Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 29
Hannes 0. Johnson ( kunnuglegu umhverfi, stiganum (húsi Borgarbókasafnsins við Þingholtsstræti, þar sem hann ólst upp. Á stríðsárunum dvaldi Ólafur Johnson í Bandaríkjunum, en heim- ilið var þó ekki autt á meðan. Þar bjó fyrst Pétur, sonur hans, en síðan Örn Johnson, með fjölskyldur sínar. Eftir stríð, þegar húsið var selt, voru einungis tveir synir eftir í föðurhús- um, Hannes og Ólafur, sem er yngst- ur. ÓHENTUGUR VINNUSTAÐUR, YNDISLEGT HÚS Það var Árni Jónsson, heildsali, sem keypti Esjuberg af Ólafi John- son, en hann átti húsið einungis í nokkur ár áður en hann seldi það Reykjavíkurborg. Þá hætti þetta glæsta hús að gegna hlutverki heim- ilis og varð húsnæði Borgarbóka- safnsins — athvarf bókaorma og Anna Torfadóttir, deildarstjóri: „Gaeti vissulega hugsað mér að eiga hér heima." vinnustaður borgarstarfsmanna. Anna Torfadóttir, deildarstjóri, hefur unnið á safninu í 8 ár. Henni, eins og svo mörgum öðrum, finnst húsið „yndislegt" og segist ekki hafa fundið fyrir nema góðum straumum þar. Það sama sagði Anna að ætti við um aðra starfsmenn safnsins, utan einn látinn mann, sem á sínum tíma kærði sig aldrei um að vera einn í húsinu. Hins vegar kvað Anna vinnuaðstöðu bókavarða vissulega geta verið hentugri en þarna væri, veggir væru gífurlega þykkir og tækju þess vegna mikið pláss. Einn- ig væri stiginn í húsinu ein og hálf lofthæð og því svolítið erfiður las- burða fólki. Anna sagðist hafa teikningu að húsinu undir höndum og þar kæmi m.a. fram að stór leikherbergi fyrir börnin hefðu verið á jarðhæðinni og matarlyfta úr eldhúsinu upp í sér- stakt „borðbúnaðarherbergi" við hlið borðstofunnar. Rúmgott „fata- herbergi" hefði einnig verið á efstu hæðinni. Mynd af hinum stórtæka Oben- hautt hangir nú uppi á vegg í safn- inu. Það átti aldrei fyrir honum að liggja að búa í húsinu, þó svo hann hefði upphaflega látið byggja það. Anna Torfadóttir, deildarstjóri, verður líklega heldur aldrei hús- freyja þarna. En þegar hún var að lokum innt eftir því, hvort hún kærði sig um að eiga húsið að heim- ili, var svarið: „Þó það nú væri!“ Þetta svar myndu líkast til flestir gefa við spurningunni, nema kannski þeir aljarðbundnustu sem sæju fyrir sér jóla- og vorhreingern- ingarnar á staðnum og segðu „sama og þegið". Með trega þó ... Miðstöðvarmótorar, 12 og 24 V, rafmagnsmið- stöð, 12 V. Kveikjuhlutir í allar teg. Gott verð. Vönduð vara I. Erlingsson h/f, varahlutir, Ármúla 36 (Selmúlamegin), sími 688843. Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f. Forþjöppur og varahlutir, viðgerðarþjónusta. PIZZAHUSIÐ GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. Smokkur? Hann gœti reddaö GEGN EYÐNI símakerfið komid ihnðL7 Lausnin er auðveldarí en þig grunar Nú býður Póstur og sími takmarkaðan fjölda af hinum viður- kenndu Fox 16 símakerfum, sem eru sérhönnuð fyrir litil og meðalstór fyrirtæki. Þú færð í einum pakka: Símakerfí með 6 bæjarlínum, 16 innanhúss- númerum og 12 skjátækjum á ótrú- lega lágu verði: Aðeins 230.000. * * Með söluskatti, takmarkað magn. POSTUR OG SIMI Söludeild Rvk, sími 26000 og póst- og símstöðvar um land allt. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.