Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 35
MAL OG MENNING
Bölv og ragn (3)
f síðasta þætti rakti ég sagnir, sem merka „biðja bölbæna; nota
blótsyrði". Eg sleppti þó úr nokkrum sögnum, sem fela ekki aðeins
í sér athöfnina „að blóta“, heldur einnig aðferðina, hvernig blótað er.
Þar á ég við sagnir eins og tuinna, þrinna, flétta, hnýta og krossbölva,
sem allar merkja ,,að hreyta úr sér mörgum blótsyrðum í senn“. Það
er ekki ætlun mín með þessum þáttum að kenna fólki að blóta. Þess
vegna skýri ég ekki þessar aðferðir nánar. Þó skal ég játa, að mér
finnst skemmtilegra að heyra hressiiega bölvað á íslenzku en hlýða
á máttvana ensk blótsyrði. Við eigum til fjölskrúðugt val blótsyrða
í íslenzku, svo að við þurfum ekki að leita til annarra í þeim efnum.
Langsamlega flest íslenzk blótsyrði tengjast annaðhvort kvala-
staðnum (samkvæmt kristinni trú) eða djöflinum. Af fyrri flokknum
eru helvíti (hevíti), horn-
grýti og samrunaorðið
helgrýti. Orðið Niður-
kot (Gamli í Niðurkoti),
sem Svavar Sigmunds-
son minnist á í Sam-
heitaorðabók sinni, er
ekki notað sem blóts-
yrði, að því er ég bezt
veit. Orðið bévítis gæti
bent til, að til hafi verið
orðið bévíti um kvala-
staðinn, en ég finn það
ekki í orðabókum.
Orðin helvíti og him-
inríki (nú himnaríki)
koma fyrir í kvæðum,
sem ort eru skömmu
eftir 1000, og hafa vafa-
laust borizt hingað með
kristninni. í andlátsvísu
Hallfreðar vandræða-
skálds segir: veitk, at
vœtki of sýtik. .. nema
hrœðumk helvíti, þ.e. ég
veit, að ég óttast ekkert,
nema hvað ég hræðist
helvíti. Sá galli er þó á,
að vísan er ekki í aðal-
handriti sögunnar
(Möðruvallabók). En í
sjálfu sér skiptir þetta
ekki máli, því að í vísu
eftir Sighvat, sem ort er
um það bil 20 árum síð-
ar (1027) segir, að sér-
hver maður, sem tekur
gull til höfuðs konungi
sínum, eigi vísan sama-
stað í svörtu helvíti (ÍF
XXVII, 295).
Mestur hluti kristilegs
orðaforða í íslenzku er
fenginn úr þremur mál-
um: fornensku, forn-
saxnesku og latínu. Með ailmiklu öryggi má segja, að orðið helvíti
hafi borizt hingað úr fornensku. í því máli var notað orðið hellewite
um refsingu og kvalir, en einnig um dauðraríkið. Fornsaxneska orðið
helliwiti var ekki haft um dauðraríkið, heldur merkti „heljarkvöl,
heljarrefsing". Fornenskan er þannig líklegra veitimál. Orð eins og
helvíti eru ekki kölluð tökuorð, heldur tökuþýðingar, en það merkir,
að einstakir orðhlutar séu þýddir með samsvarandi orðum (orðein-
ingum, myndunum) í tökumálinu.
Lítið hefur verið rannsakað, hvernig blótsyrði eru notuð. Það er
raunar engin furða, því að heimildir eru erfiðar, þar sem blótsyrði
eru lítið notuð í bókmáli. Rannsókn talmálsins kostar að jafnaði
miklu meiri vinnu. Ég mun þó hér á eftir greina frá því, hvernig orðið
helvíti er notað sem blótsyrði. Heimildir eru úr ýmsum áttum, en að
verulegu leyti styðst ég við eigin kunnáttu í notkun blótsyrða.
Orðið helvíti er notað sem nafnorð með ýmsum sögnum, aðallega
í forsetningarlið (í helvíti, til helvítis). Mjög er það algengt með sögn-
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA?
ÁGLIST ATLASON
TÓNLISTARMAÐUR
Ja, á laugardagskvöldið
œtla ég að spila meö Ríó á
Akranesi en á föstudags-
kvöldið hef ég hugsað mér
að taka því bara rólega.
Nú, ég veit ekki meira, jú, á
sunnudagskvöldið er ferm-
ingarveisla. Þetta er svona
það sem ég œtla að gera í
grófum dráttum, ég fer ekk-
ert að fara útí það í smá-
atriðum, er það?
inni fara, t.d. fari það í helvíti, farðu til helvítis. Ef menn tvinna,
þrinna, krossbölva, hnýta eða flétta, skjóta þeir gjarna iýsingarorði
inn á undan orðinu helvíti. T.d. er algengt að segja fari það í hurðar-
laust helvíti. En í staðinn fyrir huröarlaust má setja grœngolandi,
heita, heitasta, heitsteikt, logandi, sjóðbullandi, sótsvarta, sótsvart-
asta. Einnig er hægt að setja tvö (eða fleiri) lýsingarorð framan við
helvíti, t.d. grœngolandi, hurðarlaust helvíti. Ekki kannast ég við, að
sambandið farðu til helvítis sé lengt með því að skjóta lýsingarorði
framan við helvíti. Hins vegar eru liðfelld sambönd algeng, þ.e. orð-
inu helvíti er sleppt og lýsingarorð eitt notað, t.d., fari það í kolað,
fariþað í kollótt, fari það í logandi o.s.frv. Þá er einnig títt orðasam-
bandið hvernig í helvítinu (gaztu verið svona vitlaus)? Einnig er orðið
helvíti títt í upphróp-
unarsetningum, t.d.
hvert þó í heitasta hel-
víti og í eins konar
ávarpi, helvítið þitt, eða
frásögn, helvítið hann
Jón, sbr. vísupartinn:
hœðir mig á hnöllum
trés/helvítiö hann Jó-
hannes.
Margt af því tæi, sem
nú hefir verið rakið, hef-
ir Svavar Sigmundsson í
Samheitaorðabók sinni,
en hann tilgreinir líka
faröu í horngrýti, farðu
í hólakot, faröu nú
hoppandi í hœrusekk
og farðu noröur og
niður. Ég rek ekki upp-
runa þessara orðasam-
banda, en vil þó geta
þess, að síðasta orða-
sambandið, farðu norö-
ur og niður, virðist eiga
rætur í heiðnum hug-
myndum um Hel. Svo
segir í Snorra Eddu: En
hon sagði, at Baldr
hafði þar riðit um Gjall-
arbrú: en niðr ok norðr
liggr Helvegr (SnE I,
178, Hafniæ 1848).
Eignarfailið af helvíti,
þ.e. helvítis, er notað
sem lýsingarorð, t.d.
helvítis asni(nn). Sama
gildir um eignarfallið af
horngrýti, þ.e. horn-
grýtis, t.d. horngrýtis
þrjóturinn. Þá er einnig
samrunamyndin horn-
vítis notuð á sama hátt,
t.d. hornvítis kerlingin.
Sama er að segja um
helgrýtis, t.d. helgrýtis amlóöinn. Og enn má nefna benvítis, sem ég
get ekki skýrt, og bévítis, sem virðist vera samruni úr béaður og víti,
t.d. bénvítis fíflið, bévítis flónið.
Enn ber að geta þess, að orðið helvíti er notað sem atviksorð með
lýsingarorðum og atviksorðum. Dæmi um hið fyrra er hann er helvíti
góður, en um hið síðara þetta er helvíti asnalega orðaö. Hins minnist
ég ekki, að helvíti sé notað sem atviksorð með sögnum.
Orðið horngrýti, sem nokkuð hefir verið rætt um hér að framan,
er torskýrt. Horngrýti merkir einnig „eggjagrjót". Guðmundur Finn-
bogason (sbr. Skírni 1927, 57) ýjar að því, að bölbænir, þar sem notað
er horngrýti, séu upprunalega þær, „að menn lentu í eggjagrjótsurð-
ir, lentu í ófærum, eða þá að þeir yrðu urðaðir utan garðs“. Benda
má á, að djöfullinn og hans árar voru taldir hornóttir. Gæti verið, að
horngrýti væri hugsað sem urð (grýttur staður) hinna hornóttu
djöfla? Ég veit það ekki.
STJÖRNUSPÁ
HELGINA 3.-5. APRÍL
ummimimi
Forðastu endilega allt pukur og undirferli á föstudag.
Slíkt getur skapað ótrúlegustu vandamál. Og þér getur
hefnst fyrir að endurtaka kjaftasögur, sem þú hefur heyrt.
Það verður kannski lítið úr laugardeginum, þar sem þú
kannt að byrja á mörgu án þess að Ijúka því. Á sunnudag
gætir þú lent upp á kant við einhvern I fjölskyldunni, sem
ekki er hrifinn af uppátækjum þlnum, en varastu að gefa
loforð sem þú getur ekki staðið við.
Vertu nú svolltið vandlátur á félaga, þvl þeir sem virðast
einlægir gætu stolið frá þér hugmyndum og gert að sín-
um. Þú þarft að sýna mikla útsjónarsemi við að komast
eða fá það sem þú ætlar þér. Það er líka tfmi kominn til þess
að ákveðin persóna gerist hreinskilin og hætti að láta eins
og þú sért ósanngjarn í kröfum þínum. Ættingi eða vinur
reynir að skipta sér af einkamálum, sem honum koma
hreint ekkert við. Láttu hann fá það óþvegið.
TVÍBURARNIR (22/5-21/6
Tlmi hreinskilni er genginn f garð og nauðsynlegt er
orðið að hreinsa andrúmsloftið. Enginn, ekki einu sinni
ástvinur þinn, á rétt á þvf að ákveða hvernig, hvenær og
hvar þú lætur tilfinningar þfnar ( Ijós. En einhverjar
breytingar virðast óumflýjanlegar. Innst inni ertu búinn að
taka ákvörðun um hverju þarf að breyta, en þú verður að
fara varlega vegna þess að aðrir eru ósammála þér.
Gakktu úr skugga um að þú hafir fólk ekki fyrir rangri sök.
vAniuuitm.
Láttu lltið fara fyrir þér og athöfnum þfnum á föstudag.
Það kann góðri lukku að stýra. Á laugardag ættirðu að
foröast Iftt fgrundaðar framkvæmdir og þann dag gæti
sektarkennd eða efasemdir af einhverjum toga valdið
streitu. Léttu lund þfna með þvf að hreyfa þig úr stað eða
hafa samband við starfsfélaga. Ekki treysta á stuðning
ástvina á sunnudag. Þeir geta reynst óútreiknanlegir —
jafnvel undirförulir.
LJÓNIÐ (21/7-23/8
I vikulokin nennirðu ekki að velta þér upp úr sjálfselsku
og ósanngirni annarrar persónu varðandi fjármálasam-
skipti. Á laugardag eykst þér bjartsýni varðandi eitthvað
sem snertir vinnuna, þó svo ekki verði gengið frá neinu
fyrr en á þriðjudag. Líkamlegir kvillar fara þar að auki
skánandi. Þú verður að kanna nákvæmlega öll smáatriði,
þótt þú þolir yfirleitt ekki smámunasemi og sért mjög ör-
látur að eðlisfari.
Jafnvel gamalgróin tilfinningasambönd geta verið erf-
ið þessa dagana en þú hefur að öllum Ifkindum ekki gefið
umkvörtunum mikinn gaum. Núna neyðist þú hins vegar
til þess að horfast f augu við aðstæður f fjölskyldunni.
Taktu ekki mark á neinu nema það sé fyllilega rökstutt.
Tími er kominn til þess að krefjast trygginga þegar fjármál
eru annars vegar.
Á föstudag muntu njóta alls, sem þú tekur þér fyrir
hendur f þeim tilgangi að bæta sjálfan þig á einhvern hátt.
Það er hins vegar ekki ólfklegt að þú finnir til andlegrar
streitu. Laugardagurinn er tilvalinn til þess að bjóða heim
fólki og þú ættir að fgrunda vel allar hugmyndir, sem
skjóta upp kollinum. Athugaðu Ifka, að þú ert aðnjótandi
meiri ástar en þig grunar. Þú neyðist til að vanrækja fjöl-
skylduna á hvfldardaginn og jafnvel að svíkja loforð. Maki
eða sambýlisaðili veldur þér Ifka vonbrigðum daginn
þann.
SPORÐDREKINN (23/10—22/ll
Farðu varlega með peninga á föstudaginn og gættu að
þvf, að stuttar ferðir geta reynst afar kostnaðarsamar þeg-
ar á allt er litið. Þetta á einnig við um laugardaginn, en það
er annars mun betri dagur og þá verða ástvinir samvinnu-
þýðir og móttækilegir fyrir hugmyndum þfnum. Þú átt
þess vegna auðveldara með að tjá tilfinningar þfnar. Á
sunnudag skaltu hins vegar varast að reyna að komast
undan skyldustörfum og ekki vera of óútreiknanlegur.
BOGMAÐURINN (23/11-21/12
Það kann að vera ónotalegt að vinna með fólki sem
maöur hvorki treystir né virðir, en þetta er ekki rétti tfminn
til þess að gera eitthvað f málinu. Þú ættir heldur að leggja
til atlögu við þá, sem hafa að undanförnu farið undan f
flæmingi eða verið erfiðir á heimavelli eða f tengslum við .
fjármál. Þessa dagana er það hlutverk þitt að vera þolin-
móður og skilningsrfkur við ákveðinn ástvin, sem á (erfið-
leikum. Sú samúð og hjálpsemi á eftir að skila sér aftur.
STEINGEITIN (22/12
Ef þú ert ekki vel frfskur, ættirðu alveg endilega að
halda þlg heima á föstudag. Og mundu hvflfk tfmaeyðsla
það er að hlusta á kjaftasögur. Á laugardag færðu ef til vill
fréttir, sem setja þig út af laginu, og það gæti reynst sær-
andi að uppgötva að einhver var ekki trausts eða ástúðar
þinnar verður. Sunnudagurinn verður Ifklega litlu betri, því
þá kemur upp misskilningur á milli þln og nákomins aðila.
VATNSBERINN [22'1-19/2
Þú ert að öllum líkindum f nokkurs konar biðstöðu
núna, en fljótlega muntu sjá að þú neyðist til að endur-
skipuleggja bæði persónuleg mál og fjármál. Það verður
kannski sárt, en þú hefur ekkert um að velja. Þér finnst þú
vanmetinn, enda ekki búinn að uppgötva að nýtt tímabil
er gengið f garð og það ert þú sjálfur sem hefur öll tromp
á hendi. Haltu samt áfram að fara varlega í fjármálum og
láttu ekki trufla frama þinn (vinnunni.
FISKARNIR (20/2 20/3
Þér hef ur eflst sjálfstraust nýverið, enda ekki vanþörf á.
Nú er rétti tfminn til þess að kippa fjármálunum f lag, eftir
þvf sem hægt er, og þú mátt ekki lengur líða afskiptasemi
annarra af þessum málaflokki. Þú verður að sýna meiri
sparsemi og ættir ekki að ana út f nein kaup f stórum stfl
I náinni framtfð Þér er hætt við að fara „yfir" á ávfsana-
heftinu, ef þú gætir ekki að þér.
HELGARPÖSTURINN- 35