Helgarpósturinn - 20.08.1987, Side 4
Nýtt húsnæði Listasafns íslands verður tekið í notkun fyrir næstu áramót. Þar bíða nýs forstöðumanns mörg ögrandi verkefni.
MYNDLISTARHEIMURINN
NÝR FORSTÖÐUMAÐUR LISTASAFNS ÍSLANDS BRÁÐUM SKIPAÐUR DEILT UM HVAÐ RÁÐI MESTU; MANNGERÐ,
FLOKKSSKÍRTEINI, HÆFILEIKAR, ÆTTARTENGSL EÐA VINÁTTA LISTASAFNIÐ Á TÍMAMÓTUM
Starf forstöðumanns Listasafns íslands er laust til um-
sóknar. Myndlistarmenn segja að oft hafi ríkt spenna
fyrir veitingu forstöðumannsstarfs við íslenskt listasafn
— en aldrei sem nú. Spennan sé yfirþyrmandi. Þeir nefna
þunga undiröldu og reyndar flest annað sem tilheyrir,
þegar íslendingar eigast við í aðstæðum sem þessum;
flokkadrætti, ættaríg og munnsöfnuð.
EFTIR SIGMUND ERNI RÚNARSSON MYNDIR JIM SMART
Það er mikið í húfi. Starf forstöðu-
manns Listasafns íslands er fráleitt
innantómur titill á mögru embætti,
heldur fer þar — ef vill — hæst-
ráðandi í þeirri grein íslenskra lista
er lýtur að sjónmenntum. Hann er í
oddaaðstöðu hvað varðar kaup rík-
isins á listaverkum og í raun höfund-
ur þess yfirlits í ísienskri myndlist
sem síðar verður horft til. Hann á
aukinheldur að kynna íslenska list
og listamenn út á við með þeim
hætti sem hann telur rétt hverju
sinni.
LISTASAFNIÐ Á
TÍMAMÓTUM
Listasafn íslands á sér aldarlanga
sögu, þó svo safnið sjálft hafi ekki
öðlast samastað fyrr en 1951. Dr.
Selma Jónsdóttir var þá ráðin
fyrsti sérstaki starfsmaður þess og
síðar skipuð fyrsti forstöðumaður
þess með sérstökum lögum um safn-
ið áratug síðar, 1961. Dr. Selma féll
frá fyrir fáeinum vikum. Listasafn
Islands stendur á nokkrum tíma-
mótum, bæði vegna fráfalls Selmu,
og svo vegna væntanlegra flutninga
þess í sérhannað húsnæði við Frí-
kirkjuveg.
Frestur til að sækja um forstöðu-
mannsstöðuna rennur út annan
föstudag. í lögum um safnið er
kveðið á um að menntamálaráð-
herra sé einráður um að skipa í stöð-
una og þurfi ekki til þess samráð við
umsagnaraðiia. Einnig vekur at-
hygli að engrar menntunar er kraf-
ist af umsækjendum, þó svo að
margra mati megi fyllilega bera
starf forstöðumanns Listasafnsins
saman við prófessorsstöðu við Há-
skóla íslands. Nýr forstöðumaður
verður ráðinn til eins árs vegna
væntanlegrar endurskoðunar á lög-
um safnsins.
HP er þegar kunnugt um sex um-
sækjendur um stöðuna og eru þeir
þessir: Adalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur, starfandi blaðamaður á
DV, Bera Nordal listfræðingur, starf-
andi safnvörður við Listasafn ís-
lands og settur forstöðumaður þess
um óákveðinn tíma í kjölfar fráfalls
Selmu, Einar Hákonarson myndlist-
armaður og listráðunautur Kjarvals-
staða frá því snemma á þessu ári,
Eiríkur Þorláksson listfræðingur og
starfandi fulltrúi hjá skiptinema-
samtökunum AFS, og loks bræðurn-
ir Gunnar og Olafur Kvaran.
Gunnar er doktor í listfræði og for-
stöðumaður Ásmundarsafns, en
Ólafur listfræðingur og forstöðu-
maður Listasafns Einars Jónssonar.
Eins og nærri má geta greinir
menn í myndlistarheiminum mjög á
um hver sé líklegastur af þessum
mönnum til að hreppa stöðu for-
stöðumanns Listasafns íslands — og
enn magnast ágreiningurinn þegar
spurt er hver sé vandanum best vax-
inn. Rétt er að taka það strax fram
að umsókn Eiríks mun einkum vera
framsett af honum sjálfum ,,til að
láta vita af“ sér, en í þeirri von að
hljóta starfann.
SEX LISTFRÆÐINGAR,
EINN LISTAMAÐUR
Af þessum sex umsækjendum eru
allir meira og minna listfræði-
menntaðir, utan einn, sem er Einar
Bera Nordal listfræðingur. Laus við
kreddur og nýtur vináttu föður síns og
menntamálaráðherra.
Einar Hákonarson myndlistarmaður.
Fullpólitískur en fær sínu framgengt.
Efast um hvort starfandi listamaöur á
erindi í embættið.
Aðalsteinn Ingólfsson. Sanngjarn
maður með traustan bakgrunn, en líð-
ur fyrir flokks- og ættarhnút málsins.
Gunnar Kvaran. Kraftaverkamaður í
safnamálum, en fullbeinskeyttur.
Lærðastur allra umsækjendanna.
Hákonarson. Fjórir umsækjend-
anna starfa sem stendur við söfn,
ýmist sem forstöðumenn þeirra,
settir forstöðumenn eða listráðu-
nautar. Einungis Aðalsteinn og
Eiríkur eru utan safna, en þess má
þó geta að Aðalsteinn starfaði lengi
sem listráðunautur Kjarvalsstaða og
hefur kynnt sér mjög safnafræði á
undangengnum árum.
Eftir að þessar umsóknir spurðust
út urðu strax uppi efsasemdir um
réttmæti þess að starfandi myndlist-
armaður fengi stöðuna. Þarna er átt
við Einar Hákonarson. Um nokkurt
skeið hafa undirskriftalistar gengið
milli myndlistarmanna þar sem þeir
eru hvattir til að styðja umsókn
Einars, þar sem hann sé „úr þeirra
hópi, einn af þeim“. Tími sé kominn
til að myndlistarmennirnir sjálfir fái
nokkru ráðið í þessu apparati ríkis-
ins sem Listasafn íslands er. Þessir
listar munu vera runnir undan rifj-
um nokkurra helstu stuðnings-
manna Einars meðal myndlistar-
manna, svo sem Baltasars, Gísla
Sigurdssonar og Daöa Guöbjörns-
sonar, sem er formaður Félags ís-
lenskra myndlistarmanna.
Þessi undirskriftalisti hefur.farið
fyrir brjóstið á mörgum myndlistar-
mönnum — og gjarnan þá þeim
sem hafa horn í síðu stjórnmálaaf-
skipta Einars. Hann er sem kunnugt
er skráður flokksmaður Sjálfstæðis-
flokksins, fyrrum frambjóðandi
hans og í kjölfar þess formaður
menningarmálanefndar Reykjavík-
urborgar. Flokkurinn þykir hafa
fleytt honum áfram, til dæmis í starf
skólatjóra MHÍ á sinum tíma og til
starfs listráðunauts Kjarvalsstaða
sem hann gegnir nú. En þessi metn-
aðargirni er líka það sem aðrir telja
að einmitt þurfi á Listasafninu,
reynslu í afskiptum af stjórnmála-
mönnum, kunnáttu í að fá frá þeim
peninga, sem, þegar á allt er litið,
ræður mestu um framtíð safnsins.
ÆTTAR- OG VINATENGSL
Það verður vissulega erfitt fyrir
Birgi ísleif Gunnarsson mennta-
málaráðherra að líta framhjá Einari
við stöðuveitinguna. Styrkur hans
innan flokksins er ótvíræður. Fyrir
utan beinan stuðning nafnkenndra
myndlistarmanna nýtur hann einn-
ig óbeins stuðnings úr sínu stéttar-
félagi sem hefur orðið til eftir að
ljóst varð að bræðurnir Gunnar og
Ölafur Kvaran hygðust freista þess
að fá embættið. Nokkurrar hræðslu
gætir gagnvart Kvaranbræðrum
meðal myndlistarmanna, og einnig
gremju sem á rætur að rekja aftur til
myndlistargagnrýni þeirra fyrr á
árum. Þeir þykja beinskeyttir og
einkar afdráttarlausir í skoðunum,
en enginn frýr þeim vits á listinni,
svo og rekstri á söfnum. Eftir þá
liggur kraftaverk í safnamálum, svo
sem ástand Ásmundarsafns og
Listasafns Einars Jónssonar ber
vitni um. Af umsækjendunum sex
standa þeir Kvaranbræður einna
best hvað praktískan bakgrunn
snertir, svo og menntun.
Að margra mati munu þó ættir og
flokkadrættir ráða hér meiru um
stöðuveitingu en hæfileikar, svo
sem löngum fyrr á Fróni. Nú er að
vísu sá munur á, sem oft hefur ekki
verið, að þeir umsækjendur sem
kenndir eru við ættir eða flokka eru
ekki síður hæfileikamiklir en hinir.
Bent er á tengsl Kvaranbræðra við
Geir Hallgrímsson og hans ætt alla
Ólafur Kvaran. Margir myndlistar-
menn smeykir við afdráttarleysi hans,
en praktískur bakgrunnur gerist vart
betri.
4 HELGARPÓSTURINN