Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 17
■ lokksstjórnarfundur Alþýðu- flokksins sl. laugardag var forvitni- legur fyrir margra hluta sakir. Þar var í fyrsta lagi opinskátt rætt um nánara samstarf Alþýðubandalags og Alþýðuflokks og í öðru lagi var rætt um sameiningu A-flokkanna. Það sem vakti hins vegar hvað mesta athygli var að Sigurður E. Guðmundsson, flokksstjórnar- maður í Alþýðuflokki, tók á fund- inum undir harða gagnrýni Jó- hönnu Sigurðardóttur á nýja hús- næðislánakerfið. Kom þetta fundar- mönnum verulega á óvart, enda Sigurður gengið manna harðast fram í því að verja kerfið og afflytja málflutning þeirra sem haft hafa uppi gagnrýni á kerfið, réðst t.a.m. harkalega að Jóhönnu Sigurðar- dóttur í miðopnugrein í Morgun- blaðinu viku fyrir kosningar. í ljósi framangreinds þótti gjörningur Sig- urðar kátbroslegur. .. lEinn hefur ekki verið ráðinn nýr bankastjóri við_ hlið Guðmund- ar Haukssonar í Útvegsbanka ís- lands hf., en Guðmundur gegndi sem kunnugt er starfi sparisjóðs- stjóra í Hafnarfirði áður en hann hélt í Kvosina. Heimildir HP herma reyndar að erfitt muni reynast að ráða annan bankastjóra að nýja hlutafélagsbankanum fyrst um sinn og er ástæðan helst nefnd sú að hin- ir nýju yfirmenn þurfi að ráðast í mjög óvinsælar aðgerðir fyrstu mánuðina eftir breytinguna. Þær felast m.a. í því að fækka starfsfólki að nokkrum mun frá því sem verið hefur, en í því efni er eftir því tekið að meðalaldur starfsmanna í Út- vegsbankanum hefur jafnan verið hár, enda fólki þótt gott að vinna þar, og því verði niðurskurðurinn í starfsmannahaldi en sársaukafyllri en ella fyrir yfirmenn bankans. Þá þykir einnig ljóst að bankinn þurfi að losa sig við nokkra óþægilega viðskiptavini og er jafnvel tekið svo djúpt í árinni að hann neyðist til „að slátra" nokkrum fyrirtækjum, eink- um í tengslum við sjávarútveginn, umhverfis landið. Ljóst er að bank- inn verður að hefja þessar endur- reisnaraðgerðir fyrr en seinna því yfirlýst stefna ríkisins er að selja hlutabréf sín smátt og smátt í bank- anum, sem hefur í för með sér að ríkisábyrgð hans verður þá úr sög- unni. . . ■ æst orð hafa minnsta ábyrgð. Það sannaðist enn einu sinni fyrir okkur á HP í síðustu viku. í þessum dálkum sögðum við frá því fyrir nokkrum vikum að bráðlega myndi birtast viðtal við óðalsseturseig- anda í Bretlandi, Katrínu Hákon- ardóttur, í tímariti sem síðan kom aldrei út. Viðtalið birtist í Mannlífi sem kom út um helgina en daginn sem það var tilbúið í prentsmiðju kom í ljós að annað tímarit var mætt á svæðið til Katrínar og ætlaði að ná viðtali við hana. Það var Gunn- laugur Rögnvaldsson blaðamað- ur frá Húsum og híbýlum sem kominn var til Bretlands í efnisöfl- un. Þetta kennir okkur að heppileg- ast er að láta ekkert leka út um væntanleg viðtalsefni fyrr en í þá mund sem blöðin eru að koma úr prenti. Keppinautarnir eru skammt undan á tímaritamarkaðinum og er greinilega sama þótt einhverjum sé ýtt til hliðar eða troðist undir í bar- áttunni. En sem sé: Mannlíf sigraði Hús og híbýli í þetta sinn... 1 10. J ú N í D R E G 1 Upplag miða 100.000 BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI 0.FL. Á FLEST- AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING FÆST Á STAÐNUM. BÍLPLAST Vsgnhotö* 19, simt 688233. Póststndum. Ódýrir siurtubotrvar. Tökum aö okkur tr«tjapl«»tvinnu. VWjiö Mmskt. Mildur hdrlitur 2ja manna svefnsófi tilvalinn í sumarbústaðinn eða gestaherbergið. Raðsett klætt nýja undraefninu Leðurlux — ótal uppröðunarmöguleikar. BÓLSTRUN Sveins Halldórssonar, Laufbrekku 26 (Dalbrekku megin) sími 641622, heima 656495. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.