Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 44

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Side 44
athygli vakti frétt dögunum um að hópur fólks kæmi saman í hádeginu einu sinni í viku til þess að neyta saman matar og biðja bænar. Það mun hafa verið Helgi S. Guðmundsson, markaðs- fulltrúi, sem átti frumkvæðið að þessum stundum en hann er á fram- boðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Annars er allra flokka fólk þátttakendur í þessum bæna- stundum, m.a. margir úr atvinnulíf- inu. Um 50 manns eru í þessum hópi og hafa þegar verið settir á laggirn- ar hópar út úr þessum stóra. Þar á meðal er einn hópur sem hittist á morgnana til bænahalds og annar sérstakur kvennahópur. .. l DV í gær er fieilsíðu frásögn af frumsýningu Islenska dans- flokksins á ballettnum ,,Ég dansa við þig“, sem frumsýndur var fyrir skömmu. Sex stórar myndir eru birtar með greininni og á þeim má þekkja dansara flokksins, höfund ballettsins, þjóðleikhússtjóra og fleiri góða gesti, sem fögnuðu sýn- ingunni í kampavíni. Hins vegar sést hvergi í Nönnu Ólafsdóttur, listdansstjóra Þjóðleikhússins, sem þjálfað hefur Islenska dansflokkinn síðastliðin sex ár. Ástæðan mun vera sú að innan dansflokksins ríkir nú ,,valdabarátta“ og hefur Nanna ekki verið að störfum í allan vetur. Málið er á viðkvæmu stigi, enda hægara sagt en gert að sleppa ein- um þjálfaðasta listdansara íslend- inga úr greipum sér. Lýsir þetta kannski einna best þeirri óánægju dansaranna, að hafa ekki eigið hús- næði og bitnar þessi óánægja því fyrst og fremst á þjálfaranum, sem enga sök á þó á vanda dansflokks- ins. . . jf^^Í^argir framsóknarmenn, fyrrverandi, eru meðal áköfustu stuðningsmanna Borgaraflokks- ins, þar á meðal fólk sem hefur þótt meðal helstu kosningasmala Fram- sóknar í borginni. Til þeirrar sögu hafa verið nefnd Guðrún Flosa- dóttir, Jón Gunnarsson og Alvar Óskarsson. Enn fleiri framsóknar- menn, sem haldið hafa á smurkönn- um kosningamaskínunnar og próf- kjörsvéla hjá Framsóknarflokknum eru sagðir styðja framboðið, en ekki treysta sér til að vinna opinberlega fyrir Albert, af ótta við harkaleg við- brögð gamla flokksins... 44 HELGARPÓSTURINN s ^^^tefnuskrain hjá Borgara- flokknum varð til með álíka skjót- um hætti og framboðslistarnir. Byrj- að var að vinna stenfuskrána strax á laugardaginn, þegar framboðsraun- irnar voru afstaðnar. Meðal þeirra sem unnu að stefnuskránni í vinnu- hópi voru Benedikt Bogason, Júlíus Sólnes, Jón Valur Jens- son, Kristján Ingvarsson, Hregg- viður Jónsson, Ingvar Níelsson, Ragnheiður Óiafsdóttir, Hulda Jensdóttir, Baldur Hafsteinsson, Ásgeir Hannes Eiríksson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Hér er um að ræða ítarlegt stefnu- plagg, sem tekur til velflestra mála- flokka íslenskrar stjórnmálaum- ræðu. Lokið var við gerð stefnu- skrárinnar á sunnudaginn og um leið og hún var tilbúin vélrituð, var hún lesin upp í kosningamiðstöð- inni í Skeifunni. . . Þ, ær styttast ekkert raðirnar af nauðungaruppboðsauglýsingum Lögbirtingablaðsins. Einstaklingar og fyrirtæki lenda tugum og hundr- uðum saman í vanskilum, ekki síst við Gjaldheimtuna í Reykjavík. Meðal fyrirtækja sem nú skulda skattinn sinn eru Veitingar h.f. í Ármúla, 2.8 milljónir, Hraðfrysti- stöðin hf, 4.1 milljón, Stálsmiðjan hf, 2.5 milljónir, Jón Loftsson hf, 3.3 milljónir, Kristján Ó. Skag- fjörð hf, 6.1 milljón og B.Ó.T. hf við Hverfisgötu, 1.7 milljónir. Vonandi að ráðamenn þessara fyrirtækja hafi einmitt rétt í þessu verið að borga skuld sína, því Jón borgar- fógeti Skaftason hótar uppboði 9. apríl.. . Victor VPC II - nú er harði diskurinn 30 Mb í stað 20 Mb áður, en verðið er óbreytt. LEYNDARMÁUÐ að baki góðri tölvu er hugvit, tœkni og góð þjónusta VICTOR og Einar J. Skúlason hf. eru fyrirtœki sem þú getur treyst VKTT n Til að góð tölva standi undir nafni þarf hún að hafa að baki samhent þjónustulið sem bregst fljótt og vel við ófyrirsjáanlegum vandamálum, sem skotið geta upp kollinum á meðan fólk er að ná tökum á tækninni. Victor einmenningstölvurnar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt. Reynslan sýnir að þær eru vandaðar, sterk- byggðar og hafa lága bilanatíðni. Síðastliðna 9 mánuði hafa liðlega 1200 nýjar Victor tölvur verið teknar í notkun hér á landi og segir það meira en nokkur orð um álit íslenskra athafnamanna á Victor. Ánægðir við- skiptavinir eru okkar bestu meðmæli. Þjónustudeild Einars J. Skúlasonar hf. hefur á að skipa þaulreyndu og vel menntuðu starfsfólki sem leggur metnað sinn í að veita nákvæmar upplýsingar og trausta þjónustu. Victor tölvan er mjög ríkulega útbúin. Hún hefur vinnsluminni í fullri stærð, þ.e. 640 kb., raunverulegan 16 bita örgjörfa (8086) og er ákaflega hraðvirk. Victor fylgist vel með nýjungum og kappkostar að vera leið- andi í þróun einmenningstölva. Victor kynnir nýjungar: ★ Nýtt lyklaborð ★ Nýtt stýrikerfi: MS DOS 3.2 ★ Nýr 30 Mb. harður diskur. Kynntu þér Victor nánar - það borgar sig. VICT.R Einar J. Skúlason hf. i Grensásvegi 10, sími 68-69-33

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.