Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Fá konurnar umboðið? Samtök um kvennalista: lokuð eða lýðræðisleg samtök? Fjölmiðlarnir gera aðrar kröfur til Kvennalistans en svokallaðra karlaflokka. Kvennalistinn gæti fengið umboð til stjórnarmyndunar og krafið aðra flokka svara: Alþýðuflokk, Alþýðubandalag, Framsóknarflokk og Kvennalista. Aðeins kíkt ofan í grasrótina hjá Kvennó: Lýöræðið er tfmafrekt. Á degi hverjum er haldinn skýrslufundur á Vlk kl. 17.00 á meðan tlðindasamt er I stjórnarmyndun. Smart- mynd á þriðjudaginn. Þaö sem einna mesta athygli hef- ur vakiö erlendis í kosningaúrslitun- um á dögunum er glæsilegur árang- ur Borgaraflokksins og Kvennalist- ans. Um þessa sigra hefur að sama skapi minna verið fjaltið hérlendis. HPfór á stúfana tilað kynna sér við- horf kvenna í Samtökum um kvennalista til kosningaúrslitanna og þeirrar stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndunarviðrœðum. Flestir viðmœlendur eru sannfœrðir um að sigur Kvennalistans sé fyrst og fremst krafa um breytingar, — skilaboð frá kjósendum um nauð- syn áherslubreytinga. Jafnvel þó Kvennalistinn hafi fengið svokallað „óánœgjufylgi“ sem Alþýðubandalagið og aðrir flokkar nutu áður, þá sé engu að síð- ur um skýr skilaboð að rœða. Fólkið hefði ekki kosið Kvennalistann nema vegna þess aðþað vildi breytt- ar áherslur. Kosningasigur Kvenna- listans eigi rœtur sínar að rekja til fleiri atriða. SIÐGÆÐIÐ OG LAUNAMALIN Sagt er að Kvennó sé einu stjórn- málasamtökin sem standi fyrir ein- hverri hugmyndafræði. Hafi þar af leiðandi sérstöðu, meðan hinir flokkarnir séu hluthafar í þjóðarsátt- inni í nær einu og öllu. Hinir flokk- arnir séu vaxnir frá hugmyndafræði sinni, hafi þeir haft einhverja. Kvennalistinn hafi með afstöðu sinni í launamálum t.d. opinberra starfsmanna höfðað meir og frekar en aðrir flokkar til launafólks. Al- þýðubandalagið hafi glatað trausti þess eftir að hafa á svo auðsæjan hátt sest og höndlað undir hatti ASÍ- forystunnar. Konurnar segjast hafa fundið fyrir stuðningsstraumi opin- berra starfsmanna í kosningabarátt- unni. Konurnar njóti þess að hafa verið samkvæmar sjálfum sér í málafylgju fyrir launafólk á alþingi. Þá er nefnt til sögunnar, að mál- flutningur kvenna hafi verið allt öðruvísi en hinna flokkanna. Þann- ig hafi hógværðin borgað sig, já- kvæður málflutningur meðan sam- keppnisaðiljarnir reyni sem mest að draga upp neikvæða mynd af and- stæðingum sínum. Síðast en ekki síst í þessari skýr- ingaröð nefna konurnar samtrygg- ingar- og spillingamálin sem upp hafa komið á kjörtímabilinu. Kvennalistinn hafi sýnt svo afger- andi sérstöðu í bankaráðs- og Haf- skipsmálum að hvergi sé hægt að bendla þær við slík mál, meðan allir hinir flokkarnir hafi mismikið flækst inn í þann vef samtryggingar- innar. Það sé þetta „annað siðgæði", sem samtök um Kvennalista hafi notið í kosningunum. ÖNNUR VINNUBRÖGÐ Konurnar sem við var talað leggja mikið upp úr annars konar vinnu- brögðum í pólitík en tíðkast hjá hin- um flokkunum. Jafnframt kvarta þær undan ótrúlegu skilningsleysi annarra stjórnamálamanna og fjöl- miðla á þessu atriði. Þetta hefur með öðru leitt til þess að fulltrúar Kvennalistans eru afskaplega var- kárir í samskiptum sínum við fjöl- miðlana og upplifa þá sér mjög and- stæða. Jafnframt gætir þess á fjöl- miðlum að blaðamönnum þyki erf- itt að tala við fulltrúa Kvennalistans, sem séu tortryggnir viðmælendur. Þessi tortryggni sé einnig skiljan- leg vegna þess að þeir sem hafa staðið í svokölluðum óformlegum viðræðum af hálfu stjórnmálaflokk- anna séu þekktir refir með klæki, 12 HELGARPÓSTURINN fléttur, hnúta og plott, sem þær hvorki geti né vilji setja sig inn í. Viðmælendurnir séu þá ekki ein- ungis með stöðu flokka sinna í huga í viðræðum, heldur einnig persónu- lega stöðu sína, sem er krítísk hjá þeim flestum, — og sífellt með það í huga hvernig þeir geti komið and- stæðingum sínum í bobba. Af þess- um ástæðum sé hræðsla kvennanna við rangtúlkanir í fjölmiðlum enn meiri en ella og hafi þannig fjölgað múrsteinum í þeim þagnarmúr sem mörgum hefur þótt umlykja Samtök um kvennalista síðustu daga og vik- ur. En það er fleira sem veldur mis- túlkun í þessu sambandi eins og síð- ar verður að vikið. Konur segja að karlasamfélagið eigi erfitt með að sætta sig við ann- að form en það vill við hafa. Þannig heimti fjölmiðlar ævinlega „for- mann“ , sem ekki sé til, og eigi bágt með að skilja t.d. hvers vegna tvær konur en ekki ein fóru á fund forseta til viðræðna á dögunum. Grasrótar- samtök sem lúta sínum eigin lög- málum eigi ekki upp á pallborðið við þessar aðstæður. Það hafi einnig farið í taugarnar á hinum stjórnmálaflokkunum og fjölmiðlaheiminum hvernig Kvennalistinn vinnur að málefnum sínum. Þannig hefur Kvennalistinn t.d. haldið þingflokksfundi sína fyrir opnum dyrum og eftir kosningarn- ar hefur verið staðið þannig að, að konur víðs vegar að af landinu hafa komið saman til fundahalda og dag- lega hefur verið unnið að málefna- undirbúningi fyrir væntanlegar stjórnarmyndunarviðræður. Eftir vinnudag hafa verið haldnir skýrslufundir kl. 17.00 á hverjum degi. Þannig hafa mörgum sinnum fleiri komið við sögu stefnumótunar Kvennalistans en meðal annarra flokka. Einmitt þetta hefur orðið stjórnmálaleiðtogum annarra flokka tilefni til vantrúar á hæfni Kvennalistans til stjórnarþátttöku. GLEYMAST KARLARNIR? Fjölmiðlarnir þykja hafa fylgt þessu eftir af mikiu miskunnarleysi. Þeir kvarta undan því, að konurnar hafi ekki birt skily rði sín fyrir stjórn- arþátttöku. Engu að síður hafa birst málefnaskilyrði Kvennalistans og þá efnislega á þá lund, að Kvennó vildi taka þátt í ríkisstjórn sem stefndi að því að ísland gerðist virk- ur aðili að umræðunni um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd, að út- þensla hernaðarframkvæmda yrði stöðvuð, að lágmarkslaun yrðú lög- bundin, að gert yrði átak í málefn- um barna öryrkja og ellilífeyris- þega og að umhverfisvernd yrði ofarlega á baugi. Á hinn bóginn hefur kastljós fjöl- miðlanna mjög beinst að því hve konurnar séu fámálgar. Þær segja að hér skjóti nú skökku við. Fjöl- miðlarnir gangi hart að þeim til að spyrja um skilyrðin, en þeir spyrji aldrei karlana. Hvenær hefur það heyrst að stjórnmálaleiðtogarnir séu spurðir um skilyrði síh — eða viðhorf til áðurnefndra skilyrða Kvennalistans? Á þennan veg spyrja Kvennalistakonur hver aðra og ekki að ástæðulausu. Þær segja t.d. að enginn hafi verið þögulii en Þor- steinn Pálsson í þessum stjórnar- myndunarviðræðum. Hann er held- ur ekkert spurður. Og konurnar álykta í þessu efni sem oft áður; fjöl- miðlarnir meðhöndla konurnar með öðrum hætti en karlana — og af meiri hörku. Þetta sé ranglátt. LEIKTJÖLD KARLSINS Til að byrja með í hinum svoköll- uðu óformlegu viðræðum lagði Jón Baldvin mikla áherslu á þann vilja sinn, að mynduð yrði þriggja flokka stjórn Alþýðuflokks, Kvennó og Sjálfstæðisflokksins. Konurnar lögðu áherslu á að málefnin yrðu að ráða í þessu efni — eða hver skyldi vera afstaða Sjálfstæðisflokksins til ýmissa málefna Kvennalistans; lög- bindingar lágmarkslauna, félags- legs átaks til jafnréttis? Fljótlega eft- ir þetta heyrðist ekkert meira um slíka þriggja flokka stjórn, né heldur virtist Jón Baldvin ræða það mál við Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar var hann kominn með lausnarorðið „nýsköpunarstjórn" í munninn eftir þennan kafla viðræðnanna. Þar með var Kvennalistinn að miklu leyti kominn út úr hinni opinberu umræðu um þátttöku í ríkisstjórn. Þetta voru leiktjöld karlsins, leik- tjöld sem áttu að fela Kvennalist- ann, sagði einn heimildamanna HP. MISNOTAÐ TÆKIFÆRI — NÝIR KOSTIR fnnan Kvennalistans eru margar konur að velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið réttara að leggja strax fram málefnarammann og ganga sjálfar á aðra stjórnmála- flokka og spyrja hvort þeir væru til- kippilegir. Ekkert varð úr því, en sú staða getur engu að síður komið upp á, að Kvennalistinn fái stjórn- arumboðið og geti þá lagt fram mál- efnalista og boðið öðrum flokkum samstarf út á hann. Þeir stjórnmála- flokkar sem helst kæmu til greina eru þeir sem næst standa Kvenna- listanum málefnalega; Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag, Framsóknar- flokkur. Það yrði ekkert auðvelt eða sjálfsagt fyrir þessa flokka að hafna skilyrðum af áðurnefndum toga, en væntanlega munu allir flokkarnir segja: fyrst þarf að koma lagi á ríkis- kassann. Konurnar segja að þetta sé spurning um forgangsröð og flokkar þurfi að taka afstöðu til hennar. Hvað um það, — atburðarásin gæti leitt til þess að Kvennalistinn fengi frumkvæði til myndunar ríkisstjórn- ar. Ekki síst eftir að Steingrímur Hermannsson hefur afhent umboð- ið, með þeim ummælum á blaða- mannafundi í gær, að Kvennalistinn væri sérstaklega áhugaverður til stjórnarþátttöku. TÍMABUNDIN AÐGERÐ — STJÓRNARÞÁTTTAKA Margar konur leggja áherslu á að kvennalisti sé tímabundin aðgerð. Vísað er þá til reynslu kvenna af kynbundnum hreyfingum; Rauð- sokkahreyfingunni á sínum tíma, Kvennaframboði og svo framvegis. Þessar hreyfingar hafi átt rétt á sér á sínum tíma, en sá tími hafi svo lið- ið undir lok. Sama gildi um Samtök um kvennalista; þau eigi erindi núna, það sé bæði svigrúm og þörf fyrir slíka hreyfingu — og ekki hafi orðið þær breytingar á afstöðu hinna flokkanna sem gefi til kynna þá hugarfarsbreytingu sem beðið er eftir. Annað mál sé hvað framtíðin beri í skauti sér; kvennalistinn gæti lognast út af innan fárra ára en hann gæti einnig verið tímabundin að- gerð til nokkkurra áratuga. Þetta viðhorf, tímabundin aðgerð, auðveldar að mörgu leyti þá tilhugs- un ýmissa kvenna að ganga til stjórnarsamstarfs. Stjórnarþátttaka sé eðlilegt framhald þeirrar tilraun- ar, tímabundnu aðgerðar, sem Kvennalistinn er í stjórnmálum. En auðvitað eru einnig margar konur þeirrar skoðunar, að hætta sé á að málamiðlanir í ríkisstjórn muni skemma fyrir ímynd Kvennalistans o.s.frv. En langflestar munu kon- urnar þeirrar skoðunar að Kvenna- listinn sé engin eilífðarvél frekar en kosningavélar karlanna. SAMEINING ALDREI AÐ OFAN Nú þegar er komin mikil reynsla af starfi sérstakra kvennaframboða á liðnum árum, eða 5 ára reynsla. Fyrir einstaklinga hefur þetta verið afskaplega krefjandi starf og gífur- legur fjöldi kvenna hefur verið virk- ur einhvern tíma í Kvennaframboð- inu og síðar Samtökum um kvenna- lista. Margar hafa þó gefist upp á svo mikilli virkni, en eins og gefur að skilja eru miklar fundasetur fólgnar í starfi slíkra grasrótarsamtaka. í þeirri umræðu sem enn á ný hef- ur orðið um hugsanlega sameiningu A-flokkanna hafa menn einnig velt því fyrir sér hvort samtök um kvennalista gætu komið til einhvers konar samstarfs eða sameiningar. „Sameining eins og sú sem reifuð hefur verið að undanförnu milli A- flokkanna gæti aldrei komið til álita af okkar hálfu, þó ekki væri nema vegna þess, að við teljum sameiningu að ofan tilgangslausa. Hitt er svo annað mál hvað gæti vaxið fram af sjálfu sér í kjölfar sam- vinnu af einhverjum toga,“ sagði kona sem verið hefur talsmaður Kvennalista á pólitískum vettvangi í samtali við HP. Innan Alþýðubanda- lagsins, sem horft hefur á eftir gífur- legum fjölda fólks yfir til Kvenna- lista, hlýtur afstaða Kvennalistans bæði til samvinnumála og stjórnar- þátttöku að skipta miklu máli. Þar þætti mönnum afleitt ef skildi á milli Kvennalista, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags innan og utan ríkis- stjórnar. En konurnar líta á sig að mestu leyti sem þverpólitísk sam- tök, — og málefnin ráði mestu. Þess vegna geti Kvennalistinn m.a. ekki útlilokað neins konar stjórnarsam- starf. Eftir fyrstu lotu stjórnarmynd- unarviðræðnanna eru konurnar því ennþá inni í myndinni eins og sagt er á því flatneskjulega líkingamáli, sem notast er við í pólitíkinni á stundum. Kveikja hinir á skilaboð- um kjósenda um breytingar?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.