Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 19
Jakob segir að um og eftir 1970 hafi starfsemi stofnunarinnar farið að breytast til muna. Fram að þeim tíma hefði mikill tími farið í fiskimiða- leit, almennar líffræðirannsóknir og að athuga hvernig unnt væri að auka aflann. En eftir 1970, þegar flestallir stofnarnir voru fullnýttir, var far- ið að athuga veidiþol með stofnstærðarútreikn- ingum. „Ég tók virkan þátt í fundum vinnunefnda Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem gerðu úttekt á fiskstofnum og það var mér ómetanleg fram- haldsmenntun. Þarna voru menn frá 18 þjóð- löndum, hver þeirra fremstur í sínu landi, og þarna komu fram mismunandi aðferðir og hug- myndir um úrvinnslu á gögnum — það fremsta á hverjum tíma. Og auðvitað lögðum við íslend- ingar eitthvað til málanna líka! Það var þessi vinna sem leiddi til þess, að þegar þorskastríðin skullu á vorum við undir það búnir að halda á okkar sjónarmiðum og gera öðrum grein fyrir þeim á þann hátt sem viðurkenndur var.“ EFTIR ÞAÐ HEYRÐIST EKKERT í ÞEIM BRESKA Vitaskuld er óhjákvæmilegt að ræða þorska- stríðin. Jakob stóð framarlega í þeirri baráttu eins og margir aðrir íslenskir fiskifræðingar, enda voru útreikningar hinna íslensku vísinda- manna grundvöllurinn að réttmætum kröfum okkar. A ganginum fyrir framan skrifstofu Jakobs hanga tvær stórar töflur með miklum fjölda teikninga Sigmunds úr Morgunblaðinu þar sem stofnunin og starfsmenn hennar hafa komið við sögu. Sjálfur er Jakob á nokkrum þessara teikninga og þá ekki síst í tengslum við þorskastríð og samningaviðræður við Breta. ,,Ég hygg að íslendingar hefðu staðið frammi fyrir landauðn ef dregist hefði að fara út í út- færslu landhelginnar og um leið þorskastríðin. Um 1970 voru fiskstofnarnir við austurströnd Kanada að hrynja eftir gríðarlega sókn skipa frá Austur-Evrópuþjóðunum og þessi skip voru að koma í tuga- og hundraðatali á okkar mið til við- bótar við Breta og Þjóðverja. Miðin hefðu ein- faldlega verið hreinsuð á örfáum árum ef land- helgin hefði ekki verið stækkuð. Því var það mikið lán íslenskri þjóð að farið var út í 50 míl- urnar, það mátti ekki dragast, né heldur útfærsl- an í 200 mílurnar nokkrum árum síðar. Mér er mjög minnisstæð ferðin með Geir Hallgrímssyni forsætisráðherra á fund Wilsons og bresku stjórnarinnar í janúar 1976. Það var greinilegt að Bretarnir ætluðu að mýkja okkur mjög með gríðarlegri gestrisni! En viðræðufundirnir voru haldnir í Downingstræti 10 og þar lentum við í harðri orrahríð við Bretana. Það var mjög eftir- minnilegt þegar Wilson gaf sig þá fyrir okkar röksemdum. Hann reiknaði allt sjálfur þó hann hefði fjölda sérfræðinga með sér; hafði stóran reiknistokk fyrir framan sig og reiknaði út alla kvóta sem hann vildi fá! Ég man að umræðurnar voru það harðar að forstjóra bresku Hafrann- sóknastofnunarinnar varð svo mikið um. að hann kom varla upp nokkru orði! Þá er mér mjög í minni hve Hans G. Andersen naut mikill- ar virðingar þarna. Breski þjóðréttarfræðingur- inn sem þarna var ætlaði að vera með eitthvert múður, en Hans sagði þá nokkur vel valin orð og eftir það heyrðist ekki í þeim breska og hans sjónarmið lögð til hliðar. Mér var það ómetan- legt í þessum þorskastríðum að hafa verið við nám í Bretlandi. Það gerði mann jafnvígan heimamönnum og auðveldaði mér að ná til breskra kollega minna og tala tungu sem þeir skildu. Og um leið að vera „sjentilmaður" að auki!“ En Jakob og þeir hjá stofnuninni hafa ekki aðeins þurft að glíma við erlenda mótstöðu- menn; um árabil hefur ríkt ákveðin togstreita í kringum tillögur stofnunarinnar um æskilegar veiðitakmarkanir, útgerðarmenn /sjómenn jafnt sem ráðamenn þjóðarinnar eru iðulega ósammála mati fiskifræðinganna og vilja veiða meira. Og gera það yfirleitt; um 20-60% umfram tillögur síðustu þrjú kvótaárin. Mikið hefur því breyst frá því fiskifræðingar og sjómenn leituðu saman að fiskinum fyrir 1970 og allir vildu veiða sem allra, allra mest. „Tengslin urðu ekki eins náin eftir þennan tíma, þegar við vorum svo vinsælir! Nú urðum við að koma með erfiðar og óvinsælar tillögur. En nú upp á síðkastið höfum við lagt mikið upp úr því að ná tengslum aftur við sjómenn og það var efst á blaði hjá mér þegar ég tók við sem for- stjóri fyrir þremur árum. Við höfum lagt í funda- herferðir og samstarfsverkefni og ég hef orðið var við að þetta hefur verið að bera árangur. Ég held að skilningur sjómanna á starfi okkar og skilningur okkar á þeirra starfi hafi aukist. Ég hef þá bjargföstu trú að þetta sé að takast." EGILL ER MINN MAÐUR Jakob nýtur sín greinilega vel þegar rætt er um það sem tengist sjónum og ævistarfi hans við hafrannsóknir. En tími var kominn til að víkja að öðru. Eða hvernig er það annars; eitt- hvað annað en starfið hlýtur að komast að hjá manninum! „Jú, það er náttúrulega heimilislífið með konu minni, Margréti E. Jónsdóttur fréttamanni, sem reyndar hefur verið í fréttafríi og var að senda frá sér barnabók. Mér þykir einmitt ákaflega gaman að lesa. Ég les fyrst og fremst íslendinga- sögurnar, Laxness og Þórberg. Ég var búinn að lesa allar helstu íslendingasögurnar áður en ég varð 12. Hetja mín úr þeim er EgillSkallagríms- son, hann er svo margbrotinn og mikill persónu- leiki að maður verður að sjá í gegnum fingur sér við hann þótt hann biti einn og einn mann á barka og klóraði úr honum augun! Þessi bardaga- hetja sem klauf menn í herðar niður verður síð- an svo uppburðarlítill og feiminn þegar hann verður ástfanginn af Asgerði, ekkju bróður síns, að hann leggst í lokrekkju og kemur ekki upp einu orði við hana. Verður að fá hjálp Aðalbjarn- ar vinar síns við bónorðið! Það lýsir margbreyti- leika hans einnig hversu honum sárnaði það ákaflega þegar synir hans tveir drukknuðu að hann skyldi ekki eiga „sakarafl við sonarbana". Egill er síðan í mínum huga fyrsta skáldið á Norðurlöndum sem lýsir tilfinningum s'murn. Önnur skáld lýsa atburðum. Og þetta eru engar smáræðis tilfinningar heldur. En ef það er ein- hver bók sem hefur fastan dvalarstað við rúm- gafl minn þá er það Islandsklukka Laxness. Allar bækur hans eru stórkostlegar, en þetta er mín bók.“ Jakob segist hafa ákaflega gaman af útiveru og löngum göngum; hjónin reyna að ganga ekki minna en 10-20 kílómetra um hverja helgi. Þá segist Jakob synda mikið og ekki stinga sér fyrir minna en 1000 metra í Laugardalslauginni, flesta daga eftir vinnu. Að öðru leyti segist hann ekki skipta sér af fersku vatni! Hann segist ekki hafa nokkra löngun til að skipta sér af hlutum eins og pólitík, en aðspurður játar hann að vissu- lega eigi hann sér grundvallarlífsskoðun. „Hún er í grófum dráttum þessi einkennilega þversögn, ad þú getur einungis eignast það sem þú gefur. Þú verður að gefa öðrum til þess að eignast lífshamingju eða hvaðeina í lífinu. Og við verðum að taka okkur á gagnvart náttúr- unni, bæði landi og sjó. Við íslendingar erum miklir ákafa- og ofstopamenn og ætlum okkur ekki af oft á tíðum, en við verðum að taka okur á og ganga með meiri varfærni um náttúru landsins og náttúru hafsins." Lokaspurningin til Jakobs: Hvað er honum efst í huga þegar hann lítur yfir farinn veg og, þar sem hann er engan veginn á enda, hvað langar hann að taka sér fyrir hendur í náinni framtíð? ÞAÐ SÉST TIL SJÁVAR. . . „Mér finnst að ég hefði átt að gera miklu meira. Og ævinlega er það þannig að menn sjá mest eftir því sem ekki var gert. Eg hefði viljað koma miklu meira á blað um síldarrannsóknirn- ar, mér hefur fundist vanta yfirlit yfir þessar rannsóknir frá byrjun. Kannski er ekki of seint að láta þennan draum rætast. Ég ætlaði á sínum tíma að hætta stjórnsýslustörfum og fara út í vís- indin aftur en tók við þessu starfi fyrir þremur árum. En mér hefur alltaf fundist vinnan á stofn- uninni stórkostlega skemmtileg og krefjandi. Ég get ekki ímyndað mér eftir á að hyggja að mér hefði fundist annað starf eins skemmtilegt. Ég var alinn upp við sjó, meira og minna um borð í fiskiskipi frá barnæsku, og faðir minn var vís- indamaður af guðs náð. Það var ákaflega góður skóli að byggja á þekkingu hans og leiðsögn." Síminn er farinn að hringja alloft og ekki laust við að Jakobi sé haldið fulllengi frá störfum. Við kveðjum hann þar sem hann tekur upp símann og byrjar að ræða við einhvern samstarfsmann- inn um aflatölur og horfur hér og þar. Það er ver- ið að vinna úr tölum úr „togararalli" og einhvers staðar vantar „heildartakkið". Jakob er kominn á sín mið og horfir út um gluggann hvar Reykja- víkurhöfn og Faxaflói blasa við; það er sól, það er sumar og það sést örugglega til sjávar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.