Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 14
HELGARPÓSTURINN kom fyrst út
fyrir átta árum og markaöi sér strax sér-
stöðu í íslenskum fjölmiðlaheimi. Hann er
eina óháða fréttahlaðið í landinu og hefur
ávallt stundað aðhaldssama, upplýsandi og
vandaða fréttamennsku.
HELGARPÓSTURINN hefur sýnt að
hann þorir á meðan aðrir þegja. Hann er
ekki auðsveipið blað.
HELGARPÓSTURINN er einnig
kunnur fyrir umfjöllun sína um menningu
og listir. Stór þáttur blaðsins er helgaður
fréttum, greinum, viötölum og gagnrýni á
því sviði, sem er þannig sett fram að eftir
er tekið. íþessum efnum sem öðrum hefur
HELGARPÓSTURINN farið nýjar
leiðir sem hafa orðið öðrum til eftir-
breytni. HELGARPÓSTURINN birtir
viðtöl sem mörg hver eru rómuð fyrir
gœði og gildir þá einu hvort litið er til
texta eða meðfylgjandi Ijósmyndar.
Greinaskrif blaðsins um ýms málefni
líðandi stundar hafa einnig vakið athygli
fyrir hugmyndaauðgi í framsetningu,
inntak sitt og stíl. Að þessu leyti er viku-
blaðið HELGARPÓSTURINN á við
mánaðarrit að efni. Þegar svo við bœtist
fréttamennska sem mikið er vitnað til í
þjóðfélaginu, getur varla verið spurning
hvaða blað menn kjósa sér.
Jónína Leósdóttir blaðakona. Hún
hóf blaðamennsku á HP fyrir fáum ár-
um og gat sér strax gott orð fyrir lipur
skrif og góðar hugmyndir. Jónína er
einnig kunn útvarpskona.
Kristján Kristjánsson blaðamaður.
Hann er yngsti blaðamaður HP og hóf
þar störf eftir próf í bókmenntafræði frá
Háskóla íslands.
Magnea Matthfasdóttir rithöfundur
er prófarkalesari HP. Hún er m.a. höf-
undur leikritsins „Halló litla þjóö/' sem
L.H. sýnir um þessar mundir.
Magnús Torfi Ólafsson hefur skrifað
um erlend málefni fyrir Helgarpóstinn
allt frá byrjun. Hann er blaðafulltrúi rík-
isstjórnarinnar, fyrrum ráðherra og einn
helsti sérfræðingur landsins í alþjóöa-
stjórnmálum.
Árni Björnsson skrifar um óperur. Árni Elfar er teiknari HR Hann hefur
Hann er löngu landsþekktur fyrir störf getiðsér gottorð fyrir stílfærðar andlits-
sfn sem þjóðháttafræðingur. teikningar sínar, auk hljóðfæraleiksmeð
Sinfóníuhljómsveit íslands og víðar.
Anna Kristine Magnúsdóttir blaða-
kona á að baki meira en áratug í blaöa-
mennsku og hóf nýlega störf á HP.
Halldór Halldórsson fyrrverandi pró-
fessor við Háskóla Islands, hefur skrifað
um mál og menningu í HP um nokkurt
skeið. Hann er landsþekktur fræðimað-
ur og höfundur rita um íslenskt mál.
Ásgeir Tómasson er poppskríbent HR
Ásgeir er óefað einn fróöasti maöur
landsins um dægurtónlist, vinsæll út-
varpsmaður og blaðamaður til fjöl-
margra ára.
Helgi Már Arthursson ritstjórnarfull-
trúi. Helgi er margreyndur blaðamaður,
m.a. frá velmektardögum Alþýðublaös-
ins. Hann er menntaður í bókmennta-
fræðum.
Gunnlaugur Ástgeirsson er fjölhæf-
ur gagnrýnandi og hefur skrifað jöfnum
höndum um leiklist og bókmenntir í
blaðið frá því það hóf göngu sfna.
Gunnlaugur kennir við MH.
Halldór Halldórsson ritstjóri HP. Hann
hefur starfað að fjölmiðlun hátt ftvo ára-
tugi. Halldór er M.A. í fjölmiölafræði frá
Bandaríkjunum.