Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 32
Kannski ekki karlmannlegt ad gráta en þó alltaf Sálarvini kalla þau sig hópurinn sem gekkst fyrir ráöstefnu um sorg og sorgarvidbrögd í Templarahöll- inni um sídustu helgi. Þad er óhœtt ad fullyrda aö rádstefnan var mun betur sótt en þau höfdu gert rád fyr- ir, um 180 manns mœttu, en eins og aöstandendur rádstefnunnar sögdu höfdu þau rennt alveg blint í sjóinn og ekki áttaö sig á hversu mörgum þau gœtu átt von á, sérstaklega vegna þess ad adeins eitt dagblad birti símanúmer þar sem tilkynna átti þátttöku, en Bylgjan vann vel úr fréttatilkynningunni, hafdi vidtöl og gaf upp númerin. Samt höfdu ad- eins 60 manns skráð sig daginn fyrir ráöstefnuna þannig aö fjöldinn þre- faldaöist ráöstefnudaginn. UPPHAFIÐ TÍMARITS- VIÐTAL Katrín Árnadóttir er ein úr hópi Sálarvina sem hafa starfað saman vikulega í vetur undir stjórn Páls Eiríkssonar geðlæknis, en meðal annarra í þeim hópi eru Jóna Dóra Karlsdóttir og Olga G. Snorradóttir sem Helgarpósturinn átti viðtal við um þetta efni um páskana. Katrín nefndi að fjölmörg samtök störfuðu líkt og þau s.s. Ónefnd Átvögl, AA- samtökin og Al-Anon og reynslan hefði sýnt að mikil þörf væri fyrir slíka stuðningshópa. Hún rakti upp- haf stuðningshópsins sem varð til eftir að Olga Snorradóttir las viðtal í tímaritinu Mannlíf við Guömund Árna Stefánsson, eiginmann Jónu Dóru, þar sem fram kom að hún óskaði þess að hér á landi væri til stuðningshópur til hjálpar þeim sem misst hefðu ástvini sína, en þau hjónin höfðu ári áður misst tvo drengi sína. Þær Olga og Jóna Dóra eru því upphafsmenn samtakanna en stuðningshópinn mynda ellefu manns sem eiga þá sameiginlegu reynslu að hafa misst ástvini sína, maka eða börn. Með hópnum hafa starfað Páli Eiríksson geðlæknir og Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðing- ur sem starfs síns vegna er sífellt í návist dauðans. Katrín upplýsti að „Sálarvinir" hefðu nú fengið aðstöðu á Borgar- spítalanum þar sem hugmyndin er að vera með símaþjónustu fyrir syrgjendur og í tengslum við það munu þau heimsækja þá sem á þurfa að halda. Hún kvað lækna, hjúkrunarfræðinga, presta og sál- fræðinga hafa boðist til að starfa með þeim og væru þau bjartsýn á uppbyggingu starfseminnar. SORGAREINKENNI LÍKA LÍKAMLEG Páll Eiríksson geðlæknir flutti fyr- irlestur um sorg og sorgarviðbrögð þar sem komið var inn á þau stig sorgarinnar sém flestallir ganga í gegnum. Hann benti á að nú virtist sem augu fólks væru að opnast fyrir áhrifum þeim sem sorgin hefur á andlega og líkamlega líðan fólks og nefndi m.a. að á geðdeild sjúkrahúss erlendis kom í ljós að milli 10—15% þeirra sem þangað leituðu hjálpar höfðu við óleyst sorgarviðbrögð að Litið inn á ráðstefnu um sorg og sorgaruiðbrögð sem ,,Sálaruinir“ efndu til um síðustu helgi — og rœtt uið þrjá þátttakendur hennar. glíma. Þá nefndi hann ýmis líkam- leg einkenni sem geta gert vart við sig eftir missi ástvinar, s.s. tómleika í maga, herping í brjósti og hálsi, út- brot og að ekki sé óalgengt að fólk missi andann. Páll kom einnig inn á að sorgarviðbrögð fylgdu í kjölfar fleiri atburða en ástvinamissis, s.s. missis atvinnu, líkamshluta eða við skilnað; allt þetta kallaði fram sömu viðbrögð. Hann endaði fyrirlestur sinn á tilvitnuninni: „Aðeins sá sem forðast ást getur forðast sorg.“ Séra Sigfinnur Þorleifsson sem starfar m.a. á Borgarspítalanum ræddi um andlega umönnun og um muninn á fortíð og nútíð. Aður bjuggu allir saman og fólk fékk að deyja heima hjá sér en í nútímaþjóð- félagi deyr hinn aldraði hins vegar oftast í sjúkrahúsi í umsjá faglærðra og ellin á ekki lengur heima inni á heimilum. Sigfinnur taldi að náms- stefna eins og þessi væri spor í rétta átt til að opna meiri og opinskárri umræðu um sorgina og einnig mætti vera mun meiri umfjöllun um hana í námi heiibrigðisstétta. „Vel- ferð sjúklingsins og velferð aðstand- enda er ein heild," sagði hann m.a. Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræð- ingur ræddi m.a. um þá erfiðleika sem starfsfólk sjúkrahúsanna á oft við að glíma eftir lát sjúklings, því eðlilega hafi hjúkrunarlið sínar til- finningar og sé erfitt fyrir þau að horfa á bak sjúklingi og sjá á eftir ástvinum hans af sjúkrahúsinu í mikilli vanlíðan. Þennan þátt komu að vísu allir fyrirlesararnir inn á; að mynda þyrfti stuðningshóp fyrir starfsfólk sjúkrahúsanna. KARLMENN MÆTTU VEL Sigrún Proppé listmeðferðarfræð- ingur (art-therapist) ræddi um þá að- ferð að vinna sig frá sorg með list- sköpun og sýndi í lok fyrirlestrarins skyggnimyndir af verkum látinnar konu og hvernig þróun þeirra varð eftir því sem tíminn leið. Fyrstu myndirnar einkenndust af mikilli ólgu innra með konunni, dökkir litir réðu ríkjum, en eftir að hún fór að sætta sig við sjúkdóm sinn og fór að vinna með það iíf sem hún átti eftir tóku myndirnar á sig bjartari blæ. Ráðstefnan varði í fimm klukku- stundir og allan þann tíma hefði mátt heyra saumnál detta, enda hafði Páll Eiríksson á orði að hann hefði aldrei fyrr setið ráðstefnu þar sem gestir beindu athyglinni svo sterklega að því sem rætt var um. Að fyrirlestrunum loknum voru um- ræður og greinilega er þörf fyrir samkomur sem þessa því margir GUÐMUNDUR þurftu að fá svör við ýmsum spurn- ingum varðandi sorgina og við- brögð við henni. Því má svo bæta við að það var ánægjulegt að sjá hversu margir karlmenn sóttu ráð- stefnuna, því fram að þessu hefur verið talið að þeir gætu oft farið verst út úr sorginni þar sem þeir eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar. — En svo er það kannski líka til marks um hversu fjarlægt um- ræðuefni dauðinn og sorgin er að á ráðstefnunni var enginn fjölmiðla- maður viðstaddur, nema fulltrúi HP. Ólöf Ananíasdóttir er ung ekkja búsett á Akureyri sem kom til Reykjavíkur um síðustu helgi gagngert til að sækja ráðstefn- una um sorg og sorgarviðbrögð. Hún segir að þegar hún hafi misst mann sinn hafi hún getað leitað til fjölskyldunnar og rætt við hana um sorgina „en það er ekki það sama og að ræða við einhvern sem hefur upplifað nákvæmlega það sama“, segir hún. „Jú, ég hefði tvímæla- laust hringt til fólks í samtökum eins og „Sálarvinir" eru ef^ þau hefðu verið til á þeim tíma. Ég held það skipti miklu máli að ræða við ein- hvern sem hefur gengið í gegnum það sama." Um ráðstefnuna segir hún: „Mér fannst hún mjög góð og upplýsandi. Ég var svo sannarlega ekki vonsvik- in yfir því að hafa komð til Reykja- víkur til að sækja hana. Ég sá að vísu aldrei augiýsinguna um ráð- stefnuna en hins vegar hafði ég lesið viðtalið við Olgu og Jónu Dóru í Helgarpóstinum og leyfði mér að gerast svo frökk að hringja í Jónu Dóru. Hún sagði mér af ráðstefn- unni og ég var ekki lengi að taka ákvörðun um að mæta. Eg upplýst- ist mikið um sjálfa mig á ráðstefn- unni, um margt sem ég var farin að halda að væri óeðlilegt í sambandi við sorgarviðbrögð og eins varð ég reynslunni ríkari í sambandi við börnin mín. Þessi ráðstefna höfðaði mjög vel til mín. Mér finnst samtök- in eiga rétt á sér og þau mættu vera víðtækari. Það mætti stofna fleiri stuðningshópa um allt land.“ Halla Jónasdóttir missti tvo syni sína með þriggja ára milli- bili. Þeir létust báðir af slysförum, annar á sextánda ári, hinn nýorðinn 16 ára. Halla segist hafa átt afskap- lega góða að á þessum tíma sem hún gat leitað til: „Að vísu var það ekki fólk sem hafði nákvæmlega sömu reynslu og ég, en við hjónin áttum mjög góða vini sem voru okk- ur mikils virði. Á þessum tíma bjuggum við norður á Dalvík þar sem margir höfðu orðið fyrir því að missa börn sín af slysförum á nokkr- um árum og í litlu samfélagi er auð- veldara að kynnast fólki og ræða við það. Ég hefði hringt í samtök eins og „Sálarvini" ef þau hefðu ver- ið til á þeim tíma, kannski ekki al- veg strax eftir lát drengjanna en þegar frá leið hefði ég gert það. Það er tvímælalaust betra að tala við einhvern sem hefur sömu reynslu og maður sjálfur. Mér fannst ráð- stefnan í einu orði sagt frábær. Ég verð að segja að erindi séra Sigfinns kom mér mest á óvart, það sýndi hve hann er mannlegur og skiln- ingsríkur. Málefni þau sem tengjast sorg og sorgarviðbrögðum eru svo geysilega yfirgripsmikil að það er aldrei hægt að taka á öllum þáttum á einni ráðstefnu því mannlegar til- finningar eru á svo mörgum nótum. Auðvitað er ekki hægt að slá á þær allar á nokkrum klukkutímum en mér fannst margt gott koma þarna fram. Ég er þess fullviss að þörf er á stuðningshópum eins og þeim sem Sálarvinir mynda og sem langtíma- markmið er ætlunin að stuðnings- hópar starfi um allt land.“ Guðmundur Sigurjónsson er eini karlmaðurinn í hópi Sálar- vina. Hann hefur starfað með hópn- um í allan vetur en hann þekkir djúpa sorg af eigin raun. Árið 1973 misstu hann og kona hans dóttur sína og tengdason í flugslysi, eigin- konu sína missti Guðmundur í lok desember 1985 og móður sína í september síðastliðnum. „Svo hafa ýmsir vinir horfið yfir móðuna miklu," bætir hann við. Hann segist hafa kynnst Sálarvinum í gegnum Þóru Karlsdóttur hjúkrunarfræðing sem hafði starfað með konu hans, en hún var einnig hjúkrunarfræð- ingur á Borgarspítalanum. „Hún sagði mér af þessum hóp þegar tii stóð að stofna hann og ég var alveg tilbúinn að taka þátt í honum. Þegar við hjónin misstum dóttur okkar kom það í rauninni harðar við mig en konuna mína sem var afskaplega raunsæ. Við fengum fréttina fyrst í gegnum fjölmiðla. Konan mín um- gekkst mikið veikt og deyjandi fólk og við höfðum alltaf rætt um dauð- ann. Hann er nokkuð sem ekki þarf að hræðast. Við gátum ekki leitað neitt í sorg okkar, við höfðum að- eins hvort annað. Við reyndum að ná í prest en hann var því miður ekki viðlátinn. Ég veit ekki hvort ég hefði hringt í svona samtök eða hóp eins og Sálarvini, en ég held að kon- an mín hefði gert það. Ég hef trú á því að það sé auðveldara að ræða þessi mál við þá sem til þekkja af eigin raun. Ég veit um fólk sem hef- ur verið gift í 20—30 ár og ef það missir börn sín þá getur það ekki átt sorgina saman. Það er eflaust vegna þess að karlmaðurinn þarf að vera svo stór í sér. Ef konan leitar hugg- unar hjá honum kemur hún að vegg. Það er eins og karlmaður sé þeirri áráttu haldinn að hann haldi að hann sé að tapa af einhverju, missa eitthvað sem hann þarf á að halda og þá sennilega karlmennsk- an. Þegar ég var ungur sagði ég oft: „Það er kannski ekki karlmannlegt að gráta en það er alitaf mannlegt." Guðmundur segir að sér finnist ráðstefnan hafa tekist mjög vel: „Ég hafði að vísu kynnst þessum hlutum nokkuð vel, bæði í hópstarfinu og eins hef ég lesið mér til um þessi mál. Mér finnst ákaflega gott að starfa með þessum hópi, þetta er sérstakt fólk. Það vakti spurningar hjá mér hvort þeir karlmenn sem ráðstefnuna sóttu hefði verið að gera þetta fyrir konurnar sínar. Ég vona að þeir hafi verið að gera þetta fyrir sjálfa sig. Ég vona að þeir séu svo þroskaðir að þeir geti látið til- finningar sínar í ljósi." eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur myndir Jens Alexanderssoni 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.