Helgarpósturinn - 02.04.1987, Page 39

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Page 39
II I lutafélagið Kjörland sem tók yfir rekstur kartöfluverksmiðju Kaupfélags Svalbarðseyrar hefur farið brösulega af stað. Félagið er eign KEA, sem á 60% hlutafjár, Ágæti h/f, sem á 20% og Hlutar h/f, sem á 20%. Hlutur h/f er eign nokkurra kartöflubænda í Eyjafirði. Frá því Kjörland tók yfir reksturinn hefur fyrirtækið átt í greiðsluerfið- leikum og skuldar nú kartöflubænd- um í Eyjafirði umtalsverðar fjár- hæðir fyrir afgrðir þeirra. Þeir bændur máttu 'varla við frekari skakkaföllum eftir gjaldþrot Kaup- félags Svalbarðseyrar og eru margir þeirra að hugsa um að hætta kart- öflurækt, eða jafnvel að bregða búi. Rekstur Kjörlands að undanförnu þykir hafa fært heim sanninn um það, að það sé enginn rekstrar- grundvöllur undir kartöfluverk- smiðjunni á Svalbarðseyri. . . Þ ar sem rekstur Kjörlands h/f á kartöfluverksmiðjunni á Sval- barðseyri gengur ekki sem best, hefur nokkur skjálfti gripið um sig meðal kröfuhafa í þrotabúi Kaup- félags Svalbarðseyrar. Nú þegar er ljóst að eignir búsins nægja ekki til að greiða annað en forgangskröf- ur og kröfur með veðrétti. Nú þegar vonir manna um að Kjörland hafi bolmagn til þess að kaupa kartöflu- verksmiðjuna á skikkanlegu verði dofna, er allt útlit á því að jafnvel þeir sem hafa veð fyrir sínum skuld- um tapi umtalsverðum fjárhæðum. Bæði Samvinnubankinn og Iðn- aðarbankinn hafa veð fyrir stórum skuldum aftarlega á veðskrám, en Samvinnubankinn er með sýnu verri veð. Iðnlánasjóður og Iðn- rekstrarsjóður hafa hins vegar flest sitt á þurru... u UT. VACUUM POKKUNARVELAR ERU HAGÆÐA VELAR A HAGSTÆÐU VERÐI FYRIR KJOT- OG FISKVINNSLUR HOTEL, VEITINGAHÚS OG KJÖRBÚÐIR Nú eru Henkovac vélarnar tölvustýrðar (Microprocessor control), sem þýðir að öll stig Vacuum pökkunarinnar frá því vélinni er lokað og þar til hún opnast er stýrt sjálfvirkt af tölvu forriti. Með ,,Microprocessor“ stýringunni hefur Henkovac skotið öðrum framleiðendum ,,Vacuum pökkunarvéla“ langt aftur fyrir sig. Henkovac byggir á 35 ára reynslu og er leiðandi framleið andi Vacuum pökkunaryéla með útflutning til 55 landa. Yfirburðir Henkovac véla endurspeglast best í því að á síð ustu árum hefur framleiðslan aukist um 600%. VIÐ HOFUM EINKAUMBOÐ FYRIR HENKOVAC H«isi.os lir KROKHALS 6 SIMI 671900 || I ugsanlegt er að dragi til tíð- inda á næsta skiptafundi í þrotabúi Kaupfélags Svalbarðseyrar sem haldinn verður um miðjan þennan mánuð. Á síðasta skiptafundi aflaði Hafsteinn Hafsteinsson, bústjóri, sér heimildar til að fara ofan í saum- ana á færslum milli reikninga félags- ins mánuðina fyrir gjaldþrot. Það mun vera almenn vissa fyrir því í Eyjafirðinum að margir félagsmenn kaupfélagsins björguðu inneignum sínum hjá félaginu með því að yfir- taka skuldir nábúa sinna. Þegar menn höfðu síðan jafnað skuldir sínar með þessum hætti, gerðu þeir upp sín á milli. Nú mun þetta allt verða rifið upp. Þeir sem yfirtóku skuldir annarra munu því verða að endurgreiða andvirði inneignar sinnar hjá kaupfélaginu. Þegar því er lokið eiga þeir síðan kröfu á hendur þeim sem þeir höfðu áður yfirtekið skuldir af. Það má því bú- ast við flóknum málarekstri milli fé- lagsmanna í Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar í kjölfar skiptanna .. . Opnun sérstaklega fyrir leikhúsgesti kl. 18.00. Boröpantanir í síma 11340. þessa yiku höfum við til sýnis kjötkrókavog hjá okkur Plastos lilL# KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900 ^ I HELGARPÖSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.