Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 31

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Síða 31
I ,H t M M » t M i > MitMtttMIMMI ,1 M M M M M M M M t , M t I M t M t t I I « I » BÓKMENNTIR Leiöin til Þórbergur Þórdarson Ljóri sálar minnar Helgi M. Sigurdsson bjó til prentunar. Mál og menning 1986 Ljóri sálar minnar geymir úrval áður óprentaðra greina, hugleið- inga, bréfa og dagbókarskrifa eftir Þórberg Þórðarson frá árunum 1909—17 eða þar til Þórbergur er farinn að gefa út sínar fyrstu Ijóða- bækur. Vitaskuld er fengur að slíku lesefni til viðbótar við það sem Þórbergur skrifaði síðar. Bókin byrjar á ófullgerðu kvæði og dagbókarbroti: ungur maður er um það bil að stíga sín fyrstu spor á opinberri menntabraut — og hlakkar mikið til. Við fáum lýsingu á fyrsta vetri Þórbergs í bóhem- standi. Hann er uppnuminn yfir andlegheitunum og ánægður að hafa kynnst svona gáfuðu fólki. Strax þá skrifar hann með fágætri sveiflu og metnaði þess sem finnur sig knúinn til skriftá. Frá vetrinum 1910—11 eru þrír þættir sem sýna okkur þá megin- strauma sem verk Þórbergs síðar snerust oft á tíðum um: gaman- samur söguþáttur í þjóðlegum stíl af Gísla á Saurum, grín um snobb- að skólafólk og ádeila á stétta- skiptingu og presta fyrir að vera litlir sannleiksleitendur. Þá koma geysifróðleg bréf til Þorleifs Gunnarssonar um kjör og aðbúnað í sumarvinnu, stjórnmál og 17. júní hátiðarhöld með „íþróttagutli" á Borðeyri 1911. Þau eru ómetanleg lýsing og heilsteypt af ári í lífi meistarans, umræðu menningarvita, tíðar- anda og ástandi Þórbergs til lík- ama og sálar ásamt persónulegri skoðun hans á öllu sem fyrir augu og eyru ber. Afstaða Þórbergs til bókmennta kristallast í tveimur greinum um „Daginn mikla“ eftir Einar Benediktsson og grein sem hann nefnir „Trúin á vonarpeninginn" og leggur útaf dýrkun mennta- skólanema á skáldhæfileikum Sveins Jónssonar, framtíðarskálds. Greinarnar um Einar sýna hvernig Þórbergur skiptir um skoðun á skáldskap hans — eins og víða hef- ur komið fram — og ritgerðin um Svein framtíðarskáld er klassísk grein um hrifningu ungmenna af eigin snilld og snilld sinna nán- ustu. Þarna setur Þórbergur fram ákveðnar kröfur um skáldskap og lemur á Sveini fyrir gaspur og litla innstæðu orða sinna. Augljóst virðist að Þórbergi hefur sárnað hvað Sveinn hefur slegið í gegn og verið meiri karakter í bæjarlifinu en Þórbergur. Eflaust hafa kvæði Sveins vakið hrifningu sem Þór- bergi hefur þótt óþarflega mikil miðað vð rýrð innihaldsins. Flest sem þarna er sagt á við alla tíma. Togstreitan milli kafarans og sjó- skíðamannsins í listum er eilíf. Sjó- skíðamaðurinn gerir fleiri sýnileg- ar kúnstir öllum fjöldanum og nýt- ur því lýðhylli en kafarinn fer einn og óséður að kanna nýja heima og getur þá sýnt okkur hinum meira en sjálfan sig beran. í dagbók frá fyrri hluta árs 1914 sjáum við Þórberg í glímu við vinnusemina. Hann skráir hjá sér vinnustundir á degi hverjum, lýsir betrunaráformum sínum en hras- ar annað slagið í fang Bakkusar og almennt slór — og lífsbaráttu: þarf m.a. að eyða dýrmætum tíma í að skrapa saman 5 kr. fyrir húsaleig- unni. 26. febr. 1914 skrifar Þórbergur menntunar heim í Suðursveit til bróður síns og lýsir fyrir honum erfiðleikum við skólanám, fjárskorti og hæfileik- um sínum miklum. Lætur skina í að hann hyggi á próftökur en les- anda er ljóst að hann hefur þegar gefið menntaskólann upp á bátinn og tekið sér fyrir hendur að læra íslensku og heimspeki án vonar um prófgráðu. í palladómi um Þorleif Gunnars- son koma margar kunnuglegar frásagnir úr Islenskum aðli og Of- vitanum og er gaman að sjá hvern- ig raunveruleikinn er smám sam- an að verða að sögum í meðför Meistarans. 17. nóv. 1915 skrifar Þórbergur í dagbók sína magnaða lýsingu á sjálfum sér og kjörum sínum, fá- tækt og eymd, bóka- og heilsu- leysi: „Ég er að reyna að brjóta mér leið til menntunar og þekk- ingar og vil sannarlega verða nýt- ur maður. En helvítis lífið og mennirnir, sem ég á saman við að sælda fara með alla góða ásetn- ingu mína. Þeir ljá mér ekki orða- bók. . .“(214) Síðasta dagbókarbrotið er frá seinnihluta sumars 1916 og segir frá ferð Þórbergs í kaupavinnu vestur á firði þar sem hann ræktar einlæga vináttu sína við Tryggva Jónsson. Þar vestra skrifar Þór- bergur margt um ást sína á Tryggva, hvað hann unni honum og syrgi á hverri skilnaðarstund en jafnframt vakna hjá honum skringilegar hugrenningar útaf tveimur vinnukonum þegar þau þrjú eru ein heima. Þremur dög- um seinna verður hann „þú“ við Bjarneyju, aðra þeirra —hvort sem það er nú eitthvert dulmál eða heið- arlegt dús og helgina þar á eftir er hann drjúgur yfir stelpunum í hlöðunni. Bókinni lýkur síðan á litlum pistli um heimspeki, lífsreglum ströngum og hugleiðingum vegna útkomu Spaks manns spjara, árið 1917. Þar slær Þórbergur nýjan streng „þegar megnið af rímiríi skáldanna er annað hvort háfleygt andleysisskrif, tínt upp úr orða- bókum, eða lyriskt eilífðarmas, flatt og aflangt eins og flóin.“(249) Rithöfundurinn Þórbergur Þórð- arson er farinn af stað á prenti. Útgefandinn, Helgi M. Sigurðs- son, blekkir lesandann, lætur hann halda að hér sé honum leyft að skyggnast beint yfir öxl Þór- bergs, milliliðalaust. Verkinu er svo vel ritstýrt að það fer næstum framhjá manni að hér hafi nokkur maður vélað um. Vissulega væri gaman að ítarlegri skýringum víða og tengingum við aðra starf- semi Þórbergs, hvers eðlis eru þau skrif sem ekki eru í bókinni, hvar eru Snorra-Eddu skýringarnar o.s.frv. Það vantar m.ö.o. svo mikið af slíkum upplýsingum að það er ógerlegt að nota Ljóra sálar minn- ar sem heimild fyrir rannsókn á sambandi minninga- og dagbókar- brotanna við endanlega gerð í margfrægum bókum Þórbergs. En þessi bók er sjálfstæð ævi- og þroskasaga Þórbergs, skrifuð af Helga M. Sigurðssyni með orðum Þórbergs sjálfs. Og Þórbergur fær að hafa sín dularfullu leyndarmál áfram: hvað gekk hann langt með vinnukonunum í hlöðunni? Hvers lags ástarsamband er þetta við Tryggva Jónsson útum allar lautir? Hvað á hann við með samræðis- verknaði sem eigi má fremja oftar en þrisvar í mánuði og það á til- teknum dögum? Það er óþarfi að svara slíkum spurningum. gs KVIKMYNDAHUSIN LOKAÐ VEGNA BREYTINGA ALLT I HVELLI (Touch and Go) NÝ Grínmynd með Michael Keaton (Mr. Mom og Night Shift). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LIÐÞJÁLFINN (Heartbreak Ridge) ★ Með Clint Eastwood. Hann leikurhörku liðþjálfa sem þjálfar njósna- og könnun- arsveit. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. NJÓSNARINN (Jumpin Jack Flash) ★★ Gamanmynd með Whoopi Goldberg, stjörnunni úr Color Purple. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FLUGAN (The Fly) ★★ Galdrar og hrollur fyrir það sem þess er virði. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 11. PENINGALITURINN (The Color of Money) ★★★ Newman kennir hinum óreynda Tom Cruise ieikinn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 KRÚKÓDlLA DUNDEE (Crocodile Dundee) ★★★ Léttgrín. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ráðagóði róbótinn, Hundalff, öskubuska og Hefðarkettir sýndar kl. 3 um helgina. Guð gaf mér eyra er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Peggy Sue í Stjörnubíói er sprenghlægileg grín- mynd. I Regnboganum er franska myndin Tartuffe, byggð á leikriti Moliér- es, frábær frönsk mynd. BIOHUSIÐ THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW ★★ Eftirminnileg mynd frá áttunda ára- tugnum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. GUÐ GAF MÉR EYRA ★★★ Óskarsverðlaunamynd með Marlee Matlin og William Hurt. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. LAUGARÁS B I O PRIVATE INVESTIGATIONS NÝ Framleiöandi Sigurjón Sighvatsson, með Clayton Rohner, Ray Sharkey og Talia Balsam. Sakamálamynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. THE AMERICAN WAY NÝ Um fljúgandi útvarpsstöð. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FURÐUVERÖLD JÓA (Making Contact) ★★ Ævintýramynd. Sýnd kl. 5 og 7. EFTIRLÝSTUR LlFS EÐA LIÐINN (Wanted Dead or Alive) ★★★ Hörku spennumynd með Rutger Hauer og Gene Simmons. Bönnuð yngri en 16. Sýnd kl. 9 og 11. REGNBOGONN TRÚBOÐSSTÖÐIN (Mission) ★★★ Vönduð stórmynd eftir Bretann Roland Joffé með þeim Roþert de Niro og Jeremy Irons í aðalhlutverkum. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. HJARTASÁR (Heartburn) ★★ Jack Nicholson og Meryl Streep sam- an (mynd. Sýnd 3, 5.30, 9 og 11.30. SKYTTURNAR ★★★ Ný (slensk mynd eftir Friðrik Þór. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. FERRIS BUELLER ★★ Gamanmynd. Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05,9.05 og 11.05. ÞEIR BESTU (Top Gun) ★★★ Með Tom Cruise. Sýnd kl. 3. TARTUFFE ★★★ Frönsk, gerð eftir leikriti Molíéres. Sýnd kl. 7. HANNA OG SYSTURNAR Endursýnd kl. 3, 5 og 9.30. PEGGY SUE GIFTI SIG (Fteggy Sue Got Married) ★★★ Grlnmynd, með Kathleen Turner og Nicholas Cage. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STATTU MEÐ MÉR (Stand by Me) ★★ Fjórir strákar, á þrettánda ári, (leit að l(ki. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Kærleiksbirnir og Völundarhús kl. 3 um helgina. tíaabit BLÁ BORG („Blue City") NÝ Með Judd Nelson og Ally Sheedy (The Breakfast Club, St. Elmo's Fire). Saka- málamynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ tramúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond I MYNDBÖND SCARFACE^* Til leigu m.a. hjá Vídeó Gœdum v/Kleppsueg. Bandarísk, árgerd 1983. Leikstjórn: Brian De Palma. Leikarar: Al Pacino, Michelle Pfeiffer, Steven Bauer. í þessari blóðfylltu ræmu segir frá kúbönskum innflytjanda í Bandaríkjunum sem meikar það með eiturlyfjasölu. Það sem hér stendur óneitanlega uppúr er stór- góður leikur Pacinos sem þess kúbanska; hann veitir óneitanlega snjalla innsýn í hugarheim glæpa- manns sem einskis svífst til þess að ná settu marki. Litli Kúbaninn verður ríkur og rænir konu yfir- mannsins, hann kemst í öll réttu samböndin en ævintýri taka um síðir enda. Hann drepur sinn besta vin fyrir að sofa hjá heittelskaðri systur sinni og hann verður sjálfur eitrinu að bráð. Að auki kemur hann ekki nógu heiðarlega fram við heildsala í Kólombíu sem finnst ómaklega að sér vegið og kemur með her manns til að drepa Pacino. í myndinni rennur allt of mikið blóð fyrir minn smekk, text- inn er líka einhæfur, byggist á jafnri notkun tveggja orða, shit og fuck, sem standa stundum saman í fucking shit. Pacino er hinsvegar góður eins og fyrr sagði og hans vegna ættu þeir sem ekki eru við- kvæmir að sjá myndina. -KK SAKHAROV★★★ 77/ leigu hjá Vídeó Gœdum v/Kleppsveg. Bandarísk, árgerö 1984. Leikstjórn: Jack Gold. Leikarar: Jason Robbards, Glenda Jackson, Frank Finlay. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar þessi mynd um sovéska vís- indamanninn Andrei Sakharov. Hún greinir frá þeirri ákvörðun hans að ganga í flokk andófs- manna og berjast fyrir tjáningar- frelsi, sem leiddi til þess að hann var settur í stofufangelsi, neyddur til að leggjast inná sjúkrahús og seinna sendur í útlegð frá Moskvu. Myndin er mjög dramatísk, eink- um vegna kröftugs leiks þeirra Robbards sem Sakharovs og Jacksons sem eiginkonu hans. Það er kannski sérstaklega í ljósi þess sem gerst hefur að undanförnu sem gaman er að sjá þessa mynd frá þeim tímum sem vísindamað- urinn og nóbelsverðlaunahafinn var í ónáð í Sovét. Nú etur hann hinsvegar kvöldverð með Maggie Thatcher og ræðir við erlenda blaðamenn. Myndin er þessvegna fyrst og fremst vel gerð heimild um tíma sem tæplega verður hald- ið á lofti að öðrum kosti. -KK '■mt & HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.