Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 39
FRÍTTAPÖSTUR Stjórnarmyndunarviðræður Forseti íslands fól á sunnudaginn Steingrími Hermanns- syni formanni Framsóknarflokksins umboð til stjórnar- myndunar. Á mánudaginn ræddi Steingrímur við formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og talsmenn Kvennalista og á þriðjudag hitti hann að máli Svavar Gestsson formann Alþýðubandalags, Albert Guðmundsson hjá Borgaraflokki og Stefán Valgeirsson. Steingrímur Hermannsson skilaði umboði sinu til stjórnarmyndunar í gærmorgun, miðviku- dag. Hann segir hugmyndina um viðræður Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista hafa strandað á Sjálfstæðisflokknum, en Þorsteinn Pálsson formaður flokksins hafi tvívegis leitað eftir því innan síns flokks hvort vilji væri fyrir þessum viðræðum. Svo reyndist ekki vera. Þegar Steingrímur skilaði umboðinu tók forseti ís- lands, frú Vigdis Finnbogadóttir, sér umhugsunarfrest til að ákveða hverjum hún fæli næst umboðið til stjórnar- myndunar. Flugumferðarstjórar boða verkfall Flugumferðarstjórar hafa boðað til verkfalls 25. maí. Ef af verður mun verkfallið hafa mjög alvarlegar afleiðingar, til dæmis myndi allt innanlandsflug stöðvast og allt milli- landaflug auk þess sem yfirflug um svæði okkar takmark- aðist stórlega. Formaður samninganefndar ríkisins tekur að flugumferðarstjórar hafi ekki verkfallsrétt. Verðbólga eykst í nýrri greinargerð um ástand og horfur í efnahagsmál- um, sem sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar sendu'frá sér í síðustu viku, segir að viðskiptahalli gagnvart útlöndum fari vaxandi á næstunni og verðbólga aukist meira en gert var ráð fyrir i síðustu þjóðhagsspá. Þetta er rakið til þess að tekjur launþega hafi hækkað meira en reiknað var með og jafnframt hafi halli á ríkissjóði orðið meiri en búist var við. Talið er að verðbólga á þessu ári verði á bilinu 13—15% en hærri talan miðast við að laun breytist almennt i samræmi við kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þar sem efna- hagsstefna síðari hluta þessa árs hefur ekki verið mótuð er hér ekki um heildarendurskoðun þjóðhagsspár að ræða en greinargerðinni er ætlað að sýna líklega þróun helstu þátta þjóðarbúskaparins á árinu án þess að gert sé ráð fyrir sér- stökum efnahagsaðgerðum. í febrúarspá Þjóðhagsstofn- unar var gert ráð fyrir 22—23% hækkun atvinnutekna á mann milli áranna 1986 og 1987 en í ljósi nýrra kjarasamn- inga er nú gert ráð fyrir 25—27% aukningu atvinnutekna á mann á árinu. Fréttapunktar: • Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið að humarverð skuli frjálst á komandi vertíð og er þetta i fyrsta sinn sem svo er. • Ráðist var á mann í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laug- ardags og hann stunginn í kvið. Árásarmennirnir eru enn ófundnir. • Oddviti Súðavikurhrepps, Auðunn Karlsson, sagði af sér i kjölfar borgarafundar sem haldinn var á Súðavik á sunnu- daginn þar sem til umræðu var alvarlegur ágreiningur milh íbúa staðarins um ei|narhald á stærsta atvinnufyrirtæki Súðavíkur, Frosta hf. A fundinum voru fordæmd þau vinnu- brögð sem viðhöfð voru þegar meirihluti hlutabréfa í Frosta hf. var seldur til Togs hf., en Auðunn er einn þeirra fimm að- ila sem eiga Tog hf. og er jafnframt í stjórn Frosta hf. • Sjúkrastöðin Von Veritas í Danmörku hefur fengið greiðslustöðvun til 25. þ.m., en þeir sem sáu um að koma sjúkrastöðinni á fót voru Björgólfur Guðmundsson og Hendrik Berndsen. • Félag islenskra stórkaupmanna hefur hvatt til aðgerða sem miða að því að lækka vöruverð hér á landi þannig að það verði hliðstætt því sem gerist í Glasgow. Meðal aðgerða sem bent er á til að ná þeim markmiðum eru ný tollskrárlög um jöfnun tolla, lækkun á fjármagnskostnaði verslana og lækkun tolla á ýmsum vörutegundum frá Bandarikjunum, ásamt niðurfellingu á sérsköttun á verslunum. • í dag hækkar verð á áfengi og tóbaki um 16% að jafnaði. Reiknað er með að áfengishækkunin gefi ríkissjóði 305 milljónir í auknar tekjur en tóbakshækkunin skili 170 mUljóna tekjuauka í rikissjóð. Algeng vindlingategund kostar eftir hækkunina H5 krónur en kostaði áður 100- krónur. Meðaltalshækkun á rauðvíni er 14,6%, á hvítvini 15,5% og á vodka 18,1%. • Tugmilljón króna tjón varð er verksmiðjan Lystadún brann til kaldra kola á þriðjudagsmorgun. Eldurinn kom upp í limklefa verksmiðjunnar og breiddist svo fljótt út að starfsmenn áttu fótum fjör að launa. Talið er að jafna þurfi húsið við jörðu og byggja nýtt. • Úrslitaleiknum í Reykjavikurmótinu í knattspyrnu lauk á þriðjudagskvöld er Valur sigraði Fram með tveimur mörk- um gegn engu. TRlltUÍ IÆKID og þú fíýgur í gegnum daginn i Valhöll Kiofningurinn í Sjálfstæöisflokk num FYRIR ÞA SEM VILJA FYLGJAST MEÐ HELGARPÓSTURINN 39 AUGLÝSINGASTOFAN mask

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað: 19. tölublað (14.05.1987)
https://timarit.is/issue/53918

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

19. tölublað (14.05.1987)

Aðgerðir: