Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 38

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 38
INNLEND YFIRSÝN Samningurinn hans Jóns var í fullu samræmi við búvörulögin. Margra ára áætlun um að ná niður birgðum af landbúnað- arafurðum — og fækka bændum Heimild fyrir ,,stuldinum“ Ríkisstjórnin er talin hafa ótvíræða heim- ild fyrir því sem Jónas Kristjánsson kallaði „stuld aldarinnar" í leiðara DV á dögunum. Landbúnaðarráðherra undirritaði fyrir hönd ríkisstjórnar samning við Stéttarsamband bænda skuldbindingu þess efnis að ríkis- stjórnin ábyrgðist 28 milljarða króna greiðslu fyrir framleiðslu næstu fjögurra ára í hefðbundnum landbúnaði. Undirritun ríkisstjórnarinnar er byggð á heimildarákvæði í búvörulögunum, sem sett voru á kjörtímabilinu. „Til þess að hafa stjórn á framleiðslu búvara þannig að hún verði í samræmi við tilgang laga þessara er landbúnaðarráðherra heimilt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Stéttarsamband bænda um magn sauðfjár- og mjólkurafurða, sem framleiðendum verð- ur ábyrgst fullt verð fyrir á samningstíman- um. Heimilt er að semja til lengri tíma í einu og að binda samninga við einstakar bú- vörur." Samkvæmt upplýsingum Bjarna Gud- mundssonar aðstoðarráðherra hafði bæði rikisstjórnin og þingflokkar ríkisstjórnar- innar veitt heimild sína fyrir þessari undirrit- un ráðherra. Fjármagnsheimildin er einnig fyrir hendi, þar sem tekið er fram í búvöru- lögunum að greiðsla úr ríkissjóði til útflutn- ingsbóta megi að hámarki ekki fara yfir 5% af heildarverðmæti búvöruframleiðslunnar á samningstímabilinu. Bjarni bendir á, að ríkisvaldið geri samninga við ýmsar stéttir langt fram í tímann um verð á vinnuafli. í því felist sams konar skuldbinding og gagnvart bændum. Talsmenn landbúnaðarins segja töluna 28 milljarða gefa kolranga mynd af því sem fer úr ríkissjóði. Verðlagsár landbúnaðarins nær frá 1. september til 31. ágúst og áður en til þessa samnings kom, hafði verið samið bæði um yfirstandandi verðlagsár, sem og næsta verðlagsár. Samningur Jóns nær því frá 1988 til 1992. í ár er trygging greiðslu fyrir 11.800 tonn af kindakjöti og 105 milljónir lítra af mjólk. Bændum er sem sagt tryggt fuilt afurðaverð fyrir þessa framleiðslu. Innanlandsneysla er talin vera rúmlega 9000 tonn af kjöti, en 2800 tonn verði útflutningsbætt. Sá kostnað- ur af þessu sem leggst á ríkissjóð er á yfir- standandi verðlagsári 533 milljónir króna. Á næsta verðlagsári, sem áður var búið að semja um, var gert ráð fyrir 11.000 tonna kindakjötsframleiðslu og 102 milljónum lítra mjólkur. Verðbætur úr ríkissjóði eru taldar verða yfir 600 milljónir króna. Þegar talað er um 28 milljarða stuld, þá er átt við ábyrgð- ina, en raunverulegur kostnaður ríkissjóðs á þessu fjögurra ára tímabili verður gróflega reiknað rúmlega 2 milljarðar króna, segir Bjarni Guðmundsson. Neysla mjólkur og mjólkurafurða hefur fremur farið vaxandi síðustu árin hér á landi. Reiknað er með, að hún verði um 101 milljón lítra árlega á næstunni og útflutningsbætur nema þá andvirði 2 til 3 milljón lítra á ári, segir Bjarni Guðmundsson í landbúnaðar- ráðuneytinu. Samningur landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir verðábyrgð ríkissjóðs á 11.000 tonnum kindakjöts á verðlagsárunum frá 1988 til 1999. Verðábyrgðin fyrir mjólk verður á bil- inu 103 milljónir lítra til 104 milljónir lítra á sama árabili. Með þessum samningum er stefnt að rýrnun birgða landbúnaðarafurða í landinu, draga úr framleiðslu — og þar með draga úr þörf fyrir útflutningsbótafé. Miklar birgðir eru til í landinu, en mark- visst hefur dregið úr framleiðslu. Til dæmis var framleiðslan 12.900 tonn af kindakjöti verðlagsárið 1983—84, 12.200 tonn á næsta verðlagsári þar á eftir. Þá var heimilt að greiða allt að 10% af verðmæti afurðanna í útflutningsbætur, en er nú komið niður í 5% eins og áður sagði. En hvaða afleiðingar hefur samdráttur í framleiðslunni? Bændum fækkar. Sumir telja að milli 200 og 300 hafi hætt hefðbundnum búskap og horfið að nýjum atvinnugreinum á síðustu fjórum árum. Tala þeirra er samt dálítið á reiki, vegna þess að lífeyrisréttindi þeirra hafa breyst. Margir bændur munu einnig hafa verið að hætta smám saman og unnið aðra vinnu meðfram litlum búskap, að sögn Ólafs Torfasonar blaðafulltrúa búnað- arsamtakanna. í ár er trygging greiðslu fyrir 11.800 tonn af kindakjöti og 105 milljónir lítra af mjólk. Bændum er sem sagt tryggt fullt afurðaverð fyrir þessa framleiðslu. Innanlandsneysla er talin vera rúmlega 9000 tonn af kjöti, en 2800 tonn verði útflutningsbætt. Forsætisráðherra Noregs boðar arðsemissjón- armið og aukið svigrúm fyrir frjálst framtak Gro og Verkamannaflokkurinn norski eflast við hverja raun ERLEND YFIRSYN Verkamannaflokkurinn norski á aldaraf- mæli í ár, og þing flokksins í Osló um síðustu helgi bar vott um að hann hefur byr í seglum fram á aðra öldina. Á tæpu ári hefur stjórn- málaþróun í Noregi snúist flokknum í hag, rækilegar en menn óraði fyrir, þegar Gro Harlem Brundtland myndaði minnihluta- stjórn á síðasta ári. Mörgum í flokknum var um og ó að taka við stjórnarábyrgð án þing- meirihluta við erfiðar aðstæður. Samstjórn Hægri flokksins og miðjuflokkanna hafði átt erfiða daga, og mikil vandkvæði blöstu við á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum. Við stjórnarskiptin í fyrravor stóðu Hægri og Verkamannaflokkurinn Iíkt að vígi í skoð- anakönnunum, og hallaði frekar undan fæti hjá þeim síðarnefnda. Vikuna fyrir afmælis- flokksþing hans birtust tvær skoðanakann- anir. Báðar gefa þær Verkamannaflokknum yfir 40% fylgi og sjö eða átta af hundraði umfram Hægri. Ekki er furða að Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra var endurkjör- in til flokksformennsku með lófataki. Þegar Káre Willoch kaus að biðjast lausnar fyrir stjórn sína, við það að tillaga hennar um bensínskatt náði ekki fram að ganga á Stórþinginu, bjó það undir að láta minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins ganga sér til húðar á skömmum tíma. Verðhrun olíu hafði leikið norskan ríkisfjárhag grátt, og ýmis erf- ið úrlausnarefni í efnahags- og fjármálum steðjuðu að. Gro var ekki ein af þeim, sem þetta olli beyg. Hún hafði að engu úrtölur sumra félaga sinna. Undir forustu hennar og nýrra manna, sem hún valdi í erfiðustu ráðu- neytin, Gunnar Berge í fjármálin og Finn Kristensen í iðnaðarmálin, svo einhverjir séu nefndir, hefur ræst betur úr stjórnarstörfun- um en spáð var. Mestu skiptir að stjórn hefur með mark- vissri forustu náð árangri í málum, sem lengi voru búin að þvælast fyrir fyrri ríkisstjórn óleyst. Þar ber hæst einföldun skattkerfis og jöfnun skattbyrði ásamt stofnun alþjóðlegrar skipaskráningar í Noregi, til að hamla á móti flótta norska kaupskipaflotans undir erlenda fána. Miklu skipti einnig, að við kjarasamn- ingagerð í ár náðist samstaða heildarsam- taka samningsaðila á vinnumarkaði um óbreyttan kaupmátt launa á næsta samn- ingstímabili. Atvinnurekendur og launþegar komust að sameiginlegri niðurstöðu, að fyrir öllu yrði að ganga að stuðla að því markmiði ríkisstjórnarinnar að ná verðbólgu niður á svipað stig og ríkir í löndum þar sem norsk framleiðsla á helstu keppinauta. Stjórn Verkamannaflokksins hefur sýnt staka lagni við að afla málum sínum á þingi þess stuðnings sem þarf hjá miðjuflokkun- um, Miðflokknum þó frekar en Kristilega þjóðarflokknum. Viðræður þessara flokka við Hægri í leit að grundvelli til að fella stjórn Gro og koma á laggirnar nýrri samsteypu- stjórn runnu út í sandinn síðastliðið haust. Nú hefur Miðflokkurinn hafnað málaleitan frá Hægri um að setjast niður á ný til að reyna að finna sameiginlegan grundvöll til stjórnarmyndunar. Allt í einu er farið að gera því skóna í Noregi, að breytingar verði vart á stjórn landsins fyrir kosningarnar til Stór- þingsins 1989. Framvinda þessi hefur svo gert að verkum, að erjur eru blossaðar upp í Hægri flokkn- um. Willoch, virtur en miðlungi vinsæll foringi flokksins, lét af formennsku, eftir að vanheilsa hafði bagað hann um skeið. í stað þess að láta reyna á fylgi í flokknum við þá tvo, sem sóttust eftir formennskunni eftir að hann vék úr sæti, Rolf Presthus og Jan P. Syse, lagði Willoch allan sinn pólitíska þunga á band með Presthus. Syse tók þann kost að draga sig í hlé. Þessi aðferð við val á formanni Hægri flokksins hefnir sín nú, þegar í ljós kemur að Presthus fer halloka í almenningsálitinu fyrir skörulegri stjórnarforustu Gro Harlem Brundtland. Þær raddir gerast æ háværari í flokknum og blöðum sem honum fylgja að málum, að Presthus eigi sér ekki viðreisnar von í flokksformennskunni og nauðsyn beri til að skeleggari maður eins og Syse komi í hans stað. Sem stendur eru ekki miklar horfur á að slík mannaskipti verði hjá Hægri, en óðum styttist í næstu liðskönnun í norskum stjórn- málum. Sveitarstjórnakosningar verða 12. september í haust. Komi þá á daginn, að Verkamannaflokkurinn hafi í raun og veru endurheimt yfirburðastöðu sína umfram Hægri flokkinn, er hætt við að hitna taki undir Presthus fyrir alvöru. Eitt af því sem olli mörgum sem studdu Hægri til valda vonbrigðum, var hve lítt gekk að efla samkeppni í atvinnulífi og hag fyrirtækja. Þvert á móti náði fjárstreymi frá ríkinu til að jafna halla ríkisfyrirtækja og at- vinnuvega án samkeppnisgrundvallar met- upphæðum í fjármálaráðherratíð Rolf Prest- hus. Flokksþing Verkamannaflokksins leiddi í Ijós, að á þessu málefnasviði sér forusta hans nú mesta sóknarmöguleika. Gro Harlem Brundtland hamraði á því í stefnuræðu sinni, að hlutverk flokksins væri nú öðru fremur að gera erfiðleikatíma að umbótatímum. Þar væri nærtækasta verk- efnið að efla með öllu móti arðsemi atvinnu- eftir Magnús lífsins, virkja kosti samkeppni og framtaks einstaklinganna í þágu almannahags. Vel- ferðarþjóðfélaginu verður að breyta, ef það á að standast, sagði hún. Við verðum að gefa umræðunni um opinberan rekstur eða einkarekstur nýja vídd. Látum við blindast af eigin fortíð, geta athafnir komið út þveröfugt við tilganginn. Aðrir forustumenn Verka- mannaflokksins höfðu á orði á flokksþing- inu, að komin væri sláturtíð fyrir sumar heilagar kýr. í viðtali við atvinnulífsblaðið Dagens Nœringsliv gerir hægri hönd Finns Krist- ensens iðnaðarráðherra, Per Ö. Grimstad, grein fyrir, hvað er á döfinni þar á bæ. Ríkis- geiranum í norsku atvinnulífi verður vægð- arlaust gert að taka sig á, með arðbæran rekstur að leiðarljósi. Gert er ráð fyrir að ein- stök ríkisfyrirtæki verði seld á hlutabréfa- markaði að öllu eða nokkru leyti. Stjórnend- ur fyrirtækja verða að starfa eftir rekstrar- legum sjónarmiðum. Atvinnulíf sem stendur á eigin fótum getur eitt gert byggðarlögin líf- vænleg og tryggt atvinnu, segir ráðuneytis- stjórinn. Félagslega hliðin er verkefni okkar stjórnmálamanna, segir hann, og það eru undanbrögð að þykjast velta henni á herðar þeirra sem eiga að reka fyrirtæki. Hér er bersýnilega höfð hliðsjón af reynslu frá Svíþjóð. Þar tóku sósíaldemókratar sig til fyrir nokkru, undir forustu Olofs heitins Palme og Kjell Olof Felt, og stokkuðu upp hríðtapandi fyrirtæki í ríkisrekstri. Sum voru seld á hlutabréfamarkaði að öllu eða ein- hverju leyti. Fjármagnið sem þannig fékkst var notað til að rétta við önnur sem lífvænleg töldust. Þeim var jafnframt slegið saman undir sjálfstæðum rekstrarstjórnum hæfustu manna sem völ var á, og voru margir þeirra sóttir til einkageirans. Nú er árangurinn að sýna sig. Á síðasta ári skiluðu öll ríkisfyrir- tæki í Svíþjóð sem eitthvað kveður að veru- legum arði. Þau geta því af eigin rammleik snúið sér að tækniþróun og auknum umsvif- um til að búa í haginn fyrir framtíðina. Sýnt er að kratar á Norðurlöndum ætla ekki að láta sér fallast hendur við verkefni samtímans, frekar en þeir gerðu fyrr á öld- inni, þegar árangurinn varð leiðarljós víða um heim. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.