Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 18
eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smart Fæddur í sjávarplássi, að stórum hluta alinn upp um borð í fiskiskipi. Valdi fiskifræðina og dúxaði í Glasgow, kallaður „The Eskimo Bastard/7. Sambland af vísindamanni og sjómanni og unir hag sínum vel — svo fremi sem það sér til sjávar. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar er í HP-viðtali. ÞÚ EIGNAST ÞAÐ SEM ÞÚ GEFUR Jakob Jakobsson fiskifrœdingur og forstjóri Hafrannsóknastofnunarinn- ar sér til sjávar úr skrifstofu sinni. Það er honum mikils virði því hann var nánast alinn upp um borð í fiskiskipi og vildi sjálfur snúa sér að vísinda- störfum á hafi útiþegar hann lét til leiðast að taka að sér starf forstjóra fyrir þremur árum. Jakob er Norðfirðingur, fœddur í Neskaupstað í júní 1931, sonur Jakobs Jakobssonar skipstjóra og útgerðarmanns og Sólveigar Ás- mundsdóttur. Frá blautu barnsbeini vandist Jakob yngri við sjóinn, Jakob eldri var enda annáluð aflakló og mikið um hetjur hafsins í báðum œttum. Hann fór snemma á veiðar með föður sínum og bróður. „Það má heita undarlegt, að faðir minn stundaði sjóinn í 60 ár, en var samt alltaf sjóveik- ur! Oftast þurfti ég að fœra honum mat upp í stýrishús, því hann treysti sér ekki til að fara undir þiljur. En fiskinn var hann og þá fyrst og fremst vegna þess hversu athugull hann var. Þrotlaus undirbúningsvinna var lykillinn að velgengni hans. Það var aldrei flanað að neinu.“ HAFRANNSÓKNIR í HÁLFA ÖLD Jakob fæddist inn í þjóðfélag kreppunnar. Framsóknarstjórn Tryggva Þórhallssonar hafði glímt við efnahagsmáiin í fjögur ár með minni- hlutastuðningi Alþýðuflokksins, en kratar voru orðnir óþreyjufullir fyrir hönd verkalýðsins. Verkalýðshreyfingin óx og dafnaði og átök voru tíð í landinu. Tveimur vikum fyrir fæðingu Jakobs voru haldnar sögulegar kosningar, Sjálf- stæðisflokkurinn bauð fram í fyrsta sinn og sömuleiðis Kommúnistaflokkurinn eftir klofn- irtgu Alþýðuflokksins. Norðfjörður hefur alla tíð verið sterkt vígi hinna róttækari vinstri manna. Er Jakob þá ekki harður rauðliði? „Nei, en eins og svo margir á Norðfirði á þeim árum var ég í Æskulýðsfylkingunni í eitt eða tvö ár, það var al- mennt gert. Menn voru hressir og í MR tók ég oft til máls í málfundafélaginu, Framtíbinni, en þá var mikið rifist út af Atlantshafsbandalaginu. Það má heita merkilegt að ég vissi aldrei hvað faðir minn kaus; hann sagði að leynilegar kosn- ingar væru til þess að menn væru ekkert að fleipra með hvað þeir kysu. Eftir menntaskóla- árin hef ég aldrei komið nálægt stjórnmálum á nokkurn hátt.“ Jakob segist muna óljóst eftir kreppunni á Norðfirði en vel eftir því hversu fólkið var sam- hent undir þessum kringumstæðum og alla tíð; það hjálpaði hvert öðru og dreif í hlutunum. „En ég man öllu betur eftir stríðsárunum. Það var gæfa Norðfirðinga að þangað kom aldrei setulið, þar voru aldrei fleiri en 4—5 hermenn og atvinnulífið snerist aldrei um Bretavinnu. Lífið snerist sem fyrr um fiskveiðarnar. Þannig var þetta, að fiskur var veiddur þarna fyrst og fremst að sumar- og haustlagi en síðan fóru allir á vetr- arvertíð, flestir til Hornafjarðar. Faðir minn var því alltaf fjarverandi frá janúar fram á vor. Og einmitt út af því fékk ég mitt fyrsta „embætti". Vertíðarmenn voru oft óþreyjufullir að komast heim á vorin en faðir minn var þrautseigur og vildi ekki koma heim fyrr en sjórinn var falinn að hlýna, það þýddi ekkert að róa fyrir austan fyrr. Mitt fyrsta embætti var þegar ég var sex ára að mæla fyrir hann sjávarhitann við bryggju- hausinn sem var fram af sjóhúsinu okkar. Ég gerði þetta samviskusamlega og færði inn í stíla- bók. Og þegar vetrarkuldinn fór að minnka kom hann strax, en ekki fyrr. Því miður er stilabókin týnd, þetta var allt saman hárnákvæmt og vís- indalegt." Þannig getur Jakob með góðri samvisku sagt að rannsóknarstörfin hjá sér spanni nú hálfa öld! Eða voru þetta ekki fyrstu skrefin og framtíðin endanlega ráðin? „Það kom fljótt í ljós að hugur minn stefndi að sjónum, en móðir mín átti hins vegar afskaplega erfitt með að sætta sig við að ég yrði sjómaður. Mágar hennar tveir og margt skyldmenna höfðu farist á sjó og hún var alltaf óróleg þegar við vor- um til sjós. Og síðar fannst henni það svolítið „svínarí" þegar ég lauk stúdentsprófi og hún hélt að ég myndi fara í hefðbundið embættis- nám — lögfræði eða læknisfræði — að ég skyldi halda í þetta fiskifræðinám! Að ég yrði áfram til sjós, þótt óbeint væri.“ Jakob stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík 1948—1952. Hann segir að nokkru áður hafi komist á sú mesta réttarbót í skóla- kerfinu sem unglingar á landsbyggðinni gátu fengið, landsprófið. Flestir sem héldu mennta- veginn af Norðfirði fóru til Akureyrar, en Jakob hélt til Reykjavíkur þar sem hann átti föðursyst- ur sem sá honum fyrir húsnæði. „Þegar ég kom í þriðja bekk strax eftir lands- próf þekkti ég ekki nokkra sál í skólanum. Sessunautur minn þennan vetur var Haraldur Ólafsson mannfræðingur og alþingismaður. Hann var líka öllum ókunnugur og urðum við bestu vinir." PÁLMI KASTAÐI BÚKUM TIL BEGGJA HLIÐA „En ég verð að segja að mér leiddist frekar í skólanum. Mér fannst skólaandinn ekki skemmtilegur. Einfaldlega vegna þess að á hverjum morgni kepptust menn við að segja hversu gersamlega ólesnir þeir væru, hvað þeir hefðu verið að drabba úti fram á.nótt í slagtogi með Pétri og Páli. En um leið og þeir voru teknir upp þá brilleruðu þeir alltaf! Andinn var sá að vera svo ofboðslega gáfaður að þurfa hreint ekk- ert að lesa og það fór alltaf talsvert í taugarnar á mér.“ Jakob segir að þó honum hafi leiðst við--'' horfið til námsins hafi félagslífið verið mjög fjör- ugt. sérstaklega á málfundum. „Ég man vel eftir einum fundinum, þar sem tillaga gegn Atlantshafsbandalaginu var sam- þykkt eftir harðar umræður. Þá var einn skólafé- lagi okkar sendur með tillöguna niður á Alþýðu- blað en á leiðinni sneri hann tilögunni alveg við til að gera at! Og eftir fylgdi mikill uppsláttur í blaðinu um að í Framtíðinni hefði verið sam- þykkt tillaga med Atlantshafsbandalaginu. Þetta var auðvitað gert af stráksskap og hafði engin sérstök eftirköst, en strákurinn var enginn annar en Jökull Jakobsson, siðar rithöfundur. Langmesti mælskumaðurinn á þessum árum var Þorvardur Helgason, hann gat talið fólki trú um nánast hvað sem var. Allir bjuggust við að hann færi í pólitík, þar sem hann hefði vafalaust sómt sér vel, en hann afréð hins vegar að halda listabrautina og gerðist leikhúsmaður." Rektor á þessum árum var Pálmi Hannesson. Jakob segir að Pálmi hafi verið afburðakennari og stórskemmtilegur og að alltaf hafi ræður hans á sal verið góðar. „Ég man eftir því eitt sinn að rætt var um að flytja menntaskólann — hann var þá sá eini í bænum — og tveir staðir komu til greina; þar sem Hamrahlíðarskólinn er nú og hinn á Gríms- staðaholti. Pálmi ræddi þetta á sal og bað síðan um spurningar ef einhverjar væru. Það eina sem ég spurði um var hvort frá þessum stöðum sæi til sjávar! Það var mikið hlegið að þessu, að hug- ur manns skyldi vera svo bundinn við sjóinn að þetta væri hið eina sem mér kæmi til hugar. En annars man ég best eftir Pálma í gangaslögun- um, sem fólust í því að fimmtubekkingar reyndu að koma í veg fyrir að sjöttubekkingar hringdu bjöllunni. Hringjaranum var þá oft skutlað upp á þröngina og hann reyndi að skríða eftir haus- unum að bjöllunni. Það gekk skiljanlega mikið á, en þegar Pálmi kom kastaði hann búkum til beggja hliða og voru nemendurnir eins og fis í höndunum á honum. Hann var nautsterkur." Þegar fjórði bekkur menntaskólans var að baki hvarflaði það að Jakobi að fara eftir stúd- entspróf í læknisfræði eða í íslenskunám og fleira þótti koma til greina. En í fimmta bekk sagði reynslan af sjónum til sín og hann ákvað að fiskifræðin skyldi það verða. Hann fór á fund Arna Friðrikssonar, þáverandi forstjóra Haf- rannsóknastofnunar, greindi frá áhuga sínum og hvort ekki væri best að halda til Noregs. SJENTILMAÐUR OG ESKIMO BASTARD „Árni harðneitaði þessu og hreinlega bannaði mér að fara til Noregs. Árni taldi mjög mikilvægt fyrir stofnunina að fiskifræðingar væru mennt- aðir sem víðast. Að hér störfuðu og væru að koma þó nokkrir frá Noregi, einnig frá Þýska- landi, Bandaríkjunum og Danmörku, en að eng- inn hefði numið í Bretlandi, þó Bretar stæðu framarlega á þessu sviði. Hann kraföist þess að ég færi til Bretlands. Síðan var skrifað til fiski- fræðings í Aberdeen. Hann valdi háskólann í Glasgow." Fiskifræðinám stundaði Jakob í Glasgow 1952—1956. Hann átti í fyrstu í nokkrum tungu- málaerfiðleikum, en segir að fólkið hafi verið alúðlegt og hjálpsamt svo áberandi var. Á end- anum dúxaði hann. „Þetta voru stórkostleg ár. Andstætt reynsl- unni frá menntaskólanum var námið stór- skemmtilegt og á það litu menn sem vinnu. Ég var svo heppinn að komast á stúdentagarð öll árin og aðbúnaður þar var í mjög góðu lagi og ég varð aldrei var við þennan skelfilega hús- kulda sem ýmsir höfðu kvartað undan. Best fannst mér þó hversu gott og alúðlegt fólk var. Mitt fyrsta verk eftir að ég fékk húspláss var að nálgast skömmtunarmiða, sem enn voru í gangi frá styrjaldarárunum. Ég átti erfitt með að finna viðkomandi skömmtunarskrifstofu í þessari stóru borg og ég spurði því til vegar. En það var ekki við það komandi að Skotinn færi að segja mér til vegar, það hvarflaði aldrei að honum, heldur fór hann með mig beint á skrifstofuna. Þetta er mín reynsla af þessu indæla fólki síðan, það er alltaf svo hrætt við að útlendingar fari sér að voða! í ferðum mínum erlendis kem ég oft til Skotlands og í Glasgow hef ég aldrei fengið að gista á hóteli, er alltaf sóttur út á flugvöll og keyrður beint í heimahús. Ég er vanur erfiðis- vinnu og þurfti að fá líkamlega útrás og því var það að ég gekk í róðrarfélag skólans. Þá reri ég í 1. sveit. Við vorum nánast eins og atvinnu- menn; æfðum í þrjá tíma sex sinnum í viku. Um vorið kepptum við síðan um allar Bretlandseyj- ar, nánast hverja helgi, og gekk mjög vel. Við enduðum á því að keppa á ánni Thames, í Royal Henley Regatta, en í þeirri keppni fá ekki aðrir að taka þátt en sjentilmenn\ Og í þorskastríðinu, þegar mesti slagurinn var, stríddi ég breskum kollegum mínum á því að ég hefði þennan stimpil og væri sjentilmaður því ég hefði gert það sem enginn þeirra hafði gert; að róa í Royal Henley Regatta! Mér þótti síðan miður, heim- komnum úr námi, að geta ekki „brillerað" í þessari íþrótt hér! Á garðinum var ég ævinlega kallaður „77te Eskimo Bastard". Ef ég hefði verið kallaður Jakob eða Mr. Jakobsson hefði það þýtt að ég væri ekki einn af hópnum. Margir voru uppnefndir og ég undi þessu mjög vel, því að þetta var í raun og sann heiðursnafnbót." Jakob var heim kominn ráðinn til fiskideildar Atvinnudeildar Háskóla íslands, sem síðar varð Hafrannsóknastofnun. Þetta var í júlí 1956 og metorðastökkin komu með reglulegu millibili; 1964 varð hann deildarstjóri, 1975 aðstoðarfor- stjóri og fyrir þremur árum tók hann við for- stjórastarfinu af Jóni Jónssyni. Áður en stjórnsýslustörfin yfirgnæfðu önnur verkefni fékkst Jakob helst við síldarrannsóknir og stofnstærðarrannsóknir. En jafnframt hefir Jakob gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþjóðahafrannsóknaráðið og er nú varaforseti þess. Þá hefur hann tekið þátt í störfum Náttúruverndarráðs. Jakob er spurður að því hvort hafið og fiskurinn séu ekki harðir húsbændur vegna allrar þeirrar óvissu sem íslendingar búa við í sjávarútveginum; miklar sveiflur milli ára og aflabrestur. SÍLDARLEIT í SVEFNROFUNUM „Jú, þessa hluti er oft erfitt að sjá fyrir, en um leið er þetta það sem gerir starfið afskaplega spennandi. Nú er það svo með uppsjávarfiska eins og síld og loðnu að í fræðunum var alls ekki gert ráð fyrir því að slíkir stofnar yrðu ofveiddir. Almennt var talið að mergðin væri slík og þessir fiskar svo framarlega í fæðukeðjunni. Þannig var búið að veiða gríðarlega mikið af síld í marg- ar aldir og það sá aldrei högg á vatni. Þegar síld- arstofnarnir hrundu 1968 og síðar varð það hrikalegt áfall. Maður verður aldrei samur mað- ur eftir. Þó höfðum við ítrekað bent Norðmönn- um á hversu hættulegt væri að ofveiða smásíld- ina eins og þeir gerðu, en þeir svöruðu bara með talnaleikjum. Því miður gátu sjónarmið okkar og Sovétmanna, sem stóðu með okkur, ekki fram. Menn hreinlega trúðu þessu ekki. En sami hluturinn var að gerast um allan heim og það rann upp fyrir mönnum að veiðitæknin var orð- in svo mikil að enginn stofn uppsjávarfiska var lengur óhultur. Mikill lærdómur var dreginn af þessu en hann var líka dýrkeyptur." Á námsárum sínum vann Jakob við síldar- merkingar hér heima á sumrun undir handar- jaðri Árna Friðrikssonar og var það reyndar ætl- un Árna að Jakob tæki við síldarrannsóknunum eftir hans tíma. Síldarmerkingarnar gengu vel og grunnurinn var lagður að mikilvægum stofn- stærðarútreikningum. Þá sönnuðu merkingarn- ar síldargöngur milli Noregs og íslands. En 1957 hefjast síldarleitarstörf hjá Jakobi. „Það voru alveg hreint stórkostleg ár. Ég var á Ægi gamla og það tókst ákaflega góð sam- vinna við síldveiðisjómennina. Ég var í stöðugu sambandi við þá allan sólarhringinn í talstöð- inni og reyndar botnaði enginn í þvi af hverju ég gat alltaf svarað og verið til í að spjalla um hvar síldin væri. Ég hafði þann eiginleika að geta sofnað í 5—10 mínútur hvenær sem færi gafst og var þó eins og ég hefði sofið í 12 tíma. Heim kominn að hausti eftir leit þurfti ég hins vegar að sofa í viku eða hálfan mánuð. Rauk þá af og til upp með andfælum og sagði í svefnrofunum að síldin væri víst norðaustur af Langanesi! Hin nána samvinna við sjómennina úti á miðunum var stórkostleg og ógleymanleg. Við lentum vissulega í erfiðleikum en okkur tókst að sigrast á þeim. En síðan hvarf síldin og enginn verður samur eftir það.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.