Helgarpósturinn - 02.04.1987, Qupperneq 30
HUGLEIKUR, Áhugaleikfélag
Reykjavíkur, frumsýnir nk. laugar-
dagskvöld nýtt íslenskt leikrit á
Galdra-Loftinu, Hafnarstræti 9.
Verkið sem heitir Ó þú... ástarsaga
pilts og stúlku, er skrifað sérstak-
lega fyrir hópinn af þremur meðlim-
um hans, þeim Ingibjörgu Hjartar-
dóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og
Unni Guttormsdóttur. Hugleikur var
stofnaður 1984 og er þetta fjórða
verkið sem sett er upp undir hans
merkjum. Áður hefur félagið sýnt
Bónordsförina eftir Magnús Gríms-
son, eitt elsta íslenska leikritið, skrif-
að 1852, í styttri og breyttri gerð
sem hópurinn vann sjálfur. Skugga-
Sveinn varð líka fyrir barðinu á
breytingum þeirra í Hugleik og kom
út sem Skugga-Björg. Einnig hefur
félagið sýnt verkið Sálir Jónanna
sem var samið af sömu höfundum
og skrifuðu það verk sem nú verður
sýnt. Leikstjóri Ó þú... erSigrún Val-
bergsdóttir, leikmynd gerir Erlingur
Páll Ingvarsson og um lýsinguna sér
Ólafur Thoroddsen. Hópurinn hef-
ur sjálfur hannað búningana. I
stuttu spjalli við Ingibjörgu Hjartar-
dóttur, einn höfundanna, kom fram
að þarna væri um nokkra tilrauna-
starfsemi að ræða og þess vegna
hefði Hugleikur reynt að skapa eig-
in línu, skapa sér sérstöðu og vera
með eitthvað sem enginn annar
væri með. Hún vildi ennfremur
hvetja alla til að koma og njóta
áhugamennskunnar, þetta væri
öðruvísi en allt þetta flóð atvinnu-
leikhúsa í borginni.
HÁSKÓLAKÓRINN er nú
nýkominn úr mikilli söngför til
Ítalíu, þar sem hann hélt eina fimm
tónleika á níu dögum. Eftir því sem
fregnir herma fékk kórinn mjög
góðar viðtökur hjá hinum söng-
elsku íbúum stígvélalandsins, svo
góðar að menn vissu ekki alltaf
hvaðan vindur blés. Þannig munu
milli 500 og 600 mann hafa hlýtt á
kórinn syngja í Urbino og telja fróð-
ir menn að aldrei hafi fleiri hlýtt á
söng kórsins á einum stað fyrr. ítöl-
unum féll prógrammið vel í geð,
ekki síst hin nýja íslenska tónlist og
létu fögnuð sinn ákaft í ljósi með því
að standa upp og hrópa hið alþjóð-
lega húrra, vitandi að lítt þýddi að
ávarpa íslendingana á móðurmáli
sínu. Það gerðist svo eftir eina tón-
ieikana að einhverjir áhorfendur
gerðu sér lítið fyrir og komu bak-
sviðs og nældu sér í eiginhandar-
áritun nokkurra kórfélaga og var þá
mörgum hógværum mörlandanum
brugðið.
BÓKAKLÚBBURINN Ver-
öld heldur um þessar mundir upp á
4 ára afmæli sitt og hefur klúbbur-
inn á þessum tíma selt í kringum
300 þúsund bækur. En klúbburinn,
sem 8 bókaforlög standa að, er ekki
einvörðungu í dreifingu á lesmáli og
mun á þessu ári standa fyrir ýmiss
konar menningarstarfsemi. Má þar
nefna að 11. apríl mun óperusöng-
konan Renata Scotto koma fram á
hljómleikum á vegum klúbbsins og
spilar Sinfóníuhljómsveit íslands
undir hjá henni. í haust er síðan von
á Nóbelsskáldinu Isaac Bashevis
Singer í heimsókn í tengslum við
sérstaka bókmenntakynningu
klúbbsins. Ekki af verri endanum,
þessir gestir. Loks má geta þess að
næsta mánaðarbók Veraldar er Mid-
ilshendur Einars á Einarsstödum,
endurútgefin eftir að hafa verið
uppseld um langa hríð.
LOKSINS
Kvikmyndasafn íslands
komið undir þak
Það var miövikudaginn 25.
mars sem nýtt húsnœdi Kvik-
myndasafns Islands og Kvik-
myndasjóös, var formlega vígt
aö vidstöddum fríöum flokki
framámanna í stjórnkerfinu og
kvikmyndaheiminum, auk ann-
arra gesta. Þetta var ákaflega
kœrkomiö, sér í lagi fyrir Kvik-
myndasafniö sem lengst tilveru
sinnar hefur mátt þola það að
vera á hrakhólum ogjafnvel leg-
ið undir skemmdum. En það
verður fleira þarna til húsa en
Kvikmyndasafnið, Kvikmynda-
sjóður fœr þarna inni með sína
starfsemi og listamennirnir sjálf-
ir, kvikmyndaframleiðendur og
kvikmyndagerðarmenn munu
einnig fá inni fyrir þá starfsemi
sem þeir þurfa að reka öllu
jöfnu.
Við þetta tœkifœri voru haldn-
ar tölur fagrar og fínar, öllum
þakkað sem hlut eiga aö máli og
þakkir skilið fyrir sitt framlag til
þess að kvikmyndalistin í land-
inu hefur nú að lokum fengið
hús sem hún getur kallað sitt
eigið.
POPP
Plata á Richtersmælikvaröa
eftir Ásgeir Tómasson
You got to cry without weeping
Talk without speaking
Scream without raising your voice, you
know
I took the poison, from the poison stream,
Then I floated out of here
The Joshua Tree er ekki fljóttek-
in hljómplata en alls ekki ómeltan-
leg heldur. Á henni er ekki að
finna dægurpopp sem ljúft er að
láta fljóta inn um annað eyrað og
út um hitt. Tónlistin og textarnir
krefjast þess að lagt sé við hlust-
irnar. Sums staðar er rokkað af
mátulegri léttúð — á yfirborðinu
— eins og fn God’s Country, Bullet
The Blue Sky og perlunni With Or
Without You. Einstaka sinnum má
merkja blúsáhrif og jafnvel eitt-
hvað sem mætti kalla vísi að
kántrí. Tvö síðustu lögin á hlið tvö
skera sig hins vegar nokkuð úr.
Þar gerist tónlist U2 tæpast þyngri
og betra að hafa skynfærin í því
ásigkomulagi sem menn kjósa
helst að hafa þau þegar seintek-
innar tónlistar er notið.
Svo sem kunnugt er eru flestir
liðsmenn hljómsveitarinnar U2
kristnir vel. Nafn plötunnar, The
Joshua Tree, vísar til þess. Þessi
risavaxni eyðimerkurkaktus,
Jósúatréð, er tákn vonar — hugs-
anlega hrópandans í eyðimörk-
inni án þess að ég þori að sverja
það. — Hví þetta nafn hefur orðið
fyrir valinu? Kannski líst fjór-
menningunum ekkert á ástandið í
heiminum í dag (samanber texta
plötunnar), kannski þykir þeim
tónlist dægurheima fremur lítil-
sigld um þessar mundir og vilja
með plötu sinni gefa okkur von
um að í vændum sé betri tíð. Að
minnsta kosti hafa íslendingar tek-
ið Jósúatrénu opnum örmum.
Þegar þetta er skrifað hefur platan
setið tvær vikur í efsta sæti breið-
skífulista DV. Annað væri líka
móðgun við jafn góða plötu.
Úskar Gíslason, nestor fslenskrar kvikmyndagerðar, stendur hér við hluta af eigum safnsins sem mest er frá honum komið
Hér er til umræðu þjóðleg kvikmyndatónlist hjá Jóni Þórar-
inssyni tónskáldi, Erlendi Sveinssyni, fyrrum forstöðumanni
Kvikmyndasafnsins og Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi.
Guðbrandur Gislason, forstöðumaður safnsins og fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs og Anna Maria Hilmarsdóttir
safnvörður.
Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og ritstjóri, Jón Her-
mannsson formaður félags kvikmyndaframleiðenda og
Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndagerðarmaður og fyrrum
formaður þess félagsskapar.
Samspil orðs og myndar, Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda-
gerðarmaður, dagskrárstjóri afl. og listaskáldið Thor Vil-
hjálmsson.
THE JOSHUA TREE - U2
Island/Skífan
Hafi einhver efast þarf hann
ekki að velkjast í vafa lengur. U2
er í hópi merkustu hljómsveita
sem nú starfa. Fyrri verk íranna
fjögurra — plötur, myndbönd, tón-
leikar og fíeira — hafa lyft þeim
hátt á stall. Nýjasta fjöðrin í hatt-
inn, platan The Joshua Tree trygg-
ir þá enn frekar í sessi.
Það eru vitaskuld órar einir að
fara nú í byrjun aprílmánaðar að
spá fyrir um hljómplötu ársins
1987. En mikið mega hinir strák-
arnir og stelpurnar í bransanum
standa sig vel á þessu herrans ári
ef þau ætla að slá U2 og The
Joshua Tree við. Ég hef ekki
gleymt því að væntanlegar eru
piötur með David Bowie, Michael
Jackson, Cure og fleirum sem
vænta má mikils af.
Af þessu má ráða að ég er ákaf-
lega ánægður með Jósúatréð.
Reyndar er platan sú fyrsta sem út
kemur á þessu ári sem ég hef
nennt að hlusta á í heild. Útgáfan
það sem af er árinu hefur verið
með daprasta móti. Þó get ég ekki
sagt að The Joshua Tree hafi kom-
ið mér neitt á óvart eins og margt
á fyrri plötum U2. Nú orðið reikna
ég ekki með neinu nema því besta
frá Bono og félögum. Hins vegar
verður ekki hjá því komist að hug-
urinn hvarfli öðru hverju til The
Unforgettable Fire (1984) þegar
hlustað er á nýju plötuna. Kannski
ekki síst vegna þess að Brian Eno
og Daniel Lanois stjórnuðu upp-
tökum beggja. (Umbúðir platn-
anna tveggja eru iíka keimlíkar.
Án þess að þær komi málinu bein-
línis við er óhætt að gefa þeim
fimm stjörnur.) Samanburðurinn
verður The Joshua Tree yfirleitt í
hag. Þar er þó engan smell að
finna á borð við Pride. Fyrir
bragðið verður heildin sterkari.
Ekkert eitt lag fær athygli á kostn-
að hinna.
Sjálfsagt styrkir það plötuna
enn frekar að iiðsmenn U2 gættu
þess vel og vandlega að ofvinna
ekki það efni sem þeir voru með í
höndunum hverju sinni. í viðtöl-
um hafa þeir sagt að hafi laglína
ekki höfðað til þeirra án þess að
eyða þyrfti bæði tíma og kröftum
til að möndla hana til hafi henni
einfaldlega verið lagt og sú næsta
tekin til handargagns. Svona
vinnubrögð hljóta að þýða mark-
vissari árangur eigi hæfileika-
menn á annað borð í hlut. Mý-
mörg dæmi sanna að of mikil yfir-
lega og pælingar veldur því að of-
vöxtur hleypur í alit saman. (Svo
má sjáifsagt finna dæmi um hið
gagnstæða en það verður ekki
gert hér.)
Liðsmenn U2 eru í toppformi og
mynda pottþétta heild þrátt fyrir
að þeir hafi tekið sér góða hvíld
hver frá öðrum. Gítarleikur The
Edge gæti allt eins verið línurit
jarðskjálftamæla þegar best Iét
við Kröflu. Clayton og Mullen eru
þéttir eins og fyrri daginn. Og
Bono, blessaður pilturinn! Aldrei
hef ég heyrt hann betri en einmitt
nú. Hlýlegur og látlaus aðra stund-
ina og jafnvel síðar í sama lagi
kraftmikill, þykkjuþungur. Hann
nýtur þess að sjálfsögðu að syngja
einungis eigin texta og hlýtur því
öðrum fremur að vita hvernig á að
túlka þá. Að minnsta kosti vantar
hvergi sannfæringarkraftinn í
rödd írans sem hiklaust má telja
meðal fremstu rokksöngvara okk-
ar tíma — jafnvel fremstan meðal
jafningja.
Textar Bonos eru sérkapítuli út
af fyrir sig. Ekki er mér kunnugt
um að hann hafi sent frá sér ljóða-
bækur. En hefði hann tíma frá
hljómplötuupptökum, hljómieika-
ferðum, sjálfboðavinnu í Súdan og
öðru slíku gæti hann hæglega
slegið í gegn sem ljóðskáld. Hann
er orðheppinn, á létt með að
koma meiningunni til skila í fáum
og einföldum dráttum og inn-
hverfur og torskilinn þegar hann
vill þar við hafa. Á The Joshua
Tree tekst honum upp í One Hill
Tree og Running To A Stand Still.
Hér er brot úr þeim síðarnefnda
sem fjallar um vonleysi heróín-
neytandans:
Sweet the sin
But bitter taste in my mouth
I see seven towers
But I only see one way out
30 HELGARPÓSTURINN