Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 40
"jallinn á Akureyri er enn
framkvæmdastjóralaus eftir að
Ólafur Sigmundsson lét af störf-
um. Reksturinn er þó ekki í lausu
lofti því athafnamaðurinn Ólafur
Laufdal, eigandi Sjallans, lætur sig
ekki muna um að fljúga norður
nokkrum sinnum í viku og fylgjast
með rekstrinum. Ólafur Sigmunds-
son er nú framkvæmdastjóri Istess
fyrir norðan.. .
Þ
að hefur ekki tekist hjá
Birni Jónassyni og félögum í
Svörtu á hvítu að hirða markaðinn
frá Islenskum fyrirtækjum og
Frjálsu framtaki. Svart á hvítu gaf
í fyrra út Borgarskrána, sem frægt
er orðið. Þeir hugðust síðan halda
útgáfunni áfram og víkka sviðið um
allt land. Bókin skyldi heita ,,Gula
bókin". Þetta er svipuð hugmynd og
liggur að baki íslenskum fyrirtækj-
um, sem Magnús Hreggviðsson
hefur gefið út frá því hann tók við
Frjálsu framtaki af Jóhanni Briem.
Magnús sendi 1987-bókina út fyrir
um mánuði, en enn hefur -„Gula
bókin“ ekki látið á sér kræla. Það
mun ekki ganga ýkja vel að safna
auglýsingum frá þeim fyrirtækjum
sem þegar hafa keypt sig inn í ís-
lensk fyrirtæki. . .
að hefur vakið óskipta at-
hygli að Jón Helgason veitti tveim-
ur mönnum stöður, sem ekki er full-
víst að séu framsóknarmenn. Þegar
málið er hins vegar kannað nánar
kemur í Ijós að Jóni buðust varla
betri framsóknarmenn meðal um-
sækjenda. Jón veitti Fridgeiri
Björnssyni embætti yfirborgar-
dómara í Reykjavík. Friðgeir var
mikill framsóknarmaður á yngri ár-
um og tók meðal annars þátt í stúd-
entapólitík sem slíkur. Seinna af-
vegaleiddist hann og slóst í för með
Möðruvellingum. Að lokum endaði
Friðgeir í framboði fyrir Samtök
frjálslyndra og vinstri manna í
Norðurlandskjördæmi vestra. Síðan
þá hefur enginn getað staðsett hann
í pólitík. Aðrir umsækjendur um
embættið voru Hrafn Bragason,
sem er krati, Garðar Gíslason, sem
telst til íhaldsins, og einn huldumað-
ur. Hinn sem fékk náð fyrir augum
Jóns var Már Pétursson, sem var
skipaður bæjarfógeti í Hafnarfirði.
Már er bróðir Páls Péturssonar,
þingflokksformanns framsóknar.
Pólítísk staða Más hefur hins vegar
aldrei verið fullljós, þrátt fyrir bróð-
ernið. Hann hneigðist á sínum tíma
til möðruvellsku og því er óhætt að
segja að Jón hafi með þessum stöðu-
veitingum beitt sér fyrir „söguleg-
um sættum”, eins og vinsælt er í
pólitíkinni nú...
40 HELGARPÓSTURINN
Liiicago!
Viltu sveifla þér með fyrir kr. 20.840* til þessarar
stórfenglegu borgar á bökkum Michiganvatns?
Chicago - borg heimsmetanna
státar m.a. af hæstu byggingu heims, Sears
Tower, 110 hæða háhýsi með ógleymanlegu útsýnissvæði
efst, þaðan sem sjá má til þriggja íylkja Bandaríkjanna,
John G. Shedd Aquarium, stærsta sædýrasafni heims, með
yfir 7500 tegundum sjávardýra. Þar er einnig stærsta
göngugata veraldar, verslunargatan State Street.
Chicago - borg listviðburðanna
Á sviði menningar og lista er sannarlega hægt að
finna eitthvað fyrir alla. Sem dæmi má nefna að í Chicago
starfa yfir 50 atvinnuleikhús auk fjölda hljómleikahalla,
óperuhúsa og balletta að ógleymdum jazzuppákomunum en
segja má að Chicago sé enn sem fyrr miðstöð jazzins
í Ameríku.
Chicago - borg safna og sögulegra minja
Undur Chicago eru meiri en svo að hægt sé að
gera þeim skil í einni auglýsingu. Þess vegna ættirðu að líta
inn á söluskrifstofur okkar og afla þér nánari upplýsinga
um Chicago.
Hafi þig einhvern tíma dreymt um að sveifla þér til
Ameríku þá er tækifærið núna. Bein flug til BOSTON, NEW
YORK, ORLANDO og WASHINGTON auk CHICAGO.
Þú ættir að panta þér far áður en dollarinn hækkar.
FLUGLEIDIR jmW
* APEX-fargjald frá 1. april - 14. júní. Flogið allt að 5 sinnum í viku.
FLUGLEIÐIR
-fyrirþig-
Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofurnar.
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25 100