Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 42

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 42
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 3. apríl 18.00 Nilli Hólmgeirsson. 18.25 Stundin okkar — Endursýning. 19.10 I deiglunni — Endursýning. 19.30 Poppkorn. 20.00 Fréttir og veöur. 20.40 Göngum í reyklausa liðiö. 20.50 Unglingarnir í frumskóginum. 21.35 Mike Hammer. 22.25 Kastljós. 23.10 Einskis manns land (No Man's Land). Svissnesk-frönsk bíómynd frá árinu 1984. Leikstjóri Alain Tanner. Aö- alhlutverk Hugues Quester, Myriam Méziéres, Jean-Philippe Ecoffey og Betty Berr. Beggja vegna landamæra Frakklandsog Sviss búa einstaklingar sem ekki una hag sínum af ýmsum ástæðum. í von um betri tíð leiðist þetta fólk út í að smygla varningi, fólki og peningum milli landanna. Milli tollstöðva landanna liggur skógi vaxið einskis manns lands og er þar vettvangur smyglaranna að nætur- lagi. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 4. apríl 15.00 Iþróttir. 18.00 Spænskukennsla. 18.30 Litli græni karlinn. 18.40 Þytur í laufi. 19.00 Hóskaslóöir (Danger Bay). 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Lottó. 20.35 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show). 21.10 Gettur betur — Spurningakeppni framhaldsskóla — Úrslit. 21.55 Paul Young — hljómleikar. 22.50 Hiti og sandfok (Heat and Dust) ★★★. Bresk bíómynd frá árinu 1983. Leikstjóri James Ivory. Aöalhlutverk Julie Christie, Greta Scacchi og Christopher Cazenove, Susan Fleet- wood og fleiri. Myndin gerist á Ind- landi á nýlendutímanum og nú á dög- um. Bresk kona á ástarævintýri meö indverskum höföingja og lendir í ógæfu í kjölfar þess. Hún lýsir reynslu sinni í bréfum til systur sinnar. Sextíu árum síðar erfir ung frænka hennar bréfin sem vekja áhuga hennar. Hún ferðast til Indlands og fetar á sinn hátt í fótspor ömmusystur sinnar. 01.05 Dagskrárlok. Fimmtudagur 2. apríl § 17.00 Myndrokk. § 18.00 Knattspyrna. 19.05 Spæjarinn. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. 20.25 Ljósbrot. 21.00 Morögáta. § 21.55 Af bæ í borg (Fterfect Strangers). § 22.25 Haldiö suöur ó bóginn (Going South) ★★. Bandarísk gamanmynd frá árinu 1978 með Jack Nicholson, John Belushi og Mary Steenburgen í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jack Nicholson. Myndin gerist um 1860 og leikur Jack Nicholson seinhepp- inn útlaga sem dæmdur hefur veriö til hengingar. Ung kona bjargar hon- um frá snörunni og vill giftast hon- um og annast hann, en hún er ekki öll þar sem hún er séð. § 00.10 Af ólíkum meiöi (Tribes) ★★★. Bandarísk ádeilumynd í léttari kant- inum með Darren McGavin og Earl Holliman í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Joseph Sargent. Ungur sandalahippi meö sítt hár er kvaddur í herinn. Liðþjálfa einum hlotnast sú vafasama ánægja að breyta honum í sannan bandarískan hermann, föð- urlandi sínu til sóma. 01.35 Dagskrórlok. Föstudagur 3. apríl § 17.00 Lífsbaráttan (Staying Alive) ★★. Bandarísk kvikmynd frá 1983 meö John Travolta og Cynthia Rhodes (Flashdance) í aðalhlutverkum. Travolta leikur dansara sem er staö- ráöinn í því að veröa með þeim bestu og komast á Broadway. Tónlist er eftir Bee Gees og leikstjóri er Sylv- ester Stallone. §18.30 Myndrokk. 19.05 Feröir Gúliívers. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. 20.20 Klassapíur (The Golden Girls). § 20.45 Geimálfurinn. §21.15 Þú snýrö ei heim ó ný (You Cant Go Back Home Again) ★★★. i þess- ari bandarísku sjónvarpsmynd öðl- ast sjálfsævisöguleg bók Thomas Wolfe nýtt líf. Myndin gerist um 1920 og segir frá baráttu ungs rithöf- undar, sem er staðráöinn í því að vinna sér sess meðal hinna þekktu og ríku. Aöalhlutverk leika Chris Sarandon, Lee Grant, Hurt Hatfield og Tammy Grimes. § 22.35 Stranda ó milli (Coast to Coast) ★★. Dyan Cannon leikur eiginkonu á flótta undan manni sínum í þessari gamanmynd frá árinu 1980. Skilnaö- ur getur veriö dýrt spaug og því vill læknirinn, maöur hennar, heldur láta loka hana inni á geösjúkrahúsi. Leik- stjóri er Joseph Sargent. § 00.05 Myrkraherbergið (The Dark Room). Áströlsk kvikmynd með Svet Kovich, Alan Cassel og Anna Jemison í aöalhlutverkum. Mögnuö spennumynd um mann nokkurn sem tekur sór unga ástkonu. Sonur hans, sem er á svipuðum aldri og stúlkan, veröur gagntekinn þeirri hugsun að koma upp á milli þeirra og beitir til þess öllum ráöum. Leik- stjóri er Paul Harmon. § 01.35 Myndrokk. § 03.00 Dagskrórlok. Laugardagur 4. apríl § 09.00 Lukkukrúttin. Teiknimynd. § 09.20 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 09.40 Penelópa puntudrós. Teikni- § 10.30 Garparnir. Teiknimynd. § 11.00 Fréttahorniö. Fréttatími barna og § 11.10 Teiknimynd. § 11.30 Fimmtón ói’la. Nýr myndaflokkur § 12.00 Hlé. § 16.00 Ættarveldiö (Dynasty). § 16.45 Draugasaga (Ghost Story) ★. Bandarísk kvikmynd byggö á skáld- sögu Feter Straub meö Fred Astaire, Douglas Fairbanks jr. og Melvyn Douglas í aöalhlutverkum. Leikstjóri er John Irvin. § 18.30 Myndrokk. 19.05 Hardy gengiö. Teiknimynd. 19.30 Fróttir. 20.00 Undirheimar Miami (Miami § 20.50 Benny Hill. § 21.15 Kir Royal. § 22.15 Vitnið (Witness) ★★★. Bandarísk kvikmynd frá 1985 með Harrison / Ford og Kelly McGillis í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er Fteter Weir. Lög- reglumaður er myrtur og eina vitnið er átta ára drengur úr Amish trúar- hópnum. Lögreglumaðurinn John Book fær málið í sínar hendur og leitar skjóls hjá Amish fólkinu þegar lífi hans og drengsins er ógnað. § 00.00 Krydd í tilveruna (A Guide for the Married Woman) ★★. Bandarísk kvikmynd frá árinu 1978 meö Cybill Shepherd, Charles Frank og Barbara Feldon í aðalhlutverkum. Ungri hús- móður finnst líf sitt vera heldur til- breytingarsnautt og leitar ráða hjá vinkonu sinni. Viö það verður líf hennar svo skrautlegt að henni finnst sjálfri nóg um. § 01.30 Myndrokk. § 03.00 Dagskrórlok. © Föstudagur 3. apríl 07.03 Morgunvaktin. 09.05 Morgunstund barnanna. MEÐMÆLI Rétt er að benda á tonleika Sinfóníuhljómsveitar íslands (í kvöld) á Rás 1 en þar leikur einleik með hljóm- sveitinni gríska undrabarnið Dimitri Sgouros. Á Stöð 2 er a.m.k. ein góð bíómynd, Vitnið, og sömuleiðis ein góð í Ríkissjónvarpinu, Hiti og sandfok (Heat and Dust). 10.30 Sögusteinn. 11.05 Samhljómur. 12.20 Hódegisfréttir. 14.00 Miödegissagan. 14.30 Nýtt undir nólinni. 15.20 Landpósturinn. 16.05 Dagbókin. 16.20 BarnaútvarpiÖ. 17.05 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Daglegt mól. 19.35 Bein lína til stjórnmólaflokkanna. 20.00 Tónskóldatími. 20.40 Framboöskynning stjórnmóla- fiokkanna. 21.00 Kvöldvaka. 21.30 Sígild dægurlög. 22.20 Lestur Passíusólma. 22.30 Vísnakvöld. 23.10 Andvaka. 00.10 Næturstund í dúr og moll. 01.00 Dagskrórlok. Laugardagur 4. apríl 07.03 ,,Góðan dag, góðir hlustendur". 09.30 I morgunmund. 10.25 Óskalög sjúklinga. 11.00 Vísindaþótturinn. 11.40 Næst ó dagskró. 12.00 Hér og nú. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Að hlusta ó tónlist. 18.00 Islenskt mól. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Bein lína til stjórnmólaflokkanna. 20.00 Harmoníkuþóttur. 20.30 Ókunn afrek. 21.00 (slensk einsöngslög. 21.20 Á réttri hillu. 22.20 Lestur Passfusólma. 22.30 Tónmól. 23.10 Danslög. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrórlok. L Föstudagur 3. aprll 06.00 I bltið. 09.05 Morgunþóttur. 12.20 Hódegisfróttir. 12.45 Á milli mála. 16.05 Hringiöan. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Lög unga fólksins. 21.00 Merkisberar. 22.05 Fjörkippir. 23.00 Á hinni hliöinni. 00.10 Næturútvarp. 02.30 UngæÖi. Laugardagur 4. apríl 01.00 Næturútvarp. 06.00 I bítiö. 09.03 Tfu dropar. 11.00 Lukkupotturinn. 12.45 Listapopp. 14.00 Poppgótan. 15.00 Viö rósmarkið. 17.00 Savanna, Ríó og hin trfóin. fMMMMMMá 18.00 Frótíir á ensku. 18.10 Tilbrigöi. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 MeÖ sfnu lagi. 20.00 Rokkbomsan. 21.00 Á mörkunum. 22.05 Snúningur. 00.05 Næturútvarp. Föstudagur 3. apríl 07.00 —09.00 Á fætur meö Sigurði G. Tómassyni. 09.00—12.00 Póll Þorsteinsson ó lóttum nótum. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Á hódegismarkaði meö Þorsteini J. Vilhjólmssyni. 14.00—16.00 Pótur Steinn á róttri bylgju- lengd. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavfk sfödegis. 19.00—22.00 Tónlist úr ýmsum óttum. 22.00—03.00 Haraldur Gíslason. 03.00—08.00 Næturdagskró Bylgj- unnar. Laugardagur 4. apríl 08.00—12.00 Valdfs Gunnarsdóttir. 12.00—12.301 fróttum var þetta ekki helst. 12.30—15.00 Ásgeir Tómasson ó léttum laugardegi. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 17.00—19.00 Laugardagspopp ó Bylgj- unni. 19.00—21.00 Rósa Guðbjartsdóttir. 21.00—23.00 Anna Þorlóksdóttir í laug- ardagsskapi. 23.00 — 04.00 Þorsteinn Ásgeirsson, nótthrafn Bylgjunnar. 04.00—08.00 Næturdagskró Bylgj- unnar. Útrás FM 88.6 Laugardagur 4. apríl 09.00—10.00 FB mætir og þenur sig. (FB). 10.00—10.55 FB þenur sig áfram og fer sfðan heim. (FB) 11.00—12.00 MR kemur meö þótt f nesti. (MR) 12.00—12.55 MR hjóipar landanum aö melta. (MR) 13.00—14.00 MS-ingar: Þorkell og Björn. (MS) 14.00—14.55 Auöunn Ólafsson heldur ófram með glans. (MS) 15.00-16.55 Iðnskólinn. (IR) 16.00-18.00 FÁ sór um þátt. (FÁ) 18.00-18.55 FÁ sór um sjólfan sig. (FÁ) 19.00—20.55 Hvað ætlar þú að veröa. (FG) 21.00—22.00 MR blandar fyrstu blöndu kvöldsins. (MR) 22.00-23.00 MR sór um þóttinn. (MR) 23.00-01.00 Kokteill meö Kingo. (IR) 01.00—08.55 Næturvaktin: MS lætur móöan mósa. (MS) JVRlp eftir Helga Mó Arthúrsson Boöberar sjálfstœöis SJÓNVARP Af prakkarastrikum eftir Jónfnu Leósdóttur Liðin vika var vika fjöimiðla og Alberts Guðmundssonar. Og af því atburðir gerð- ust hratt og atburðarásin var óvenjuleg komu sérkenni fjölmiðla og veikleikar ber- lega í ljós. í þessum darraðardansi sannaði útvarp yfirburði sína. Það liðu til að mynda ekki margar mínútur frá því að fyrrverandi iðnaðarráðherra, Aibert Guðmundsson, gaf ljósmyndara Þjóðviljans á kjaftinn þar til þjóðinni var kunnugt um atburðinn. Út- varp var á staðnum og Albert, sem skaust á rakarastofu eftir árásina, sat enn í snyrt- ingu þegar fréttin barst út á öldum ljósvak- ans. Útvarp var með beinar sendingar frá fundum og uppákomum hvers konar sem áttu sér stað í vikunrti. Og þegar umfjöllun sjónvarps og dagblaða, auk útvarps er tek- in saman þá er ljóst að fjölmiðlun er kom- in á allt annað stig en hún var t.d. fyrir ári. Afsögn Alberts Guðmundssonar og stofnun Borgaraflokksins er stærsti atburð- ur sem átt hefur sér stað eftir að nýjar ljós- vakastöðvar fóru að láta að sér kveða og samkeppni harðnaði á þeim markaði. Nið- urstaðan er það sem almenningur kallar „fjölmiðlafár" og má búast við því að í framtíðinni verði það daglegt brauð, a.m.k. þegar sviptingar verða í þjóðlííinu. Og þeg- ar hraðinn er mikill sannar útvarp yfir- burði sína, enda þótt sjónvarp sé e.t.v. áhrifaríkari miðill. Fréttastjóri sjónvarps, Ingvi Hrafn Jóns- son, telur sig hafa lent í „hakkavél" Morg- unblaðsins fyrir frammistöðu sína í rabb- þætti við Albert Guðmundsson, sem þjóðin öll horfði á. Og hann svaraði fyrir sig. Fyrst í þætti hjá Hermanni Gunnarssyni á Bylgj- unni, þar sem hann tilkynnti að hann velti fyrir sér afsögn í kjölfar ummæla höfundar Reykjavíkurbréfs s.l. sunnudag, og síðar þegar hann á Bylgjunni svaraði Morgun- blaðinu í hádegisfréttatíma s.l. mánudag. Hér verður ekki lagður dómur á frammi- stöðu Ingva Hrafns í sjónvarpi, en ummæli hans í útvarpi eru athyglisverð. Þau eru at- hyglisverð fyrir þær sakir að þau má skilja sem yfirlýsingu um það, að Morgunblaðið skipti ekki eins miklu máli og áður. Aðeins það að Ingvi Hrafn skuli svara fyrir sig full- um hálsi staðfestir þá breytingu sem er að verða í fjölmiðlun. Morgunblaðið er ekki lengur sú kirkja — og ritstjórarnir páfar — sem blaðinu mátti óneitanlega líkja við. Ella hefði Ingvi Hrafn ekki ullað á „páf- ann“! Dagblöð, flokksblöð, og sérstaklega Morgunblaðið, sem er stórfyrirtæki og verður að skila eigendum sínum arði hlýt- ur nú að taka til endurskoðunar þau grund- vallarsjónarmið sem ristjórnarstefna blaðs- ins byggir á. Annars dagar blaðið uppi. Það heldur e.t.v. tæknilegum yfirburðum á sínu sviði, en veldi þess á opinberum skoðana- markaði er ógnað. Blaðið er bundið af því að vera boðberi sjálfstæðisstefnunnar og geldur þess nú í samkeppni við Ijósvaka- miðla. Boðberar sjálfstæðis eiga hins vegar framtíðina fyrir sér. Spennandi tímar eru fyrir höndum á fjöl- miðlasviðinu. Vonandi verða yfirburðir út- varps nýttir áfram. Það knýr aðra fjölmiðla til að hugsa dæmið upp á nýtt. Að undanförnu hefur mér þótt reglulega erfitt að sitja heima í stofu og fylgjast með viðtölum í tengslum við langþreytt Alberts- mál, án þess að geta sjálf fylgt nokkrum ágengum spurningum eftir. Þetta hefur ör- ugglega átt við um fleiri. Eitt af því sem farið hefur í taugarnar á mér, er síðasta prakkarastrik Jóns Bald- vins. Það er þó raunar eitt af smáatriðun- um í þessu alvarlega máli, en samt sem áð- ur er ergilegt að kollegarnir skuli ekki núa kratanum pínulítid upp úr því að snúast 180 gráður á 2—3 sólarhringum. Ég á við eftirfarandi: Á meðan mesta óveðrið gekk yfir í leik- ritinu um manninn, flokkinn og stólinn, vildi formaður Alþýduflokksins alls ekki tjá sig um farsann í fjölmiðlum. Sagði þetta innanhússerjur íhaldsins. Allir gátu þó séð og heyrt, að verið var að fjalla um grund- vallaratriði svo sem siðferðilegar kröfur til stjórnmálamanna og trúnað og traust á milli þeirra og almennings. Vissulega eru þetta óskráðar reglur en ekki lagabálkar í ótal liðum — en mikilvægustu lögmálin í lífinu eru einmitt oft þau óskráðu. Það var þess vegna hallærislegt hjá foringjum hinna flokkanna að þykjast vera stikkfrí, þó það kæmi manni kannski ekkert mjög á óvart. Stjórnmálaumræða hér á landi hef- ur a.m.k. ekki hingað til snúist um grund- vallaratriði eins og hugmyndafræði og sið- fræði! Loks kom þó Jón Baldvin fram í sviðsljós- ið í alveg ágætu sjónvarpsviðtali, þar sem hann skilgreindi atburðina m.a. á þann veg, að fólk einblíndi þessa dagana mest á persónulegu hlið málsins. Sagði hann al- menning fullan samúðar með beygðum manni, aðsópsmikilli og stoltri dóttur o.s.frv. o.s.frv. Mjög sannfærandi skilgrein- ing og allt í fína lagi með það. Þess vegna verður manni illa við að heyra þennan hinn sama krataforingja — örfáum sólarhringum síðar — gera eitt alls- herjar stólpagrín að „tilfinningaskýringu" annarra pólitíkusa í ljósi úrslita nýjustu skoðanakannana. Þá er eins og Jón hafi aldrei heyrt aðra eins bölvaða dellu og að almenningur taki þessa dagana tilfinninga- lega afstöðu til svokallaðs Albertsmáls. Og við sem heyrðum þetta fyrst af öllu afhans eigin vörum! Hæðnislegar athugasemdir formannsins fengu þrátt fyrir þetta að flæða yfir oss og allt um kring, án þess að fréttamenn gerðu neitt í því að herma söguskýringuna upp á hann sjálfan. Þeir gleyptu bara við þessu hallærislega bragði eins og lýsisskeiðinni á morgnana og kveiktu alls ekki á perunni. Heima sátu áhorfendur, fundu þráabragð- ið, en urðu að kyngja. Þetta er vissulega algjört smáatriði í hin- um mikla ólgusjó, en nógu fjári pirrandi þrátt fyrir það. 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.