Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 37
* * t I I ■4 #7* 4 4 H U M M i M M i var búinn til sé sá sem verða muni ofan á. Hann virðist sætta sig við að hafa að einhverju leyti verið sigrað- ur með eigin vopnum, einhverjir hafa búið til nýjan stíl sem er eins og millivegur öfga nýja mannsins og mýktar kynslóðarinnar sem var ung og fersk fyrir tuttugu árum. Þannig hefur hin sanna kúnst aftur náð að komast upp á yfirborðið, reyndar hefur allur súbkúltúr horfið og hinn nýi maður er smám saman að átta sig á að menningarfjandsamleg af- staðan, sem hann stóð fyrir, á ekki upp á pallborðið. Hann siglir nú af og til í leikhúsið og er alvarlega farinn að hugsa um að hætta að fjárfesta í glansplaköt- um og kaupa þess í stað málverk, en hann er samt ekki hættur að trúa því að hægt sé að markaðssetja lífs- stílinn og draumana. Þess vegna hefur hann snúið sér að nýrri mark- aðssetningu, nýrri vöru og er tilbú- inn að markaðssetja menninguna, því það gildir hann einu hvað það er, bara ef hann nær árangri. Hann hefur samt lært að það borgar sig ekki að fara of geyst í sak- irnar, hann fer sér því hægar, er orð- inn allur mýkri og mannlegri og á góðri stundu er hann jafnvel tilbú- inn að viðurkenna nauðsyn félags- legrar þjónustu, samt efast hann alltaf í hjarta sínu, sem var stundum svo erfitt að finna . . . það ekki inn í hugmyndirnar um markaðinn og frelsið sem hann dýrkar, opinberlega og í laumi með samlitum kunningjum á fundi í há- deginu. Honum líkar illa við alla tilfinn- ingasemi, skilur svo sannarlega ekkert í því að hún skuli eiga erindi í opinbera umræðu. Hann er lítill hugsjónamaður og veltir ekki vöng- um yfir vandamálum þriðja heims- ins, nema þá á efnahagslegum grunni, og raunar vill hann sem minnst vita af þeim sem minna mega sín, bendir bara á að hver sé sinnar gæfu smiður og snýr sér að því að markaðssetja flösusjampó eða gosdrykk sem svar við öllum lífsins erfiðleikum í gegnum æsku og fegurð og hamingju þeirra sem eru heilbrigðir og hraustir. HIÐ MJÚKA JAFNVÆGI Undir það síðasta virðist þó vera sem hinn nýi maður sé að mýkjast upp og linast í afstöðunni, hann hef- ur séð að samfélagið vill ekki með- taka að kaldi og harði stíllinn sem hann vill ná fram í samfélaginu er hann furðanlega gamaldags í sið- ferðislegum efnum. Hann er blygð- unarsamur, gerir ekkert til að hneyksla, heldur kann best við að vera einn af mörgum, nema þegar hann hefur fast land undir fótum í peningamálum. Þá æsist hann allur upp, verður rökfastur og skýr en samt alltaf kaldur og yfirvegaður, því hann fylgir gömlum formúlum um karlmannsímyndina. Hann er líka hálffúll útí kvennahreyfinguna, finnst hún skapa öngþveiti í stjórn- málum og þjóðlífinu öllu, og getur alls ekki skilið að það sé til annað verðmætamat en það sem hann stendur sjálfur fyrir. Að auki passar HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.