Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 34
MÁL OG MENNING
vísa henni á bug, nema önnur sennilegri
komi fram. En bréf Haralds gaf mér tilefni
til aö athuga ýmislegt í sambandi við orða-
farið að leysa vind, og skal það nú rakið.
Orðasambandið aö leysa vind er kunnugt
frá 18. öld. Elzta dæmi Orðabókar Háskólans
um það er úr orðabók Jóns Ólafssonar frá
Grunnavík og er þar þýtt á latínu crepitum
ventris emittere, þ.e. hleypa út hávaða (drun-
um) kviðar. Þá er til önnur heimild frá sömu
öld. I orðabók Björns frá Sauðlauksdal segir:
Leysa vind, pedere, fjcerte (BH 11,442), þ.e.
freta. En þótt þetta séu elztu bókfestu dæm-
in, er engan veginn loku fyrir það skotið, að
orðasambandið sé gamalt. Orðið vindur (eða
samsvarandi orð) táknaði í ýmsum málum
,,loft(tegundir) í innyflum". Þannig getur lat.
ventus og fornenska wind merkt „vindgang-
ur“ og í nútímamálum er þetta aigengt, sbr.
t.d. þýzka Wind, sem Brockhaus þýðir á sinn
kurteislega hátt abgehende Darmblahung.
Svipað mætti tína til úr ýmsum málum. Ekk-
ert fornt dæmi hefi ég þó fundið um þetta úr
íslenzku. í Alexanders sögu segir að vísu: Og
íþvíer hann kostar upp ad rísa, gengur vind-
ur úr fílnum (Alex., Rvk. 1945, 133). En hér
mun vera átt við, að fíllinn hafi gefið upp
andann.
En þótt mér hafi ekki tekizt að finna orðið
vindur í framan greindri merkingu í fornum
ritum, er þar með ekki sagt, að hún hafi ekki
verið til. Miklu erfiðara er að skýra, hvernig
sögnin leysa á við í þessu sambandi. Auðvit-
að er leysa mynduð af laus og merkið því í
rauninni ,,að gera eitthvað laust". Ad leysa er
andstætt binda, og vart er hægt að segja ad
binda vind. Sennilegast virðist mér, að að
leysa vind merki í fyrstu ,,að losa vind úr ein-
hverju íláti (t.d. beig), sem bundið er fyrir“.
Þetta rennir stoðum undir tilgátu Haralds
Sigurðssonar. Líkingin í orðasambandinu
ætti þá að vera sú, að þarmarnir væru „ílátið"
(belgurinn), sem vindurinn væri leystur úr.
Þess má geta, að í Den islandske lœgebog.
Codex Arnamagnœanus 434 a, 12mo, udg.
af Kr. Kálund, Kbh. 1907 bls. 35, stendur:
Mustarðr gjorir manni hvast ok leysir búk ok
brýtr stein (stafsetning samræmd). Að leysa
búk er talið merkja „losa um hægðateppu".
Her er greinilegt, að búkurinn (þ.e. kviður-
inn, þarmarnir) er hugsaður sem „ílátið"
(belgurinn).
Ég fullyrði ekki, að tilgáta dr. Haralds sé
rétt. Til þess tel ég mig ekki hafa fundið full-
nægjandi rök. Mér virðist hún allrar athygli
verð. Að lokum vil ég benda á, að í grann-
málum eru til svipuð orðasambönd og að
leysa vind, sbr. t.d. dönsku slippe en vind,
sænsku sláppa sig og ensku to break wind.
Líklegt er, að sama hugmyndin sé að baki öll-
um þessum skrauthverfu orðasamböndum.
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA?
MAGNÚS SIGURBJÖRNSSON
AFGREIÐSLUMAÐUR f MARKINU
Eg verð að vinna um helgina en
þegar mér gefst frí œtla ég að fara
að spila golf. Ég fer mikið á skíði á
veturna en um leið og vorar fer ég í
golfið. Ég horfi mjög sjaldan á sjón-
varp en hlusta því meira á útvarpið.
Um helgar hlusta ég alltafá þáttinn
hans Hemma Gunn, sem mér finnst
mjög góður, og eins fylgist ég með
vinsœldalistanum. Annars hlustaði
ég á mjög athyglisverðan þátt í Rík-
isútvarpinu nýlega, þáttsem fjallaði
um sorgina. Mér finnst það mœtti
vera meira um slíka þœtti í útvarp-
inu og þá gjarnan um helgar, þegar
meira nœði gefst til að hlusta. — Það
skiptir engu hvort það rignir um
helgina; ég fer bara í regngallanum
í golfið!
Aö leysa vind
Gamall kunningi minn, dr. Haraldur Sig-
urðsson, fyrrverandi bókavörður, hringdi í
mig síðla vetrar og sagði mér, að sér hefði
dottið í hug^ skýring á orðasambandinu að
leysa vind. Ég bað Harald að skrifa mér um
tilgátu sína. Bréf hans er dagsett 28. marz og
hljóðar á þessa leið, að slepptu ávarpi og
kveðjuorðum:
„Ég lofaði að skrifa þér til fáeinar línur við-
víkjandi hugdettu minni, að orðtakið „að
leysa vind" ætti sér ef til vill firna fornar ræt-
ur.
Menn trúðu því fyrir eina tíð, að vindurinn
væri haminn eða innilokaður í holrúmum
jarðar eða blátt áfram í skinnbelgum, og að
það væri á valdi guða eða vætta að leysa
hann. Hómer talar um fjóra vinda: Zeferos
(vestanvinur), Boreas (norðanvindur),
Euros (austanvindur) og Notos (sunnanvind-
ur). Sjaldnast mun þetta hafa verið giska ná-
kvæmar miðanir. I Odyseifskviðu segir svo
frá komu kappans til Eoiosar: „Hann (Eolos)
fló belg af níu ára gömlum uxa og gaf mér;
hafði hann þar í innibyrgt rásir hinna þjót-
andi vinda ... Þeir (skipverjar Odyseifs)
leystu frá belgnum, og þeystu þá út allir vind-
arnir“ (Odyseifskviða, bls. 147-48). Svipaðar
hugmyndir eru uppi í Biblíunni. í spádóms-
bók Jeremía segir svo: ,,Og ég hleypti á
Elamíta f jórum vindum úr fjórum áttum him-
ins“. (XLIX.36) og í Opinberunarbókinni seg-
ir: „Eftir þetta sá ég fjóra engla, er stóðu á
fjórum skautum jarðarinnar; héldu þeir á
fjórum vindum jarðarinnar" (VII,1). Hug-
myndum af þessu tagi bregður víða fyrir í
landfræðiritum fornaldar og miðalda. En við
nákvæmari áttamiðanir skiptust þessir fjórir
vindar í hálfvinda, kvartvinda o.s.frv. uns
komið var upp í þrjátíu og tvo. Nöfn þeirra
voru að sjálfsögðu mismunandi eftir þjóð-
tungum, en minjar þeirra sjáum við enn á
áttavitaskífum.
En vindbelgirnir voru ekki aðeins við-
fangsefni hetju- og þjóðsagna, heldur voru
þeir líka markaðir á myndir. Vindblásararnir
eru sýndir á fjölmörgum hinna eldri heims-
korta. A Beatuskortinu í Torino, sem talið er
frá 10. öld (Konrad Miller: Mappae mundi II,
Taf. 8), er dregin upp mynd af kringlu heims-
ins. Utan við hana sitja hinir fjórir vindblás-
arar Hómers og Biblíunnar, hver með sinn
belg í klofinu. Þeir eru búnir að leysa fyrir-
bandið, og vindurinn þeysist inn yfir jarð-
kringluna úr höfuðáttunum fjórum. Svipað
er að segja um kort það, sem eignað hefur
verið heilögum Hieronymus, ef til vill með
vafasömum rétti (Sama rit, Taf, II). En eftir
því sem líður á aldirnar hverfa belgirnir úr
sögunni og í þeirra stað koma mannshöfuð
utan við kortið sjálft og stendur strokan úr
munni þeirra inn yfir kortið sjálft, t.a.m. á
korti Gregor Reisch frá 1503 (Kortasaga ís-
lands, bls. 96).“
Vel má vera, að sumum þyki dr. Haraldur
seilast um hurð til lokunnar við skýringu á
orðasambandinu. En hvað sem því líður er
tilgátan forvitnileg, og engan veginn vil ég
STJÖRNUSPÁ
HELGINA 15.-17. MAl'
Öútreiknanlegt fólk getur á föstudag valdið því að
einhverjar breytingar verði á högum þínum. Dagurinn
verður þar að auki ekki hentugur til andlegra iðkana og
þú skalt gæta vel að smáatriðunum, sem nauðsynlegt
er að taka með í reikninginn. Á laugardag skaltu varast
að treysta fólki um of og láttu hjálparvana einstaklinga
ekki nota þig sem hækju. Sunnudagurinn hentar vel til
viðskipta, ef um slíkt er að ræða.
NAUTIÐ (21/4-21/5)
Enn eru ftrekuð vatnaskil í ákveðnu sambandi, sem
þú hefur verið í. Umfram allt er þó tlmi til að sýna hve
umhyggjusamur, tryggur og skilningsríkur þú ert.
Ágreiningur við samstarfsaðila leysist greinilega ekki á
einni nóttu, en þú verður að brjóta Isinn. Það er hægt
að koma á sáttum og bindandi samkomulagi. Nú hefur
þú tækifæri til að ná langt, I einkalífi og starfi, og getur
loks sett skilyrði. Hugmyndir þlnar og áætlanir eru gull-
tryggðar til frábærs árangurs.
TVÍBURARNIR (22/5-21/6]
Léttu af þér því, sem er orðið úr sér gengið, þvingandi
og leiðinlegt. Fyrir marga I þessu merki er þetta tímabil
vel til þess fallið að breyta algjörlega um stefnu. Gerðu
upp hug þinn varðandi framhald á vissu sambandi. Pen-
ingar tengjast núverandi ástandi mjög mikið, en reyndu
að hugsa um eigin hag. Ekki gera úlfalda úr mýflugu.
Það er stutt I grundvallarbreytingar I einkalífi og vinn-
unni.
Föstudagurinn nýtist vel, ef þú vilt koma ár þinni (eða
fyrirtækis þlns) vel fyrir borð. Ný ástarsambönd eiga
llka hægt með að blómstra á þessum degi, sérstaklega
I kjölfar þátttöku I félagsllfi. Gerðu samt ekkert van-
hugsað, þótt þú eigir við eirðarleysi að stríða. Á laugar-
dag verða ástríðurnar íhámarki. Haltu þessvegnaaftur
af þér og komdu ekki upp um þig. Sunnudaginn skaltu
nota til að styrkja sambandið við nána samstarfsmenn
og framkvæma hugmyndir þeirra.
Það er ótrúlegt að manneskja, sem þú virtir og treyst-
ir, skuli núna leggja sig fram við að koma þér úr jafn-
vægi. Málið er hins vegar flóknara en þú heldur við
fyrstu sýn og þú ættir að leita sérfræðiráðgjafar. Staða
himintunglanna veldur því, að þig langar til að kasta af
þér okinu og gerast djarfari og frumlegri. Gættu þess
bara að samstarfsfólk haldi ekki að þetta sé leikur. Þú
ert mikið gagnrýndur þessa dagana. Treystu heilbrigðri
skynsemi.
Annar aðili virðist gera mikið úr atvikum, sem þér
finnst ómerkileg. Leyfðu þeim að ráða, því þú ert á ein-
hvern hátt háður þessum aöila. Vinnuvikan endaði að
öllum llkindum I óvissu, en láttu ekki blekkjast. Það er
óöryggi og sektarkennd, sem gerir annað fólk svona
ergilegtog lítt umburðarlynt. Þú ferð ýmsar nýjar leiðir
á næstunni og kynnist við það nýju fólki.
föstudagurinn er vel til þess fallinn að treysta djúp til-
finningabönd. Það getur komið snurða á þráðinn I öll-
um samböndum og þá eykst þörfin á þolgæði og sam-
skiptahæfni. Gættu þess að láta ekki yfirborð hlutanna
villa þér sýn á laugardag. Þú kannt að hafa of glæstar
vonir varðandi ákveðna persónu eða kringumstæður.
Hafðu fæturna á jörðinni! Á sunnudag mun þér ganga
vel við að leysa einhverja gátu og komast að staðreynd-
SPORÐDREKINN (23/10-22/11
Varastu að eyða of miklum peningum á föstudag,
enda geturðu átt von á harkalegum deilum um fjármál
við samstarfsmann eða maka. Ef þú ert að gera fram-
tíðaráætlanir, skaltu fara að öllu með gát og ekki láta til-
finningarnar rugla skýra hugsun. Sjálfsblekking er
vandamál, sem þú átt við að etja þessa dagana. Á
sunnudag er síðan von til þess að þér takist að komast
að samkomulagi við maka.
BOGMAÐURINN (23/11-21/12;
Einungis aðrir Bogmenn geta skilið hve óviss þú ert
með ákveðið samband. Þú mátt hins vegar til að beina
athyglinni um stund frá ástamálunum og að sköpunar-
hæfileikum þínum, á meðan þér gengur enn svona vel.
Þú ert skarpari en fólk gerir sér grein fyrir og ef þú held-
ur á spöðunum og lætur ekki raska ró þinni, muntu ná
takmarki þlnu — bæði heima og í vinnunni.
STEINGEITIN (22/12-21/1
Þér finnst þú kannski svolítiö utangátta á föstudag-
inn og það getur verið pirrandi. Þú gætir þurft að taka
að þér aukavinnu, en hafðu I huga að hún er fjárhags-
lega hagkvæm. Makar og ástvinir eru einstaklega hjálp-
samir og skilningsrlkir og samúðin verður vel þegin. Þú
kannt að hafa ógrynni hugmynda, en reyndu þó að
halda þig á jörðinni og lenda ekki I neinni sjálfsblekk-
ingu.
VATNSBERINN (22/1-19/2
Afstaða himintunglanna gerir þér lífið leitt þessa
dagana, en brátt mun rofa til vegna atvinnutilboðs eða
verðskuldaðrar viðurkenningar. Þetta er á margan hátt
óvissutímabil, en þú mátt fyrir alla muni ekki láta undan
þrýstingi og gefa upp á bátinn allt það sem þú hefur
byggt upp á undanförnum árum. Næstu tveir mánuðir
geta orðið erfiðir og krefjandi, en þú verður sterkari,
sjálfsöruggari og reynslunni rfkari á eftir.
FISKARNIR (20/2-20/3;
I einkallfinu er hlutverk þitt þessa dagana að sýna
annarri persónu stuðning og samúð. Sú hjálp, sem þú
veitir nú, mun hins vegar styrkja tengsl sem aldrei
munu slitna. Þú virðist slfellt fresta breytingu, sem
stendur fyrir dyrum, vegna þess að einhver annar er
ekki sammála. Hans skoðun kemur málinu þó ekkert
við, því það er þín eigin haming ja og öryggi sem skiptir
öllu núna. Það verður rólegt hjá þér fram eftir næstu
viku. Notaðu tímann til að slaka á.
34 HELGARPÓSTURINN