eiga óvenju gott með
að miðla því sem koma á til skila
með hreyfingum sínum og lát-
bragði og hefur óvenju ríka dans-
tilfinningu.
íslenski dansflokkurinn kemur
mjög vel út sem heild. Ég hef sjald-
an séð hann jafn geislandi á svið-
inu og nú. Þó eru nokkrir sem
blómstra meir en aðrir. Ég nefni
Kristínu Hall, Birgittu Heide, Guð-
mundu Jóhannsdóttir, nýliðann
Ásgeir Bragason sem var bráð-
fyndinn, tvíburana Guðrúnu og
Ingibjörgu Pálsdætur sem virðast
stæðilegar í sínum atriðum. Örn
Guðmundsson átti frábæran
„dansleik" og reif upp hláturtaug-
arnar í salnum, svo var Ólafía
Bjarnleifsdóttir ljúf og ljóðræn í
basli við metorðastigann. Tvídans
Helenu og Philippe var skemmti-
lega unninn og dansaður.
Það sem er megin einkenni á
þessari sýningu er hversu fáguð
hún er í allri umgjörð, leikmyndin
og búningar einfaldir og oft tákn-
rænir. Ég hef sjaldan séð búninga
á dönsurum jafn glæsilega og
áferðarfallega. Er það ekki síst að
þakka ákveðnum einfaldleika í
litavali; rautt, svart, hvítt og gull-
litað. Rauði liturinn er gegnum-
gangandi í sýningunni og tákn-
rænn fyrir viðfangsefnið.
Þessi sterka nærvera söngvara
og dansara á sviðinu gerir það að
verkum að það myndast sterkt og
töfrandi andrúmsloft, draum-
kennt en þó með jarðtengdum
boðskap sem við skiljum þrátt fyr-
ir allt. Þegar upp er staðið er hér
um að ræða áhrifamikið sjónarspil
fyrir okkur sem sitjum í salnum.
Ég tek undir þau orð sem hafa
verið sögð um þessa sýningu, að
hér er um bestu skemmtun í bæn-
um að ræða.
EE
SÝNINGU Kristjönu Samper í
Gallerí Gangskör lýkur nú á föstu-
daginn. Þetta er önnur einkasýning
hennar og á henni sýnir hún 19 verk
sem flest eru unnin á þessu ári,
skúlptúra og teikningar en þetta er
í fyrsta skipti sem hún sýnir teikn-
ingar á einkasýningu. Hún er þó
fyrst og fremst myndhöggvari og
helsta viðfangsefni hennar eru sam-
skipti manna í millum. Sýningin er
opin virka daga kl. 12—18 og lýkur,
eins og áður sagði, föstudaginn 3.
apríl.
NYTT kvikmyndablaö mun vera
að hefja göngu sína eftir því sem
heimildir HP herma. Blað þetta sem
enn hefur ekki hlotið nafn mun að
sögn fróðra koma út ekki sjaldnar
en 6 sinnum á ári. Ritstjóri verður
Guömundur Þorsteinsson, fyrrver-
andi útgáfustjóri Svarts á hvítu, og
gamalreyndur áhugamaður um
kvikmyndir. Eigendur blaðsins eru
hins vegar þeir Helgi Hilmarsson og
Bjarni Þ. Sigurösson sem báðir eru
gamlir fjalakettlingar. Svo ku Svart
á hvítu ekki vera langt undan hvað
eign varðar.
28 HELGARPÓSTURINN