Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 8
Hefur Útvegsbanka- málinu veriö drepiö á dreif meö ákœrunni á hendur bankastjórunum? Heimildir innan yfirstjórnar bankans segja skýrslu Jóns Þorsteinssonar byggða á „firru“ SncisslL 'VIÐSKIPTARAÐHERRA BANKASTJÓRN formaður, Brynjólfur Sigurdsson og Sigurbur Tómasson. I skýrslu þeirra kemur fram að „bankaráð Utvegsbankans hefur mikil völd að lögum, en þvi fylga að sjálfsögðu miklar skyldur". Þrátt fyr- ir þetta kemst nefndin að þeirri nið- urstöðu að „ýmsir annmarkar séu á því að koma fram starfsábyrgð á hendur þeirn". Af skýrslunni að dæma eru helstu annmarkarnir þeir að litlar heimifd- ir eru til um störf bankaráðsins. Þannig segir í skýrslunni um þátt Al- berts Guömundssonar, bankaráðs- formanns og stjórnarformanns í Hafskip, að viðskipti Hafskips við bankann hafi aldrei verið rædd í bankaráðinu meðan hann sat þar í forsæti. Á öðrum stað í skýrslunni kemur fram að Hafskipsmálið hafi, samkvœmt fundargerðabók, aldrei verið rætt í ráðinu. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins úr yfirstjórn Utvegsbank- ans er fullyrðingin um Albert Guð- mundsson í skýrslunni „algjör firra“. Bankaráðið hafi í tíð Alberts marg- sinnis rætt málefni Hafskips. Hann hafi í tíð bankaráðsformennsku sinnar haft skrifstofu í Útvegsbank- anum og haft mikil og tíð samskipti við bankastjórana. Meðan hann sat í bankaráðinu var Hafskip meðal fimm stærstu viðskiptavina bank- ans. Ef hann hefur ekki rætt um þau viðskipti er erfitt að ímynda sér um hvað hann og bankastjórarnir ræddu. BER BANKARÁÐIÐ MINNI ÁBYRGÐ EN STJÓRN HLUTAFÉLAGS? Afgreiðsla nefndar Jóns Þor- steinssonar á þætti Alberts er ein- kennileg um margt annað. Nefndar- menn hafa til dæmis fyrir því að gera bankastjórunum upp tillitssemi Á morgun uerdur þingfest íSakadómi Reykjavíkur mál ákœruvaldsins gegn sjö af fyrrverandi bankastjórum Út- vegsbanka íslands. Þar med hefst formleg meðferö dóm- stóla á þessu einstaka máli í réttarsögu íslands. Útvegsbankahluti Hafskipsmálsins tekur til mun djúp- stœöariþátta íþjóðfélagsgeröinni en sá þáttur er snýr að Hafskipsmönnunum. Það er undir ábyrgð Alþingis, ráð- herra, Seðlabanka, bankaráðs kosnu af Alþingi og bankastjóra. Aðeins einn þáttur í valdakerfi bankans hef- ur verið ákœrður — bankastjórnin. Þegar Hallvarður Einvarðsson birti ákæruna á hendur bankastjór- unum kom hún á óvart. Bæði kom á óvart hversu rýr ákæran var að inni- haldi og einnig að bankastjórarnir skyldu einir ákærðir. Með ákærunni var bankaráð í raun gert ábyrgðar- laust. Ríkisaksóknari komst með þessu að svipaðri niðurstöðu og rannsókn- arne/ndin sem Hæstiréttur skipaði. I henni áttu sæti Jón Þorsteinsson, VALDAKERFI UTVEGSBANKANS ÞARNA ER VALDIÐ - EN HVAR ER ÁBYRGÐIN? Valdakerfi Útvegsbankans var byggt upp eins og myndin hér að ofan sýnir. Þessu kerfi svipar um margt til hlutafélaga, en er þó mun fullkomnara. Það hefði því átt að vera betur tryggt fyrir bankaslys- um en komið hefur í ljós. Það sam- spil valds, ábyrgðar og eftirlits sem lög og reglugerðir um Útvegsbank- ann gerðu ráð fyrir að kæmi í veg fyrir slíkt virðist hafa lamað. Enn sem komið er hafa þeir sem komu við sögu engan lærdóm dregið af þessu bankaslysi. Lítum nánar á myndina: ALÞINGI er kosið af almenningi. Þar sitja fulltrúar þjóðarinnar. Af Al- þingi sprettur svo RÍKISSTJÓRN. Hún er fram- kvæmdavaldið. Einn ráðherra ríkis- stjórnarinnar er VIDSKIPTARÁDHERRA og fer hann, meðal annars, með málefni banka. Hann er æðsti yfirmaður rik- isbankann. Sér til aðstoðar hefur hann SEDLABANKA. Undir banka- stjórn Seðlabankans starfar BANKAEFTIRLITID. Því er skylt að hafa eftirlit með bankastofnun- um. í tilfelli Útvegsbankans hafði bankaeftirlitið engin afskipti af bankanum, allt frá árinu 1980 og fram á mitt ár 1985, þegar banka- stjórnin óskaði eftir athugun á mál- efnum bankans í ljósi versnandi stöðu Hafskips. Bankaeftirlitið, sem tæki viðskiptaráðherra til að fylgj- ast með starfsemi bankans, virðist hafa gripið fullseint inn í málið. BANKARÁD er kosið af Alþingi. Samkvæmt lögum og reglugerðum er hlutverk þess ad marka almenna útlánastefnu fyrir bankann, að setja reglur um hámark útlána, að kveða á um ábyrgðir einstakra viðskipta- manna miðað við stöðu bankans, að fylgjast með stærstu lántakendum hans og aö sjá svo um að skuldbind- ingar og tryggingar stærstu við- skiptamanna séu innan eðlilegra marka. Auk þess ræður bankaráðið BANKASTJÓRN. Bankastjórnin á, samkvæmt erindisbréfi sínu, að starfa samkvæmt lögum og ákvörð- unum bankaráðs. Með ákærum ríkissaksóknara var gefið fordæmi um hvar ábyrgð ligg- ur í þessu valdakerfi. Bankastjórar einir bera ábyrgð. Hinir póstarnir hafa ekki ábyrgð. Hvorki Alþingi, ríkisstjórn, viðskiptaráðherra, Seðla- bankinn né bankaeftirlitið hafa dregið annan lærdóm af Hafskips- málinu. SEPLABANKINN 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.